Alþýðublaðið - 13.02.1973, Blaðsíða 12
KQPAVOGS APÚTEK
Opið öil kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga milli kl. 1 og
SeWDfBJL ASrOfHN Hf
KRÓNAN
FYLGIR
VÍSAST
DOLLAR
Samkvæmt siöustu fregnum
af gjaldeyriskreppunni, gæti
svo farið, að gengi islenzku
krónunnar yrði fellt i samræmi
við gengisfellingu á Banda-
rikjadal,
„Seðlabankinn ákveður, að
fengnu samþykki rikisstjórnar-
innar, stofngengi islenzku krón-
unnar gagnvart erlendum
gjaldeyri og gulli”, sagði Olafur
Tómasson, forstöðumaður i
greiðslujafnaðardeild Seðla-
bankans, er blaðið talaði við
hann rétt fyrir lokun i gær.
„Ekkert er enn hægt að segja
um, hvaða ráðstafanir verða
gerðar i sambandi við dollar og
yen, sem einna mestur þrýst-
ingur virðist vera á. Seðlabank-
inn tekur að sjálfsögðu afstöðu
til þeirra, þegar þær koma i
Ijós”, sagði hann. Þrátt fyrir að
gjaldeyrismarkaðirnir i Vestur-
Þýzkalandi voru lokaðir i gær,
fóru fram viðskipti milli verzl-
unarbanka þar. Þegar bönkum
var lokað i gær, var hið óskráða
viðskiptagengi á Bandarikja-
dollar fallið, sem svarar 5.74%
gengisfellingu.
Fjármálasérfræðingar i Paris
undirstrika, að Bandarikin,
Japan og Vestur-Þýzkaland,
hafi lykilinn að lausn gjald-
eyriskreppunnar. Hinn banda-
riski ráðherra gjaldeyris — og
gengismála, Paul Volcker, hef-
ur fengið það verkefni, að fyrir-
mælum Nixons, að ná sam-
komulagi um niðurfærslu doll-
arans miðað við aðra sterkustu
gjaldmiðla heims. Slíkt sam-
komulag felur að öllum likind-
um i sér fellingu á gengi dollars
gagnvart gulli, og þar með
gengislækkun hans gagnvart
gjaldeyri annarra landa. Þetta
myndi i öllu falli hafa i för með
sér hækkun á japanska yeninu
og v.-þýzka markinu.
Alþjóðlegir fjármálasérfræð-
ingar telja, að yen hækki um 8%
og v.-þýzka markið um 5% gagn-
vart gulli, en að dollar lækki um
5%.
a
otto %
KJO .. 1
1
fOO f
*A*tt *00 , < 1
,00 »f lO»S*(t * * 1
IV*ICH «oo *V»SS»itS*í*
*MÍfttt>AM '•OO OfUiNi
mv**ON »oo tsctlfios,
*OM too (Uut
wit H *OQ *úsru*tvs«>»
MAt>*tb *oo WSt»A*
'fCMJSXVUtQHb IOO ttWMtKC.srtC'
» «*HiH«S«>OU
Ef samkomulag fæst um slika
lausn i Bonn, þar sem Volcker
er nú, mun mega vænta ráð-
stefnu i París, sem fjallar um
hliðarráðstafanir i ýmsum
atriðum varðandi gengisbreyt-
ingar og áhrif á annan gjald-
eyri.
Hið geysilega framboð á
Bandarikja-dollar á gjaldeyris-
mörkuðum Vestur-Evrópu og
Japan hefur nú leitt til þess, að
skráningu hinna ýmsu mynta
hefur verið hætt og lokað fyrir
öll gjaldeyrisviðskipti.
I tilkynningu frá Seðlabankan-
um i gær segir, að i samræmi
við þá ákvörðun, hafi Seðla-
banki tslands ákveðið að fella
niður opinbera gengisskráningu
hér á landi frá og með deginum i
gær og þar til skráning verður á
ný tekin upp á gjaldeyrismörk-
uðum erlendis.
Fjármálaráðherrar V-Þýzka-
lands, Bretlands og Frakklands
hafa hitzt i Paris til viðræðna
um gjaldeyriskreppuna og ráð-
herrar Efnahagsbandalagsrikj-
anna i Evrópu munu hittast til
viðræðna i dag eða á morgun.
Vestur-þýzki Seðlabankinn
keypti nærri tvo milljarða
Bandarikjadala á föstudaginn.
Helmut Schmidt, fjármálaráð-
herra V.-Þýzkalands, átti á
föstudaginn viðræður við
Giscard d’Estaing og Anthony
Barber, starfsbræður sina i
Frakklandi og Bretlandi Fóru
þær fram i Paris. Þegar þeir
komu af fundinum, vildu þeir
ekki láta neitt uppi um niður-
stöður hans.
F járm álasérfræðingar i
London gera ráð fyrir þvi, að
boðað verði til alþjóðaráðstefnu
um málið, ef ekki hefur verið
fundin lausn á þvi um miðja vik-
una.
Talsmaður vestur-þýzku
stjórnarinnar hefur sagt að
æskileg lausn vandans séu við-
tækar samræmdar ráðstafanir.
Japanskar heimildir herma, að
þar kunni að verða fallizt á fljót-
andi gengi yensins, ef markið
verði lika fljótandi.
