Alþýðublaðið - 13.02.1973, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 13.02.1973, Qupperneq 1
LEITfl ÁFRAM TIL KVÖLDS Þungur sjór og frost er Sjöstjarnan sokk Þegar blaðið fór i prentun um miðnætti, hafði enn ekkert frétzt til skipbrotsmannanna 11 af Sjö- stjörnunni frá Keflavik. Ýtarleg leit var gerð i allan gærdag og fram á kvöld. Veður var mjög slæmt á þeim slóðum sem Sjö- stjarnan sökk, þungur sjór og frost. Leit átti að halda áfram i nótt, og i dag verður væntanlega lcitað til þrautar. Sjöstjarnan var að koma frá Færeyjum, þar sem báturinn hafði verið i viðgerð vegna bruna sem kom upp i káetu er báturinn lá i Keflavikurhöfn i desember. Um borð voru 10-11 manns, þar af fimm Islendingar, fjórir karlmenn og eiginkona skipstjórans. Auk tslendinganna voru 5-6 Færeyingar um borð, en þeir höfðu verið ráðnir á bátinn i vetur. Ekki hafði fengizt á þvi staðfesting frá Færeyjum i gær- kvöldi, hvort Færeyingarnir væru fimm eða sex. Það var klukkan 14,10 á sunnudaginn að Sjöstjarnan til- kynnti strandstöð Landsimans á Höfn i Hornafirði, að vart hefði orðið við leka. Var báturinn þá staddur djúpt undan landi. um 100 sjómilur undan Dyrhólaey. Var káetan orðin hálffull af sjó og skipverjai farnir að undirhúa að fara i björgunarbáta. Virðist lekann hafa borið brátt að, þvi stuttu áður hafði Sjöstjarnan til- kynnt staðarákvörðun til Til- kynningaskyldunnar, og var þá ekki vitað betur en allt væri i stakasta lagi. Um klukkan 15 var vitað til þess að Sjöstjarnan var sokkin, og að áhöfnin komst i tvo gúmbjörgunarbáta. Heyrðist i ney ðartalsstöðvum þeirra i stuttan tíma eftir að báturinn sökk, en siðan hefur ekkert i bátunum heyrzt. Stöðin sendir i sifeliu, sé allt með felldu. Á þessum slóðum voru vestan 8-10 vindstig, er báturinn fórst, og þungur sjór. Um 30 skip héldu þegar til leitar, loðnu- veiðiskip, rannsóknarskip og erlendir togarar, auk flugvéla. Leitarveður var mjög slæmt i allan gærdag og spáð var svipuðu veðri. Sjöstjarnan var eikarbátur 100 lestir að stærð Hann var smiöaður i Danmörku árið 1964. Hét báturinn áður Otur. Nú- verandi eigandi er Sjöstjarnan hf i Reykjavik, en báturinn er skrásettur i Keflavik og var gerður þaðan út. i'i: iii 1 M vl- :£\ » I:« iiH I 1 Áverkar á höfði benda til að um morð hafi verið að ræða t U •i'Í5 'É i 62 ára gamall maður, Unndór Jónsson, fulltrúi i rikisendurskoðun fjármála- ráðuneytisins, fannst látinn rétt vestan við gamla iþrótta- völlinn I Reykjavik laust eftir hádegi á sunnudag. Áverkar voru á höfði liksins og benda þeir og svo fatnaður til þess, að Unndór hafi lent i átökum, áður en dauða hans bar að. Rannsókn fer nú fram á vegum embættis sakadóm- arans i Reykjavik á þvi, með hvaða hætti andlát Unndórs hafi orðið. Samkvæmt uppl- ýsingum sem Alþýðublaðið fékk hjá rannsóknarlögregl- unni siðdegis i gær, verður ekki séð, að Unndór hafi verið rændur. Réttarkrufning „Réttarkrufning hefur ekki farið fram”, sagði Eggert Bjarnason, rannsóknarlög- reglumaður við Alþýðublaðið i gær, ,,og við getum ekki á þessu stigi sagt neitt ákveðið um dánarorsök, en meðan annað kemur ekki i ljós, úti- lokum við ekki þann mögu- leika, að annar maður hafi ráðið honum bana”. Siðast er vitað um ferðir Unndórs heitins, er hann á timabiiinu klukkan tvö til hálf þrjú aðfaranótt sunnudagsins fór ölvaður frá Hótel Sögu, þar sem hann hafði verið gestur um kvöldið. Lik hans fannst siðan skammt frá hótelinu um það bil tiu klukkustundum siðar. Engar upplýsingar Að þvi er Alþýðublaðið kemst næst, hafði rannsóknar- lögreglan i gær litlar eða engar upplýsingar um ferðir Unndórs heitins um nóttina eða vitnisburð vegfarenda á þessum slóðum, sem kynnu að hafa borið kennsl á Unndór eða séð til átaka i grennd við Hótel Sögu á sunnudags- nóttina. Hins vegar má ætla, að all- margt fólk hafi verið á ferli i nánd við staðinn, þar sem Unndór fannst látinn, eftir klukkan tvö um nóttina, er veitingasölum hótelsins var lokað. bar er ekkert vitni hefur a.m.k. enn gefið sig fram, kann dauða Unndórs heitins að hafa borið að, eftir að fólk var hætt að vera á ferli þarna, eða alllöngu eftir að hann hvarf frá hótelinu á timabilinu klukkan 2-2.30. Alþýðublaðinu tókst ekki i gær að fá nákvæmar upp- lýsingar um það, á hvaða timabili næturinnar, Unndór er talinn hafa látizt. Vantar vitni Það eru tilmæli Sakadóms Reykjavíkur, að þeir, sem kunna að hafa orðið varir við Unndór aðfaranótt sunnu- dagsins, eftir að hann yfirgaf Hótel Sögu, eða orðið varir við menn i átökum á þessum slóðum um nóttina, að láta rannsóknarlögregluna tafar- laust vita. Þess skal getið, að Unndór var klæddur dökkum jakka- fötum, dökkum frakka, hvitri skyrtu og dökku bindi, dökk- brúnum skóm og sennilega með hatt á höfði umrædda nótt. Unndór heitinn var kunnur borgari i Reykjavik. Hann var fæddur 6. júni 1910, að Svert- ingsstöðum i Kaupangssveit. Hann tók stúdentsprof frá Menntaskólanum á Akureyri 1936, fluttist til Reykjavíkur um haustið sama ár og bjó þar alla tið siðan. Unndór var fyrst fulltrúi póst- og sima- málastjóra til 1954, en slðan fulltrúi i rikisendurskoðun fjármálaráðuneytisins. — Enginn sjónarvottur að átökum Örin bendir á staðinn þar sem lik Unndórs fannst. Skammt frá er biðstöð leigubíla — og eftir að dansleik lýkur á Hótel Sögu er jafnan mikil umferð fólks um þetta svæði. Ekkert vitni hefur hins vegar enn gefið sig fram — og likið fannst ekki fyrr en eftir hádegi á sunnudag, eða nálægt hálfum sólarhring eftir að Unndór yfirgaf Sögu. :«í m m Híi 1 :ui' iv. ífí * ~ v -• tv Tl> i iU: I rv». ur::.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.