Alþýðublaðið - 16.03.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.03.1973, Blaðsíða 5
alþýðu ilPmHI Alþýöublaðsútgáfan hf. Stjórnmálaritstjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Ritstjóri og ábyrgöarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfisgötu 8-10. Sími 86666. Blaðprent hf. DOMUR KARVELS PALMASONAR Það hlýtur að hafa vakið athygli launþega með hviliku offorsi leiðarahöfundar Timans og Þjóðviljans hafa nú upp á siðkastið ofsótt þann mann, sem gegnir æðstu trúnaðarstöðu verkalýðshreyfingarinnar. Aróðurspólitikusar kommúnista og Framsóknarmanna kunna vart nógu ill heiti um Björn Jónsson, forseta Alþýðusam- bands lslands. Og hvers vegna? Vegna þess, að hann hefur tvi- vegis orðið til þess, að rikis- stjórnin varð á elleftu stundu að hætta við fyrirhugaðar árásir sinar á kjarasamninga verka- fólks og i sex skipti til viðbótar hefur hann með áhrifum sinum komið þvi til leiðar, að rikis- stjórnin gæfi slikar hugleiðingar upp á bátinn. Karvel Pálmason, einn af þingmönnum Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna, sem staðið hefur með Birni Jónssyni i baráttunni fyrir að vernda verkalýðshreyfinguna fyrir rikisstjórninni, ritar i Alþýðu- blaðið i dag grein um aðfarirnar að Birni Jónssyni. Þar fer Karvel Pálmason ekkert i laun- kofa með álit sitt á þeim póli- tisku tvitalendum i rikis- stjórnarliðinu, sem skipulagt hafa átta aðfarir að kjara- samningum verkafólks á 15 mánuðum — að meðaltali eina aðför annan hvern mánuð — og ráðast nú á forseta Alþýðusam- bands Islands fyrir að hafa ekki viljað leggja með þeim hönd aö þvi verki. Karlvel segir m.a. i grein sinni: „Það er engu iikara, en að þeir leiðarahöfundar Timans og Þjóðviljans, sem hér eiga hlut að máli, ætlist til þess, að allt þingiið stjórnarinnar sé til þess reiðubúið, eins og þeir viröast sjálfir vera, að fórna hvenær sem er og á hvaða hátt sem er hagsmunum verkalýðshreyf- ingarinnar á altari hégóma- skapar og beinlinis valdafýsn- ar" . . . . . . „Þegar nánar er að gætt kemur i ljós, að orsökin fyrir skrifum þessara blaöa er sú, að Björn Jónsson hefur ásamt undirrituðum tvivegis á stuttum tima neitað að taka þátt i aðför að gildandi kjarasamningum verkalýðshrey fingarinnar — aðför, sem þvi miöur mikill meiri hluti núverandi þingmana stjórnarflokkanna viröist hafa getað fellt sig við og staðið að” . . . „Það færi betur, aö þeir leiðarahöfundar, sem þarna eiga hlut að máli, létu sér það, sem nú hefur gerzt, að kenningu verða og geri sér það ljóst I eitt skipti fyrir öll, að verkalýðs- hreyfingin ætlast til annars og meira af núverandi valdhöfum en þvi, að stjórnað sé i algerri andstöðu við verkalýðshreyf- inguna.” .... „Kaldhæðni ör- laganna er það, að sá stjórn- mðlaflokkurinn, sem hvað hæst hefur hrópað um sig sem hinn eina og sanna verkalýösflokk skuli nú vera orðinn málsvari og predikari mestu kaupránstcfnu, sem um getur”. Þetta eru nokkrar af hinum harðorðu — og sönnu —- tilvitn- unum i grein stjórnarþing- mannsins, en umfram allt verkalýðssinnans Karvels Pálmasonar. Hvaða flokk hann er að dæma með siðustu tilvitn- uðu ummælunum leikur vist enginn vafi á — þar má glöggt kenna Alþýðubandalagið, predikara og málsvara mestu kaupránsstefnu, sem um getur. Þannig dæmir nú hver heiðar- legur og sannsýnn þingmaður stjórnarflokkanna á fætur öðrum þá flátt hyggjandi for- ingja Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins, sem i si- fellu sitja á svikráðum við verkafólk og yfirlýsta stefnu sinnar eigin rikisstjórnar. Verkalýösforingjar Samtaka frjálsiyndra og vinstri manna una þvi ekki, aö þá eigi að nota til þess að svikja iaunafólkiö I landinu. Hvenær brjóta hinir kúguöu og niðurbeygöu verka- lýðsforingjar Alþýðubandalags- ins af sér hlekkina? Af hverju þegir alltaf Eðvarð Sigurðsson? KARVEL PÁLMA- SON ALÞM.: ÁRÁSIR