Alþýðublaðið - 24.03.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.03.1973, Blaðsíða 3
H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS AÐAL- FUNDUR Aðalfundur H.f. Eimskipafélags íslands verður haldinn i fundarsalnum i húsi fé- lagsins i Reykjavik, þriðjudaginn 15. mai 1973, kl. 13.30. DAGSKRÁ: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 13. grein samþykktra félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins samkvæmt 15. grein sam- þykktanna (ef tillögur koma fram). 3. Önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhent- ir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins, Reykjavik 9—11. mai. Reykjavik, 23. marz 1973. STJÓRNIN Hættan víöar en askan sést „Það er góðra bænda siður að gefa fram i græn grös”, sagði Halldór Pálsson, búnaðarmála- stjóri, i gær, ,,og þess kann að verða meiri þörf nú en áður. Yfirvofandi er hætta af flúor- eitrun frá Vestmannaeyjagosinu fyrir gróður og búfénað á svæðinu frá Ytri-Rangá að Mýrdalssandi. Hæsta gildi flúorsambanda i ösku frá gosinu mældist i sýni, sem Einar bóndi Einarsson á Slcammadalshóli i Mýrdal tók hinn 19. febpúar sl. Magn flúor- sambanda íþessu sýni var nálægt þvi, sem olli flúoreilrun i sauðfén- aði i Heklugosinu 1970. Á fundi, sem Landbúnaðar- ráðuneytið boðaði með blaða- mönnum i gær, var skýrt frá þvi, að sýni hefðu verið tekin skipu- lega af ösku og vatni siðan gosið hófst. Þá hefur verið mældur flúor i gróðri. Mosi hefur látið á sjá, sem og fléttur og greni. Ekki hefur enn með vissu orðið vart einkenna flúoreitrunar i búfénaði, enda ekki verið beitt á jörð enn, utan hross. Þau þola meira en sauðfé i þessu tilliti. „Hættan er viðar en þar, sem askan er sýnileg”, sagði Guð- mundur Pétursson á Keldum. Þetta stafar af þvi, að flúorsam- böndin liggja á yfirborði ösku- korna, og eru þau þvi tiltölulega meiri að magni eftir þvi sem kornin eru smærri, en það eru einmitt þau, sem mest hætta er á að berist langar leiðir með vind- um. ,,...og þá tekur við útihurð, einhver sú þyngsta og óþjálasta, sem starfsmenn Hagvangs hf. hafa komizt i kast við”, segir i ritinu „Hagræðing i Trygginga- stofnun rikisins”, sem Alþýðu- blaðinu barst nýlega. Er þetta skýrsla, sem ráðgefandi fyrir- tæki, um hagræðingu i rekstri fyrirtækja, gerði fyrir Heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytið. Ekki var aðkoman góð, eins og sést af ofangreindu, og við lestur skýrslunnar virðist ýmsu i þessari stofnun svipa til úti- hurðarinnar. Má þar til nefna ó- hæfilega miklar yfirvinnu- greiðslur einkum til yfirmanna stofnunarinnar, og algerlega úrelt og kostnaðarsöm vinnu- brögð við þjónustu, sem þó er talin i álgeru lágmarki gagn- vart almenningi. Skýrslan um Tryggingastofn- unina er mikið til umræðu manna á meðal. Við komum i tvö stór rfkisfyrirtæki i gær. Þar slógu menn sér á lær og sögðu: „Ja, þeir ættu bara að koma hingað”!, Skulu hér tilfærð nokkur atriði skýrslunnar. „Augljóst er, að ekki er létt undir með bótaþeg- um að fá vitneskju um rétt sinn. Er þetta bæði almenningi til ó- hagræðis og Tryggingastofnun- inni óhagkvæmt, sbr. þann óeðlilega eril, sem er i öllum deildum stofnunarinnar við upplýsingaveitingu”. Þá er mjög fundið að af- greiðsluháttum, sem tiðkazt hafa, og I þvi sambandi m.a. bent á að einn og sami bótaþegi verður stundum að fara margar ferðir til að sækja hinar mis- munandi bóta- og lifeyris- greiðslur, sem hann á rétt á. Er fullyrt, að þjónustuhlutverk Tryggingastofnunarinnar hafi I þessu tilliti verið rýrt verulega, og hagsmunir úrelts útgreiðslu- kerfis látið ráða stefnunni á kostnað bótaþega. Þá er staðhæft i skýrslunni, að