Alþýðublaðið - 07.02.1973, Side 5
Alþýöublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig-
hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri
Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjóm-
ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666.
Blaðaprent h.f...4
L0F0R0IN OG EFNDIRNAR
Fyrir þá, sem studdu núverandi rikisstjórn til
valda og trúðu á hana fyrst framan af hlýtur að
vera átakanlegt að fylgjast með þvi, hvernig
skýjaborgirnar hrynja ein af annnari. Svo
ógæfusamir eru ráðherrarnir að segja má, að
þeir hafizt varla að öðru visi en að ganga þvert
gegn margítrekaðri stefnu og marggefnum lof-
orðum. Eitt nýjasta dæmið um þetta eru siðustu
athafnir Magnúsar Kjartanssonar, heilbrigðis-
ráðherra.
Það þarf varla að rifja upp fyrir fólki, sem
lagt hefur eyrun við málflutningi Alþýðubanda-
lagsmanna og þá ekki hvað sizt Magnúsar
Kjartanssonar, að eitt af þvi, sem þeir hafa
hvað ákafast gagnrýnt um fjöldamörg umliðin
ár, hefur verið skipulagið á lyfjaverzlun lands-
manna. Alþýðubandalagsforingjarnir hafa hvað
eftir annað ráðizt harðlega á þá fjárplógsstarf-
semi, sem þeir segja að hafi verið stunduð i
sambandi við lyfjasöluna i landinu og margoft
flutt um það tillögur og áskoranir, að lyfja-
verzlunin yrði tekin úr höndum einstaklinga og
sett undir félagslega stjórn þvi með þeim eina
hætti væri unnt að tryggja almenningi lyf á
sanngjörnu verði og útrýma gróðasjónarmiðinu
úr verzlun með þessar lifsnauðsynjar. Þegar
Alþýðubandalagsmenn svo gengu til myndunar
rikisstjórnar fyrir tæpum tveim árum fengu
þeir til leiðar komið, að i sjálfum stjórnarsátt-
málanum hét rikisstjórnin ,,að endurskipu-
leggja lyfjaverzlunina með þvi að tengja hana
við heilbrigðisþjónustuna og setja hana undir
félagslega stjórn”. Til þess að geta fylgt fyrir-
ætlunum eftir fengu Alþýðubandalagsmenn þvi
svo framgengt, að maður úr þeirra röðum fengi
heilbrigðismálaráðuneytið og var þeim nú
ekkert að vanbúnaði að standa við öll stóru
orðin.
En að þvi kom aldrei. t það röska hálfa annað
ár, sem Magnús Kjartansson hefur gegnt
embætti heilbrigðisráðherra, hefur hvorki hósti
né stuna heyrzt frá honum um lyfjasölumálin.
Þar til nú fyrir nokkrum dögum. Þá skýrði Lög-
birtingablaðið frá þvi, að heilbrigðisráðherrann
hafi ákveðið 52,5% hækkun á lyfjaverði.
Fimmtiu og tvö komma fimm prósent
hækkun! Hvorki meira ne minna.
Og fyrir hvern var Magnús Kjartansson að
hækka? Fyrir einstaklingana, sem hafa lyfja-
verzlunina með höndum vegna þess, að þeir
höfðu sagt honum, að þeir græddu ekki nóg á
verzluninni! Og þá þótti Magnúsi auðvitað sjálf-
sagt að hækka fyrir þá lyfjaverðið um 52,5%!
Annað hefur ráðherrann ekki aðhafst i lyfja-
sölumálunum i ráðherratið sinni.
Hversu mörg fyrirheit skyldi Magnús nú hafa
svikið með þessari afgreiðslu sinni? í fyrsta lagi
loforðin um að halda i við verðhækkunarkröfur
milliliðanna. í öðru lagi loforðin um að bæta
aðstöðu gamals fólks og sjúklinga i þjóðfé-
laginu, þvi auðvitað er það fyrst og fremst þetta
fólk, sem lyfsalarnir byggja gróðamöguleika
sina á. í þriðja lagi loforðin um að útrýma
gróðahyggjunni úr verzlun með lyf fyrir sjúkt
fólk. Og i fjórða lagi loforðin um að tengja lyfja-
verzlunina heilbrigðisþjónustunni og setja hana
undir félagslega stjórn, því auðvitað er verð-
hækkunin ekki til neins annars en að rétta hag
þeirra einstaklinga, sem reka lyfjaverzlunina i
landinu með eigin ágóða fyrir augum.