TÍMANS OE ÞJDÐ- VIUANS Á BlflRN iðNSSON Þess munu fá dæmi, að mál- gögn rikisstjórnar taki sér fyrir hendur að standa fyrir árásar- skrifum á þingmenn úr stjórnar- liðinu. Nú hefur þetta gerzt. Bæði Timinn og Þjóðviljinn hafa nú hafið árásarskrif á Björn Jónsson forseta Alþýðusambands Islands, og þá um leið á forustu verkalýðs- hreyfingarinnar i landinu, þvi ekki er annað vitað en miðstjórn Alþýðusambandsins hafi verið og sé sama sinnis og Björn i þeim málum, er að verkalýðshreyfing- unni snúa. Þessum skrifum er og einnig beint gegn öðrum þeim þing- mönnum úr liði stjórnarsinna, sem rætur eiga i verkalýðs- hreyfingunni, sem þvi miður virðast nú vera orðnir fáir. Það er engu likara en að þeir leiðarahöfundar Timans og Þjóð- viljans, sem hér eiga hlut að máli, ætlist til þess, að allt þinglið stjórnarinnar sé til þess reiðubú- ið, eins og þeir virðast sjálfir vera, að fórna hvenær sem er og á hvaða hátt sem er hagsmunum verkalýðshreyfingarinnar á al- tari hégómaskapar og beinlinis valdafýsnar. Þessi skrif eru að minu mati allrar athygli verö og ættu að opna augu launafólks og almenn- ings i landinu fyrir þvf á hversu lágu plani stjórnmálabaráttan virðist vera. Þegar nánar er að gætt kemur i ljós, að orsökin fyrir skrifum þessara blaða er sú, að Björn Jónsson hefur ásamt undirrituð- um tvivegis á stuttum tima neitað að taka þátt i aöför að gildandi kjarasamningum verkalýðs- hreyfingarinnar, aðför, sem þvi miður mikill meiri hluti núver- andi þingmanna stjórnarflokk- anna virðast hafa getað fellt sig við og staðið aö. Ég segi þvi miður vegna þess, að ég taldi og tel raunar enn, að núverandi rikisstjórn hafi ætlað sér annað og göfugara verkefni en að taka upp baráttu við verka- lýöshreyfinguna, baráttu, sem núverandi stjórnarflokkar for- dæmdu hvað harðast og með réttu, þegar þeir voru i stjórnar- andstöðu. Visitalan Annað þeirra atriða, sem virð- ist hafa farið hvaö mest i taugar áðurnefndra leiðarahöfunda var, að ekki skyldi ná fram að ganga hið svokallaða visitölufrumvarp rikisstjórnarinnar, sem fól i sér að minnsta kosti eins mikla ef ekki meiri skerðingu á greiðslu verðlagsbóta á laun eins og þá, sem viðreisnarstjórnin fram- kvæmdi með verðstöðvunar- lögunum frá 1970, þeim lögum, við forsvarsmenn launþegasam- taka: „Hættuleg ögrun við lág- launafólkið.” „Ósvifin árás.” „Hvað gerir almenningur i vor?” og svo framvegis. En nú er öldin önnur. Nú kveður við annan tón i blöðum þessara aðila, sem haustið 1970 kölluðu sig þarna eiga hlut að máli, létu sér það, sem nú hefur gerzt að kenn- ingu verða, og geri sér það ljóst i eitt skipti fyrir öll, að verkalýðs- hreyfingin ætlast til annars og meira af núverandi valdhöfum en þvi, að stjórnað sé i algjörri and- stöðu við verkalýðshreyfinguna. ■ „ÞAÐ ER ENGU LÍKARA EN AÐ ÞEIR LEIÐARA- HOFUNDAR TIMANS OG ÞJÓÐVIUANS, SEM HÉR EIGA HLUT AÐ MÁLI ÆTLIST TIL ÞESS. AÐ ALLT ÞINGLIÐ STJORNARINNAR SÉ TIL ÞESS REIDUBUIÐ, EINS OG ÞEIR VIRÐAST SJALFIR VERA, AO FÓRNA HVEHÆR SEM ER OG Á HVADA HATT SEM ER HAGSMUNUM VERKALYDSHREYFING- . mm. : ALTARI HEGOMASKAPAR OS BEÍ- LINIS VALDAFYSNAR.....M sem þáverandi stjórnarandstaða gagnrýndi hvað mest og við skul- um aðeins lita á orðaforða þess- ara manna það herrans ár, haust- ið 1970. Þá sagði Þórarinn Þórarinsson i ræöu á Alþingi um téð frum- varp: að það væri rangt og hættu- legt, að Alþingi rjúfi kjarasamn- inga eins og ríkisstjórnin leggur til. Og það var enginn annar en nú- verandi hæstvirtur fjármálaráð- herra, sem sagði: að Fram- sóknarflokkurinn tæki ekki þátt i þvi að eyðileggja nýgerða kjara- samninga. Og núverandi hæstvirtur sjá- varútvegsráðherra sagði á Al- þingi 9. nóv. 1970 um áðurnefnt frumvarp: að þaö væri árás á ný- gerða kjarasamninga og fölsun á visitölugrundvelli, og siðan spyr hann: eru samningar einskis virði? Og hann heldur áfram