Alþýðublaðið - 30.03.1973, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 30.03.1973, Qupperneq 5
Alþýðublaösútgáfan hf. Stjórnmálaritstjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ristjórnarfulltrúi Bjarni Sig- tryggsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðset- ur ritstjórnar Hverfisgötu 8—10. Sími 86666. Blaðaprent hf. LÁNSFJÁRMÁL IÐNAÐARINS Iönaöurinn er fyrir löngu orö- inn einn af undirstööuatvinnu- vegum þjóðarinnar. Si-aukin á- herzla er lögö á uppbyggingu hans enda gera menn sér þaö ljóst, aö þaö er einmitt iönaöur- inn, sem treysta veröur á að geti veitt viötöku þvi mikla viö- bótarvinnuafli, sem koma mun á vinnumarkaöinn á næstu ár- um og áratugum. Þaö getur iön- aöurinn aö sjálfsögöu ekki gert nema vel sé að honum búiö. Þaö er þvi ekki aðeins mikilvægt fyrir þennan atvinnuveg einan, aö mál hans séu ekki vanrækt, heldur fyrir þjóöarheildina ef forða á þeim, sem nú eru ungir, frá atvinnuerfiöleikum siöar á ævinni. Þrátt fyrir þetta mikilvægi iönaöarins hefur svo einkenni- lega horft við, aö hann hefur átt fáa talsmenn á sjálfri lög- gjafarsamkomu þjóöarinnar — Alþingi. IVÍenn, kunnugir mál- efnum iönaöarins, hafa veriö þar fáir — og stundum ekki allt of vel valdir. A þingi nú má segja, aö sé aöeins einn maöur, sem bæöi nýtur álits og viröing- ar f iönaöinum og er auk þess gjörkunnugur málum hans af eigin raun. Sá maður er Pétur Pétursson, þingmaöur Alþýöu- fiokksins, en hann hefur gerzt málsvari iönaöarins á Alþingi og haldiö uppi haröri sókn þar fyrir hagsmunamálum hans. Hefur hann ekkert tækifæri látiö ónotaö til þess aö benda á, hvernig löggjafar- og fram kvæmdavaldiö hafa sett ibnaö- inn skör neöar öörum undir- stööuatvinnuvegum þjóöarinn- ar og hvað gera þurfi til úrbóta. M.a. hefur Pétur f þessu sam- bandi sérstaklega rætt lánamál iönaöarins, en þar hefur veriö einstaklega illa aö atvinnu- greininni búiö. A Alþingi i fyrra voru sett lög um rekstrariánamál iönaöar- ins, sem áttu aö setja hann þvi sem næst jafnfætis öörum at- vinnuvegum hvað snerti veö- hæfni hráefnis og birgða. Þótt nú sé liðið heilt ár frá þvi lögin voru sett hafa aöeins tvivegis veriö veitt slik lán til iðnfyrir- tækja. A þetta benti Pétur Pétursson I þingræöu nú á dög- unum og sagöi, aö heldur litiö færi nú fyrir þessari „iðnbylt- ingu", sem stjórnvöld hefðu svo mjög hrósaö sér af. Hvatti hann til þess, aö stjórnvöld sinntu þessum málum betur og sæju a.m.k. til þess, aö lögunum frá i fyrra um rekstrarlánsfjármál iðnaðarins yrði betur framfylgt, en raun ber vitni. 