Alþýðublaðið - 16.03.1973, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.03.1973, Blaðsíða 6
Skattfr jáls stafla og engin útsvör Nýlega birtist auglýsing i danska blaöinu „Dragör Nytt” sem hófst á þessa leið: „Prófessor eða visindamaður óskast til þess að leysa kross- gátur, útfylla launareikninga, annast skattskýrslugerð, út- reikning á söluskatti og fleira, svo og að lesa stafla af yfir- lýsingum og reglugerðum, sem rikið gefur út i bókaformi.” Undir auglýsingunni stendur nafnið Schwartz and Black, en það var dulnefni auglýsandans, sem er teppasali, Urban F’ries að nafni. 1 viðtali við Politiken segir Fries, að það sé heilög alvara á bak við þetta spaug. Þvi að óneitanlega sé það spaug. Uann sé að visu ekki með stærri atvinnu- rekendum, en hann velti hálfri annarri mill.jón danskra króna á ári, og það útheimti þó nokkrar skriftir. Og pappirsflóðið sé sannarlega slikt nú til dags, að það heimti sinn mann. Staðan, sem hann hefur i huga að stofna, býður ekki upp á neina lifseyris- sjóðsgreiðslur, en sá sem verður ráðinn verður skrifaður i fyrsta flokk i danska Útfararfélaginu. Launin geta orðiö eins lág og maöur óskar sjálfur eftir. En i staðinn er unnt að fá hæstu mögu- legar húsaleigubætur, félagsaö- stoð, heimilishjá’p, benzinstyrk og aðrar félagslegar bætur. Og þessu til viðbótar þriggja vikna fri á Mallorca á ári hverju, ef óskað er eftir þvi. Allt þetta telur Urban Fries, að muni nema 50-60 þúsund skattfrjálsum dönskum krónum á ári. Kveðst hann þegar hafa fengið umsækjanda um starfið. Þrjár plánetur hafa íundizt utan sólkerfis okkar Þrátt fyrir mikla fyrirhöfn hefur ekki tekizt að finna fleiri en þrjár plánetur utan sólkerfis okkar, segir i nýlegri grein i sænska blaðinu Dagens Nyheter. Hlýtur það að koma mjög á óvart. Þvi að skoðun stjörnu- fræðinganna er sú, að það hljóti að vera til plánetur þar sem lif þrifst, meira að segja vitrænt lif. En þær plánetur, sem til þessa hafa fundizt i nágrenni næstu starna, búa ekki yfir neinum möguleika á lifi. í mesta lagi er hægt að segja, að nokkur þau tungis, sem fylgja Júpiter og Saturnurs, búi yfir stöku forsendum þess, að lif megi verða til. Þaö féll i hlut eins manns, bandarikjamannsins Peter van de Kamp, að finna allar þær 3 plánetur, sem fundizt hafa utan sólkerfis okkar. Sú, sem næst er, er i 4,3 ljósára fjarlægð og heitir Proxima Centauri. Þvi næst kemur Bernards-stjarnan, sem er i 5,9 ljósára fjarlæðg. Fjarlægust er Epsilon Eridani, sem er i 10.7 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hún hefur i sér fólginn „massa,” sem svarar til sjö tiunda hluta massans i sólinni, og býr yfir ljósstyrk, sem nemur 30 prósentum sólarljóssins. " 11 1 ..........................1......M\ Híttumst i ktœpfélagínu -..- ...........-.— 1 nágrenni plánetunnar Epsilon Eridani gerði van de Kamp siðustu uppgötvun sina. Þar er nefnilega eitthvað fyrir hendi, sem er með öllu ósýnilegt frá jörðinni og þar að auki gjörsam- lega hljótt. Samt vitum við nú, að fjarlægð þess frá Epsilon Eridani er 8 sinnum meiri en fjarlægðin milli sólar og jörðu, og að það er 6 sinnum stærra en risaplánetan Júpiter. En vegna þessara að- stæðna hefur enn ekki verið talið timabært að skýra þessa nýju uppgötvun. Tæpast er þar um stjörnu að ræða, það er nefnilega of litið til þess að þar geti farið fram kjarnsprengingar, sem er grundvöllurinn fyrir hinni stór- kostlegu ljósgeislun stjarnanna. Hins vegar er þetta alltof stórt til þess að geta nefnzt planeta. Hið eina, sem virðist algjörlega öruggt, er, aö hið óþekkta býður tæpast upp á nein skilyrði fyrir lif. Hvernig er svo unnt að uppgötva það i himingeimnum, sem hvorki er unnt að sjá eða heyra? Jú, það er unnt með þvi að fylgjast nákvæmlega með brautum næstu stjarna. Samfellt um 35 ára skeið hefur verið fylgzt nákvæmlega með þessum braut- um. Komi fram reglulegt frávik má reikna með, að það sé vegna aðdráttarafls einhverrar óþekktrar stjörnu i nágrenninu. Með þessum hætti hefur verið unnt að reikna fit hinar nýju plánetur. Hér er um að ræða mikið til sömu aðferðarinnar og kjarnvisindamennirnir nota, þegar þeir finna áður óþekktar kjarnaagnir. 