Alþýðublaðið - 24.03.1973, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 24.03.1973, Blaðsíða 12
KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7, nema laugardaga til kl. 2, sunnudaga milli kl' 1 09 3 Sími 40102. SENDIBIL ASWDIN Hf GÓÐ TÍÐINDI Dýrategundum daprast vörnin, hver drepur sem betur getur, viðvorum farin að óttast um örninn og ekki stóð lúsin betur. Að rekast á örn var ólitill fengur og af honum nokkuð að heyra. Og börnin þekktu ekki lúsina lengur af lýsingu hvað þá meira. En mikill er okkar menningarkraftur og megum við vel við una: nú er lúsin i uppgangi aftur og erninum fiölgar til muna. /irrtur VEÐRIÐ Um helgina er búizt við norð- lægri átt um allt land og frosti. Hriðarveður verður rikjandi um norðanvert land og á Vestfjörð- um og mun veðrið ná nokkuð suður á heiðar. A sunnanverðu landinu verður hins vegar nokk- ur bjart yfir. Búast má við tals- verðu næturfrosti, en nokkurri sólbráð á daginn. „Við höfum verið að fjalla um málin i dag og gær og niður- staða okkar er sú, að ekki einn einasti togari komist af stað á næstu dögum vegna fjárhags- erfiðleika útgerðarinnar. Um þá hafa allir vitað mánuðum sam- an, án þess að nokkuð hafi feng- izt að gert”, sagði Ingimar Einarsson, framkvæmdastjóri FIB, er Alþýðublaðið hafði tal af honum i gærkvöldi að nýaflokn- um fundi Félags islenzkra botn- vörpuskipaeigenda. Þessi afstaða heildarsamtaka togaraeigenda á ekki við um togara Tryggva ófeigssonar, sem ekki er félagi i FIB, en út- gerðarfélag hans sendi tvo tog- ara sinna á veiðar þegar eftir hádegi i gær, þá Júpiter og Neptúnus, en þriðji togarinn, Úranus, er á loðnuveiðum. Allir aðrir togarar landsmenna verða enn bundnir i höfnum fyrst um sinn. Aðspurður sagði Ingimar Einarsson, ,,að allar stærðir þess fjárhagsvanda, sem tog- araútgerðin ætti við að etja, væru þekktar, og þvi þyrfti eng- ar nefndir til að athugamálið”. ,,Við erum reyndar að tala við fulltrúa rikisstjórnarinnar um þessi mál, en vitum hins vegar ekkert, hvað út úr þvi kemur. Alla vega er öruggt, að enginn togari mun leggja úr höfn á næstu dögum”, sagði Ingimar. 1 fyrradag, strax og Alþingi hafði lögfest kjarasamninga yfirmanna á togurum, gerði fullskipaður fundur i Félagi isl., botnvörpueigenda harðorða á- lyktun, þar sem vinnubrögð rikisstjórnarinnar til lausnar kjaradeilunni eru vitt. I ályktuninni er þvi harðlega mótmælt, að rikisstjórnin skyldi hafa vikið frá þvi að setja deil- una i gerðardóm eins og fast- mælum hafi verið bundið áður, en beitt sér fyrir lögfestingu á kröfum yfirmanna i þess stað. Þessa mynd tók Þorri I Eyjum i gær, og skýrir hún sig sjálf. LOÐNAN AFRAM í AXARFIRÐl? Flest minni loðnuveiðiskipin eru nú hætt veiðum, eða i þann veginn að hætta. Hin eiginlega loðnuhrota er þvi um garð gengin. Rannsóknarskipið Arni Friðriksson er á leið norður fyrir land til að athuga þar loðnugöngur. Tilgangurinn er að kanna, hvort hægt er að halda veiðunum áfram þar og beina þá flotanum þangað, þeg- ar veiðinnl lýkur fyrir sunnan. ,,Ég er nú heldur svartsýnn á að þarna sé nægilegt magn til þess að veruleg veiði geti orðið, en það sakar ekki að kanna loðnumagnið”, sagði Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur er blaðið ræddi við hann i gær, en þá var Arni Friðriksson á norðurleið. Umrædd loðnuganga heldur sig aðallega i austanverðum Axarfirði. Smærri bátar hafa fengið þarna ágætan afla að undanförnu. Sagði Hjálmar að kynþroska loðna gengi þarna upp að á hverju ári, en það hefði aldrei verið kannað hvað hún gengur i miklum mæli. Nú er heildarloðnuaflinn orð- inn 380 þúsund lestir, og fer hann liklega i 400 þúsund lestir áður en yfir lýkur, þvi þótt margir bátar snúi sér að öðrum veiðum, munu einnig margir reyna við loðnuna áfram. I gær um kvöldmat höfðu að- eins fimm bátar tilkynnt afla, samtals 1500 lestir, og sólar- hringinn þar á undan var veiðin aðeins 1390 lestir. „VOPNAHLÉÐ" í VERÐLAGSSTRÍÐIiiilllllllllllliillll Meistarasamband málm- og skipasmiða auglýsti einhliða 18% hækkun á útseldri vinnu og héldu meistararnir fast við sinn keip, þótt verðlagsnefnd heimil- aði þeim aðeins liðlega 12% hækkun. Viðræður hafa farið fram milli meistara og verð- lagsyfirvalda um „vopnahlé” i deilunni, sem felst i þvi, að meistarar hliti ákvörðun verð- lagsnefndar á meðan rannsókn fer fram á raunverulegri álagn- ingarþörf þeirra. „Þessi deila á nú örugglega að vera leyst”, sagði Kristján Gislason, verðlagsstjóri, við Al- þýðublaðið siðdegis i gær. Hins vegar vildi Guðjón Tómasson, framkvæmdastjóri Meistarafé- lags járniðnaðarmanna, ekkert um málið segja. „Þaö verður ekkert eftir okkur haft um þessi mál i blöðum eða öðrum fjöl- miðlum”, sagði Guðjón, „enda er okkur engin þökk i sliku”. Verðlagsstjóri gaf blaðinu á hinn bóginn glögg svör um „vopnahlé” það, sem nú hefur verið samið um: „Ég tel, að þetta svokallaða deilumál við vinnuseljendurna, þ.e. Meistarasamband málm- og skipasmiða, Meistarasam- band rafverktaka og Meistara- samband byggingamanna, sé nú úr sögunni og þeir muni hlita þeim ákvörðunum, sem verð- lagsnefnd tók á fundi sinum 19. þ.m. I þeirri samþykkt, sem þá var gerð, felst loforð um að rann- sókn fari fram á álagningarþörf þessara aðila og nú hefur verið ákveðið, að þessari athugun verði hraðað, svo að niðurstaða geti legið fyrir eftir 2—3 mán- uði”. 1 stuttu samtali við Alþýðu- blaöið sagöi Gunnar Asgeirsson, formaður Bilgreinasambands Islands: ,,A siðastliðnu ári gerðum við athugun i þessu efni, sem náði til átta verkstæða i Reykjavlk, og tók úrtakið til fyrstu 6 mán- aða ársins. Kom i ljós, að tap þessara verkstæða hvers um sig á hálfu ári nam frá 200—800 þús- undum króna” — „Ég tel alls ekki ótrúlegt, að tap hvers bilaverkstæðis hér á Reykjavikursvæðinu siðastliðið ár nemi frá 500 þúsundum til 2 milljóna króna”, sagði Gunnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.