1 framhaldi af þessari áskor- un Péturs gaf bankamálaráö- herra, Lúövik Jósepsson, þá yfirlýsingu, aö hann myndi beita sér fyrir þvi, aö iðnfyrir- tækin fengju þá lánsfjárfyrir- greiöslu hjá bönkunum, sem ráö er fyrir gert i hinum nýju lög- um. Jafngilti yfirlýsing hans loforði um, aö iðnfyrirtæki gætu snúiö sér beint til bankamála- ráðherrans sjálfs og myndi hann sjá til þess, aö þau fengju þá fyrirgreiöslu i lánsfjárstofn- unum, sem þau eiga heimtingu á. Vonandi stendur bankamála- ráöherra viö þetta fyrirheit sitt. Sú er a.m.k. von Péturs Péturs- sonar, sem lagt hefur mikla á- herziu á úrbætur I lánsfjármál- um iönaöarins. Sú barátta þarf aö bera árangur. FRÆÐSLUSTOFNUN ALÞYÐU KAFLAR ÚR FRAMSÖGURÆÐU STEFAHS GUHNLAUGSSOHAR Eins og Alþýðublaðið hefur áður greint frá, þá hafa tveir Al- þýðuflokksþingmenn, þeir Stefán Gunnlaugsson og Pétur _ Péturs- son.lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um Fræðslustofnun al- þýðu. Frumvarp þetta var fyrst flutt á þinginu i fyrra af sömu þingmönnum, nema hvað fyrsti flutningsmaður þess þá var Siguröur E. Guðmundsson, vara- þingmaður Alþýðuflokksins i Reykjavik, sem þá sat á þingi. Fyrir skömmu var frumvarpið á dagskrá til fyrstu umræðu i neðri deild Alþingis og fylgdi Stefán Gunnlaugsson þvi úr hlaði. Hann sagði m.a. i ræðu sinni: Markmið þessa frumvarps, ef að lögum verður, er að jafna námsaðstöðu fullorðinna og yngra fólks. Samþykkt þess ætti að tryggja að fullorðið fólk geti átt þess kost að leita þeirrar menntunar eða þjálfunar, sem hugur hvers og eins stendur til, honum að kostnaðarlitlu eða kostnaðarlausu. Eins og málum er nú háttað skortir mikið á, að námsaðstaða sé fyrir hendi til handa þvi fólki, sem hér um ræð- ir. I þessum efnum munum við Is- lendingar standa að baki frænd- þjóðum okkar á Norðurlöndum, að minnsta kosti Svium og Norð- mönnum. Þar hefur fullorðins- fræðslan þróazt um langan aldur. í Noregi mun t.d. 1% af heildar- kostnaði við fræðslu- og skólamál vera varið til fullorðinsmenntun- ar en 10% i Sviþjóð i sama skyni. Það er okkur Islendingum að jafnaði keppikefli, ef svo má segja, að reyna að standa jafn- fætis nágrannaþjóðunum á sem flestum sviðum. Og svo hlýtur einnig að vera i þvi tilfelli, sem hér um ræðir. Hitt hlýtur þó að vera þyngra á metunum hvað það mál áhrærir, sem ég geri hér að umtalsefni. að fullorðið fólk, sem orðið hefur af þeirri skóla- göngu og fræðslu á yngri árum, sem hugur þess hefur ef til vill staðið til, en ekki getað notið af ýmsum ástæðum, á þann rétt á hendur samfélaginu nú á timum að þvi sé gert kleift að ráða þar bót á með viðráðanlegum hætti. Það fólk, sem þannig stendur á um, hefur vafalaust flest unnið fjölskyldu sinni og þjóðfélaginu i heild hörðum höndum, greitt skatta sina riki og bæ, staðið und- ir hinu mikla skólakerfi i landinu með vinnu sinni ásamt öðrum þjóðfélagsþegnum, skólakerfi, sem miðast við uppeldi og mennt- un æskunnar i landinu fyrst og fremst. Á starfi þessa fólks og annarra skattborgara byggist einnig hið viðtæka og viðamikla styrktar- og lánakerfi til námsmanna, sem stunda langskólanám. Framfarir Stórstigar framfarir hafa átt sér stað á liðnum árum i allri menntunaraðstöðu ungs fólks hér á landi, og á döfinni eru veiga- miklar breytingar i þeim efnum, flestar i framfaraátt. En á þess- um timum vaxandi skilnings