Alþýðublaðið - 13.02.1973, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.02.1973, Blaðsíða 4
Verðhækkunin á lyfjum - greinargerð Alþýðublaðinu hefur borizt löng greinargerð frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu út af nýlegri verðhækkunar- ákvörðuná lyfjum, sem Alþýðu- blaðið geröi að umtalsefni i for- ystugrein. Er þar fyrst gerð grein fyrir skipun lyfjaverð- lagsnefndar, sem að meirihluta er skipuð fulltrúum opinberra stofnana og starfssviði hennar. Segir i greinargerðinni, að nefndin hafi tvivegis gert tillög- ur um verðhækkanir á lyfjum eftir nákvæmar athuganir á reiknigrundvelli verðákvörðun- ar, eins og hann er skilgreindur i lögum. Þann 9. júni s.l. hafi nefndin gert tillögu um 14,84% hækkun lyfjaverðs á timabilinu 1/8 ’72 til 1/8 ’73, en þeirri tillögu hafi rikisstjórnin hafnað. Þann 27. des. s.l. hafi nefndin svo skil- að nýjum verðhækkunartillög- um — þrem valkostum eftir þvi, hvort taka bæri tillit til seinkana á verðhækkunum að einhverju eða öllu leyti. Valkostirnir voru: 1: 22,90% verðhækkun á lyfjum á timabilinu 1. janúar—31. desember 1973. 2: 17,29% verðhækkun á tima- bilinu 1. jan.—31. des. 1973. 3: 11,95% verðhækkun ótima- bundið. Þessar tillögur voru kannaðar itarlega i ráðuneytinu, segir i greinargerðinni, og varð niður- staðan sú, að leyfa skyldi verð- hækkun er næmi 8,87%. Hefði rikisstjórnin sett þaö skilyrði, að verðhækkun þessi kæmi ein- ungisá lyf skv. Lyfjaverðskrá I, en i henni sé greint verð á hrá- efnum og lyfjum, sem fram- Ieidd eru innanlands. Engin hækkun hefði hins vegar verið leyfð á lyfjum skv. Lyfjaverð- skrá II, en i henni er greint verð á erlendum sérlyfjum. Um skýringu á þeirri verð- hækkunartölu — 52,5%, sem nefnd hefur verið i dagblöðum (og þau sóttu i tilkynningu i Lögbirtingarblaðinu, aths. Alþbl.) — segir svo: I verðlagsgrundvelli lyfja er vægiLyfjaverðskráriaðeins tæp 30% og með þvi að heildarverð- hækkun er nemur 8,87% leggst einungis á Lyfjaverðskrá I þarf hún að hækka um 30,34%. Eins og fram kemur i auglýs- ingu ráðuneytisins i Lögbirt- ingablaði nr. 10 2. febrúar 1973 er álagið á Lyfjaverðskrá I ákveðið 52,5%. Er það fundið með þvi að leggja 30,34% á það álag (17%), sem i gildi var fram að 26. janúar s.l. Að framangreindu má það vera ljóst að ráðuneytiö og rikisstjórnin hafa spornað við verðhækkunum á lyfjum, sem sést bezt með þvi að Ioka- ákvörðunin veitti aðeins leyfi til hækkunar, er nam 8,87%, með- an nefnd, sem þó er að meiri- hluta skipuð fulltrúum opin- berra aðila, gerði tillögur um allt að 22,90%) verðhækkun á lyfjum. Þá tekur ráðuneytið það einn- ig fram i athugasemdum sinum, að nefnd, sem ráðherra skipaði á sinum tima til þess að vinna að endurskoðun á skipan lyfja- verzlunar i landinu, hafi i nóv. s.l. skilað tveim Iagafrumvörp- um með greinargerð. Hafi þau verið til athugunar hjá rikis- stjórninni og fleiri aðilum og verði væntanlega lögð fyrir Al- þingi á næstu dögum. Fyrra frumvarpið lúti að þvi, að fá rik- inu i hendur einkarétt á heild- sölu lyfja og inn- og útflutningi á hráefnum til lyfjagerðar. 