Alþýðublaðið - 24.03.1973, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 24.03.1973, Blaðsíða 9
IÞROTTIR 3 ,Stóri Mac hefur verið í lægð að undanfornu Newcastle er eitt þeirra 1. deildarliða ensku knattspyrnunnar, sem við fáum sjaldan að sjá i sjónvarpi. Liðið hefur átt misjafna leiki að undanförnu, er ofarlega á stigatöflunni, en á engan möguleika á að sigra i deildakeppninni. Aðalástæða þess, að liðinu hefur gengið heldur illa að undanförnu er sú, að Malcolm McDcnald er i lægð. Mikinn hluta vetrarins hefur hann verið hættulegasti sóknarleikmaður ensku knattspyrnunnar og með markhæstu mönnum. Malcolm hefur lengi verið orðaður við landsliðið. Hann lék sinn fyrsta landsleik í fyrravor, en honum hefur ekki tekizt að tryggja sér fasta stöðu með því. Malcolm nýtur þess, að tekið sé eftir honum. Margir telja hann hrokagikk og kjaftask, en aðdáendur hans tilbiðja hann. Enskir blaðamenn kalla hann ,,konung Tyneside”. Newcastle er við ána Tyne á norðurströnd Englands, og þar hefur McDon- ald leikið nærri tvö keppnis- timabil. Hann var keyptur til Newcastle i mai 1971 fyrir 180.000 pund. ,Luton varð að selja hann. Félagið var i fjár- hagsörðugleikum og gat bjarg- að sér úr kröggunum með þvi að selja hann. Hann lék með Luton i tvö ár og gerði 58 mörk á þeim tima. Luton hagnaðist vel á sölu hans, þvi að félagið hafði aðeins greitt 17.000 pund fyrir hann. 1 Luton var fyrst farið að taka eftirhonum að einhverju marki. Þar ólst hann upp. Fyrst i stað var hann varnarleikmaður, en var fljótlega fluttur i framlin- una, og árangurinn lét ekki standa á sér. ,,Ég verð að gera mörk,” segir McDcnald með áherzlu- þunga. „Mér liður illa, þegar ég geng af vellinum án þess að hafa skorað”. Mörgum finnst McDonald of latur, og einnig er á það bent, að hann getur aðeins skotið með vinstra fæti. ,,Ég er enginn vinnuþjarkur”, viðurkennir McDonald, ,,en mér er borgað fyrir að gera mörk, en ekki fyrir það að þeytast um all- an völlinn”. Malcolm McDonald er enn unglingalandsliðsmaður. Sir Alf Ramsey væntir mikils af honum i HM 1974. En McDonald á við erfiðan keppinaut að etja. Það er hinn bráðefnilegi sóknarleik- maður Wolverhamton, John Richards, sem er markahærri ‘en McDonald. Newcastle getur státað af fleiri góðum leikmönnum en McDonald. Steve Barrowclough heitirungur útherji, sem komizt hefur i sviðsljósið i vetur og leikur með unglingalandsliðinu. John Tudor er stórhættulegur framherji. McDonald og hann skipta á milli sin mörkunum. Jim Smith er frábær tengiliöur. Hann var keyptur tyrir 100.000 pund fyrir nokkrum árum. Hann er talinn einn bezti sókn- arskipuleggjandi ensku knatt- spyrnunnar. Hinn tengiliðurinn, Tony Green, hefur ekki getað leikið með liðinu að undanförnu vegna meiðsla, og hefur það veikt liðið talsvert. Makholm Macdonald er vigalegur leikmaður, stór og sterkur. Fáir fagna sigri sem lenda við hann i skallaeinvig- um. 14 STÖLKUR VALDAR Á t næstu viku lieldur landslið stúlkna i handknattleik til Dan- merkur, þar sem það tekur þátt i Norðurlandamóti stúlkna. Þær leika við norsku stúlkurnar 30. marz, við þær dönsku 31. marz og þær sænsku 1. april. Fararstjórar verða Sveinn Ragnarsson, Gunnar Kjartansson og Stefán Sandholt, sem jafn- framt er þjálfari stúlknanna: Liðið verður þannig: Markverðir: Álfheiður Emilsdóttir, Arm. Sigurbjörg Pétursdóttir, Val. Leikmenn: Oddný Sigsteinsdóttir, Fram Arnþrúður Karlsd. Fram. Erla Sverrisdóttir, Arm. Guðrún Sigurþórsdóttir, Arm. Elin Kristinsdóttir, Val. Sigurjóna Sigurðard. Val. Svala Sigtryggsd. Val. Björg Jónsdóttir, Val. Birna Bjarnadóttir, FH. Hjördis Sigurjónsdóttir, KR Sigþrúður Sigurbjarnard. KR. Alda Helgadóttir, Breiðabliki. MM f ' , ;. ' ; V, NnAR REGLUR UM VAL LANDSLIÐS Stjórn G.S.Í. hélt fund sl. laugardag 17. marz með formönnum kappleikjanefnda, sem að visu voru aðeins mættir frá 4 klúbbum, þar sem gengið var frá hinni opinberu kappleikjaskrá G.S.Í., þ.e. ákvarðanir teknar um röðun „opinna” keppna og Landsmóts 1973. Enginn ágreiningur kom upp á fundinum varðandi endanlega samræmingu þessara kappleikja og voru lokatillögur G.S.