Alþýðublaðið - 24.03.1973, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 24.03.1973, Blaðsíða 11
í SKUGGA MARÐARINS Saga ástar og örlaga eftir Victoriu Holt sagði Stirling. — Það er alltaf til einhver leið, og ég skal finna hana, Nora. Ég sver þess eið. Lof- aðu mér þvi að vera þolinmóð. — Þolinmóð! Um hvað ertu að tala? Þú ert kvæntur. Þú ert kvæntur Whiteladies.Þetta dá- samlega, einstæða gamla hús er brúður þin. Þú getur ekki bara farið þina leið, góði. — Nora! — Ég held mér við minar fyrir- ætlanir. Þvt fyrr sem ég fer þvi betra. — Og þú heldur að þú getir orð- iðhamingjusöm þar . .. án hans . . . án min? — Ég er ekki að hugsa um hamingju. Aðeins um að ég verð að fara. — Ég leyfi það ekki. Það verða einhver úrræði. Ég lofa þér þvi að kríuð STOR/nnR I H/SSfí FUCrL /NN JHRÐ EFNI FRjojn t*TTufí , / // LOGlV srvAm ■ p/f? sftmnL H V 8 7 f 5 Fljött 2E/NS fí , REIKrt. SPYJft (jftLL / Sfí'nHL Or'oÐ/ 3flN VÆNT 3 10 Ljon/ f ELV FjNLL /njúKfí 5 K.ST. ÖFL FÆD/ UÐUVr l 5 £LZ> STÆB! b Rnus z LyKU-ORÐ s KÓS^ÓÐ/R. ég skal finna ráð. Ef þú aðeins ferð ekki Nora, . . . farðu ekki. Aftur hló hún að honum. Hve Nora gat verið miskunnarlaus! — Þú hefur of hátt. Ætlarðu að láta alla á heimilinu vita hvað þú hef- ur gert? Dyrunum var lokað harkalega. Ég gægðist út milli tjaldanna og sá að Stirling var einn. Hann fól andlitið i höndum sér eins og hann vildi bægja frá sér öllu sem hann sá i salnum — upphækkaðan pall- inn, veggtjöldin, hvelft loftið — öllu sem gert hafði þetta dásam- lega gamla hús þess virði að færa hinar stærstu fórnir til að eignast það — jafnvel þess virði að ganga að eiga mig til að komast yfir það. Ég varð kyrr i salnum eftir að Stirling var farinn. Ég var orðinn stirð i hnjánum. Gimsteinninn týndi var með öllu gleymdur. Nú skildi ég allt saman. Ég hefði átt að sjá það fyrr, fyrirvaralaust bónorð hans, þegar hann hafði komizt að þvi að húsið varð ekki fengið með öðru móti« hirðu- leysisleg atlot hans; þunglyndi hans eftir að Nora hafði tilkynnt okkur um brottför sina. Nú kom allt heim og saman. Ég óskaði þess að ég væri heimsvön eins og Nora. Þá myndi ég vita hvað gera ætti. Mig langaði til að trúa ein- hverjum fyrir vandræðum min- um. Hefði Nora sjálf ekki átt i hlut, hefði ég valið hana. Svo var það Lucie. Ég hikaði við. Lucie hafði litið ráðahaginn hornauga frá upphafi. Lucie var glögg- skyggn og Lucie þótti vænt um mig. Ég fór til herbergis mins og var ennþá hálfringluð. Ég hefði ekki átt að hlera. Þeir sem hlera heyra sjaldan neitt fallegt um sjálfa sig. Hvað hafði ég heyrt þetta oft? Bella komtil min og neri sé-upp við fæturna á mér.Kettlingurinn, sem ég hafði haldið eftir lék sér við gluggatjaldasnúruna. Ég minntist dagsins i turninum og hvernig steinriðið hafði molnað niður . . og siðan varð mér hugsað til þess er ég var þar uppi og hélt mér vera veitt eftirför og ég heyrði rödd hljóma i eyrum mér, rödd Stirlings: — Ég finn einhver úrræði. — Nei, sagði ég upphátt, — þetta er bjánaskapur.Hann átti ekki við það. En hvernig gat ég vitað hvað hann átti við? Hvað vissi ég um hann — eða öllu heldur hvað hafði ég vitað þar til fyrir örskömmu siðan? Að minnsta