Tryggingastofnunin hafi brugð- izt þeirri skyldu, að upplýsa al- menning um starfsemi al- mannatrygginga, almenningi og stofnuninni til óhagræðis. Al- varlegasta afleiðing þessa er, að aðgangur að bótum, sem jafnvel eru lögboðnar, er oft mjög erfiður, vegna ófullnægj- andi þekkingar almennings á bótaréttindum. Vikið er að þvi alvörumáli, að allt frumkvæði, hvað réttindi snertir, liggur hjá bótaþega, og á það bent, að margt af þvi fólki, sem rétt á til bóta, á i hinum mestu erfiðleikum með að til- einka sér upplýsingar og bera sig eftir sinum rétti. Er lagt til úrbóta i þessu sambandi, að komið verði á sjálfvirkum veit- ingum lögboðinna bóta. Slik til- högun sé hins vegar óhugsandi með þeim úreltu vinnubrögðum, sem rikjandi séu. Til þess þurfi m.a. að tölvusetja allt bótakerfi Tryggingastofnunarinnar. 1 tillögum um úrbætur á rekstri og skipulagi stofnunar- innar er fjallað um fjölmörg atriði, sem gætu, með aukinni hagkvæmni, sparað tugi milljóna króna árlega i rekstr- inum. Er mælt með þvi, að öll úrvinnsla gagna og greiðslufyr- irmæli, verði unnin með aðstoð tölvu, og lögð niður úrelt handa- vinna misjafnlega þjálfaðs starfsfólks. Slík vélvæðing skapi aukið öryggi, og geri stofnunina færari um að gegna hlutverki sinu. Lagt er til að verkefnasvið al- mannatrygginga og hinna ýmsu sérsjóða verði algerlega aðskil- ið innan Tryggingastofnunar- innar, og ráðinn sérstakur for- stöðumaður sjóðanna. Myndi sú breyting tryggja öruggari yfir- sýn með stjórn stofnunarinnar, traustara eftirlit með rekstrin- um og stuðla að hagkvæmari verkaskiptingu innan deilda. Einnig er lagt til að allir sjóðir séu hafðir i vörzlu Seðlabanka Islands. Myndi það tryggja mun veiri vaxtatekjur, sem nema myndi nokkrum milljónum ár- lega, að því er i tillögunum seg- ir. ,,... og tekur þá við útihurð, einhver sú þyngsta og óþjálasta, sem starfsmenn Hagvangs hf. hafa komizt i kast við. Hlýtur það að vera fötluðu og lasburða fólki talsverð raun, og i sumum tilvikum allsendis ómögulegt að nálgast sinn rétt án aðstoðar i húsi Tryggingastofnunarinnar við Laugaveg”. ÞUHG HURD OG ÚÞIAL FVRIR TRYGGIHGA- STOFNUN RlKISIHS Fyrsti togarinn lét úr höfn um tvöleytið I gærdag, eftir langa legu. Það var togarinn Júpiter sem fyrstur leysti festar. Þegar blaðamaður Alþýðubiaðsins kom niður á bakka rétt fyrir tvö, var Markús Guðmundsson , skipstjóri á Júpiter á leið um boð, og var þessi mynd tekin þá er hann leysti af höndum fyrsta vandann við að komast um borð i eigið skip, en Júpiter lá yztur þriggja togara. STUTT EN LAGGOTT Valdemar Björnsson, fjár- málaráðherra Minnesota rikis i Bandarikjunum, verður heiðurs gestur i hófi Islenzk-ameriska fé- lagsins þann 6. april. Valdemar kemur hingað til landsins 4. april, ásamt konu sinni, og dveljast þau hér i nokkra daga. • Þriðju f jölskyldutónleikar Sinfóníunnar verða i Háskólabiói á sunnudag. Þar stjórnarRagnar Björnsson þáttum úr Sinfóniu nr. 6eftir Beethoven og Ungverskum myndum eftir Béla Bartok. Ragnar mun jafnframt útskýra tónlistina. • Fjórtán þungavinnuvélstjórar hafa lokið hálfs mánaðar nám- skeiði i meðferð þungavinnuvéla og fá þeir nú skirteini upp á vas- ann, sem veitir þeim 10% hærra kaup á 8. taxta, en þeir fengu áð- ur. Þetta námskeið var hið fyrsta sinnar tegundar og til þess stofn- að með samningum atvinnurek- enda og Dagsbrúnar. Ætlunin er að halda fleiri slik námskeið og jafnvel þróa fyrirkomulag þeirra til jafns við undirbúning undir meirapróf bifreiðastjóra. Nú eru um 500 þungavinnuvél- stjórar i Reykjavik og um 1600 á landinu öllu. Laugardagur 24. marz 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.