á gildi menntunar og góðrar náms- aðstöðu fyrir æsku landsins, hafa skilyrðin til menntunaraðstöðu fullorðins fólks ekki verið bætt svo neinu verulegu nemi. Margir, sem nú eru á fulloröins aldri, fóru á mis við langskóla- nám vegna þess að þeir áttu ekki til efnaðs fólks að telja. Með öðr- um orðum þá skorti fé til að stunda skólagöngu, eða þeir þurftu að hjálpa fjölskyldu sinni strax á barns- og unglingsaldri til að afla fæðis og klæðis. Af þeim sökum hefur margur efnismaður- inn aldrei notið hæfileika sinna til fulls, sjálfum honum og þjóðinni allri til tjóns. Þetta fólk á þá réttlætiskröfu á hendur þjóðfélaginu, að leiðrétt verði það misrétti, sem það varð fyrir á yngri árum, þegar þjóðfé- lagsaðstæður, sem aldarandi og fátækt þeirra tima lét viðgangast, útilokaði það frá þvi að geta þroskað hæfileika sina svipað og ungt fólk getur gert i nútimanum. Fyrir ranglætið, sem það varð fyrir að þessu leyti, verður að sjálfsögðu aldr »i að fullu bætt. En Aðalfundur Alþýðuflokksfé- lags Reykjavikur var haldinn i fyrrakvöld i Ingólfscafé, niðri. Fundurinn hófst á þvi, að frá- farandi formaður, Sigurður E. Guðmundsson, setti fund og lýsti dagskrá. Tilnefndi hann Guðmund Sigurþórsson sem fundarstjóra og Guðlaug Tryggva Karlsson sem fundar- ritara. Að þvi loknu var skýrsla stjórnar flutt. 1 skýrslu formanns, Sigurðar E. Guðmundssonar, kom fram, að liflegt félagsstarf hefur verið hjá Alþýðuflokksfélagi Reykja- vikur á liðnu kjörtimabili. Stjórnin beitti sér fyrir alls 13 almennum félagsfundum og opnum fundum um ýmis mál. Voru sumir þeirra vel sóttir, en aðrir miður. Þá var haldinn einn starfsgreinafundur á veg- um félagsins og beitti félags- stjórnin i samvinnu við hin flokksfélögin i Reykjavik sér fyrir fyrsta kjördæmisþingi Al- þýðuflokksfólks i Reykjavikur- kjördæmi. Þá var stofnað á veg- samtiminn getur komið á móts við óskir þess fólks, sem vill njóta frekari menntunar og fræðslu en það átti kost á i uppvexti sinum, séu þvi sköpuð skilyrði til þess. Sjálfboðastarf Ýmsir aðilar hafa starfrækt kennslu og fræðslu fyrir fólk á öll- um aldri utan við hið almenna opinbera skólakerfi, sem rikið stendur fyrir. Þeir, sem slikt hafa haft með höndum, hafa yfirleitt ekki notið stuðnings frá hinu opin- bera, og námið þvi verið afar dýrt. Hér er aðallega um að ræða ýmsa málaskóla, námsflokka á vegum nokkurra sveitarfélaga og bréfaskóla. Rétt og skylt er að geta þess, að Menntaskólinn við Hamrahlið hefur hafið kvöldkennslu til stúdentsprófs fyrir fólk, sem jafnframt stundar aðra vinnu. Mun aðsókn fullorðins fólks hafa verið miklu meiri að þessari starfsemi en hægt hefur verið að sinna. Er þetta framtak skólans til fyrirmyndar. En af þvi, sem hér hefur verið drepið á um möguleika fullorðins fólks til menntunar- og skóla- göngu, er augljóst, að þeir kostir, sem þar er um að velja eru fáir, óhentugir og dýrir eða svo tak- markaðir, eins og við Mennta- skólann við Hamrahlið, að