Í. stjórnarinnar sam- þykktar einróma. Nokkrar nýjungar verða i leikskránni að þessu sinni, þ.á.m. Miðnæturkeppni F.l. hjá G.S. og „Slazenger Open” hjá G.R., en hin siðarnefnda verður skozkur fjórleikur, þ.e. tveir kylfingar leika einum bolta og slá annaðhvort högg. Ég mun að likindum birta hér á iþróttasið- unni næsta laugardag kappleikjaskrána 1973 i heild. Landsmót i golfi verður með svipuðu sniði og 1970, þ.e. leikið á tveimur völlum, i Hafnarfirði og i Leiru. Á þessum fundi var lögð fram ný tillaga að stigaútreikningi til vals á landsliði i golfi. Er i henni lagt mat á styrkleika „opinna kappleikja”, þ.e. stigagjöfin miðuð við fjölda sterkra leik- manna. Þetta er nýmæli hér- lendis en algengt fyrirbrigði erlendis. Að minu mati er hér stigið merkt framfaraspor i sögu keppnisgolfs á Islandi og hlýtur þessi háttur að hvetja unga sem gamla til skipulegrar þjálfunar með góðan keppnis- árangur að leiðarljósi. Vafalaust koma einhverjir agnúar i ljós við framkvæmd þessa stigakerfis, en ég tel eigi að siður reglurnar hafa yfirgnæfandi kosti. Þessar reglur voru siðan samþykktar einróma á fundinum og birti ég þær hér i heild að fengnu leyfi G.S.I. A fundinum var þvi einnig lýst yfir af formanni G.S.l. Páli Asgeiri Tryggvasyni, að Island tæki þátt i Evrópumeistaramóti karla i Estoril i Portúgal 28 júni til 1. júli og Evrópumeistara- móti unglinga 21 árs og yngri i Silkeborg i Danmörku siðar i sumar. E.G. A framhaldsþingi Golfsam- bandsins i nóvember s.l. var stjórn sambandsins falið að endurskoða reglur um val til landsliðs. Verkinu er lokið, en stuðzt var við hugmyndir sem fram komu á þinginu og byggt á uppkasti Þorbjörns Kjærbo um stiga- reikning, sem virðist mjög i samræmi við anda þingsins. VAL í LANDSLIÐ GOLF- SAMBANDS ÍSLANDS 1. Landsliðið er valið með stigakerfi, þannig að efstu sæti i opnum mótum, þar til viður- kenndumaf stjórn G.S.L ráði stigum. 2. Stjórn G.S.Í. tilkynnir fyrir 1. mai ár hvert hvaða mót teljist viðurkennt til stigareiknings, enda hafi G.S.l. borizt kapp- leikjaskrár klúbbanna. 3. Liðið skal að jafnaði skipað tiu mönnum, en þurfi færri til leiks velur stjórn G.S.t. úr hópn- um, með tilliti til stigafjölda og annarra aðstæðna. 4. Leiki vafi á um æfingu landsliðsmanns þegar velja skal til leiks getur stjórn G.S.l. krafizt þess að hann sanni getu sina, með þvi að leika eina eða fleiri umferðir á höggafjölda sambærilegum við árangur annarra sem til greina koma. 5. Séu tveir eða fleiri jafnir að stigum til vals i lið fyrir leik skulu þeir leika, utan heima- vallar, 18—36 holur til úrslita, eftir nánari ákvæðum G.S.l. 6. Keppendum völdum til landsleiks skal svo tilkynnt með a.m.k. þriggja vikna fyrirvara. 7. Stig reiknast að jafnaði ekki fyrr en skýrsla um mót berst G.S.l. 8. Styrkleiki mótai Hver keppandi með + 0 til - 6 i forgjöf færir mótinu 3 stig, Hver keppandi með - 7 til - 9 i forgjöf færir mótinu 2 stig. Hver keppandi með -10 til - 14 i forgjöf færir mótinu 1 stig. Forgjöfin miðist til stiga- reiknings, við S.S.S. 72 9. Skipting stiga: Sigurvegari fær 25% af stigum móts, annar maður 20% þriðji maður 15% fjórði maður 12%, fimmti maður 10% sjötti maður 7%, sjöundi maður 5%, áttundi maður 3%, niundi mað- ur 2%, tiundi maður 1% af stigum móts. Verði 2 eða fleiri af 10 efstu jafnir að höggafjölda skiptast stig viðkomandi jafnt milli þeirra. Telja skal eftir höggafjölda keppnisumferða án tillits til flokks eða úrslitaleiks til verð- launa. 10.1. júli ár hvert skal skipað i liðið, miðað við 4 stigahæstu mót manna auk 20% af stigum fyrra árs. miðað við lok leikárs 1. október skal siðan endur- skoða skipunina og þá reikna 6 stigahæstu mót léikarsins, en sú skipan ráði til 1 júli næsta árs. 1. júli 1973 verður valið i liðið eftir þessu kerfi, en vegna breytinga á stigafjölda móta teljast 1/3 af stigum fyrra árs, miðað við 4 stigahæstu mót einstaklings. — OG ÞÁTTTAKA ÁKVEÐIN í EM o Laugardagur 24. marz 1973. 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.