Alþýðublaðið - 15.03.1973, Page 9

Alþýðublaðið - 15.03.1973, Page 9
«¥ íþróttir 2 AUGU MANNA MUNU BEINAST AB BASEBALL GROUND UB STAMFORB BRIDGE NÚ IIM ÞESSA HEL6I l>að var fátt um óvænt úrslit i leikjum á sföasta getrauna- Ég held að um jafnan leik verði að ræða, þar sem jafntefli seðli. Efstu liöin, Liverpool, Arsenal og Leeds unnu slna eða heimasigur komi helzt til greina, en ég hallast að leiki og varð þvi engin breyting á stöðu þeirra. Þaö rfkir þvi heimasigri. ennþá óvissa um hvort þeirra hreppir hinn eftirsótta meist- UTÖ ________ NEWCASTLE 1 aratitil. * * rnjög naumlega Leikmenn Stoke munu án efa selja sig dýrt þvl liöið er enn í fallhættu og Liverpool verður að halda öllu sinu til haga i baráttunni um efsta sætið. Ég spái Liverpool sigri 1 þessum leik. Þá varð heldur engin breyting á stöðu neöstu liðanna þar sem enn ríkir mikil óvissa um hvaða lið komi til með að falla i 2. deild. Margir telja þó Hklegt, að það verði WBA og Norwich, sem falli, en ein fjögur lið til viðbótar eru ennþá I fallhættu. Næsti getraunaseðill, sem er nr. 11, býður upp á marga skemmtilega og tvisýna leiki. Fyrst koma fjórir leikir úr 6. umferð Bikarkeppninnar og sýnist mér allt geta skeö þar og úrslit þeirra siður en svo auðráðin. Þá koma 6 leikir úr 1. deild. Þar er ekki um neinn stórleik að ræöa, en eigi aö slöur eru leikirnir erfiðir. Að lokum koma svo tveir leikir úr 2. deild og eru þeir báðir erfiðir, sérstaklega sá slöari, þar sem eigast viö Cardiff, sem er I alvarlegri fallhættu og Burnley, sem er f 2. sæti og á þvi mikla möguleika á að komast f 1. deild. 1 heild veröur þvf vart annað sagt, en aö þessi getrauna- seöill sé fremur erfiður, en skemmtilegur viðfangs. Við snúum okkur þá að spánni. CHELSEA — ARSENAL 2 Bikarkeppnin 6. umferð: Það verður án efa barizt til þrautar i þessum leik, sem fram fer á Stamford Bridge milli Lundúnaliðanna Chelsea og Arsenal. Ég er á þvi, að Arsenal hafi betur i þessari viðureign og þess má minnast, að Arsenal vann Chelsea á þessum velli fyrir stuttu. En hver svo sem úrslitin veröa, þá má búast við jöfnum og skemmtilegum leik. 1. deild: Eins og kunnugt er, hefur fallið hangið yfir Man. Utd. í mest allan vetur og svo er enn, þótt liðið hafi náð sér úr neðsta sætinu. Newcastle er aftur á móti i 6. sæti, svo róöurinn fyrir Man. Utd. er siður en svo léttur. Þetta er þvi enn einn erfiður leikur á þessum seðli, en ég spái Man. Ut. sigri, en bendi á jafntefli til vara. NORWICH — LEICESTER 1 1. deild: Norwich er eitt þeirra liða, sem enn eru i mikilli fallhættu og margir spá liöinu falli i 2. deild. Nú mætir Nor- wich Leicestier á Carrow Road, en þar hefur liðið tapað þrem siðustu leikjum, en á undan þeim komu tvö jafntefli og eitt tap. Það þykir þvi kannski full mikil bjartsýni að spá heimasigri að þessu sinni. SOUTHAMTON — BIRMINGHAM 1 1. deild: Southamton tapaöi naumlega fyrir Liverpool á Anfield Road um s.l. helgi eftir skemmtilegan leik, en Birmingham vann Man. Utd. örugglega á St. Andrews 3-1. Bæði hafa þessi liö tryggt sæti sitt i 1. deild svo búast má við skemmtilegum leik. Ég hef meiri trú á Southamton aö þessu sinni og spái þvi heimasigri. STOKE — LIVERPOOL 2 l.deild: Stoke tapaði fyrir Newcastle á St. James Park s.l. helgi, en Liverpool vann Southamton á heimavelli WEST IIAM — MAN. CITY 1 1. deild: Þá erum við komin að siðasta 1. deildar