Alþýðublaðið - 16.03.1973, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 16.03.1973, Blaðsíða 9
íþróttir 2 islandsmeistaramótið i lyft- ingum 1973 hefst i kvöld klukkan 18,30 i Laugardalshöllinni. l>á verður keppt i léttari þyngdar- flokkum, en keppni i þyngri flokkunum hefst klukkan 20,30, en að þeim mun athyglin aðal- lega beinast. Þátttakendur verða um 25 talsins, og er það metþátttaka i islandsmóti ijyftingum. V'erður keppt alveg frá léttustu flokkum og upp i yfirþungavikt, menn yfir 110 kiló. í þeim flokki er til dæmis að finna Sigtrygg Sigurðsson margfaldan glimu- kappa. Þá mun Svavar Carlsen islandsmeistari i júdó einnig verða með. En athyglin mun þó beinast að okkar þrem beztu mönnum i lyftingum, Guðmundi Sigurðs- syni, Gústaf Agnarssyni og Öskari Sigurpálssyni. Þeir munu allir reyna að bæta met sin, enda i toppformi. Myndin til hliðar er af Gústaf. Ætlar að gera Eyjamenn að meisturum nú í ár IBK: Englendingurinn Joe Hooley. IA: Rikarður Jónsson. Valur: Rússinn Iljusev. Breiðablik: Júgóslavinn Mile. KR: Karl Guðmundsson og Ellert Schram. IBA: Jóhannes Atlason. Af þessari upptalningu sést, að óvenjulega mikið verður um er- lenda þjálfara i knattspyrnunni hjá okkur i ár. öll 1. deildarliðin i knattspyrnu hafa nú ráðið til sin þjálfara. Sið- ast til þess var lið íþróttabanda- lags Vestmannaeyja, sem ráðið hefur hinn umdeilda skozka þjálf- ara Duncan McDowell, sem þjálf- aði FH á siðasta ári. Hefur Skot- inn lýst þvi yfir að hann ætli sér að gera Eyjamenn að meisturum strax i ár, og vissulega hefur hann efnivið til að láta þá spá sina rætast. Eftirtaldir þjálfarar hafa verið ráðnir til félaganna: Fram: Guðmundur Jónsson. IBV: Skotinn Duncan McDowell. AF SJÓNUM í BOLTANN Eins og menn muna eflaust, tilkynnti Eyleifur Hafsteinsson það á síðasta hausti, að hann hygðist hætta knattspyrnuiökunum. Nú eru aðrar blikur komnar á loft, og margt bendir til þess að Eyleif- ur verði með Akranesliðinu I það minnsta eitt ár i viðbót. Eyleifur er þessa stundina á loönuveiðum um borð í Skirni AK, en að þeim loknum fer hann I land, og tekur liklega fram knatt- spyrnuskóna um leið. ÞAD VERDUR EKKI KRAFTA VANT í HÖLLINNI í KVÖLD og IBK léku um UEFA réttinn í gærkvöldi og... NAFN KEFLAVÍKUR FER I HATTINN Keflavik tryggði sér i gærkvöldi þátttökurétt i UEFA bikarkeppninni i ár með þvi að sigra Akur- nesinga á Melavellinum 1:0. Og markið sem Kefl- víkingar gerðu var virði þess að vinna hvaða leik sem er, svo glæsilegt það var. Steinar Jóhannsson var maðurinn bak við sigurmarkið, og hann var sá framlinumaður Keflvikinga sem mesta ógnun hafi i drullunni á Melavellinum i gærkvöldi. Já, aðstæðurnar voru ekki upp á það bezta á Melavellinum, en þó ekki verri en búast má við á þessum árstima. Völlurinn var mjög blautur og viða voru á honum pollar. Þetta setti óneitan- lega svip á knattspyrnuna, sem þó var furðu góð miðað við aðstæður og árstima. Pétur hættur Pétur Bjarnason þjálfari Vik- ings hefur hætt störfum. Mun það stafa af misklið sem kom upp milli hans og stjórnar llandknatt- leiksdeildar Vikings. Þá hefur það verið altalað að Magnús Sigurðsson hyggist ganga úr Vik- ingi, en það mál mun vera mjög laust i reipunum. Fyrri hálfleikur var heldur til- þrifalitill. Það var ekki fyrr en á 11. minútu að hætta skapaðist við annað markið, Akranesmarkið. Jón Ölafur gaf stungubolta inn fyrir vörn Akranes og Ólafur Júliusson hafði auðan sjó að marki, en Hörður kom út á réttu augnabliki og varði. Tækifærin voru fá, og fengu Skagamenn fleiri slik, en Keflvikingar voru meira með boltann. Matthias var ætið hættulegur i sókn Skaga- manna, og er liklegt að hann eigi eftir að velgja vörnum andstæð- inga sinna undir uggum i sumar Segja má að Keflvikingar hefðu náð meiri tökum á leiknum er leið á seinni hálfleik. Það hlaut að koma að marki hjá þeim, og hvi- likt mark þegar það loksins kom á 65. minútu. Stungubolti var gefinn inn fyrir vörn Akurnesinga. Steinar og Þröstur háðu kapp- hlaup um boltann, Steinar hafði betur, og hann hafði betur i baráttu sinni við Hörð i markinu sem kom út á móti. Boltinn fór hátt i loft upp og þegar hann kom niður aftur var Steinar kominn á staðinn, og skallabolti hans þaut i netið. Fleiri urðu mörkin ekki, en hurð skall nærri hælum á siðustu minútu leiksins, þegar Matthias komst einn inn, en ungur piltur i marki IBK Jón Sveinsson, sló knöttinn i þverslá. Þar með eru Keflv'kingar komnir i UEFA bikarinn, og þar með i peningahappdrættið á nýjan leik. Nú er bara að sjá hvort þeir draga stórlax rétt einu sinni. Beztir i liði IBK voru þei Steinar, Guðni og Einar, en i liði IA var Þröstur beztur. Teitur varð að engu i höndunum á Guðna. Bæði liðin sýndu þokka- lega knattspyrnu miðað við aðstæður. -SS. BIKARKEPPNI SSÍ HEFST ( KVÖLD i kvöld hefst hin árlega bikarkeppni Sundsambands islands. Keppni þessi er ein sú viðamesta sem haldin er hér á landi, og hún spannar yfir þrjá daga. Bikarkeppnin er ckki keppni einstaklinga, heldur félaga, og fá þau stig fyrir árangur i hvcrri grein. llver einstaklingur má ekki taka þátt f fleiri cn fjórum sundgreinum auk boðsunda. Keppnin hefst i kvöld klukkan 20 I Sundhöllinni i Reykjavík. Veröur þá keppt i fjórum greinum, þ.e. lengri sundunum. A morg- un hefst kcppnin klukkan 17, og verður þá keppt f 11 greinum, og á sunnudaginn klukkan 15 verður einnig keppt I 11 greinum, og lýkur þá mótinu. Sundfélagið Ægir sigraði siðast, og ekkert félag er liklegt til að ógna veldi Ægis að þessu sinni. Þó verður fróölegt aö sjá hvernig hið unga sundfólk af Akrancsi stendur sig, með iþróttamann árs- ins 1972 i broddi fylkingar, Guðjón Guðmundsson. Þess má gcta, aö iþróttafélagið Týr úr Vestmannaeyjum tekur þátt i keppninni að þessu sinni, en sendir aðeins einn þátttakanda, únga stúlku — SS. Föstudagur T6. marz 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.