Alþýðublaðið - 13.02.1973, Blaðsíða 9
GÓÐUR SPRETTUR í LOKIN OG...
íþróttir 2
LANDSLIÐID SUPP VID
MEIffl HÁTTAR ÁFALL
islendingar unnu Grúsiurússana_öiiru sinni i landsleik á laugardag-
inn 19:17. En þessi naumi sigur vannst ekki fyrr en undir lokin, eftir
að íslcnzka liðið hafði þurft með mikilli baráttu að vinna upp ein-
hverja verstu byrjun sem nokkru sinni hefur sézt til islenzks lands-
liðs. Það var hreint grátlegt að horfa til islenzka liðsins lengi framan
af leiknum, þar sem það hafði ekki roö við hinu einhæfa og beinlinis
lélega sovéska landsliði. Menn voru jafnvel farnir aö óttast tap, sem
hefði verið reginhneyksli.
En þrir menn öörum fremur foröuöu islenzkum handknattleik frá
stóru áfalli, þeir Geir Hallsteinsson, Ólafur H. Jónsson og Einar
Magnússon. Úpp á sitt eindæmi skoruðu þessir leikmenn 11 af 13
mörkum islenzka liðsins i síðari hálfleik. Fyrst skoraöi Gcir nokkur í
röð, Einar rak smiðshöggið og Ólafur skaut inn mörkum á milli, auk
þess sem hann var sifelldur ógnvaldur sovétvarnarinnar.
Sem fyrr segir var byrjunin
meö fádæmum. Stillt var upp ein-
tómum sóknarleikmönnum sem
létu plata sig illilega i vörninni.
Ekki bætti svo úr skák að sókn is-
lenzka liðsins var frámunalega
illa skipulögð. Sú tilraun að hafa
þrjá Vikinga inná i einu brást
gjörsamlega. Einn þeirra,
Magnús Sigurðsson, var sérstak-
lega valinn vegna þess að hann er
vinstrihandar skytta. Ekki virtist
þó lögð áherzla á að notfæra sér
þetta, og Magnúsi var siðan kippt
útaf áður en hann fékk færi á að
reyna sig. Slik vinnubrögð hljóta
að vekja spurningar.
Staðan i byrjun var brátt orðin
5:1 Sovétmönnum f vil, og litið
batnaði útlitið þegar leið á hálf-
leikinn. Til dæmis var staðan um
tima 7:3 og i hálfleik var hún 9:6,
en minnstur var munurinn 7:6
Sovétmönnum í vil. Þeir fóru
ákaflega illa með islenzku vörn-
ina á stundum, og þá ekki siður
Birgi Finnbogason markvörð,
sem nánast varði ekki neitt.
Sovétmennirnir léku göngu-
handknattleik allan timann, með
sprettum þess á milli, þegar þeir
voru að útfæra þær fáu leikfléttur
sem þeir réðu yfir. Tóku sóknar-
lotur þeirra langan tima, og það
var hreint furðulegt að
dómararnir dönsku skyldu ekki
sjá ástæðu til að dæma leiktöf oft-
ar en tvisvar. Var greinilegt að
þessar tafir voru með ráðum
gerðar, og potturinn og pannan i
þessari leikleysu var fyrirliðinn
Isetsvadze (no 8).
í byrjun siðari hálfleiks gripu
Sovétmenn til ráðs sem átti eftir
að gefast þeim illa. Þeir settu
mann til höfuðs Ólafi Jónssyni,
með þeim árangri að nægilegt
rúm myndaðist fyrir Geir Hall-
steinsson til athafna. Og i fjögur
skipti hafði Geir sent knöttinn i
netið áður en Sovétmenn gátu
svarað fyrir sig. Geir náði að
jafna i fyrsta sinn i leiknum,
11:11, og það kom i hlut Einars
Magnússonar að koma tslandi i
fyrsta sinn yfir 13:12. Þetta var
ekki siðasta mark Einars, þvert á
móti gerði hann fimm af sjö sið-
ustu mörkum islenzka liðsins.
Skoraði Einar úr öllum sinum til-
raupum, og að þvi er virtist fyrir-
hafnarlaust. Var Einar þarna
óþekkjanlegur frá fyrstu
minútunum, er hann var hikandi
og ragur við að skjóta. Vonandi
sjáum við Einar oftar i slikum
ham. Það var hann sem gerði sið-
asta markið og tryggði islenzkan
sigur 19:17.
Islenzka liðið var alls ekki
sannfærandi i þessum leik. Vörn-
in var allt of viðmótsþýð við ein-
hæfa sóknarleikmenn sovézka
liðsins, lét allt of oft plata sig. Það
sama verður að segja um mark-
verðina, einkum þó Birgi. 1 sókn-
inni voru mistökin mörg, en góð
markvarzla þess sovézka átti lika
sinn þátt i að gera skotnýtinguna
slæma. Jafnbezti maður islenzka
liðsins var Ólafur H. Jónsson,
hann var góður bæði i vörn og
sókn, þótt varnarleikurinn hafi
aðeins versnað undir lokin. Þeir
Einar og Geir tóku spretti i siðari
hálfleik, eftir mjög slaka byrjun.
