Alþýðublaðið - 24.03.1973, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.03.1973, Blaðsíða 4
Sigvaldi Hjálmarsson: AÐALFUNDUR ALÞYÐUBANKANS H.F. verður laugardaginn 14. apríl 1973 að Hótel Sögu (Súlnasal) og hefst kl. 14. 1. 2. DAGSKRA : Venjuleg aðalfundarstörf skv. 18. gr. sam- þykkta bankahs. Önnur mál, sbr. 17. gr. samþykkta bankans. Aðgöngumiðar að fundinum, ásamt atkvæða- seðlum, verða afhentir hluthöfum og umboðs- mönnum þeirra i bankanum, Laugavegi 31, dagana 12. og 13. april 1973, kl. 13-16 báða dagana. Reykjavík, 20. marz 1973 Hermann Guðmundsson form. bankaráðs Björn Þórhallsson ritari Alþýóubankinn Almennur lífeyrissjóður iðnaðarmanna Umsóknir um lán úr sjóðnum skulu hafa borizt sjóðstjórninni fyrir 5. april n.k. Hámark lánsfjárhæðar er sem hér segir, enda gætt ákvæða reglugerðar sjóðsins um veð eða rikisábyrgð: a. Sjóðfélagar, sem greitt hafa fullt iðgjald til sjóðsins i full 2 ár, geta fengið 200.000.00 kr. b. Sjóðfélagar, sem greitt hafa fullt ið- gjald til sjóðsins i full 3 ár, geta fengið 300.000.00 kr. c. Sjóðfélagar, sem greitt hafa fullt iðgjald til sjóðsins i full 5 ár, geta fengið 400.000.00 kr. enda eigi þeir ekki rétt á láni hjá Húsnæðismálastjórn, og hafa ekki áður notfært sér lántökurétt sinn hjá lifeyrissjóðnum. Sjóðfélagi, sem notfært hefur sér rétt sinn til lántöku hjá sjóðnum, öðlast ekki rétt til viðbótarláns fyrr en fullnægt er umsókn- um um lán frá öðrum sjóðfélögum. Umsóknareyðublöð og lánareglur má fá á skrifstofu Landssambands iðnaðar- manna, Lækjargötu 12, Reykjavik, skrif- stofu Meistarafélags iðnaðarmanna, Strandgötu 1, Hafnarfirði, og skrifstofu Iðnaðarmannafélags Suðurnesja, Tjarn- argötu 3, Keflavik. Stjórn Almenns Hfeyrissjóðs iðnaðarmanna Tilkynning til bifreiðaeigenda í Reykjavík Af gefnu tilefni tilkynnist, að eindagi bif- reiðagjalda er ekki bundinn við skoðun bifreiðar. Eindagi þungaskatts og annarra bifreiðagjalda ársins 1973 er 31. marz næstkomandi. Bifreiðaeigendur i Reykjavik eru hvattir til að greiða bif- reiðagjöldin fyrir 1. april, svo komist verði hjá stöðvun bifreiðar og frekari inn- heimtuaðgerðum. Tollstjórinn i Reykjavik. AUGLYSIÐ I ALÞYDUBLAÐINU Kveðja til gamals vinar GAMALL vinur minn, Her- mann Eyjólfsson hreppstjóri i Geröakoti i ölfusi, er borinn til moldar i dag að Hjalla. Fyrir þrjátiu árum vorum við samstarfsmenn um þriggja ára skeið, og féllu kynni okkar á þá lund að ég minntist hans löngum með gleði og finnst sem ekki hafi fölskvazt okkar vinátta þótt árin hlæðustupp og sjaldan bæri saman fundum. Hermann var allt i senn: kennari, bóndi og sveitarhöfð- ingi. Hann var fullorðinn og þó á bezta skeiði þegar við störfuð- um saman, ef hann hefði lifað hefði hann náð áttræðisaidri á komanda sumri. Mjög var hann þvi hlaðinn störfum, og sizt fannst mér hann öfundsverður af þvi, mætti varla nokkra stund um frjálst höfuð strjúka, enda fór hann oftsinnis i matartiman- um Ur barnaskólanum i Hvera- gerði, þarsem við kenndum báðir, til að gegna aðskiljanleg- um sveitarstjórnarmálum i þorpinu. En að þvi dáðist ég mjög