leiknum á seðlinum að þessu sinni, sem fram fer á Upton Park i London milli heimaliðsins West Ham og Man. City. Frammistaða Man. City hefur verið fremur slök að undan- förnu, svo ég á vart von á öðru, en að West Ham vinni þennan leik. Spá mín er þvi heimasigur. BLACKPOOL — FULHAM 1 2. deild: Hér er um erfiðan leik að ræða, þar sem hér eigast viö tvö af efstu liöunum i 2. deild. Blackpool er i 4. sæti með 38 stig eftir 34 leiki, en Fulham er i 3. sæti, með sama stigafjölda eftir 32 leiki. Mér sýnast allir möguleikar vera hér fyrir hendj og allir jafn líklegir, en þó hef eg meiri trú á Blackpool og spái þvi I heimasigri. CARDIFF — BURNLEY X 2. deild: Þetta er einn erfiðasti leikurinn á seðlinum, þvi heimaliðið Cardiff er i næst neðsta sæti og þvi i mikilli fallhættu með aðeins 25 stig, en Burnley er nú I 2. sæti með 45stig. Burnley tapaði forystunni til QPR um s.l. helgi, eftir óvænt tap á heimavelli fyrir Sheff. Wed. Cardiff er með góðan árangur á heimavelli, þrátt fyrir allt og á þvi góða möguleika á ööru stiginu. Spá min er þvi jafntefli. DERBY — LEEDS 2 Bikarkeppnin 6. umferð: Ef miða á við úrslitin i leikjum þessara liða innbyrðis i vetur, liggur beint fyrir að ætla að Leeds vinni þennan leik auðveldlega, þar sem Leeds vann heimaleikinn 5-0 og útileikinn 3-2. Þetta er erfiður leikur, þar sem allt getur skeð, en ég er þó heldur á þvi, að Leeds sigri, en rétt er að hafa það i huga, að Derby er gott heimalið. SUNDERLAND — LUTON 2 Bikarkeppnin 6. umferð: Þessi leikur er á milli tveggja liða úr 2. deild. Sunderland er i 16-17. sæti með 27 stig, Luton er i 5-8. sæti með 36 stig. Það verður þvi lið úr 2. deild, sem kemst i undanúrslitin i ár, en hvort verður Sunderland eða Luton? Ég held að Luton vinni leikinn með litlum mun, enda er Luton með einna beztan árangur allra 2. deilda liða á úti- velli. WOLVES — COVENTRY 1 Bikarkeppnin 6. umferð: Þá komum við að siðasta Bikar- leiknum á þessum seðli. Hér eigast við tvö 1. deiidar lið, sem hafa náð áþekkum árangri i vetur. úlfarnir hafa reynzt mistækir oft á tiðum i vetur, en upp á siðkastið er eins og eitthvað hafi rofað til. Ég hef meiri trú á úlfunum, að þessu sinni, en rétt er að hafa það i huga að Coventry hefur skemmtilegu liði á að skipa, sem á það til að koma á óvart. EVERTON — SHEFF. UTD. 1 1. deild: Bæði þessi lið mega muna sinn fifil fegri, þó sér- staklega Everton og bæði eru þau i fallhættu eins og er. Báðum er þvi dýrmætt að hljóta bæði stigin i þessum leik. Sú stund nálgast óðfluga að við mætum þessum! Sú stund nálgast óðfluga að viö lslendingar mætum þessum kappa og félögum hans á knattspyrnuvellinum. Þaö veröur dagana 22. og 29. ágúst I sumar sem við mætum landsliöi Hollendinga I undankeppni heirns- meistarakeppninnar, og þar verður stjarnan Johann ' Gryuff I fararbroddi, en hann er óumdeilanlega mesti knattspyrnumaöur Evrópu i dag, og kannski mesti knattspyrnumaður heimsins. Gryuff og félagar hans I Ajax unnu eftirminnilegan sigur yfir Bayern Munchen i siðustu viku, og eftir þann sigur er varla vafi á þvl hvaða liö verður sigur- vegari I Evrópukeppninni i ár. Ef Ajax vinnur titilinn, sem allt bendir til, yrði það I þriðja sinn i röð. Norömenn töpuðu 9:0 fyrir Hollendingum, svo viö getum vist fariö að biðjast fyrir. —SS. Fimmtudagur 15. marz. 1973

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.