1 sið- ara frumvarpinu er rikinu gefin heimild til þess að stofna lyfja- framleiðslufyrirtæki i helm- ingafélagi við félag, sem lyfsal- ar og lyfjafræðingar myndi. Með þessu sé stefnt að fækkun framleiðslustaða á lyfjum innanlands og þar með aukinni hagkvæmni i rekstri jafnframt þvi sem með þvi sé stefnt að aukinni lyfjaframleiðslu innan- lands. Þá segir einnig, að lyfja- málanefndin vinni nú að tillögu- gerð um smásölu lyfja og rekst- ur lyfjabúða og sé þess að vænta, að frumvarp liggi fyrir um þann þátt innan tveggja mánaða. Löggiltar slysabætur hrökkva skammt Fyrir réttri viku fórst vélbátur- inn Maria úti fyrir Reykjanesi með allri áhöfn. A bátnum voru fjórirungir menn, allt fjölskyldu- menn, og er allstór hópur þeirra, sem vegna þessa sára og sviplega atburðar eiga nú um sárt að binda, ungar mæður. Tvær þeirra eru mjög heilsútæpar og eigna- lausar með öllu. Þær eru nú fyrir- vinnu sviptar, en eiga þremur og fjórum ungbörnum fyrir að sjá, og eiga engan að, sem er þess megnugur að veita þeim nokkra fjárhagslega aðstoð. Og þriðja móðirin með börnin sin tvö er litið betur sett. Við slikar aðstæður hrökkva skammt löggiltar slysabætur. Þvi vil ég fyrir mina hönd og tveggja starfsbræðra minna vekja athygli almennings á hinum erfiðu kring- umstæðum hjá þessum þremur fjölskyldum i von um það, að nú, eins og ævinlega hefur verið er válega atburði hefur að höndum borið, sé mörg sú hönd, sem fús- lega vilji láta skerf af hendi rakna þessum nauðstöddu til hjálpar. Alþýðublaðið mun fúslega taka á móti framlögum til þeirra, og geta hlutaðeigandi snúið sér til afgreiðslunnar. Eins munum við starfsbræðurnir gera, séra Guð- mundur Þorsteinsson i Arbæjar- prestakalli, séra Þorbergur Kristjánsson i Digranespresta- kalli og undirritaður. Hafnarfirði, 8. febrúar 1973. Garðar Þorsteinsson. O Guðlaugur Rósinkranz sjötugur Starf þjóðleikhússtjóra er áreiðanlega eitt vandasamasta embætti landsins. Annars vegar verður sá, sem þvi gegnir, að vera traustur fjármálamaður, þvi að leikhús eru yfirleitt ekki gróðafyrirtæki, heldur njóta styrkja af opinberu fé, sem gjarn- an verða þá fremur i minna en meira lagi. Hins vegar verður þjóðleikhússtjóri að vera lista- maður, hafa þekkingu á bók- menntum og skilning á list, helzt einnig ást á henni og virðingu fyr- ir henni. Þegar Guðlaugur Rósinkranz var til þess valinn að verða fyrst- ur þjóöleikhússtjóri Islendinga, þykir mér ekki ósennilegt, að það hafi fyrst og fremst verið vitneskja um það, að hann var glöggur og aðgætinn fjármála- maður og góöur skipuleggjari, sem ráðið hafi mestu um valið. Hann hafði reynslu i þessum efn- um, og hafði aflað sér viðurkenn- ingar á þessu sviði. I starfi sinu hefur hann sýnt að hann átti traust i þessum efnum skilið. Hann hefur reynzt hygginn og forsjáll stjórnandi. Hann hefur ætið verið með afbrigðum starf- samur og ósérhlifinn. Þess hefur Þjóðleikhúsið notið i rikum mæli. En þótt það hafi væntanlega verið hæfileikar Guðlaugs Rósin- kranz sem stjórnanda, sem ráðið Guðlaugur Rósinkran/. hafi mestu um skipun hans i emb- ættið, hefur hann einnig reynzt farsæll sem listrænn leiðtogi þeirrar mikilvægu menningar- stofnunar, sem Þjóðleikhúsið er. Ef litið er yfir skrá um þau leik- húsverk, sem Þjóðleikhúsið hefur kynnt íslendingum i þá rúma tvo áratugi, sem það hefur starfað, þá kemur i ljós, að það hefur gegnt menningarskyldu sinni með sóma. Auðvitað hefur það auð- veldað störf leikhússins, að það hefur haft á að skipa frábærum leikurum, listamönnum, sem margir hverjir eru á heimsmæli- kvarða. Leikhús er fyrst og fremst leikararnir, sem þar flytja list sina. Leikhús er gott, ef þar starfa góðir leikarar, lélegt, ef leikarar þess eru lélegir. En for- ysta stofnunarinnar skiptir einnig miklu máli. Hún getur gert gott