Alþýðublaðið - 13.02.1973, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 13.02.1973, Blaðsíða 11
í SKUGGA MARÐARINS Saga ástar og örlaga eftir Victoriu Holt Þau verða hálf dapurleg af þvi að standa auð. Stirling rak upp skellihlátur. — Nú dámar mér ekki, Nora. Þú gerir ráð fyrir tilinningum hjá köldum steini og steypu. — Ég held að frú . . . — Herrick, upplýsti ég. — Ég held að frú Herrick hafi nokkuð til sins máls, sagði herra Wakefield. — Hús verða fljótlega óhæf til ibúðar séu þau látin standa auð of lengi. — Jæja, það er bezt við litum i kringum okkur, sagði Stirling. Húsið var glæsilega búið hús- gögnum. Ég hrópaði upp yfir mig af fögnuði þegar ég sá útskorið loftið i forsalnum. — Þetta, út- skýrði herra Wakefield, — er skjaldarmerki Kaupmannsfjöl- skyldunnar. Þið munuð sjá það i mörgum herbergjanna. — Vitanlega, þetta er hús silki- kaupmannsins, er það ekki? Við gengum inn i setustofuna, þar sem stórir franskir fluggar vissu út að grasflötinni. — Við þyrftum að minnsta kosti tvo garðyrkjumenn, sagði Stirling, eins og hann væri stað- ráðinn i að finna húsinu eitthvað til foráttu. — Væri auðvelt að fá þá? — Það er engum vanda bundið, KRÍLIÐ ~ * S1L GRrtU R ei<op' OL’/K/TZ SPRjr H/-/J „ /n//<i.ft rozn• 1 s 6POÐ R ’ f / roR .vJ/'.'V jRBRtft [ 6 £/N/< SÚ&i. TflUG ELSKfí v£RJR Röitó ' ‘r’CF/V s fi. FJ l ? &£/T/i /V f E/N$ K HVÍLT FUbJ\ WníRVl ö !=> 3 9 H LYK/IOHV = /ikHÚL'OSuK sagði herra Wakefield fullviss. — Það eru garðyrkjumenn okkar, sem sjá um lóðina hér. Kostnað- urinn við það er innifalinn i verð inu, sem umboðsmaðurinn mun hafa gefið yður upp. — Kostnaðurinn er ekkert atriði fyrir okkur, sagði Stirling og ég fann að ég roðnaði yfir þvi sem virtist oflátungsháttur hjá honum. — Ekki okkur heldur, ef ég mætti bæta þvi við, hélt Wake- field áfram. Hann brosti beint til min. — Það sem máli skiptir er að finna rétta leigjandann. Ég þykist vita, frú Herrick, að yður og eiginmann yðar langi til að lita á húsið i einrúmi. Ég sagði fljótt: — Við erum ekki hjón. Ég er ekkja og stjúp- móðir herra Herricks. Hafi hann orðið hissa, lét hann það ekki á sér sjá. Framkoma herra Wakefields var óaðfinnan- leg. Hann hafði sennilega verið alinn upp i þeirri trú að það væri alvarlegt brot á velsæmisreglum að láta tilfinningar sinar i ljós. Hann hafði að sjálfsögðu tileinkað sér nærgætni ásamt öðrum félagslegum dyggðum og satt var það að ég óskaði þess að ræða um húsið i einrúmi við Stirling. — Ef þér vilduð leyfa okkur að nota timann . . . — Að sjálfsögðu, og ef þið vild- uð koma við á setrinu þegar þið hafið lokið við . . . það er að segja ef þið hafið áhuga á húsinu . . . þá værimérmikil ánægja að þvi. Ég gæti sent vagn eftir ykkur eða ef þið kjósið gönguferðina þá er það hérna rétt handan við garðinn — um kilómetra i burtu. Ég sagðist heldur vilja ganga og hann fór með það. Um leið og dyrnar lokuðust á eftir honum, fleygði Stirling sér á legubekk og byrjaði að hlæja. — Ef yður þóknast að yfirlita eign þessa, frú min góð, og taka yður siðan stutta ferð á hendur yfir garðinn . . . — Þegiðu, Stirling, hann var ekki svona teprulegur. — Húsráðandinn! Drottinn minn dýri! — Það er ekki húsráðandinn, sem við þurfum að hyggja að, heldur húsið. — Ég býst nú við að við þyrft- um einhver afskipti að hafa af honum. Hann myndi láta sjá sig . . . eða ef til vill kæmi konan hans. Finnst þér liklegt að hann eigi konu? Hvernig skyldi hún vera. Hún stigur út úr vagni sinum og skilur eftir þrjú stykki nafn- spjöld. Er það rétti fjöldinn? Og við yrðum boðin i heimsókn og drepin úr leiðindum. — Hvað veizt þú um hvort okk- ur myndi leiðast? Hvað veizt þú um hvort hann á konu? — Vitanlega myndi okkur leið- ast og vitanlega á hann konu. Herra Wakefield lifir sinu lifi eftir uppskrift og þú getur verið viss Laus staða Staða kvenfangavarðar i fangageymslu lögreglustöðvarinnar er laus til um- sóknar. Umsóknir á þar til gerðum eyðu- blöðum, er fást á lögreglustöðinni, sendist fyrir 