Alþýðublaðið - 16.03.1973, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 16.03.1973, Blaðsíða 12
alþýðu KOPAYOGS APÓTEK Opið öli kvöld til kl. 7, nema laugardaga til kl. 2, sunnudaga milli kl. 1 og S|mj4Q1Q2. SENDiBILASTOÐiN Hf GUNNAR THORODDSEN UMYFIRLYSINGU HANNIBALS: Þingmeirihluti fyrir Haag „Mér þykir liklegt, að nú sé þingmeirihluti fyrir þvi, að við flytjum mál okkar fyrir Alþjóðadómstólnum i Haag”, sagði dr. Gunnar Thoroddsen, alþingismaður i svari við þeirri spurningu Alþýðublaðsins, hvort yfirlýsing Hannibals Valdimarssonar bæri þvi ekki vitni, að þingmeirihluti væri fyrir þvi, að senda mái- flutningsmann til Haag. Alþýðublaðið lagði einnig þá spurningu fyrir dr. Gunnar Thoroddsen, hvort afstaða Hannibals Valdimarssonar væri ekki i sama dúr og sú skoðun, sem hann sjálfur hefði barizt fyrir. „Jú, vissulega”, svaraði Gunnar Thoroddsen, „Ég fagna þessari afstöðu Hannibals Valdimarssonar. Vegna hags- muna tslands tel ég nauðsyn- STORTIDIHOI - ORÐ UM ÞAO A ALÞINGI legt, að mál okkar verði flutt i Haag. Til þess liggja margar ástæður og ein er sú, sem Hannibal nefnir, þ.e. að máls- úrslit frestast, og það er okkur i hag. Ennfremur mundi mál- flutningur auka stórum likur til þess, að niðurstaðan yrði okkur i vil og okkur gefst gullið tæki- færi til að kynna málstað okkar á alþjóðavettvangi”. EN EKKI — Min skoðun hefur ekkert breytzt, sagði Einar Agústsson, utanrikisráðherra, i stuttu við- tali við Alþýðublaðið i morgun út af ummælum Hannibals Valdimarssonar i landhelgis- málinu. Ég tel, að við eigum ekki að senda fulltrúa til Haag. Annars höfum við ekki fjallað um malið. Það verður gert i landhelgisnefndinni. Ummæli Hannibals Valdi- marssonar, sem hann upphaf- lega lét falla á fundi i Junior Chambers og Morgunblaðið fékk staðfest hjá honum i gær, hafa vakið griðarmikla athygli, enda ganga þau þvert á þá stefnu, sem talið er að rikis- stjórnin hafi i málinu. Er einnig athyglisvert, að röksemdir Hannibals Valdimarssonar fyrir þvi, að rétt sé nú að senda talsmann til Haag eru nákvæm- lega þær sömu og komu fram i leiðara Alþýðublaðsins um mál- ið i gær og Gylfi Þ. Gislason lýsti i útvarpsumræðunum á dögunum. í upphafi fundar sameinaðs Alþingis i gær f jölmenntu blaða- menn i blaðamannastúkuna þar eð þeir bjuggust við þvi, að mál- ið yrði tekið til umræðu utan dagskrár. Ýmsir þingmenn væntu þess einnig að þvi er blaðamaður Alþýðublaðsins varð var við. Málinu var hins vegar ekki hreyft — enginn þingmaður bað um orðið utan dagskrár og fundaði þvi Alþingi á sinn venjulega hátt þótt þau stórtiðindi hefðu gerzt, að einn af ráðherrunum hefði opinber- lega lýst sig andvigan stefnu, sem talið var að rikisstjórnin hefði i mesta lifshagsmunamáli þjóðarinnar og Einar Agústs- son, utanrikisráðherra, hefur nú itrekaðsem sina skoðun i viðtali við Alþýðublaðið. Eins og fram kemur i ummæl- um Hannibals Valdimarssonar i Morgunblaðinu hefur enn engin ákvörðun verið tekin um mál þetta af þingflokki frjálslyndra þótt