hve ljúfmannlega hann mætti hvers kyns ónæði, gat ekki varizt þvi að halda að ekk- ert kæmi fyrir sem ylli þvi að Hermann sýndi ómilda fram- komu. Þótt ég öfundaði hann ekki af annrikinu hefði ég vilja eiga skapstillingu hans. Þar að auki var hann prýðilega gefinn og prýðilega að sér, og mér segja kunnugir að hann hafi reynzt einstaklega farsæll sveitarhöfðingi. I þá daga hungraði mig og þyrsti i bækur. Kreppu-ungling- ar höfðu hvorki nóg að lesa né nógu úr að spila. Fyrir þvi vildú atvikin leiða þá annað en þeir óskuðu. Hermann skildi manna bezt þessa þörf, og úr sinum skápum léði hann mér margan góðan lestur. Eina bók hef ég enn undir höndum sem ég fékk að láni hjá honum fyrsta veturinn sem ég var i Hveragerði. Það er fyrsta útgáfa af Vesturlöndum Agústar H. Bjarnasonar pró- fessors. Þegar ég ætlaði að skila henni þá sagði hann: — Hafðu hana sjálfur, þú lest hana oftar en einu sinni, en það getur orðið bið á að ég taki hana fram. Það henti stundum að fundum okkar Hermanns bar saman á götu i Reykjavik löngu eftir að ég var á brott úr Hveragerði. En skritið var það að ætið var eins og við hefðum sézt i gær. Hann spurði mig oft hvað ég hefði með höndum og hvað ég ætlaðist fyrir, sýndi slikan áhuga á min- um högum sem ég væri hálfgild- ings fóstursonur hans ellegar að minnsta kosti mikill vinur. En nú verður ekki meira um slika fundi — nema við eigum eftir að finnast á hinum unaðs- legu sumarlöndum hinumegin. En þar er ég lfka viss um að Hermann verður talinn i flokki hinna mildustu engla, eins þótt samkeppnin um efstu sætin sé þar að likindum harðari, þvi vafalaust er ögn léttara að vera ljúfmenni i himnariki heldur en á okkar hrjáðu jörð. Þetta er ekki nein minningar- grein, þetta er aðeins kveðja til gamals vinar. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar Skipholti 25. Simar 19099 og 20988. Fóstra óskast að dagheimili Kleppsspitalans. Nánari upplýsingar veitir forstöðukona Kleppsspitalans, simi 38160. Reykjavik, 21. marz 1973 Skrifstofa rikisspitalanna Velskola Islands Ef nægileg þátttaka fæst, verður haldið námskeið fyrir vélstjóra við Vélskóla ís- lands i Reykjavik frá 28. mai til 10. júni 1973. Verkefni: 1. Stýristækni. 2. Rafeindatækni. 3. Rafmagnsfræði. Námskeiðið er ætlað fyrir vélstjóra, er lokið hafa prófi úr rafmagnsdeild skólans eða 4. stigi. Þátttaka tilkynnist bréflega fyrir 15. mai til: VÉLSKÓLA ÍSLANDS Sjómannaskólanum. Pósthólf 5134, Reykjavik. S. Helgason hf. STEINIÐJA Einholti 4 Símar 26677 og 142S4 Auglýsingasíminn okkar er 8-66-60 VIPPU - BlLSKÚRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270 sm Aðrar stærðir.smiðaðar eftir beiðni. GLUGGAS MIÐJAN Siðumúla 12 - Sími 38220 MINNINGAR- SPJÖLD HALLGRÍMS- KIRKJU fást í Hallgrímskirkju (Guðbrandsstofu), opið virka daga nema laugardaga kl. 2-4 e.h.,sími 17805,Blómaverzluninni Domus Medica, Egilsg. 3, Verzl. Hall- dóru Ólafsdóltur, Grettisg. 26, Verzl. Björns Jónssonar, Vesturgölu 28, og Biskupsstofu, Klapparstíg 27. 0 Laugardagur 24. marz 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.