26. febrúar n.k. Upplýsingar um starfið gefur Guðmundur Hermannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 8. febrúar 1973 um að þaö er eiginkona i þeirri uppskrift. — Hvernig skyldi Walkfiled Park lita út? — Stórt og rnikið óðalsetur. — Eins og Whiteladies. — Það er ekkert. hús i heimin- um á við Whiteladies. — Jæja, eigum við að taka þetta hús á leigu? — Við skulum búa á kránni. Ef við erum leigjendur hans gæti það haft félagslegar skyldur i för með sér. — Sem ég er viss um að þú myndir ekki hika við að virða að vettugi. — Þar ratast þér loksins rétt á munn, Nora. — Loksins! Hvað áttu viö? Ég ætla að skoða þetta hús i krók og kring, og ég get sagt þér eitt: mér geðjast vel að þvi. Mig fýsir mjög að vita hver kaupmaðurinn var og hvernig samband venjulegs vefnaðarsala við hinn virðulega herra Wakefield var varið. Viö skoðuðum borðstofuna og gengum niður i hið griðarstóra steinlagða eldhús. Mér féll það vel. Mér leizt vel á stór matar- búrin, brugghúsið, mjólkurstof- una og þvottahúsið. Þetta var heillandi hús! — Það er stórt, sagði Stirling. — Of stórt fyrir milljónamær- ing? sagði ég i spurnartón. — Þú sagðir honum nánast að þú værir það. — Mér fannst þú vera á hans bandi. — En sú vitleysa! Eins og nokkuð hafi til þess komið. Við skulum koma upp stigann. I húsinu voru tólf herbergi á þremur hæðum. Herbergin voru stór og björt; ég dáðist að stórum gluggunum, sem náðu niður i gólf. — Við tökum það, Stirling, sagði ég, og hann hafði ekki á móti þvi. 1 rauninni var hann jafn hrifinn af húsinu og ég, og með þvi að gerast leigjendur hjá Wake- field gátum við verið allt að þvi viss um að hitta eigendur White- ladies. Ég var ekki alveg viss um hver áform Stirlings voru, né hve fljótt hann hafði hugsað sér að eignast húsið, en ég gizka á að það myndi taka langan tima og það yrði vissulega ánægjulegra að hafa Kaupmannshúsið fyrir bráðabirgðaheimili en krána á meðan við biðum. — Jæja? spurði hann, þegar við höfðum farið um allt húsið. — Við segjum herra Wakefield að við ætlum að taka það. Við gengum yfir garðinn og að húsinu, sem kallað var Wakefield Park. Það var stórt hús, frá þvi snemma á Viktoriutimabilinu gerði ég mér i hugarlund, i þung- lamalegum og skrautlegum byggingarstil. Það var traust og sterklegt að sjá. t grasflötinni fyrir framan það var tjörn með rennandi gosbrunni. Hvit stein- TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiBsla. Sendum gegn póstkröfu GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiöur, Bankastr. 12 Röntgenhjúkrunarkonur — röntgentæknar Röntgenhjúkrunarkona eða röntgentæknir óskast að berklavarnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavikur. For- stöðukona veitir nánari upplýsingar i sima 22400. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Síldarverksmiðjuhús til sölu Verksmiðjuhús á Neskaupstað, áður eign Rauðubjarga h.f. Verðtilboð i eignina skal skila til Fisk- veiðisjóðs íslands i siðasta lagi kl. 12 á há- degi þann 16. febr. n.k. Allar nánari upplýsingar gef nar á skrif- stofu Fiskveiðisjóðs íslands, simi 24310. Fiskveiðisjóður íslands. AÐALBOKARI Starf aðalbókara hjá Hafnarfjarðarbæ er laust til umsóknar. Umsóknir, ásamt upp- lýsingum um menntun og fyrri störf, sendist undirrituðum fyrir 27. þ.m. Bæjarstjórinn i Hafnarfirði Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi að gjalddagi söluskatts fyrir janúar- mánuð er 15. febrúar. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna rikissjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti. Fjármálaráðuneytið 13. febrúar 1973. Almannavarnaráð óskar eftir að ráða skrifstofustúlku, sem getur unnið nokkuð sjálfstætt. Ensku- og vélritunarkunnátta nauðsynleg. Upplýsingar gefnar milli kl. 9 og 11 f.h. á skrifstofu Almannavarna, Lögreglustöð- inni Reykjavik, 4. hæð. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar Skipholti 25. Simar 19099 og 20988. Þriðjudagur 13. febrúar 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.