Alþýðublaðið - 16.03.1973, Blaðsíða 2
ffí Iðjuþjálfar
Tveir iöjuþjálfarar óskast til starfa viö Geödeildir
Borgarspitalans. Tii mála kæmi aö ráöa persónu meö
hliöstæöa menntun f handíöum.
Umsóknir skulu sendast fyrir 7. april n.k. til yfirlæknis
Geödeiidar Borgarspitalans, sem veitir allar nánari upp-
lýsingar um starfiö.
Reyk}avik, 15. marz 1973.
BORGARSPÍTALINN
H) Aðstoðarlæknir
Staöa aðstoöarlæknis viö Geödeild Borgarspftalans er
laus til umsóknar.
Staöan veitist frá 1. mai til f>-12 mánaöa allt eftir sam-
komulagi.
Upplýsingar um stööu þessa veitir yfirlæknir deildarinn-
ar. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykja-
vikur og Reykjavíkurborgar.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og l'vrri störf
sendist Heilbrigöismálaráöi Reykjavíkurborgar, fyrir 15.
april n.k.
Reykjavik, 15. marz 1973.
Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar.
Aðalfundur
Kvenfélagsins Seltjarnar, haldinn mið-
vikudaginn 21. febrúar 1973, lýsir stuðn-
ingi sinum við framkomnar tillögur um að
minnast ellefu hundruð ára afmælis ís-
landsbyggðar á látlausan en virðulegan
hátt.
Fundurinn telur varhugaverða þá ákvörð-
un að stefna allt að 60-70 þúsund manns til
hópsamkomu á Þingvöllum, en leggur til
að i þess stað verði timamótanna minnzt i
kirkjum og fjölmiðlum.
Frá stjórn Kvenfélagsins Seltjarnar.
Tilboð óskast
i fólksbifreiðar, Pick-up bifreið með fram-
hjóladrifi, sendiferðabifreið og nokkrar
ógangfærar fólksbifreiðar, er verða sýnd-
ar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 20.
marz kl. 12-3. Tilboðin verða opnuð i skrif-
stofu vorri kl. 5.
Sala varnarliðseigna.
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir —
Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen i
allflestum litum. Skiptum á einum degi
með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð.
Reynið viðskiptin.
Bilasprautun Garðars Sigmundssonar
Skipholti 25. Simar 19099 og 20988.
Enginn botn í
botnsmálinu
Dómsorö i Mývatnsmálinu
kveður ekki á um eignarrétt að
kisilgúrnum, sem deilt hefur
verið um. Hins vegar telja dóm-
endur ekki heimilt að gagnálykta
frá 4. gr. vatnalaganna frá 1923 og
gengur sú skoðun dómsins i ber-
högg við skoðun rikisvaldsins i
málinu.
Dómarinn telur, að 4. gr. vatna-
laganna, skilin á þann veg, að hún
takmarki eignarétt vatnsbakka-
bænda við netalög, þ.e. 115 metra
frá landi, sé ógild regla að stjórn-
skipunarlögum, og verði þvi ekki
beitt i þessu máli. Greinin þannig
skilin væri brot á stjórnar-
skránni og mætti jafna til eigna-
upptöku.
Hins vegar má ráða það af for-
sendum dómsins, að jarðeig-
endum kunni að vera skylt að
færa sönnur á frekari eignarétt en
þann, sem óumdeildur er, og að
sá eignarréttur, sem ekki verða
færðar sönnur á kunni að falla
undir rikið.
Er skoðun dómsins að þessu
leyti andstæð álitsgerð ólafs
Jóhannessonar, þáverandi laga-
professors, frá árinu 1961.
Aukadómþing Þingeyjarsýslu
var sett i bæjarfógetaskrifstof-
unni i Kópavogi i gær. Var það
haldið af Sigurgeiri Jónssyni,
settum dómara samkvæmt
umboösskrá, og meðdóm-
endunum Magnúsi Má Lárussyni,
háskólarektor, og Sigurði Reyni
Péturssyni, haéstaréttar-
lögmanni.
Málið reis, eins og kunnugt er,
út af eignar- og afnotarétti botn-
verðmæta i Mývatni, og deilur
urðu um, vegna Kisiliðjunnar hf.
Var málið þingfest 29. nóvember
1971, en dómtekið að afloknum
munnlegum málflutningi þess,
hinn 26. febrúar siðastliðinn.
