Alþýðublaðið - 07.02.1973, Side 4

Alþýðublaðið - 07.02.1973, Side 4
NAI 335ivt%3®msn®m' & SJI •/r P S? S s? i i ÞORRAMATURINN VINSÆLI ÍTROGUM VESTURGÖTU 6-8 SÍMI 17759 & 88 1 Bótagreiöslur Almannatrygginga i Reykjavik. Útborgun ellilifeyris i Reykjavik hefst þessu sinni fimmtudaginn 8. febrúar. Tryggingastofnun Ríkisins Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar Skipholti 25. Simar 19099 og 20988. Húsbyggjendur — Verktakar Kamhslál: S. 1(1. 12, III. 20, 22, of$ 2.'> m/m. Klippum og hcv|>,jum slál 0}/ járn cftir óskum vióskiptavina. Stálborg h.f. Smiöjuvcgi 12, Kópavogi. Simi l24K0, AUGLÝSINGASÍMINN OKKAR ER 8-66-60 TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiöur, Bankastr. 12 VIPPU - BllSKÚRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270 sm Aðrar stærðir. smíðaðar eftir beiðnl GLUQGAS MIÐJAN Síðumúla 12 - Simi 38220 Upplýsingar fyrir Vestmannaeyinga í Hafnarbúðum. 11690 Upplýsingar um skip og farm. 11691 Uppiýsingar um sendibila. 11692 Geymslurými og sjálfboöa- liðar. 28896 Húsnæðismál (upp.) 25843 Húsnæðismál og atvinnu- miðlun. 11693 Upplýsingar. 25788 Ferðaleyfi. 12089 Uppiýsingar um fbúöa- skrána. 14182 Sjúkrasamlag. 25788 Fjármál. 22203 Óskiiamunir. 25788 Skiptiborð við allar deiidir. 25795 Skiptiborð við aiiar deiidir. 25880 Skiptiborð við allar deiidir. o Fósturevðingar á dagskrá: Franskir læknar leggja réttindin að veði Mikill fjöldi lækna i Frakklandi hafa nú tekið upp baráttu fyrir þvi, að numin verði úr gildi fimm- tiu og tveggja ára gömul lög um bann við fóstureyðingum. Einn liðurinn i baráttunni er sá, að alls 545 læknarhafalagtfram opinbera viðurkenningu um, að þeir hafi framkvæmt slikar aðgerðir, en með þvi hætta þeir á, að þeir verði dæmdir i allt að tiu ára fangelsi og missi lækningaleyfi sin að auki. Tvöhundruð læknar lögðu fram þessa viðurkenningu i gær, en áður höfðu 345 læknar opinberað þessi lagabrot sin. Þessir tvöhundruð læknar eru allir meðlimir samtaka, sem standa fyrir rannsóknum á fóstureyðingum og krefjast þeir, að leyft verði að eyða fóstrum kvenna, sem geta ekki fætt án þess að hætta lifi sinu. Einnig vilja þeir fóstureyðingar, ef for- eldrarnir sjá sér ekki fært að ala upp barnið, ef útlit er fyrir, að barnið verði vanskapað, eða kona hefur orðið barnshafnadi vegna nauðgunar. Fyrri hópurinn setur fram enn meiri kröfur, m.a. frjálsar fóst ureyðingar, kynfræðslu fyrir all- ar konur og einnig unglings stúlkur. OKKUR VANTAR BLAÐBURÐAR- FÓLK í EFTIR- TALIN HVERFI Gnoðarvogur Laugarteigur Laugarnesvegur Rauðilækur HAFIÐ SAM- BAND VIÐ AF- GREIÐSLUNA ! VÍETNAM: EFTIRLITIÐ ER AÐ KOMAST í GAGNIÐ YFIRBURÐA- SIGIIR OG HESTUR AD LAUNUM Ólafur Jóhann Sigurðsson hlaut „Silfurhestinn 1972”, en það er verölaunagripurinn i samkeppni um „beztu bók árs- ins” að áliti ritdómara dagblaö- anna. Fékk ólafur Jóhann við- urkenningu þessa fyrir skáld- söguna „Hreiðrið”, sem vakið hefur mikla athygli og nokkrar deilur. Urslit i atkvæðagreiðslu rit- dómaranna urðu i fyrstu at- rennu þau, að Ólafur Jóhann fékk 200 stig fyrir „Hreiðrið” og 175 stig fyrir ljóðafcók sina „Að laufferjum”, en Vésteinn Lúö- viksson 300 stig fyrir skáldsög- una „Gunnar og Kjartan”. Aðrar bækur, er til greina komu þessu sinni, voru: „Mörg eru manns augu”, eftir Matt- hias Jóhannessen (150 stig), „Veðrahjálmur”, eftir Þorstein frá Hamri (125 stig), „Guðs- gjafarþula”, eftir Halldór Lax- ness (75 stig), „Fyrir opnum tjöldum”, eftir Grétu Sigfús- dóttur (50 stig) og „Folda”, eft- ir Thor Vilhjálmsson (50 stig). Yfirburðasigur Að svo búnu fór fram ný' at- kvæðagreiðsla um þrjár stigahæstu bækurnar. Lauk henni svo, að „Hreiðrið” fékk þá 450 stig, „Gunnar og Kjart- an” 350 stig og „Að laufferjum” 325 stig. Silfurhesturinn var afhentur á laugardag við yfirlætislausa at- höfn að Hótel Sögu. Flutti Helgi Sæmundsson það tækifæri