Alþýðublaðið - 24.03.1973, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.03.1973, Blaðsíða 7
Iþróttir 1 Björgvin Björgvinsson er þarna einn i dauðafæri á linunni i leiknum I gærkvöldi, en skot hans fór i stöngina. (AB mynd: Friftþjófur). JAFNTEFL115:15-OG ALLT GETUR GERZT I LANDSLEIKNUM I DAG ísland og Noregur skildu jöfn i landsleik i gær- kvöldi 15:15. Ekki var mikið um tilþrif i þessum niunda landsleik þjóðanna, og það var ekki fyrr en í lokin, að hann náði einhverri reisn. Enda voru lokaminúturnar ákaflega spennandi, þvi íslenzka liðinu tókst þá að skora þrjú mörk i röð, og breyta stöðunni úr 12:14 i 15:14. En á loka- minútunni tókst Sten Osther að jafna, og þannig endaði leikurinn. íslendingar fengu gullið tæki- færi til að komast yfir i lokin, en skot Ólafs Jóns- sonar smaug framhjá stöng. Ein breyting hafði verið gerð á islenzka landsliðinu fyrir leik- inn. Sigurbergur Sigsteinsson var réttilega settur út úr liðinu, þvi kvöldið áður hafði hann tek- ið þátt I litt mikilvægum knatt- spyrnuleik. t hans stað lék Stefán Gunnarsson, Val. Byrjunin Byrjunin gaf góð fyrirheit. Geir Hallsteinsson skoraði með glæsilegu skoti strax áfyrstu minútu leiksins, og þeir Einar Magnússon og Ólafur Jónsson breyttu stöðunni í 3:1. Var mark Ólafs eitt það glæsilegasta sem sézt hefur til islenzka landslibs- ins fyrr og siðar. Aðdragandi þess var hreint stórkostlegur, boltinn gekk afar hratt á milli manna, og þegar norska vörnin var alveg komin úr jafnvægi, hljóp skotið loksins af, og það lá i netinu. Fagnaðarlætin voru gifurleg, en þvi miður áttu önn- ur eins fagnaðarlæti ekki eftir að heyrast fyrr en á lokaminút- unum. Enn jukust vonirnar þegar Ólafur Benediktsson varði vita- kast, en þvert á móti fór nú að ganga verr hjá islenzka liðinu, og Norðmenn náðu að jafna. Hélzt leikurinn jafn fram að hálfleik, en Norðmenn komust yfir i fyrsta sinn i leiknum, þeg- ar aðeins voru eftir 20 sekúndur, er Harald Tyrdal sendi knöttinn af öryggi i netið. En okkar menn voru ekki af baki dottnir, og áð- ur en Norðmenn höfðu áttað sig, hafði Ólafur Jónsson kvittað fyrir 8:8, og um leið gall flautan. Fjör i lokin Byrjun siðari hálfleiks var óttalega aum, og það leið eigin- lega langur timi áður en liðin skoruðu. Gekk allt á afturfótun- um i sókninni, en varnir liðanna voru þéttar fyrir. Leið og beið, og 10 minútum fyrir leikslok höfðu Norðmenn forystu 13:11. Einar skoraði 12:13 en Norb- menn svara 12:14. Þá kom góði kaflinn hjá tslendingum, og þeir náðu að breyia stöðunni i 15:14 sér i vil, með mörkum Geirs og Ólafs. A lokaminútunum stóð allt i járnum, en lokatölurnar urðu svo 15:15, og verða það að teljast réttlát úrslit. Mörk Islands: Einar 4, ólafur 4, Geir 4 (2 v), Jón Karlsson 2 og Ágúst Svavarsson eitt mark. Mörk Noregs: Tyrdal (no 9) 3, Osther (no 4) 3, Thorsten Han- sen (no 3) 3 og aðrir minna. Liðin Sóknarleikur islenzka lands- liðsins var fjarska bágborinn. Það var ekki nema á köflum sem vel gekk, og mark Ólafs i byrjun mun lengi i minnum haft. En annars var sóknin mjög hugmyndasnauð og einhæf. Ein- ar Magnússon gerði margt lag- legt i leiknum, en hann var sem fyrr allt of ragur. Ólafur Jóns- son var einnig friskur á köflum i sókninni, en tapaði boltanum helzt til oft. 1 vörninni var hann góður, og það var þar sem is- lenzka liðið stóð sig, með þá Agúst Svavarsson og ögmunds- son og Gunnstein Skúlason sem beztu menn. Geir var hreyfan- legur i sókninni, en óvenju mis- tækur i skotum. Agúst Svavars- son virtist taugaóstyrkur, en skoraði léttilega þegar hann reyndi. Jón Karlsson virtist ekki falla nógu vel inn i liðið, en það kemur væntanlega, þvi Jón á sannarlega heima i libinu. Þá er ótalinn Ólafur Benediktsson, sem stóð sig vel, en nema á kafla i siðari hálfleik. Gunnar Einarsson lék litið, og þvi erfitt að dæma hann. Norska liðið var frekar þungt á að horfa, en i vörninni var það sterkt. Liðið byggist á jöfnum einstaklingum, en þar er engan að finna sem skarar fram úr. Beztir voru Sten Osther og Harald Tyrdal, en hinn annars ágæti markvörður liðsins, Pal Bye, var ekki i formi. Sænskir dómarar, Larsson og Nilsson, stóðu sig sérlega vel. —SS. ÞRJÁR BREYTINGAR Landsliðsncfndin gerði i gær- kvöldi þrjár breytingar á lands- liðinu fyrir leikinn sem hefst i Laugardalshöllinni klukkan 15 i dag. Hjalti Einarsson kemur inn i stað Gunnars Einarssonar, Viðar Simonarson kemur i stað Jóns Karlssonar og Axel Axelsson kemur inn i stað Agústs Svavarssonar. Liðið er annars þannig skip- að: 1. Ólafur Benediktsson, Val. 12. Hjalti Einarsson, FH. 2. Gunnsteinn Skúlason, Val 3. Auðunn Óskarsson, FH. 4. Ágúst ögmundsson, Val 5. Einar Magnússon, Vikingi 6. Björgvin Björgvinss., Fram 7. Stefán Gunnarsson, Val 8. Ólafur H. Jónsson, Val 9. Viðar Simonarson, FH. 10. Geir Hallsteinsson, FH 11. Axel Axelsson, Fram. Þetta lið virkar sterkt á pappirnum. —SS. Ólafur Jónsson skorar mcð fallcgum tilþrifum I gærkvöldi. Laugardagur 24. marz 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.