Málflytjendur voru þeir Páll S.
Pálsson, hrl., lögmaður Veiðifé-
lags Mývatns, sem var stefnandi i
málinu, Guðmundur Skaftason,
hrl., lögmaður Skútustaðahrépps,
og eigenda og ábúenda þess
hrepps, sem ekki eru talin eiga
lönd að Mývatni, og Sigurður
Ólason hrl., f.h. rikissjóðs.
Stefnandi telur, að Alþingi og
rikisstjórn hafi með lagasetningu
um kisiliðju við Mývatn, nr.
22/1964, og framkvæmd þeirra
laga, slegið eign sinni á botn
vatnsins, en hann telur jarðeig-
endur við Mývatn rétta eigendur
alls vatnsins, ásamt ýmsum
öðrum réttindum i og við vatnið.
Hafi löggjafinn ekki haft stjórn-
skipulega heimild til að setja lög,
sem takmarki þennan eignarrétt
og veiti hann rikinu eða öðrum.
1 4. gr. vatnalaganna nr. 15/1923
segir: Nú liggur landareign að
stöðuvatni, og fylgir vatnsbotn þá
þeim bakka, er hann verður
talinn áframhald af, 115 metra út
i vatn (netlög). 1 þessu eignar
dómsmáli heldur rikisvaldið þvi
fram, að samkvæmt réttri gagn-
ályktun frá þessari grein laga,
geti engri landareign fylgt land
lengra út i vatn en sem netlögn
nemur, og þar fyrir utan sé rikið
eigandi. Er þetta i fullu samræmi
við álitsgerð Ólafs Jóhannessonar
frá 1961, þar sem segir, að
kisilgúr á botni Mývatns innan
netlaga sé tvimælalaust eign
jarðanna, sem netlög fylgja. Hins
vegar sé vatnsbotn utan netlaga
almenningur landsmanna allra,
rikiseign.
Fyrir tilkomu vatnalaganna
gilti um þetta atriði Landsleigu-
bálkur Jónsbókar. Telur dómur-
inn i Mývatnsmálinu þau ákvæði
all óákveöin og standi þau ekki i
vegi fyrir þvi, að netlög hafi verið
rýmri en 4. gr. vatnalaga mælir
fyrir um. En eins og áður segir,
telur dómurinn gagnályktun frá
ákvæði hennar stjórnskipulega
ógilda.
Það vekur athygli, að stefnandi
Rikisstjórnir Danmerkur,
Finnlands, Islands, Noregs og
Sviþjóðar hafa boðið Kurt Wald-
heim, aðalritara Sameinuðu þjóð-
anna i opinbera heimsókn til
Sá hryllingsatburður gerðist
nýlega i Frakklandi, að niu syst-
kin fórust i eldsvoða, og það að
foreldrum sinum ásjáandi. Gátu
þau enga hjálp veitt.
Atburður þessi gerðist um
siðustu helgi i bænum Mauberge i
Norður-Frakklandi. Eldur kom
upp i húsi fjölskyldunnar að nóttu
Jónssyni, forseta ASt, og spurði
hann nánar um afstöðu frjáls-
lyndra. Sagði Björn, að málið
hefði verið töluvert mikið rætt á
fundum bæði þingflokks og
þingmálanefndar SFV.
— Við erum opnir fyrir þess-
ari afstöðu, sem Hannibal hefur
lýst, sagði Björn Jónsson. Hún
hefur verið rækilega skoðuð.
Hins vegar hefur enn engin
krefst þess, að vatnsbotninn verði
dæmdur óskipt sameign umbjóð-
enda sinna, Veiðifélagsins, en
ekki skipt eign einstakra jarðeig-
enda. 1 dómsorðinu segir, að sú
krafa verði ekki tekin til greina.
Er þvi sú krafa tekin til
úrlausnar, á framangreindan
hátt en ekki að öðru leyti kveðið á
um það álitaefni, hvernig eignar-
réttinum sé háttað.
Málflutningsþóknun Páls S.
Pálssonar, kr. 600 þús. og Guð-
mundar Skaftasonar, kr. 300 þús.,
greiðist úr rikissjóði, en umbjóð-
endur þeirra höfðu gjafsókn i
málinu.
Liklegt má telja, að máli þessu
verði áfrýjað til hæstaréttar.
landa sinna dagana 6.-12. mai n.k.