leikhús betra og vont leikhús verra. Ég er sannfærður um, að dómur sögunnar muni verða sá, að stjórn Guðlaugs Rósinkranz hafi veriö Þjóöleikhúsinu og þar með islenzkri leiklist til góðs. Eins og eðlilegt er, hefur leikið gustur um Guðlaug Rósinkranz og störf hans. Það á við um þjóð- leikhússtjóra eins og um stjórn- málamann, að það eru ekki með- mæli, að enginn styrr standi um hann. En nú, þegar hægt er að lita á störf Guðlaugs Rósinkranz fyrir Þjóðleikhúsið sem heild og meta þau i samhengi, þá verður sann- gjarn og réttlátur dómur á þá lund, að hann hafi reynzt miklum vanda vaxinn og innt af hendi ómetanlegt starf. I sögu islenzkr- ar leiklistar og þá um leið is- lenzkrar menningar mun fyrsta Þjóðleikhússtjórans, Guðlaugs Rósinkranz, verða getið að miklu og góðu. Gylfi Þ. Gislason. Þuríður Bjarnadóttir — minning 1 dag er til moldar borin ein af minum beztu vinkonum, Þuriður Bjarnadóttir, Norður- braut 7, Hafnarfirði. Hún var fædd 29. júni 1901, en lézt 3. febrúar 1973. Foreldrar hennar voru Bjarni Markússon og Guð- laug Þorsteinsd., sem lengst af bjuggu að Hverfisgötu 24, mestu sæmdarhjón, er flestir eldri Hafnfirðingar muna. Þuriður giftist 5. desember 1925 Eyjólfi Bjarnasyni frá Katrinarkoti i Garðahverfi, hinum ágætasta manni, en hann lézt 1. ágúst 1969 eftir margra ára heilsubrest. Þau eignuðust eina dóttur, Hrefnu, sem búsett er hér i Hafnarfirði og er gift Sæmundi Björnssyni flugum- sjónarmanni, og eiga þau 3 syni og eina dóttur ársgamla, en öll syrgja þau elskulega móður ömmu og tengdamóður. Þuriður var ein af þessum frábæru hús- mæðrum, sem sinna heimili sinu og fjölsk. sinni um fram allt enda var heimili hennar alla tið með slikum myndar- brag, að orð var á gjört af þeim, sem til þekktu, og það þótt hún gengi aldrei heil siðustu tólf árin. örlögin réðu þvi, að hennar starf varð innan veggja heimilis. Eftir lát manns sins bjó hún ein i húsi þeirra. Þuriður var eins og áður getur heilsuveil siðustu 12 ár ævi sinnar, og munu fáir aðrir en þeir, sem reyna, geta skilið, hvilik þrekraun það er að missa heilsuna og vera árum saman oft sárþjáð, en hún bar þetta allt með hetjulund þar til yfir lauk án þess að æðrast. — En þrátt fyrir allt var Þuriður gæfukona, hún lifði i ástriku hjónabandi, umvafin elsku dóttur og dótturbarna. ,,Ég, sem þessar linur skrifa, vil færa Þuriði hinztu kveðju mina með hjartans þökk fyrir áratuga tryggð hennar og fjöl- skyldu hennar við mig. Guð blessi sál hennar og gefi henni frið. — Far þú i friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Vinkona Landsliðið 9 Tveir leikir i viðbót, og þá ætti svarið að liggja fyrir hvort Magnús er landsliðsmaður eða ekki. Sem fyrr segir er þetta Grúsiu- lið -mjög lélegt miðað við lands- liðsstandard. Það væri i mesta lagi þokkalegt félagslið. Leik- mennirnir eru liprir og leiknir, en litlir skotmenn, og gegnumbrot og leikfléttur er það sem treyst er á. Þó hafði liðið eitt umfram það islenzka, nefnilega markvörð i háum gæðaflokki. Hann vakti mesta athygli, ásamt þeim Tsetsvadze (no. 8), Bunadze (no. 5) og Beriasval bræðrum (no. 6 og no. 7). Mörk tslands: Einar Magnús- son 6 (1 v), Geir Hallsteinsson 5, Ólafur H. Jónsson 4, Björgvin Björgvinsson 3, Auðunn Óskars- son 1. Dönsku dómararnir Olsen og Jensen dæmdu vel, nema hvað þeir hefðu mátt taka harðar á leiktöfum Sovétmanna —SS. Þriðjudagur 13. febrúar 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.