kosti vissi ég það núna, að hann hafði kvænzt mér vegna einhverrar heitstreng- ingar um að eignast Whiteladies. Ég vissi að hann átti til sviksemi, að hann hafði látizt elska mig, þegar það var húsið, sem hann vildi eignast. Ég vissi að hann elskaði aðra konu og hugðist á einhvern hátt losna úr hjóna- bandinu við mig til að geta átt hana. Hvernig? spurði ég sjálfa mig mig og skelfileg rödd hið innra með mér svaraði: — Það munaði mjóu i turninum. Við steinriðið . . . og svo i hitt skiptið. Ég reyndi að hugsa ekki um hvernig hann hefði læðzt upp stigann, gripið um mig aftanfrá og kastað mér ofan úr turninum. Þetta var hugarburð- ur. Hugarburður! Hafði ég ekki heyrt hreyfingu? Hafði ég ekki fengið hugboð um eitthvað illt? Nora hafði bjargað mér i annað skiptið . . . hún var að minnsta kosti ekki við þetta riðin .. . ef það var þá eitthvað. En ég gat ekki trúað þessu á Stirling. Mig verkjaði i höfuðið ogég gat ekki hugsað skýrt. Ég veit ekki hvers vegna ég lagði leið mina inn til Lizzie, en það gerði ég. — Er nokkuð að þér, ungfrú Minta? spurði hún. — Ég er með höfuðverk. — Konur fá hann stundum, þegar svona stendur á fyrir þeim. — Segðu mér frá listamannin- um, sem kom hingað til að kenna móður minni teikningu. — Herra Charles Herrick, sagði hún seinlega. — Og nú ert þú frú Herrick og önnur frú Herr- ick i Kaupmannshúsinu. Og bráð- um kemur einn litill Herrick til viðbótar i heiminn. — Hvernig var hann? — Likur honum herra Herr- ick þinum og þó ólikur. Ég hef aldrei séð neinn hans lika. Hann var öðruvisi en allir aðrir og yfir þá hafinn. Maður hefði getað haldið að hann ætti hér allt. Móðir þin tilbað hann. — Og þú lika, Lizzie. — Já, viðurkenndi hún. — Og hann var þvi ekki frábitinn, það get ég sagt þér. — Hann elskaði móður mina. — Hann elskaði hana vegna þess sem hún táknaði. Hann var Ingólfs-Café Gömludansarnir í kvöld kl. 9 Hljómsveit Þorvaldar Björnssonar. Söngvari: Grétar Guðmundsson. 'Áðgöngumiðasalan frá kl. 5 — Simi 12826 Ingólfs-Café BINGO á sunnudag kl. 3 Aðalvinningur eftir vali. 11 umferðir spilaðar. Laust starf Rafmagnsveita Reykjavikur óskar eftir að ráöa starfsmann til skrifstofustarfa. Æskilegt er að uinsækjendur hafi Verzlunar- eða Sainvinnuskólapróf eða sambærilega menntun. Um framtiðarstarf getur verið að ræða. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu Rafmagnsveitunnar, Hafnar- húsinu, 4. hæð. Umsóknarfrestur er til 80. marz 1973. Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, Piek-up bifreið með 6 manna húsi og sendiferðabifreið, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudag- inn 27. marz kl. 12-3. Tilboðin veröa opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. Sala varnarliðseigna. AUGLÝSINGASÍMINN OKKAR ER 8-66-60 Vöruflutníngar í loftí eru auóveldasta leióin Flugfélagið býður beztu þjónustu í vöruflutningum innanlands og milli landa. Fé, tími og fyrirhöfn sparast, ef beitt er fullkomnustu flutningatækni nútímans. Sendið vöruna með Flugfélaginu: ódýrt, fljótt og fyrirhafnarlaust. FLUCFÉLAG ÍSLANDS ÞJÓNUSTA HRAÐI ÞÆGINDI Laugardagur 24. marz 1973. ©

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.