Röggsamur maður Magnús Kjartansson við
að bregðast trausti þeirra, sem á hann trúðu.
Ummæli Sir Alec
sönn eða ósönn?
Fyrir skömmu barst Alþýöu-
blaðinu neðangreind orðsending
frá utanrikisráðuneytinu. Vegna
þrengsia i biaðinu féll
orðsendingin úr birtingu þann
dag, sem hún átti að birtast —
daginn eftir að hún barst biaðinu.
Þvi miður veitti ritstjórn þvl ekki
athygli fyrr en nú um helgina og
birtir biaðið orðsendinguna hér
með um leið og viðkomandi eru
beönir afsökunar vegna dráttar-
ins.
Vegna ummæla, sem höfð eru
eftir Sir Alec Douglas-Home i
Morgunblaðinu, vill Einar
Agústsson, utanrikisráðherra,
taka fram eftirfarandi:
A ráðherrafundinum i
Reykjavik 27. og 28. nóvember
1972 lögðu Bretar til, að veiðar
brezkra togara á Islandsmiðum
yrðu takmarkaðar við ákveðna
tölu úthaldsdaga, þannig að um
10% fækkun á úthaldsdögum
væri að ræða. Töldu Bretar, að
þessi aðferð mundi gefa af sér
25% minna aflamagn en þeir
fengu árið 1971, sem var óvenju-
gott aflaár. Þetta tilboð var
tekið til athugunar af íslands
hálfu. Lauk Reykjavíkur-
fundinum þannig.
Þegar ég hitti Sir Alec
Douglas-Home i Bruxelles i des-
ember sagði ég honum, að þessi
tillaga væri ekki aðgengileg
fyrir okkur, m.a. vegna þess, að
erfitt væri að hafa eftirlit með
framkvæmd slikra aðgerða.
Væri þvi nauðsynlegt að fleira
kæmi til, og þá helzt að athuga
sameiningu á tveimur að-
ferðum, þ.e. takmörkun út-
haldsdaga og svæðafyrirkomu-
lagi. Ég sagði að nauðsyniegt
væri að vita hversu langt Bretar
vildu ganga til samkomulags
áður en afstaða væri tekin til
þess, hvort formlegar viðræður
gætu orðið að gagni. Sir Alec
kvaðst geta fallizt á, að fleiri en
einni aðferð væri beitt til að ná
sama marki, ef heildarniður-
staðan breyttist ekki mikið, þ.e.
ef mismunandi aðferðum væri
ekki bætt hverri ofan á aðra. A
þessum grundvelli afhenti Sir
Alec tillögu um, að auk tilboðs-
ins frá nóvemberfundinum yrði
einu svæði af sex umhverfis
landið lokað til skiptis i 2
mánuði i senn. Að athuguðu
máli var talið að þetta tilboð
væri ekki aðgengilegt, og skýrði
ég frá þvi i orðsendingu minni
til Sir Alec hinn 19. janúar s.l.
Lagði ég jafnframt áherzlu á, að
rikisstjórn tslands væri reiðu-
búin til frekari viðræðna ef hag-
stæöari tillögur kæmu frá
brezku rikisstjórninni. Ella
væri bilið milli sjónarmiða
rikisstjórna Islands og Bret-
lands enn of breitt til að nýr
fundur gæti komiö aö gagni.
Utanrikisráðuneytið
Reykjavik, 30. janúar 1973.