eftirfarandi ræðustúf: Þriggja bóka maður „Mér hefur verið falið aö mælahér nokkur orð i tilefni af úrslitunum i atkvæðagreiðslu ritdómara dagblaðanna um „beztu bók ársins”, er leið. Ólafur Jóhann Sigurðsson sigr- aði i henni eins og þegar er kunnugt. Þó mun enn augljós- ara, að hann verðskuldi nafn- bótina „höfundur ársins 1972”. Ritdómararnir greiddu honum sem sé atkvæði.fyrir tvær bæk- ur, skáldsöguna „Hreiðrið” og ljóðabókina „Að laufferjum”. Auk þeirra lét hann svo frá sér fara á þessu liðna ári smá- sagnasafnið „Seint á ferð”. Sennilega hefur þaö lika átt at- kvæði skilið að sumra áliti. Listrænt skáld Við Ólafur Jóhann Sigurösson erumjafnaldrar að kalla og höf- um báöir vaxiö úr grasi austur i Arnesþingi — ég I Flóanum, hann i Grafningnum. Ég las fyrstu bók Ólafs Jóhanns heima á Stokkseyri um jólaleytið 1934 árið eftir ferminguna og hef fylgzt með ritstörfum hans sið- an. Ennfremur vill svo til, að fyrsti ritdómur minn fjallaði einmitt um bók eftir Ólaf Jó- hann. Orðalag mitt væri kannski eitthvað á aðra lund i slikum málflutningi nú en þá, en skoöanir minar á skáldskap hans eru óbreyttar, enda hafa þær fengiö ótviræða staöfest- ingu. Ólafur Jóhann telst i hópi list- rænustu skálda okkar. Hann er öruggur og jafnvægur rithöf- undur, semástundar kröfuharða vandvirkni. Þetta kennist glöggt af „Hreiðrinu” og „Aö laufferjum”, en eigi siður af smásögunum „Seint á ferð”. Þeim svipar ekkert til eftirlegu- kinda, þó að höfundur byrgi þær i bók i seinna lagi. Annars er hér ekki stund eða staður að reyna að lýsa eða skil- greina skáldskap Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, svo að mynd væri á. Ég læt nægja að vekja athygli á mikilvægu einkenni á vinnu- brögðum hans, sem er iþrótt máls og stils. Strákurinn úr Grafningnum, sem fyrrum var, er löngu orðinn rammislenzkur heimsborgari og slær snilldarlega hörpuna til þess að túlka lifsreynslu, sýnir og tilfinningar. Málfar ólafs Jóhanns Sig- urðssonar er hreint og tært eins og drykkjarvatnið austan fjalls og stillinn mjúkur sem græn- gresiö þar og oft yfir honum djúp kyrrð og sérkennileg birta likt og þegar sólin rennur upp og stafar vorkalda jörð, en áferð hans ber svip og blæ af haustlit- um og ljósum dögum. „Hreiðrið” gerist aðallega hér i höfuðstaðnum, en ólafur Jóhann Sigurðsson er þó jafnan mikill og einlægur sveitamaður i sögum sinum og ljóðum eins og að ætt og uppruna. Fer þvi vel á, að hann eignist hest. Hér er silfurhesturinn. Þú hefur til hans unnið, Ólafur Jó- hann, og njóttu heill”. Ritdómararnir, sem atkvæði greiddu um „beztu bók ársins 1972”, voru: Andrés Kristjáns- son (Timinn), Árni Bergmann (Þjóðviljinn), Helgi Sæmunds- son (Alþýðublaðiö), Jóhann Hjálmarsson (Morgunblaðiö) og Ólafur Jónsson (Visir). Fer einn maður meö atkvæði hvers blaðs. — Alþjóða eftirlitsnefndin, sem skipuð hefur verið til þess aö sjá um, að vopnahléð I Vietnam verði virt, fór frá Saigon i fyrradag fyrstu eftirlitsferð sina. Sama dag fékk nefndin fyrsta verkefnisitt,en það var rannsókn á hertöku flotastöðvar i grennd við hlutlausa beltið, sem s.-viet- namskir hermenn náðu á sitt vald tveimur minútum áður en vopna- hléð gekk i gildi. Nokrum dögum seinna sögðu þeir, að gerð hafi verið mikil árás á flotastöðina, svo S.-VIetnamirnir hafi orðið að flýja. Frá Paris kom sú frétt i gær- dag, að fulltrúar Saigonstjórnar- innar og byltingarstjórnarinnar hafi komið saman til fundar þar i borg til að ræða um pólitiska framtlö S.-VIetnams. Báðir aðila- ar sögðu, að fljótlegi hefjist I Saigon viðræður um myndun þjóðarráös, sem á m.a. að undir- búa að hafa eftirlit með almenn- um kosningum I S.-Vietnam og fjalla um meðferð þeirra pólitisku fanga, sem eru I haldi hjá Þjóðfrelsisfylkingunni og yfirvöldum S.-Vietnams. Miðvikudagur 7. febrúar 1973

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.