Alþýðublaðið - 28.03.1973, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 28.03.1973, Qupperneq 12
alþýðu II KÓPAVOGS APÓTEK Opið Öll kvöld til kl. 7, nema laugardaga til kl. 2, sunnudaga milli kL 1 09 3 Sími 40102. SENDIBIL ASÍÖÐIN Hf I VIDRÆÐURNAR VID BRETA FARNAR IÍT UM WÍFUR? MJOLKIN SALAN HELDUR MINNI „Salan á mjólk og ööruin landhúnaöarafuröum I mjólk- urbúöunum hefur veriö eitt- hvaö minni en var fyrir siö- ustu helgi”, sagöi Oddur Helgason, sölustjóri hjá Mjólkursamsölunni i Reykja- vík, viö Alþýöublaöið i gær- kvöldi. „Annars viröist hér um sáralitlar breytingar aö ræöa, sem viö gelum nánast ekki gert okkur grein fyrir, fyrr en eftir nokkra daga, þegar ná- kvæmar tölur liggja fyrir um söluna”, sagöi Oddur enn- fremur. Samkvæmt þessum upp- lýsingum hefur áskorun Hús- mæörafélags Reykjavíkur cnn sem komiö er haft ósköp litil áhrif á mjólkurinnkaupin og aöra neyzlu á landbúnaöar- afuröum. — „Það er mál Bretanna sjálfra, hvort þeir vilja tala við okkur eða ekki, en landhelgisgæzlan mun halda störfum sfnum áfram eins og áður, þegar um landhelgisbrot er að ræða,” sagði Einar Ágústs- son, utanrikisráðherra, við Alþýðublaðið í gærkvöldi. Lafði Tweedsmuir kallaði Niels P. Sigurösson, ambassador Is- lands I London á sinn fund i gær og bar fram mótmæli fyrir hönd rikisstjórnar sinnar vegna þeirra atburða, að islenzk varðskip hafa skotið aðvörunarskotum að brezkum landhelgisbrjótum inn- an 50 sjómilna fiskveiðilandhelg- innar. I frétt frá norsku fréttastofunni NTB segir, að lafði Tweedsmuir hafi lýst þvi yfir fyrir hönd brezku stjórnarinnar, „að ekki kæmi til mála, að nýjar viðræður um lausn fiskveiðideilunnar gætu hafizt, fyrr en islenzka landhelgisgæzlan léti af öllum aðgerðum gegn brezkum togurum innan 50 sjó- milna fiskveiðilandhelginnar”. Einar Agústsson, utanrikisráð- herra, sagöi við blaðið i gær- kvöldi, að hann kannaðist ekki við það, að þessi skilyrði hefðu komið fram i mótmælaorðsendingu Breta, og bætti við: „Það er þeirra mál, hvort þeir vilja tala við okkur eða ekki.” — ENGINN VILL EIGA HAUKANES Hafnarfjarðartogarinn Haukanes er virði jafn- þyngdar sinnar i brotajárni þar sem hann liggur við bryggju i Hafnarfirði, en ekki gekk átakalaust að koma hon- um þar inn, eins og skýrt var frá i Alþýðublaðinu i gær. Það var Samábyrgð islenzkra botnvörpunga, sem stóö fyrir björgun togarans af strandstað á dögunum, eftir að hann slitnaði frá bryggju, og lét þétta hann i Slippnum i Reykjavik. 1 fyrrakvöld átti að skila honum til heima- hafnar, „en það töldum við lokastigið i björgunaraðgerð- um okkar”, sagði Jóhannes Proppé hjá tryggingafélaginu i samtali við Alþýðublaðið i gær En þá kom babb i bátinn, — hafnarstjórinn neitaði að fá togarann inn á höfnina, nema gamlar skuldir, m.a. hafnar- gjöld, um 200 þúsund krónur, yrðu greiddar, og eigendur Hamranessins neituðu að taka við togaranum — vildu fá hann greiddan út. Tryggingafélagið telur sig hinsvegar ekki bóta- skylt þar sem strandið hafi orðið vegna vanhirðu eigendanna, — og reyndar hafnarstjórnar lika, þar sem togarinn lá við ónýta bryggju þegar hann slitnaði upp. Eftir nærri tveggja tima stapp var ákveðið að