Alþýðublaðið - 16.03.1973, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.03.1973, Blaðsíða 7
N ER HVERGI FRJflLS LENGUR ÆKNIN HEFUR INNREIÐ SÍNA svo „á meðan grasið grær, vindurinn .... o.s.frv., o.s.frv. Hefur lögfræðideild Kölnarhá- skóla látið frá sér fara álitsgerð um þessa árás á einkalifið. Ulrich Seitel, sem valdi sér efni þetta til umfjöllunar i doktorsritgerð, er nú hefur verið gefin út undir heitinu „Stað- reyndabankarnir og friðhelgi einkalifsins”, sýnir þar fram á, að nú þegar hafa uppljóstranir þessar náð hrollvekjandi marki. Hann fullyrðir, að jafnvel trúnaðarupplýsingar, sem gefnar eru undir þagnareiði við skoðana kannanir erlendis séu nú úetækar fyrir þriðja aðila. Einkalif fólks nýtur hvergi nærri nægjanlegrar verndar gegn staðreyndabönkun- um, segir hann. í þeim skýrslum er jafnvel haft að engu það grund- vallaratriði nútima refsilöggjafar og siðfræði, að maður, sem brotið hafði af sér og tekið út sina hegn- ingu fyrir það, skuli upp frá þvi skoðaður af þjóðfélaginu sem syndlaus og heiðarlegur maður með óspillta æru. — Staðreyndabankarnir geyma aldrei þessum brotum, hversu smávægileg, sem þau eru og hversu margfaldlega einstakl- ingurinn hefur tekið út refsingu sina fyrir þau. Á gatakortunum i rafheilakerfinu eru öll vixlsporin tiltæk fyrir hvern þann þriðja aðila, sem hafa vill — og þeir eru ótrúlega margir, sem slikan að- gang hafa að einkalifi manna. — Reynslan, sem fengizt hefur af staðreyndabankamiðstöðvum i Ameriku — en þær miðstöðvar safna til sin upplýsingum um samfélagið — og einstaklinginn — alls staðar að ---- hefur verið ógnvekjandi. Þá er einnig mjög auðvelt að falsa hvers kyns upp- lýsingar á lifsferilsskýrslu ein- staklingsins i staðreyndabönkun- um, og gerir það málið að sjálf- sögðu enn varasamara , þvi þegar upplýsingar, réttar eða rangar, eru einu sinni komnar „inn i kerf- iö”, þá er ekki auðhlaupið að þvi, aö ná þeim þaðan út aftur. Þá er heldur aldrei hægt að útiloka, aö upplýsingarnar, sem rafeinda- heilarnir eru mataðir með, séu ekki undir áhrifum frá ná- grannaslúðri eða óvild eða for- -dómum þess, sem heilann matar. 1 doktorsritgerð sinni nefnir Seitel ýmis dæmi um þetta, sem hann hefur tekið úr upplýsingum staðreyndabanka i Þýzkalandi um einkalif manna. Til dæmis tekur hann mál manns, sem nú getur ekki orðið sér úti um at- vinnu vegna þess, að hann vann einu sinni mál við vinnuveitenda sinn fyrir rétti. Þess vegna var hann flokkaður sem „þras- og þrætugjarn” af staðreyndabanka og auðvitað kærir enginn atvinnu- veitandi sig um að taka mann i vinnu, sem hann má búast við að standi í sifelldu málavafstri við sig út af smæstu atriðum varð- andi kaup, kjör og aðbúnað. Annað dæmi nefnir Seitel um fólk, sem ekki unir þvi að fá af- henta gallaða eða ónýta vöru. Það hættir á að vera skráð sem „vandræðafólk” hjá staðreynda- bönkunum, vegna þess, að sá, sem upplýsingarnar veitir hefur horn i siðu þess. Rangt mat eins atvinnurekenda á starfsmanni getur á sama hátt haft áhrif á mat allra þeirra atvinnurekenda, sem starfsmaðurinn á eftir að vinna hjá og auðvitað láta það verða eitt sitt fyrsta verk, að fá að kikja á æviferilsskýrslu starfs- mannsins hjá næsta staðreynda- banka — opinberum eða i einka- eign. Það, sem Seitel varar sérstak- lega við i ritgerð sinni, er opinber upplýsingasöfnunarmiðstöð — central-staðreyndabanka — sem safnar að sér hvaðanæfa aö upp- lýsingum um einstaklinga og ver sig með þvi, að ekki sé safnaö á nafn, heldur númer — nafnnúmer hvers og eins. Hann segir, að með þessu móti sé mikil hætta á, aö það flóð af trúnaðarupplýsingum, sem þannig berist til upplýsinga- söfnunarmiðstöðvarinnar um hvern og einn geti orðið aðgengi- legt fyrir bæði opinbera aðila og einkaaðila — og það einfaldasta af öllu einföldu er að komast að raun um, hvaða einstaklingur dylst undir dulnafni nafnnúmers- ins hjá upplýsingamiðstöðinni. Og þessi upplýsingasöfn verða ávallt til. Þar má ganga að atrið- um eins og einkunnum, sakaskrá, skatttekjum, starfsferilsskrá, félagaaðild, niðjatali, ættleiðing- um, hjúskaparstétt, stjórnmála- skoðunum og jafnvel enn leyni- legri og trúnaðarfyllri upplýsing- um um einkalíf manna. Með hliösjón af sliku upp- lýsingasafni mætti draga upp ná- kvæma mynd af einkalifi og per- sónuleika viðkomandi.Seitel heldur þvi t.d. fram, að nú þegar geti staöreyndabankar I Þýzka- landi svaraö þvi, hver greiöi húsaleiguna fyrir fallegu stúlk- una i næstu ibúö, hver fari i næturklúbb reglulega á þriðju- dögum, hvaða viðskiptafélaga einstaklingurinn eigi sér og hvaða þjónustufyrirtæki hann noti. Seitel segir, að til þess að vernda einkallf manna fyrir mis- notkun, sem af sliku geti mætavel hlotizt — og sé jafnvel nú þegar farið að gæta i töluvert rikum mæli —séekki nóg að setja ein ný lög. Það veröi að setja algerlega nýjan lagabálk, sem verndi fólk fyrir staðreyndabönkum og mis- notkun þeirra upplýsinga, sem um það er safnað. Hann segir, að m.a. þurfi að leggja þunga refs- ingu við þvi að láta þriðja aðila i té trúnaðarupplýsingar um sam- borgarana eða upplýsingar um einkamál þeirra, sem finna megi i opinberum skýrslum. Slikt eigi aðeins að vera heimilt i ákveön- um, tilteknum tilvikum. Kosturinn við slika lagasetn- ingu er sá, að þá veröur sérhver aðili, sem biður um slikar upplýs- ingar aösanna, að hann eigi rétt á að fá aðgang að þeim. Aður en slikur lagabálkur hefur verið settur ber borgurunum að lita á alla staðreyndabanka og öll upp- lýsingasöfn um einkamál sin sem viðsjárverð og beinlinis hættuleg, segir Seitel. Hvað myndi hann segja um hætturnar fyrir einkalif einstaklingsins á íslandi, sem okkur er sagt af sérfræðingum, að búi i „bezt gegnumlýsta” sam- félagi heims? Hvaða leyfi hafa hinir og þessir aðilar — opinberir aðilar og einkaaðilar — til þess að skiptast á upplýsingum um okkar einkamál og dæma okkur svo eft- ir þvi? Þetta er nú þegar gert i rikum mæli hér á landi. R ÓGNA EINKALÍFI FÓLKS Föstudagur 16. marz 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.