1 dag eru þekktar um það bil 200 kjarnaagnir, sem allar hafa fundizt á þennan hátt. Kjarnvisindamennirnir hafa sem sagt verið heppnari en starfs- bræður þeirra, sem stara út i geiminn, segir i greininni i Dagens Nyheter. Úti i heimi er það ekki lengur neinum sérstökum erfiðleikum bundið að verða sér úti um lista með nöfnum fólks, sem — hvað eigum við að segja — er áskrif- endur að klámritum eða hefur vissa upphæð i tekjur á ári. Deild innan póstþjónustunnar lætur hverjum sem hafa vill i frimerkjabransanum i té lista með nöfnum fólks, sem safnar frimerkjum og eru fastir áskrif- endur að nýjum frimerkjaút- gáfum póststjórnarinnar, jafnvel þótt slik notkun á þekkingu póst- þjónustunnar, sem hún fær vegna einokunaraðstöðu, virðist laga- lega meira en hæpin. Ef til vill er ekki hægt aö taka nákvæmlega sömu dæmi um Island og takin hafa verið hér að framan, — en dæmi þó. Tölfræðingar, hagfræð- ingar og aðrir sem fást við þjóö- félagsrannsóknir og skráningu þeirra telja meira aö segja, aö Is- land sé eitt „bezt gegnumlýsta” þjóðfélag i heimi — sem merkir, að alls kyns upplýsingar um sam- félagið — og einstaklinginn — séu hér ýtarlegri og nákvæmari, en viðast hvar annars staðar. Þessar niðurstöður má svo viða fá bæði frá opinberum stofnunum og einkaaðilum og eru þær um ótrúlegustu efni. Svo dæmi séu tekin, þá láta manntalsskrifstofur i hverju um- dæmi i té nákvæmar ibúaskrár. Bifreiðaeftirlitið hefur i sinum fórum skrár yfir lögheimili allrá bifreiðaeigenda i landinu. Stjórn- málaflokkarnir hafa i skjala- skápum sinum kjörskrár tnerktar eftir þvi, hvar flokksstarfsmemm halda að hver og einn sé i pólitik. Bankarnir hafa i sinum höndum skrár um hvaða fólk dró að borga vixilinn sinn á tilskildum tima þennan og þennan dag fyrir þetta og þetta mörgum mánuðum — sem „dúkka” svo upp á óvænt- asta andartaki mörgum árum seinna, þegar viðkomandi er löngu orðinn heiðarlegasti maður á Islandi i sjálfs sin augum og annara og hefur fyrir lifandis löngu gleymt þessum helv .... vixli, sem setti svarta blettinn á kortið hans. Og til þess að skýrsl- ur allra aðila „stemmi” nú ná- kvæmlega saman og enginn hugsanleg leið sé fyrir einstakl- inginn til þess aö detta einhvers staöar niður á milli, þá hefur hverjum og einum verið fengið sitt nafnnúmer — sitt fangaheiti hjá vélheilunum — og eins og dæmin sanna þýðir jafnvel ekki fyrir fólk að hrökkva upp af ef vélheilarnir ekki um leiö sam- þykkja, að númerið sé dautt. Háttvirtur herra 5514-6227 fær senda happdrættis- miða, fundarboð, rafmagnsreikn- inga, jafnvel skattseðil að ógleymdum útvarpsrukkunum þótt mannvesalingurinn, sem það fanganúmer bar, sé löngu dauður og grafinn og farinn aö njóta sinna góðverka i dýrð drottins — ellegar harma sinar syndir á öðrum, ónefndum stað — fyrir lif- andis langt um löngu. Þótt hann sé dauður fyrir mönnum og fyrir guði lifir hann enn fyrir vél- heilunum og lifa skal hann meðan vélheili vill — raunar lifir hann áfram þótt hann sé einnig þar dauöur, þvi kortin hans i rafheila- kerfunum geyma allar upplýsing- ar um háttvirtan herra 5514-6227 eins og hann var og hét ,,á meðan grasið grær, vindurinn blæs og himininn er blár” svo vitnað sé i leiktexta i indiánasjói Buffaló gamla Bills, sem þykir nú öllum textum merkilegri enda mæltur i fyrndinni af munni manns, er bar það hljómfagra nafn Liggjandi tuddi og mun vist hafa verið sjálf- ur Sókrates endurborinn. En hvað um það. Að beztu manna yfirsýn hefur þessi innrás i einkalif manna nú þegar náð meira en nógu langt og fræöi- menn i lögvisi i Vestur-Evrópu hafa nú skorið upp herör gegn skýrslunum um ævi og skoðanir einstaklinganna — gegn raf- magnsheilunum, sem allar þess- ar upplýsingar gleypa og geyma UPPLÝSINGABANKAI 0 Föstudagur 16. marz 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.