tryggja Hamranesið sem brotajárn og binda það við bryggju — og þar við situr. Hafnarstjóri gerði einnig ýmsar aðrar kröfur áður en togaranum var hleypt inn á höfnina, m.a. vildi hann, að dælur yrðu settar um borð og vaktyrði höfð i honum. Einnig var látið dæla á milli vatns- tanka, en talsverð slagsiða var á togaranum á leiðinni frá Reykjavik. Það vill þvi enginn eiga Hamranes, nema þá helzt veð- hafar, en meðal þeirra eru rikisábyrgðarsjóður og at- vinnujöfnunarsjóður. ísing líklega orsök slyssins Liklegt er talið að fsing hafi á einn cöa annan hátt grandað TF-VOR I fyrradag, en flak vél- arinnar fannst norður af Lang- jökli I glærmorgun. Menn frá flugmálastjórn fóru á slysstaö- inn i gær til rannsóknar, en ekki liggur nein endanleg skýring á slysinu fyrir enn. Flugvél frá Flugstööinni fann Voriö skammt frá Hundavötn- um, og var þá vélin flak eitt. Þyrla frá Varnarliöinu flutti lfk mannanna fimm til Reykjavfk- ur um hádegið. Þeir sem fórust voru: Björn Pálsson flugmaöur, 65 ára, læt- ur eftir sig konu og fjögur upp- komin börn. Haukur Claessen, yfirflugvallastjóri, 55 ára, lætur eftir sig konu og þrjú börn, Hall- grímur Magnússon trésmiður, 53 ára, lætur eftir sig konu og þrjú uppkomin börn, ólafur Júliusson byggingafræðingur, 49 ára, lætur eftir sig konu, Knútur óskarsson flugmaður, 33 ára, lætur eftir sig þrjú ung börn. Mennirnir fóru á vegum Flug- málastjórnar til Akureyrar á mánudagsmorguninn, til aö taka út nýju viöbygginguna viö flugstööina á Akureyrarflug- velli. — Togararnir á veiðar ,,í trausti" á stjórnina Nú munu aöeins þrir togarar enn vera bundnir i höfn i Reykja-i vik. Hinir hafa verið leystir og sendir til veiða „i trausti þess, að rikisstjórnin efni það fyrirheitj sitt, að togaraútgeröinni veröii veittur stuðningur á sama hátt ogí áður hefur verið gert”. Hér mun væntanlega átt við árin 1969 til 1970, en á þessu timabili voru tog- ararnir reknir án taps, eftir að þáverandi rikisstjórn hafði veitt útgerðinni verulega rekstrar- aðstoð. Nokkur óvissa rikti i gær og fyrradag um það, hvort takast mætti að fá mannskap á togarana, en það virðist hafa tekizt vonum framar. Alþýðublaðiö sneri sér til Ingi- mars Einarssonar, fram- kvæmdastjóra Félags isl. botn- vörpuskipaeigenda, og sagði hann: „Togaraeigendum er ljóst, að enginn grundvöllur er fyrir rekstri togaranna, einkan- lega vegna tapreksturs á s.l. ári og raunar einnig á árinu 1971. Rikisstjórnin hefur gefið fyrir- mæli um, að togaraútgerðinni verði veittur stuðningur á sama hátt og áður hefur verið gert, og hefur skipað sérstaka fulltrúa til viðræðna við togaraeigendur. Reyndar töldu útgerðarmenn, að þetta fyrirheit yrði efnt strax að loknum verkföllum, en um þetta hafa farið fram stöðugar viðræður nú á aðra viku, án þess að árangur hafi orðið. Fulltrúar rikisstjórnarinnar hafa tjáð togaraeigendum, aö frekari upplýsinga sé þörf um afkomu útgerðarinnar, áður en rikisstjórnin geti tekið sinar ákvarðanir. Hins vegar verða togararnir nú látnir hefja veiðar að nýju i trausti þess, að rikisstjórnin standi við fyrirheit sitt”, sagði Ingimar að lokum. —

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.