Alþýðublaðið - 13.02.1973, Blaðsíða 3
HIIGSAD-
UR SEM
TENGI-
LIÐUR
Það hefur varla farið framhjá
fólki, að undanfarin kvöld hefur
verið á dagskrá útvarpsins, að
loknum kvöldfréttum, sérstakur
þáttur helgaöur Vestmannaeyj-
um og Vestmannaeyingum.
Hann er nefndur Eyjapistill, og
þrir Eyjamenn hafa tekið að sér
að sjá um hann, bræðurnir Gisli
og Arnþór Helgasynir og Gunn-
ar Sigmundsson prentari.
Við hittum þá bræður að máli
i „stúdió 5” i Útvarpshúsinu i
gærdag, þegar þeir voru að
ljúka við upptöku þáttarins,
sem var útvarpað i gærkvöldi og
spurðum þá, hvert upphaf Eyja-
pistilsins hafi verið.
— Ég er ekki alveg viss um
það, hvernig þetta byrjaði,
svaraði Gisli, en ég held, að
bæjarstjórn Vestmannaeyja
hafi viljað koma honum á
laggirnar. Magnús Magnússon
bæjarstjórinn hringdi i okkur og
spurði, hvort við vildum koma
fram i honum, og að sjálfsögðu
vorum við til i það.
— En það kom eins og reiðar-
slag yfir okkur, þegar var á-
kveðið, að við skyldum stjórna
þættinum.
— En það hefur gengið vel.
— Já, þetta kemst i æfingu —
það er erfiðast fyrst að þurfa að
tala blaðalaust, en það er ekki
ætlazt til að við lesum fyrir
Eyjamenn, heldur tölum til
þeirra. — Það er lika mikill
styrkur, að eftirá má klippa út
allar missagnir og vitleysur.
Gunnar Sigmundsson hefur
veitt okkur ómetanlega aðstoð
við efnissöfnun, — hann hefur
veriðsérstaklega ómissandi þar
sem hann er kunnugur öllum
málum i Eyjum, en við höfum
ekki verið þar nokkuð íengi.
— En hvernig er þátturinn
hugsaður, Gisli?
— Han er hugsaður sem tengi-
liður á milli Vestmannaeyinga.
Við flytjum Eyjafréttir, ef ein-
hverjar eru, og lesum tilkynn-
ingar, bæði til Vestmanna-
eyinga, — og komum boðum á
milli þeirra.
Ætlunin er að hafa skemmti-
efni með, og ég vil beina þvi til
Eyjamanna, að þeir skrifi okkur
eða hringi, hafi þeir eitthvað
fram að bjóða, — það er geysi-
mikið atriði að sem flestir láti i
sér heyra. — Ef menn eru
hræddir við að koma hingað nið-
ur i útvarp getum við komið til
fólks og tekið upp efni heima. —
Og mig langar til að koma enn
einu sinni á framfæri heimilis-
fangi þáttarins. Það er: Eyja-
pistill, Rikisútvarpinu, Skúla-
götu 4, og á kvöldin er hægt að
ná i okkur í simum 12943 og
34086.
Aður en við yfirgefum „stúdió
5” hittum við sem snöggvast
nýja prestinn þeirra Eyja-
manna, Karl Sigurbjörnsson, —
en hann var að koma til þess að
lesa inn bænarorðin, sem fylgja
á eftir Eyjapistlinum. Við
spurðum hann, hvernig honum
fyndist að vera hálfgerður út-
lagaprestur, — hafa söfnuð en
ekkert prestakall.
— Það er náttúrlega dálitið
öðruvisi en maður bjóst við,
svaraði séra Karl, — en ég hef
ekki trú á öðru en sóknarbörnin
og ég snúi til Eyja að lokum.
I
Rækjufriðunin
bar árangur
Athuganir benda til þess
að friðun Eldeyjarsvæðisins
fyrir rækjuveiðum 1971 og
1972, hafi borið tilætlaðan
árangur. Svæði þetta var
friðað, þvi þarna eru upp-
eldisstöðvar smáýsu.
Athugun sem Hafþór gerði
nýlega á þessum slóðum,
sýndi að magn smáýsu var
mun meira í aflanum nú en i
fyrra eða 2-3 sinnum meira.
Af þessu magni var hlutur
tveggja ára ýsu mestur.
Sama athugun leiddi i ljós,
að rækjan á þessum slóðum
heldur sig á takmörkuðum
svæðum.
Einn með 1 1
— annar með 10
Þrátt fyrir mjög óvænt úr-
slit i ensku knattspyrnu-
leikjunum um helgina, fann-
st einn getraunaseðill með
öllum leikjunum réttum 11
talsins. Og það sem merki-
legra er, aðeins einn seðill
fannst með 10 réttum leikj-
um, og er þetta I fyrsta sinn
sem aðein's einn seðill hlýtur
annan vinning.