Björgvin átti góðan leik, og þeir
Sigurbergur og Stefán komu
þokkalega út úr leiknum.
Nýiiðarnir Guðjón og Magnús
komu ekki eins vel út og menn
höfðu vonað. Guðjón virðist ekki
vera i eins góðu formi nú eins og
t.d. i fyrravor, þegar hann átti
skilyrðislaustað vera i liðinu. Um
Magnús er erfitt að dæma eftir
þessum leik, þvi hann fékk ein-
faldlega ekki að spreyta sig.
Framhald á bls. 4
Árangurinn í tölum
Liktog taflan yfir fyrri landsleikinn, nær þessi aðeins yfir þau til-
felli er sóknarlotur islenzka liðsins gengu upp, þ.e. enduðu muð
marki eða þá að boltinn glataðist. Linusendingar voru aðeins taldar
ef þær gáfu af sér mark, og meö bolta tapaö er átt við rangar
sendingar, stigið á linu o.s.frv.
Þess skal getið, að töflurnar ná aðeins yfir sóknarleikinn, og þvi
virðist hlutur góðra varnarmanna oft litill t.d. eins og hjá Sigur-
bergi hér. Af markvörðunum stóð Ólafur sig betur en Birgir.
Einar Magnússon lyftir sér þarna hátt yfir vörn Sovétmanna, og
sendir boltann með ógnarkrafti í markið. Þetla var algeng sjón á
laugardaginn.
Tommv Smith fyrirliði Liver
pool og menn hans virðast vera
að missa tökin á andstæðingum
sinum I 1. deild.
Enn urðu úrslitin óvænt
og Arsenal fór á toppinn
Leikur Liverpool og Arsenal hafði safnaðað 49,898 áhorfendum, og þeir fengu að sjá
jafna viðureign allt þar til Lindsey bakverði varð það á að bregða George Armstrong
innan vitateigs á 63. minútu. Alan Ball skoraði af öryggi úr vitaspyrnunni, og sigur
Arsenal var siðan innsiglaður á 70. minútu, með marki John Radford.
Það var Alan Birchenhall sem skoraði bæði mörk Leicester gegn Leeds, á 22. og 56.
minútu, og það eina sem Leeds afrekaði var bókun sem Norman Hunter fékk, hans
sjöunda bókun i vetur.
Leik Ipswich og Stoke var frestað, þvi völlur Stoke var á floti. Derby lék aftur á
móti, þótt fjóra fasta leikmenn vantaði, og liðið mátti þola tap fyrir Birmingham 2:0,
Latchford (29. min) og Francis (48. min) skoruðu.
Hagur annarra botnliða batnaði einnig, sérstaklega Crystal Palaces sem vann sinn
fyrsta útisigur i vetur, og það stórt,,WBA 4:0. Derek Possie (2) og Alan Whittle (2)
gerðu mörkin. Staða WBA er alvarleg. 52 þúsund áhorfendur sáu Manchester United
vinna sinn fyrsta sigur siðan Docherty tók við i desember, Úlfarnir voru lagðir 2:1.
Bobby Charlton gerði bæði mörkin, það fyrra úr viti á 57. minútu og það siðara með
þrumuskoti á 62. minútu.
Manchester City virðist á uppleið, vann Tottenham 3:2 á útivelli með mörkum
Francis Lee (2) og Rodney Marsh (1). Martin Chivers skoraði mörk Tottenham. Stein
skoraði fyrir Coventry gegn Newcastle, en Barrowclough jafnaði. Bæði mörkin komu
á 24. minútu. West Ham vann Norwich 1:0, og að sjálfsögðu skoraði ,,Pop” Robson
I 2. deild vann Burnley og er elst, og þar vakti það athygli að Brighton fékk nú i
fyrsta sinn stig i 16leikjum! Staðan i 1. og 2. deild verður birti vikunni, ásamt töflum
og getraunaspá Helga Dan — SS.
Það fór eins og marga grunaði i cnsku
knattspyrnunni á laugardaginn. Forystu-
liðið Liverpool tapaði i fyrsta sinn á
heimavelli i 33 leikjum, og er þetta ein-
ungis annað tap liðsins á Arnfield Koad i
tæp þrjú ár. Og með þessum ósigri varð
Livcrpool að láta forystuna af hendi i
fyrsta sinn í 20 vikur, og við tók þaö lið
sem lagði Liverpool að velli i þetta sinn,
Lundúnaliðiö Arsenal. Styrktist staða
Arsenal mjög mikið, þvi Leeds og Derby
töpuðu einnig sinum leikjum.
Þriðjudagur 13. febrúar 1973