og segir: Rikisstjórnin veit, að þeir samningar, sem gerðir voru um launakjörin 19. júni i sumar á milli verkalýðssamtakanna og atvinnurekenda voru alvöru- samningar. Það voru samningar, sem áttu að gilda. Og i Þjóðviljanum þetta haust mátti sjá eftirfarandi i viötölum forsvarsmenn launþega. Nú telja þessir aðilar sig þess megnuga að hefja árásarskrif á þá, sem enn halda uppi merki verkalýös- hreyfingarinnar á Alþingi. Undir- rituðum þykir það furöu gegna, hverri hugarfarsbreytingu þessir blessaðir menn virðast hafa tekið frá þvi að vera i stjórnarandstöðu haustið 1970 og til þess aö vera nú 1973 i stjórnaraðstöðu. Breytingu, sem ekki verður skýrð á annan veg en þann, að á þessum heimil- um sé tækifærispólitikin I háveg- um höfð, og það eitt látið gilda, sem hentar hverju sinni. Vel má vera, að þetta sé hinn eðlilegi gangur stjórnmálanna, að menn skipti um skoðun eftir þvi, hvar þeir eru staddir. Vona ber i lengstu lög, að skrif og afstaða þessara aðila hafi ver- ið mistök. En þvi skal ekki leynt, að ýmislegt hefur til þess bent nú upp á siðkastið aö svo sé þvi mið- ur ekki. Bæði Timinn og þó sérstakiega Þjóðviljinn hafa i skrifum nú sið- ustu vikur óspart gefið til kynna, að ekki sé mikillar velvildar að vænta úr þeim herbúðum i garð verkalýðshreyfingarinnar, að óbreyttu ástandi. Það færi betur, að þeir leiðarahöfundar, sem Rétt er i þessu sambandi að minna á, að eitt af fyrstu verkum núverandi rikisstjórnar eftir valdatöku hennar var að skila aftur þeim visitölustigum, sem viðreisnarstjórnin tók með verð- stöðvunarlögunum frá 1970. Þaö var sem sé eitt af fyrstu verkum núverandi rikisstjórnar að taka inn i visitöluna áfengi og tóbak, sem viöreisnarstjórnin hafði fellt út, og þá var þvi fagnað bæði i Timanum og Þjóöviljanum og það talið sjálfsagt réttlætismál. Ekki var þessu máli heldur hreyft við gerð kjarasamninganna i desember 1971, af þeim aðilum, sem nú telja þjóðarnauösyn að ógilda þá samninga. Það hefði þó vissulega verið æskilegra tæki- færi til endurskoðunar þessa atriðis, en þá var þagað þunnu hljóði af þeim, sem nú virðast hafa fengiö vitrun um, að allt verði i lagi sé með einhverjum ráðum hægt að hafa hemil á verkalýðshreyfingunni og með þvi segja þeir beinlinis, að launa- fólk hafi of mikið, i þvi liggi allur bölvaldurinn. Ég held, að ráðlegt væri nú hjá umræddum leiðarahöfundum að benda sinu forustuliði á að gera tilraun með að byrja ofan frá með skerðingu og láta lægstlaunaða fólkið i friði með sitt, þvi öll skerðing á launum hinna lægst- launuðu, hverju nafni sem hún nefnist er óréttlætanleg. Rétt er að minna á, að eitt atriði i tillögum þingsflokks Samtaka frjálslyndra og vinstri manna varðandi lausn efnahagsmálanna var einmitt um þak á greiðsiu verðlagsbóta þannig, að prósent- hækkun gengiekki sjálfkrafa upp i gegnum allt launakerfið. Vestmannaey jamáliö. Ég hefi hér aðallega vikið að öðru þvi atriði, sem orsakað hefur þau árásarskrif, sem Timinn og Þjóðviljinn hafa nú hafið gegn forseta Alþýðusambandsins og verkalýðshreyfingunni. Hitt atriðið, sem ég vil i lengstu lög forðast að draga inn i umræð- ur, sem deilumál, eru lögin um Viðlagasjóð vegna jarðeldanna á Heimaey. Ég fagna þeirri algjöru samstöðu, sem um það mál náðist á Alþingi, samstöðu, sem ég held að þjóðin öll fagni. Það eitt skal um það mál sagt að þessu sinni er, að engar verð- bólguaukandi ráðstafanir hafa verið gerðar vegna þeirra náttúruhamfara, sem þar hafa átt sér stað. Allar fullyrðingar i þá átt eru viðsfjarri sannleikan- um. Allt annað en alger samstaða allra flokka um lausn á þeim vanda hefði verið blettur á Al- Framhald á bls. 2 AO UM SIG SEM KINN EINA OG SANNA VERK- ALYÐSFLOKK SKULI NU VERA ORÐINN MAL- SVARI OG PREDIKARI MESTUKAUPRÁNSSTEFNU SEM UM GETUR 11 o Föstudagur 16. marz 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.