í NTB-frétt segir, að Waldheim
komi til Noregs að morgni hins 10.
mai, en fari daginn eftir til
Reykjavikur.
til, og voru hjónin sofandi ásamt
12 börnum sinum'. Bæði hjónin
komust út, ásamt nýfæddu barni
sinu og tveimur elztu börnunum,
17 og 18 ára, sem stukku út um
svefnherbergisglugga. Hin börnin
niu brunnu öll inni.
Bruni þessi varð vegna bilunar
i hitakerfi hússins.
endanleg afstaða verið tekin af
flokksins hálfu til málsins. Að-
spurður um, hver myndi taka þá
afstöðu svaraði Björn Jónsson
þvi til, að það myndu vera þing-
flokkur og þingmálanefnd SFV.
— En einnig mun málið koma
til kasta fulltrúa okkar i land-
helgisnefndinni, Finnboga Rúts
Valdimarssonar, sagði Björn
Jónsson að lokum.
LODNA VEIÐIST
Á SKJÁLFANDA
Nýtt loðnuveiðisvæði bættist
við nú i vikunni,Skjálfandaflói.
Þar hafa smábátar veitt loðnu i
litlar kastnætur, en loðna þessi
er fryst til beitingar. Hafa bát-
arnir veitt um 50 lestir.
Jakob Jakobsson fiskifræð-
ingur tjáði Alþ.bl. i gær, að það
væri alvanalegt að siðustu loðnu-
göngurnar færu ekki austur
fyrir land til hrygningar, heldur
færu upp að Norðurlandi og
hrygndu þar. Hefur þessi loðna
verið veidd einstaka sinnum, en
ekki i eins miklum mæli og nú.
Loðnuveiðin datt alveg niður
siðasta sólarhring vegna brælu.
Var bræla á öllum loðnumiðum,
bæði fyrir austan og vestan.
Brælan kom ekki mjög að sök þvi
flotinn var að mestu bundinn i
höfnum. Mörg skip voru komin á
miðin I gærkvöld, og var búizt við
þokkalegri veiði.
Hjá loðnulöndunarnefndinni
fékk blaðið þær upplýsingar um
kvöldmatarleytið i gær, að aðeins
einn bátur hefði tilkynnt afla,
Fifill GKU MEÐ 350 lestir.
Waldheim til íslands
Níu systkini fórust í eldi
Þögn á Alþingi 12
Karvel — framhald af 5. síðu
þingi. Sem betur fer tókst að af-
stýra þvi, að sá blettur sæi dags-
ins ljós.
Fataskipti
Mér, sem nýgræðingi á Alþingi
þykir heldur betur hafa orðið
hlutverkaskipti i þeirri virðulegu
stofnun. Það virðist með sanni
mega segja, að þar hafi alger
fataskipti átt sér stað milli stjórn-
ar og stjórnarandstöðu, að þvi er
varðar efnislega afstöðu til
ýmissa mála.
En hvað sem hinir tækifæris-
sinnuðu pennar Timans og Þjóð-
viljans skrifa margar árásar-
greinar á núverandi forseta Al-
þýðusambandsins þá mun verka-
lýðshreyfingin, undir hans for-
ustu, halda ótrauð áfram baráttu
sinni og snúast til varnar gegn
hverjum þeim, sem að henni veg-
ur.
Verkalýðshreyfingin hefur frá
upphafi snúizt gegn allri ihlutun
löggjafans að þvi er varðar
breytingu á gildandi kjarasamn-
ingum. Viðreisnarstjórnin ógilti
þvi miður oft gildandi samninga,
en alltaf var það gert i andstöðu
við verkalýðshreyfinguna. Það
var þvi sizt að vænta sömu vinnu-
bragða af núverandi rikisstjórn.
Það er skýlaus krafa verkalýðs-
hreyfingarinnar til núverandi
valdhafa, að þeir virði gerða
samninga og stjórni i samráði við
gefin loforð, að þvi er verkalýðs-
hreyfinguna varðar.
Kaldhæðni örlaganna er það, að
sá stjórnmálaflokkurinn, sem
hvað hæst hefur hrópað um sig,
sem hinn eina og sanna verka-
lýösflokk skuli nú vera orðinn
málsvari og prédikari mestu
kaupránsstefnu, sem um getur.
Aumt er það hlutskipti, en eigi að
siður virðist þaö staðreynd.
Karvel Pálmason.
o
Föstudagur 16. marz 1973