ATHUGASEMD
ALÞÝÐUBLAÐSINS
Meginatriðin i skrifum
Morgunblaðsins og Alþýðu-
blaðsins um skipti þeirra utan-
rikisráðherranna Einars
Agústssonar og Alec Douglas-
Home, sem Alþýðublaðið hefur
m.a. óskað skýringa Einars
Agústssonar á, eru þessi:
1 ræðu, sem Alec Douglas-
Home flutti, skýrði hann frá þvi,
að i viðræðum við Einar Agústs-
son á ráðherrafundi NATO I
Brussel hefði sá siðarnefndi sett
fram ákveðin tilmæli um
samningstilboö i landhelgis-
deilunni frá brezku stjórninni,
sem Douglas-Home sagði að
Einar hefði fullyrt að myndi
verða vel tekið af islenzkum
stjórnvöldum. Brezki utanrikis-
ráðherrann sagðist hafa i sam-
ráði við rikisstjórnina sent is-
lenzkum stjórnvöldum samn-
ingstilboð, sem heföi verið
Stefán Gunnlaugsson, alþingis-
maður, hefur lagt fram svohljóð-
andi fyrirspurn til heilbrigðis- og
tryggingaráðherra:
,,Með skirskotun til endurtek-
inna tilmæla bæjaryfirvalda
Hafnarfjarðar til heilbrigðis-
málaráðuneytisins um rekstur
annarrar lyfjabúðar i Hafnarfirði
er óskað svars við eftirfarandi:
Þar sem knýjandi er, að stofn-
sett verði lyf jabúð i „Norðurbæ” i
Hafnarfirði tafarlaust vegna ört
vaxandi fólksfjölda og dreifingar
byggðarinnar, vill ráðherra hlut-
nákvæmlega samhljóða til-
mælum Einars Agústssonar.
Þvi hefði lengi vel ekki verið
svaraö. Loks, sexvikum eftir að
umbeöið tilboð hefði verið sent,
þá hefði borizt neikvætt svar frá
islenzku ríkisstjórninni. Sagðist
Douglas-Home þá hafa falið
brezka sendiherranum á tslandi
að ganga á fund utanrikis-
ráðherra lil þess að láta i ljós
undrun yfir þessum viðbrögðum
islenzkra stjórnvalda viö til-
boði, sem sjálfur utanrikisráð-
herra tslands hefði látið i ljós
tilmæli um að fá.
Þannig hljóðar meginatriðið i
frásögnum blaðanna tveggja af
ræðu brezka utanrikisráð-
herrans. Alþýðublaðið hefur
spurt, hvort brezki ráðherrann
hafi farið hér rétt með. Þvi
hefur Einar Agústsson enn ekki
svarað eins og ljóst má vera af
lestri framanritaðrar yfir-
lýsingar hans.
I ast til um, að gerðar verði nú
þegar nauðsynlegar ráðstafanir i
I þeim efnum?”
FLOKKSSTARFIÐ
FÉLAGSVISTIN
Félagsvist Alþýðuflokksfélags Reykjavikur
verður i Iðnó n.k. laugardag og hefst kl. 2.30
e.h. Góð verðlaun eru i boði. Vinsamlega mætið
stundvislega.
Alþýðuflokksfélag Reykjavikur.
KONUR REYKJAVIK
Kvenfélag Alþýðuflokksins i Reykjavik
heldur félagsfund n.k. fimmtudag, 8. febrúar
kl. 20.30 i Ingólfscafé. Gestur fundarins verður
Eggert G. Þorsteinsson, alþingismaður.
Stjórnin.
ANNAÐ APOTEK
í FIRÐINUM?
ALÞYÐUFLOKKSFELAG REYKIAVIKUR AUGLYSIR
VIÐTALSTÍMAR
ÞINGMANNA OG BORGARFULLTRÚA ALÞÝÐUFLOKKSINS
Stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavikur hefur ákveðið að
gangast fyrir þvl, að Reykvikingum gefist tækifæri á aö hitta að
máli þingmenn Alþýðuflokksins úr Reykjavík og borgarfulltrúa.
t þeim tilgangi mun stjórnin auglýsa viðtalstíma reglulega
hvern fimmtudag á tfmabilinu frá kl. 5 til 7 e.h., þar sem hinir
kjörnu fulitrúar Reykvikinga úr Alþýðuflokknum skiptast á um
að vera til viðtals. Viðtalstimarnir verða haldnir á skrifstofu
Alþýðuflokksins, Hverfisgötu 8-10.
Til viðtals á morgun, fimmtudaginn 8. febrúar, verður Björg-
vin Guðmundsson, borgarfulltrúi. Verður hann til viðtals á skrif-
stofum Alþýöuflokksins á timabilinu frá kl. 5 til 7 e.h. eins og fyrr
scgir. Siminn i viðtalsherberginu hefur númerið 1-50-20.
Reykvikingar. Notið þetta tækifæri til þess að hafa tal af
borgarfulltrúanum.
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur 7. febrúar 1973
0