Alþýðublaðið - 24.03.1973, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.03.1973, Blaðsíða 6
Fituefnin eru mörg og margvísleg eins og allir vita. Af fjölómettuðum fitusýrum - sem sjaldfundnar eru í dýrafeiti, mjólkur- fitu og venjulegu smjörlíki - fáum við yfirleitt helzt til lítið. Af annarri feiti fáum við aftur á móti helzt til mikið, en í öllu þessu reikningsdæmi sem hefur svo mikla þýðingu fyrir kölkunina, gleymum við yfirleitt okkar eigin fitu, sem við sköþum sjálf úr kolvetni. Það er því miður líka dýrafeiti - og ekki síður óæskileg en svo margt annað. Knud Lundberg: Rétt mataræði - hreysti og langlífi Hin óhugnanlega kölk- unardrepsótt i velferðar- rikjunum á sér margar orsakir. Ein orsökin, sem allir eru sammála um, eru fituefnin i sjálfu blóðinu, og þá fyrst og fremst kolesterolið. Nú hefur það sýnt sig, að fitan i fæðunni hefur áhrif á það. Jákvæð að þvi leyti til, að þvi minna sem við borð- um af feiti, og þvi meiri hluti af þeirri feiti er fólg- inn i fjölómettuðum fitu- sýrum, þvi meir dregur úr kolesterolinu. Þetta varð fyrst ljóst i sambandi við þjóðhag- fræðilegar rannsóknir — það sýndi sig að velmegun, kölkun og mikil neyzla dýrafitu fylgjast að. O------------------------- En svo urðu aðrir til að benda á, að sykurneyzlan var lika með i dæminu. Fyrir það hafa menn deilt allharkalega um það hvort heldur er sykurinn eða dýrafitan sem kallast mega skaðvaldurinn. En nú eru vist engir i vafa um að báðir aðilar hafi þar rétt fyrir sér. Sykurinn sem breytist í fitu Svo er nefnilega mál með vexti, að langmestur hluti þess sykurs sem við neytum i velferðarrikinu breytist i fitu i fitufrum- unum, en þaðan fer hann svo út i blóðið aftur, þegar þess þarf með. Þvi kolvetnið geymist i liffærunum, bæði sem kol- vetni og fita. Þvi fljótara sem það gerist að blóðið taki kolvetnin til sin gegn- um veggi þarmanna, þvi meira verður kolvetnis- magnið i blóðinu, og þvi meira af þvi geymist sem feiti. Þar sem sykurinn skilar sér fljótt gegnum veggi þarmanna, er þvi mikið magn af honum tekið til geymslu sem fita. Og að sjálfsögðu sér i lagi ef mikils er nyett af honum, eins og i velferðarrikinu. En svo er lika annað kol- vetni — sterkjan i brauði og kartöflum meðal annars — er geymist sem fita, enda þótt lengur sé á leið sinni i blóðið. Að minnsta kosti ef við neytum mikils af þeirri fæðu og þó sérstaklega ef við neytum einnig mikils af sykri jafnframt. Fleirir máltiðir, meiri hreyfing Einnig þetta varpar ljósi á aðrar athuganir. Það hefur sýnt sig að við likamlega áreynslu verður minna fitumagn i blóðinu, og þá um leið minni hætta á kölkun, eða svo mætti halda. Það gerist einfaldlega á þann hátt, að við hreyf- inguna og áreynsluna eyða vöðvarnir sinum eigin einkabirgðum af sykri og taka siðan til sin sykur úr blóðinu, standi það til boða. Þjálfaðir vöðvar meir en óþjálfaðir. Vegna þess verður það minna sykurmagn, sem tekið verður til geymslu — og minni fitumyndun. En að auki hefur það sýnt sig að fáar stórmáltiðir mynda meira fitumagn i blóðinu, meiri kölkun — meiri ofþyngd — heldur en fleiri léttar og litlar mál- tiðir. Það kemur til af þvi, að stórar máltiðir valda þvi að meira er tekið til geymslu, meira kolvetni, sem fitu- frumurnar taka til sin — og virðist þvert um geð að af- henda það aftur, heldur mynda úr þvi dýrafeiti, sem þær svo láta frá sér þegar langt er liðið á hin löngu hlé á milli máltið- anna. Fjögur, einföld en holl ráð Hvað eigum við þá að taka til bragðs, við sem gjarna viljum draga úr kölkunarhættunni, með þvi að eta skynsamlega? Við getum dregið úr sykurneyzlu okkar. Við getum forðazt stórar máltiðir, en borðað oftar og minna i hvert skipti. Við getum dregið úr feitineyzlu okkar. Og við getum breytt feitineyzlunni bannig, að við neytum me.ra af fjöl- ómettaðri feiti. Það er ekki neinum vafa bundið að i velferðarrikj- unum er náið samband með mataræðinu og kölk- unarmeinum. En það er þó ekki eins og við stöndum þar uppi varnarlausir. Laugardagur 24. marz 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.