Sá sem var með 11 leiki
rétta fær i sinn hlut 322,500
krónur, en 10 réttir gefa 138
þúsund krónur. Það hefði
veriðlitiðbetra fyrir þann að
hafa 11 rétta, þvi þá hefði
sigurupphæðin skipzt i
tvennt, og 161 þúsund komið i
hlut hvors eða bara 23 þús-
und krónur meira en annar
vinningur gaf i þetta sinn.
GUÐFAÐIRINN GÆTI
SLEGIÐ ÖLL MET
Fræðilegur möguieiki er á þvi að
kvikmyndin Guðfaðirinn hljóti 11
Óskarsverðlaun að þessu sinni.
Þetta var gert opinbert i gær, þeg-
ar bandariska kvikmyndaaka-
demian tilkynnti hvaða kvikmynd-
ir og leikarar kæmu til greina að
hljóta hin eftirsóttu verðlaun.
Marlon Brando er að sjálfsögðu
álitinn koma til greina sem verð-
launahafi fyrir karlahlutverk, og
auk þess á myndin möguleika á 10
öðrum Óskarsverðlaunum. Myndin
er aðeins árs gömul, en er þegar
orðin bezt heppnaða kvikmynd
allra tima.
Auk Brandos koma leikararnir
Peter O’Toole, Michael Caine og
Sir Laurence Oliver til greina fyrir
karlahlutverk, en i kvennahlut-
verkum koma helzt til álita sænska
leikkonan Liv Ullmann, Liza Min-
elli og Maggie Smith.
Af kvikmyndum koma auk Guð-
faðirins til greina Cabaret og fleiri
myndir sem beztu myndir ársins.
FRETT-
NÆMT
Fauk
Langferðabíll frá
Sæmundi i Borgar-
nesi, fauk út af
veginum við Stór-
holtsmela náiægt
ölvcri, i ofsaroki
þar i fyrrakvöld,
og valt hann utan
vegar.
Killinn var á leið
til Borgarncss, er
slysið varð, en svo
heppilega vildi til,
að aðeins einn
maður var i hilnum
auk ökumanns.
ökumaðurinn
slasaðist i vcltunni,
en farþcginn slapp
ómciddur. 1 fyrstu
var haldiö að
meiðsli ökumanns-
ins væru óveruleg
og var hann fluttur
til Borgarncss, en I
gærmorgun var
liann flultur á
spitalann á Akra-
nesi, og liggur þar
cnn.
Tvær Hercules
flutningaflug-
vélar voru
væntanlegar
Nú hefur verið ákveðið að taka
til óspilltra málanna við flutning
á vélum, tækjum og lausafjár-
munum úr atvinnnufyrirtækjum i
Vestmannaeyjum, og i gærkvöldi
voru væntanlegar til Keflavikur
tvær Hercules flugvélar til að
annast það verk. Almannavarna-
ráð fól i gærmorgun Baldri Jó-
hannessyni verkfræðingi að fara
með stjórn verksins.
Litið var að frétta af gosinu
sjálfu i gærkvQldi, en að þvi er
segir i fréttatilkynningu frá Al-
mannavörnum var gosið lengst af
litið i gær, en i fyrrinótt féll aska
yfir austasta hluta flugvallarins.
Mældist öskulagið tveir senti-
metrar norðan við flugskýlið. Sið-
an klukkan sex i gærmorgun og
fram á kvöld bar öskuna til suð-
austurs.
Megin rennsli hraunsins var til
norðurs úr gignum i gær og út i
sjó austan i tanganum, sem stefn-
ir á Yztaklett.
Samkvæmt mælingu, sem gerð
var kl. 15.00 i gær frá varðskipi,
voru 180 metrar milli Yztakletts
og hraunsins, en frá syðri hafnar-
garðinum voru i gær 80 metrar,
en milli Heimakletts og hraunsins
voru 160 metrar.
Hraunjaðarinn við Kirkjubæ
hreyfðist ekkert i gær, og virðist
sem létt hafi á þeim megin, þegar
hraunið tók að renna greiðlega
austur i vikina.
Eftir upplýsingum Veðurstof-
unnar er „veðrið” vona:
Norðan stórhrið var á öllu
Norðurlandi i gær. Veðurhæðin i
Grimsey mældist 10 vindstig.
Mikið snjóaði viða, og náði úr-
koman suður i Borgarfjörð og
suður um Austfirði, með 8-10
stiga frosti.
Sunnan lands var bjartaraog
úrkomulaust, en svipaö frost og
heldur hægari vindur.
Þessari veðráttu veldur
geysidjúp lægð fyrir austan
land. Er loftþrýstingurinn i
lægðarmiðjunni 945 millibör.
Veldur þetta gifurlegum
þrýstingsmun, og má búast við
að þetta veður fari vaxandi á
Norausturlandi, en að heldur
dragi úr á Vesturlandi.
Þetta veður er á mörkum
þess, að menn fari að kala i and-
liti, ef þeir eru eitthvaö úti. Má
Á mörkum þess
að menn fari
að kala í andliti
gera ráð fyrir, að þetta sam-
svari allt að 40 stiga frosti i
logni.
Þriöjudagur 13. febrúar 1973
o