Hannibal hafi nú lýst sinni persónulegu afstöðu. Alþýðu- blaðið hafði i gær tal af Birni Framhald á bls. 2 FINNBOGI RUTUR: ÞAÐ ÞARF AÐ TAKA ÁKVÖRÐUN AÐ NÝJU „Akvörðun rikisstjórnarinnar frá siðastliðnu ári um að senda ekki fulltrúa til Haag þarf endurskoðunar við, eftir að Alþjóðadómstóllinn hefur úr- skurðað, að hann hafi lögsögu i málinu”, sagði Finnbogi Rútur Valdimarsson, fulltrúi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna i landhelgisnefndinni i samtali við Alþýðublaðið i gær. Eins og segir i annarri frétt i Alþýðublaðinu i dag lætur utan- rikisráöherra Einar Agústsson, i það skina i viðtali við blaðið, að það kunni að verða afgreitt i landhelgisnefndinni, hvort íslendingar sendi málsvara til Haag eða ekki, — en landhelgis- nefndin er skipuð fulltrúum allra þingflokkanna fimm, ein- um frá hverjum. Þá segir Björn Jónsson einnig i sömu frétt, að af hálfu SFV muni málið m.a. koma til kasta fulltrúa þeirra i landhelgisnefndinni, en sá maður er Finnbogi Rútur í tilefni af þessu sneri Alþýðu- blaðið sér i gær til Finnboga Rúts og leitaði álits hans. Finnbogi Rútur sagði að hann teldi s£r bera skyldu lil að gera landhelgi snefndinni sjálfri nákvæma grein fyrir niðurstöð- um sinum og skoðunum varðandi það, hvort Islendingar eigi að senda málflutningsmann til Haag, þegar Alþjóðadóm- stóllinn tekur landhelgismálið til efnislegrar meðferðar, áður en hann léti skoðanir sínar i þessu efni i ljós á opinberum vettvang1. Það væri á valdi rikisstjórnarinnar, hvenær næsti fundur yrði haldinn i land- helgisnefndinni. „Hins vegar hef ég myndað mér alveg ákveðna skoðun á þessu atriði og geri grein fyrir henni á næsta fundi landhelgis- nefndarinnar. Það þarf að taka nýja ákvörðun nú, um það hvort senda á málflutningsmann i Haag, eftir að dómstóllinn hefur úrskurðað, að hann hafi lögsögu i málinu”, sagði Finnbogi Rútur Hann kvað það grundvallar- skoðun sina, að þess yrði að freista, að samkomulag allra flokka gæti tekizt i landhelgis- nefndinni um öll höfuðatriði landhelgismálsins, ,,og nú dregur að þvi, að við verðum að taka endanlega ákvörðun i þessu máli”. — MU EU RETTADA AD HAFA KNIFINN I VASANUM M RÆTT ER UM NETAGERU Maður nokkur var fluttur blóðugur og skorinn á slysadeild- ina i fyrrakvöld, eftir hnifstungu, sem hann hafði orðið fyrir i Þórs- kaffi er hann var að skemmta sér þar. Lögreglan handtók þann, sem með hnifinn var. Báðir mennirnir voru eitthvað við skál svo þeir voru ekki yfir- heyrðir fyrr en i gær, að ölviman var af þeim. Kom þá i ljós að mál- ið var ekki eins alvarlegt og á horfðist, þvi skurðurinn virðist vera algert óviljaverk. Hnifstungumaðurinn er sjó- maður, og sat hann við borð hjá nokkrum stéttarbræðrum sinum og ræddu þeir um netagerð. Svona rétt til að leggja áherziu á orð sin, tók hann upp vasahnifinn, opnaði hann og réð þar með gangi umræðna við borðið. Þá bar að mann, sem ekki var sammála sjómanninum og vogaði sér að andmæla duglega.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.