Alþýðublaðið - 07.02.1973, Side 3

Alþýðublaðið - 07.02.1973, Side 3
□ Búðarstuldir virðast ekki færast í vöxt — það er yfirleitt sama fólkið sem uppvíst verður að hnupli HVERJU STELUR UR BUDUM? Kaupmenn vilja augiýsa búðaþjófa með því að birta myndir af þeim í blöð- um. Þessi hugmynd hefur komið framí Danmörku. Er hún meðal annars hugs- uð sem gagnráðstöfun kaupmanna gegn nefndaráliti, semmælir með því, að fyrir ýmis minniháttar afbrot verði ekki refsað samkvæmt hegningarlög- um, og ekki fjallað um það að hætti opinberra mála. Ekki mun ákveöiö hvort væntanlegt lagafrumvarp um þetta efni nær til þjófnaöa I verzlunum. En veröi fariö eft- ir nefndarálitinu, telja kaup- menn liklegt, aö þjófnaöir á verðmæti undir vissu há- marki, verði refsilausir. ótt- ast þeir, sumir hverjir, aö þetta dragi þann dilk á eftir sér, að búðaþjófnaöir kunni að færast i vöxt, og þvi sé nauö- synlegt að gera gagnráöstaf- anir. Þvi fer fjarri, aö kaupmenn séu sammála um áður- nefndar auglýsingar. Eru sumir algerlega andvigir þeirri aöferð og telja hana úr hófi ómannúölega, auk þess sem lögmæti hennar er dregið mjög i efa. Leggja þeir til, aö gefin veröi út skrá yfir þá, sem gera sig seka um þetta at- ferli, og veröi jafnvel farið meö hana sem trúnaðarmál eftirlitsmanna. Nefndin, sem áður er um getiö, telur, aö aukið eftirlit i verzlunum sé sjálfsögð ráð- stöfun kaupmanna, og t.d. megi i þvi tilliti nota innan- hússjónvarp. Telur hún, að reynslan sýni, að strangt eftir- lit dragi mjög úr freistingum til að stela úr búðum. Almenn viðbrögö i þessu máli eru m.a. þau, aö ekkert samræmi sé i þvi aö beita svo grimmilegum aðferðum, á meöan tiltölulega vægt er tek- iö á llfshættulegu atferli, eins og t.d. ölvun viö akstur. Alþýðublaöið sneri sér til Magnúsar Eggertssonar hjá Rannsóknarlögreglunni, og spurði hann um tiöni búöa- þjófnaða, semkæröir væru og kæmu til kasta embættisins. Kvaö Magnús slik mál ekki vera mörg, og færi ekki fjölg- andi, og væru þau oftast liður i lengri afbrotakeöju af ýmsu tagi, þeirra, sem kærðir væru. Blaöið hafði samband viö nokkra kaupmenn og starfs- fólk i verzlunum. Hafði þetta fólk allt svipaöa sögu að segja: „Það eru nokkur brögð að þessu, en þaö er alltaf sama fólkiö, sem er að reyna þetta. Viö vitum hvaða fólk þetta er, og þegar það kemur i verzlun- ina, erum viö á varðbergi og förum ekki leynt meö eftirlit- ið. Þetta er eina leiðin, enda hættir þetta fólk að venja kom ur sinar þar sem gott eftiriit er”. Sérhæfing „Það er engu likara en fólk sérhæfi sig i stuldi á vissum vörutegundum. Við tölum stundum um þetta við starfs- fólk i nálægum verzlunum, og það litur út fyrir, aö þetta fólk steli sumt t.d. eingöngu bók- um, en ekki t.d. matvælum eöa fatnaöi og öfugt. Annars þekkjum við nokkuð af þessu fólki, og vitum, að það gerir þetta ekki af fjárhagsvand- ræöum, heldur virðist þetta oft vera einhver árátta”. ,,Ég man eftir finni frú, sem ég var viss um að hafði stolið rúmlega fjögur þúsund króna verðmæti. Ég þekki manninn hennarpersónulega,við erum i sama félagsskap. Ég talaöi við hann, og hann kom og borgaði. Konan hefur ekki komið aftur”, sagði einn verzlunarstjóri i miðbænum. „Manni dettur helzt i hug, að svona fólk gangi með einhvern anga af stelsýki”, sagði hann. Einn skókaupmaöur sagði frá þvi, að einn daginn hefði verið saknað skópars úr sýn- inshornagrind. „Nokkrum dögum seinna kom maður með þessa skó og bað um að fá þeim skipt, af þvi þeir hefðu verið fullþröngir. Það kom i ljós, að hann notaöi þrem númerum stærra. Ég sagði honum, að ég vissi, hvernig hann