Alþýðublaðið - 13.02.1973, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.02.1973, Blaðsíða 2
Sigríður Magnúsdóttir ÞIÐ DÆMIÐ ° ■(> V, r<iI, DAG- - SKRANA HVAD FAHHST YKKUR UM HHEKKUKDT? ,HELD AÐ FÚLK HAFIFUNDIÐ ÞETTA EINFALDA SEM SKEIN ÚT ÚR HENNI’ Vafalaust hafa allir þeir, sem tök höfðu á, setzt fyrir framan sjón- varpið á sunnudagskvöldið til að horfa á það sjónvarpsefni, sem íslendingar hafa beðið eftir með hvað mestri óþreyju — allt frá því í sumar, þegar útlendir kvikmynda- tökumenn, leikstjórar, leiktjalda- smiðir og hver veit hvað, stigu hér á land með það í huga að gera kvik- mynd um skáldsögu Halldórs Laxness, — Brekkukotsannál. Eftir að sýningunni hafði verið frestað tvisvar sinnum fékk þjóðin loksins að sjá Ijóslifandi persónur eins og afa og ömmu í Brekkukoti, Álfgrím, Garðar Hólm, eftirlits- manninn og kaptein Hogesen, per- sónur sem til þessa höfðu aðeins lifað í ímyndun skáldsins og lesendanna. Ekki er að efa að gagnrýnendur eiga eftir að fella sinn dóm yfir meðferð verksins í kvikmyndinni, m.a. dóm um það, hvernig leik- stjórunum tókst að ná fram anda verksins í kvikmyndinni. En það eru til fleiri gagnrýnendur en at- vinnugagnrýnendur dagblaðanna, — líklega er dómur almennings sízt léttvægari en þeirra. Hvaða áhrif hafði myndin, — reyndarfyrri hluti hennar — á fólk, sem hafði lesið bókina? Urðu menn fyrir vonbrigð- um, eða vartúlkunin ekki langt frá þeim hugmyndum, sem lesendur sjálfir gerðu sér við lesturinn? Við fórum á stúfana í gær til að leita svars við þessari spurningu, og fyrst hittum við að máli unga hús- móður, Sigríði Magnúsdóttur. — Þetta varálíka og ég bjóst við, fannst margt mjög gott í þessari mynd, — og sérstaklega fannst mér krakkarnir, þau Álfgrímur og hún litla fröken Gúðmúnsen, leika vel. En það er náttúrlega alltaf framandi að sjá á kvikmynd efni, sem maður þekkir vel — og hefur gert sér sínar eigin hugmyndir um. Þá hittum við Stefán Júlíusson, rithöfund, úti á miðri Lækjargötu, snerum honum við og lögðum fyrir hann sömu spurningu. — AAér fannst gaman að myndinni, sagði Stefán, og ég held, að þeir, sem ekki þekkja söguna hafu fundið þetta einfalda, — prímitvía, sem skín út úr henni. Og að lokum spurðum við Stefán Jónsson, dagskrárfulltrúa, álits. — AAér fannst ógurlega gaman, sagði hann, og þó maður hafi verið farinn að sjá þessar persónur fyrir sér við að lesa bókina, varð ég ekki fyrir vonbrigðum. Það getur verið, að hinni eini sanni tónn hafi ekki verið út í gegn — en afbrigðin frá honum voru skemmtileg. Ég ætla ekki að segja meira gáfulegt, — það getur verið hættulegt að vera of gáfulegur í tali, sagði Stefán Jónsson að lokum. AUGLVSIÐ í ALÞYÐUBLAÐINU UR OG SkAKiGKIPIR KCRNELÍUS JONSSON SKÖLAVÖRÐUSTÍG8 BANKASTRÆTI6 18588-18600 UGLU- SPEGILL EÐA UM- DOÐS MAÐUR? Laugardaginn 3. febrúar s.l. birti Alþýöublaöið forsiðufrétt um húsin, sem sænska rikisstjórnin hefur boðið Islendingum og ýmis- legt varðandi afhendingu þeirra o.fl. Mörg atriði fréttarinnar voru höfð eftir Ottó Laugdal, sem sagt var i fréttinni að væri hér á landi á vegum sænskra aðila, hefði átt viðræður við islenzk stjórnvöld um málið og væri sendimönnum Sviþjóðar tii ráðuneytis um að- stoðarmálin. S.l. sunnudag hringdi maður utan frá Sviþjóð i ritstjóra Alþýðublaðsins. Kvaðst hann heita Ottó Laugdal og sagðist hafa séð ýmislegt eftir sér haft i frétt i Alþýðublaðinu. Tók maðurinn það fram, að allt, sem þar væri eftir sér haft, væri með öllu rangt, hann hefði ekkert með marg umrædd hús að gera og þvi siður sænsku rikisstjórnina eða sendimenn hennar. Væri hann einungis oliubilstjóri i Sviþjóð, sem hefði skroppið til landsins og ræki sig ekki minni til þess að hafa rætt við blaðamann um eitt né neitt þessu máli viðvikjandi. Bað maðurinn siðan um, að frá þessu væri greint i Alþýðublaðinu og allt það, sem þar væri eftir honum haft, væri tekið til baka. Málið var að sjálfsögðu tekið til athugunar á ritstjórn Alþýðu- blaðsins þegar i stað i gær- morgun. Kom þá i ljós, að Ottó þessi Laugdal hafði ekki aðeins átt viðræður við einn blaðamenn Alþýðublaðsins, heldur fleiri og meira að segja beðið einn þeirra að hringja til sin á ákveðnum tima dags, þvi þá hefði hann fleiri upplýsingar að flytja. Viðræður i sima við Ottó voru til á segul- bandi og var ekki á þeim að heyra, að Ottó væri i neinum vafa um, við hvern hann væri að tala. Gaf Ottó sig þar út fyrir að vera sérlegan sendimann sænskra aðila i sambandi við aðstoð Svia við tslendinga vegna Vestmanna- eyjagossins, sagðist vera starfs- mönnum stjórnvalda til ráðu- neytis um það mál og hefði hann m.a. átt viðræður við ýmsa islenzka ráðamenn um þau mál, — m.a. iðnaðarráðherra Magnús Kjartansson. Gaf Ottó blaða- manni ýmsar upplýsingar um viðræður þeirra Magnúsar Kjartanssonar, sem svo sannar- lega voru meira en litið frétt- næmar, en blaðamaðurinn af undirmeðvitaðri varfærni treysti sér ekki til þess að hafa eftir. Þess skal að endingu geta, að fréttir af heimsókn Ottós Laug- dals til íslands, athöfnum hans þar og viðræðum við ráðamenn komust á prent i erlendum stór- blöðum. : Askriftarsíminn er j í 86666 o Þriðjudagur 13. febrúar 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.