Annars er það dollarinn, sem
er höfuðvandamálið, og aug-
ljóst, að þær ráðstafanir, sem
þegar hafa verið gerðar, miðast
að þvi að vernda gengi hans og
stöðugleika, og þá um leið að
koma i veg fyrir að sveiflan á
kaup- og sölugengi þýzka
marksins fari yfir 2.25%.
Stjórnin farin að
„föndra við vísitöluna”
ÞEIR VILJA
KLIPPA AF
KAUPHÆKK-
UNUM YKKAR!
Rikisstjórnin er ekki af baki
dottin. Ekki tókst henni að fá þvi
framgengt, að kaup verkafólks
yrði barið niður með lögum i
nafni aðstoðar við Vestmanna-
eyinga. Nú hefur hún lagt fram á
Alþingi frumvarp, sem gerir ráð
fyriraðsvipta launþega bótalaust
1,8 kaupgreiðsluvisitölustigi,
sem þeir að réttu lagi heföu átt að
fá greitt sem kauphækkun 1.
marz n.k., og 1 visitölustigi til
viðbótar gegn loforðum, sem
engin veit enn hver eru!
Frumvarp þetta lagði rikis-
stjórnin fram á Alþingi I gær.
Felur það i sér tvær breytingar á
útreikningi kaupgreiðsluvisi-
tölunnar. 1 fyrsta lagi, að ekki
skuli tekið tillit til 30% verð-
hækkunar á áfengi frá þvi I
desember og 23% verðhækkun á
tóbaki frá sama tima. Þessa
hækkun á framfærslukostnaði
skv. visitölugrundvellinum eiga
launþegar þvi að bera bótalausa.
Á það skal minnt, að þegar
sams konar ráðstöfun var gerð
árið 1970 af viðreisnarstjórninni
og i sama augnamiði — til þess að
útvega tekjur til aukinna niður-
greiðslna á lifsnauðsynjum — þá
ráku þáverandi stjórnarand-
stæðingar, núverandi stjórnar-
sinnar, upp ramakvein mikið með
háværum ásökunum i garð þá-
verandi rikisstjórnar. Eitt fyrsta
verkið eftir að hin nýja stjórn tók
við var svo að færa launþegum
þessi „stolnu visitölustig” aftur.
Nú hirðir þessi sama stjórn svo
aftur rasgjöf sina og notar að-
gerðirnar 1970 sem réttlætingu
fyrir aðgerðunum nú! Sem sé:
viðreisnarstjornin hafði eftir allt
saman rétt fyrir sér!
Siðari visitöluskerðingin er hins
vegar öllu óvenjulegri. Hún er
gerð i anda einhvers, sem eftir á
að koma. Kauplagsnefnd er fyrir-
skipað að lækka kaupgreiðslu-
visitöluna um eitt stig — og kaup-
gjaldið i sama mæli — vegna
einhverra ráðstafana i tann-
1 æ k n i n g a m á 1 u m ,. sem
rikisstjörnin hefur á prjónunum
að gera, en enginn veit enn
hverjar eru eða að hve miklu
gagni þær koma almenningi.
Samtals nema þessar tvær
skerðingar þvi 2,8 stiga lækkun
kaupgreiðslu-visitölu, eða um 2%
minni kauphækkun 1. marz n.k.,
en launþegar eiga rétt á að fá.
NOKKUR
PRESTUR
Á LAUSU?
Biskup Islands hefur auglýst
eftirtalin 9 prestaköll laus til um-
sóknar: Seyðisfjörðog Vallanes i
Múlaprófastsdæmi, Norðfjörð og
Eskifjörð i Austfjarðaprófasts-
dæmi, Staðastað og ólafsvík i
Snæfellsness- og Dalaprófasta-
dæmi, Staði Súgandafirði og Bol-
ungarvik i Isafjarðarprófasts-
dæmi og ólafsfjörði Eyjafjarðar-
prófastsdæmi.
Af þessum 9 prestaköllum eru
þó ekki nema 4 prestslaus. Settir
prestar eru i eftirtöldum presta-
köllum: Vallanesi, Eskifirði,
Ólafsvik, Bolungarvik og ólafs-
firði.
Umsóknarfrestur er til 15. marz
n.k.
—ÞIÐ EIGID AЗ|
FA 12% HÆKKUN
Almennt mun búizt við talsverðum kauphækkunum 1. marz n.k.,
— vel að merkja fái kjarasamningarnir að vera i friði fyrir rikis-
stjórninni, en ýmislegt bendir nú til þess, að svo muni ekki verða.
Tvenns konar kauphækkanir eiga þá að koma fram : grunnkaups-
hækkanir skv. samkomulagi verkalýðshreyfingarinnar og at-
vinnurekenda frá i desember 1971, en þær munu hjá flestum nema
u.þ.b. 6% og visitöluhækkanir vegna verðhækkana, sem orðið
hafa, en samkvæmt sömu samningum er kaupgjaldið visitölu-
bundið. Samtals munu grunnkaups og visitöluhækkanirnar eiga að
valda 11 til 12% kauphækkun að þvi er Alþýðublaðið hefur fregnað
verði ákvæði saminganna ekki skert eða visitöluhækkun kaup-
gjalds spornað með öðru móti, — t.a.m. með enn auknum niður-
greiðslum.