hefði komizt yfir þessa skó og bað hann að skila þeim með góðu. Hann rauk þá á dyr með formælingum og hefur ekki komið aftur”, sagði þessi kaupmaður. „Ekki nennti ég að kæra þetta”, bætti hann við. Atvinnubiófar Sumir kaupmenn telja vist, að eitthvað sé um hreina og beina atvinnuþjófa. Alita þeir, að bókaverzlanir og hljóm- plötuverzlanir veröi mest fyr- ir barðinu á þeim, vegna þess, að tiltölulega auðveldast sé að koma þeim vörum i verð fyrir peninga, og erfitt sé að hafa upp á þeim. Viö töluðum við einn forn- sala. Hann kvaðst hafa það fyrir reglu aö kaupa ekki nýja muni af börnum eða ungling um. Annars væri útilokað að vita, hvort varningur væri vel eða illa fenginn, þegar fullorð- ið fólk ætti i hlut, en oft tæki hann niður nafn og heimilis fang seljanda. Rafmagnslevsið örvar Við spurðum nokkra kaup- menn og verzlunarstjóra, hvort þeir teldu, að brögð hefðu verið að þjófnuðum i rafmagnsskömmtuninni fyrir jólin. Flestir töldu, að eitthvað hefði áreiðanlega borið á þvi, og sumir sögðust hafa lokað um leið og rafmagnið fór af hverju sinni, vegna ótta við stórfellda stuldi. „Það hefði verið eins og að hafa opna sjálfsafgreiðslu fyr- ir óheiðarlegt fólk, ef við hefð- um ekki lokað, þvi að það var vonlaust að háfa nauðsynlegt eftirlit”, sagði einn kaupmað- ur. Langflestir töldu, að þessi afbrot færu alls ekki i vöxt, og raunar hefði fremur dregið úr þeim. Sérstaklega heföi kaup- mönnum orðið ljós þörfin á auknu eftirliti með tilkomu kjörbúðafyrirkomulagsins, og þeim, sem freistingin ónáðaði eitthvað, væri þetta ljóst. Engir töldu þó timabært að taka upp það fyrirkomulag, sem reynt hefur verið i Sviss- landi með góðum árangri, að fólk afgreiði sig aö öllu leyti sjálft. Það er helzt sitthvað fyrirferöarlitið og dýrt, sem fóik hnuplar úr búðum, gjarnan bækur. 1 matvöruverzlunum gjarnan smjörstykki og þviumlikt. A þessari mynd er af- greiðsiustúlka einnar matvöruverzlanar i miðborginni, Rósa Sigtryggsdóttir, búin að tina til i körfu sitthvaö sem titt er að hverfi úr hiiiunum. VWBUNIR AD GETA OPNAÐ EIDID A ÖRFAUM VIKUM „Viö gerum okkur fyllilega grein fyrir þvi, aö höfnin i Vest- mannaeyjum gæti lokazt vegna hraunrennslis i innsiglingunni, en án þess að höfnin eða hafnar- mannvirki eyðilegðust að öðru leyti. Við höfum þess vegna gert nákvæma könnun á möguleikum þess að opna „Eiðið” að vestan- verðu og mynda þannig nýja inn- siglingu i höfnina”, sagði Aðal- steinn Júliusson, vita og hafna- málastjóri, við Alþýðublaðiö i gær. Færi svo hrapallega, að hraun- rennslið frá eldstöðvunum i Heimaey lokaði núverandi inn- siglingu, yrði að sögn Aöalsteins hægt með þessari nýju innsigl- ingu gegnum „Eiðið” að nýta fullkomlega hafnaraðstöðuna i Eyjum aö fáum vikum liönum. „Það er hægt að opna rennu inn i höfnina að vestanverðu, sem yrði fær flestum skipum, með þvi að grafa upp um 100 þúsund rúm- metra af mestmegnis lausu efni. Hér yrði ekki um ógnarmikið verk að ræöa og væri hægt að framkvæma það á fáeinum vik- um, eftir að heppileg tæki væru komin á staðinn”, sagði Aðal- steinn. Hins vegar kvað vita- og hafna- málastjóri opnun „Eiðisins” ekki verða framtiðarlausn, nema gerðir yröu miklir garðar hlifðar hinni nýju innsiglingu, i unnið væri að athugun varðan slika hugsanlega mannvirkj gerð. „Þessir garðar yrðu mit mannvirki”, sagði Aðalstein „og er ekki enn vitað, hver kost aður við gerð þeirra yrði, og i heldur ekki vitað, hvort heppile grjót i þessa garða er til I Ves mannaeyjum, ef til kæmi”. — Miðvikudagur 7. febrúar 1973

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.