fjöld- inn allur kemst ekki að. um félagsins Launþegaráð, sem skipað er Alþýðuflokksfólki úr verkalýðshreyfingunni og hefur sérstaka stjórn. Einnig starfaði Trúnaðarráð félagsins, sem einnig lýtur sérstakri stjórn. Á vegum Alþýðuflokksfélags Reykjavikur var efnt til ferða- laga bæði innanlands og til út- landa. S.l. sumar var efnt til mjög fjölmennrar og vel heppn- aðrar sumarferðar um upp- sveitir Árnessýslu. Þá tókust árshátiðir félagsins mjög vel og er skemmst að minnast þeirrar, sem ný-lokið er, en þar voru Olof Palmeog frú heiðursgestir. Þessa starfsemi alla rakti Sig- urður E. Guðmundsson i skýrslu sinni, fjallaði um hvern fund fyrir sig og aðra starfsemi á vegum félagsins. Að lokinni skýrslu formanns las gjaldkeri, Jón Ivarsson, reikninga félagsins og skýrði þá og frú Emelia Samúelsdóttir, formaður skemmtinefndar, skýrði frá störfum nefndarinn- ar. Húsmæöurnar Annað atriði vildi ég nefna, sem liggur til grundvallar þeirri til- iögugerð, sem felst i frumvarp- inu, en það er nauðsyn þess að gera einstaklingum kleift, sem komnir eru á miðjan aldur, og viija bæta við þekkingu sina eða rifja upp áður fengna þekkingu. 1 þessum hópi eru t.d. giftar konur, sem eftir áratuga vinnu á heimil unum vilja taka til við vinnu utan þess. Þeirra kostir til að afla sér vinnu utan heimilisins eru oft mjög takmarkaðir, af þvi að ekki er um að ræða að unnt sé að fá tækifæri til endurhæfingar. Þær verða oft að sætta sig við að taka lökustu og verst greiddu atvinn- una eða hefja ella margra ára nám. Og þá er að engu metin mikil og dýrmæt lifsreynsla og þroski, sem ekki fæst á skóla- bekk, en er mörgum mikilvægara til velfarnaðar en skólalærdómur, þótt góður sé og nauðsynlegur hverjum manni. Noröurlönd Meðal frændþjóðanna á Norð- urlöndum hefur alþýðuhreyfingin þ.e. verkalýðs- og launþegasam- tökin og jafnaðarmannaflokkarn- ir haft með höndum mikla og öfl- uga fræðslustarfsemi um ára- tugaskeið. Hafa þessir aðilar staðið fyrir almennri fullorðins menntun, svo og ýmis önnur al- Talsverðar umræður urðu um skýrslurnar. Að þeim loknum las Eggert G. Þorsteinsson til- lögur kjörnefndar um næstu stjórn félagsins og fóru fram kosningar. Sigurður E. Guö- mundsson var endurkjörinn for- maður. Með honum i stjórn voru kjörin: Jón Ivarsson, Helgi Sæ- mundsson, Björn Vilmundar- son, Emelia Samúelsdóttir, Guðmundur Sigurþórsson, Guð- laugur Tryggvi Karlsson. Til vara: Pétur Sigurðsson, Thor- vald Imsland og Ingi B. Jónas- son. I skemmtinefnd voru kjör- in: formaður, Emelia Samúels- dóttir. Meðnefndarmenn: Aðal- steinn Halldórsson, Gunnar Vangsson, Sigurj. Kristinsson, Þóranna Gröndal, Sigurður T. Magnússon og til vara: Odd- björg Kristjánsdóttir og Jón Arnason. 1 nefnd til að endur- skoða lög félagsins voru kjörin: Baldvin Jónsson, Aðalsteinn Halldórsson, Helgi Skúli Kjartansson, Emelia Samúels- dóttir og Sigurður E. Guð- menn fræðslusamtök i þessum löndum. Slik fræðslusamtök al- mennings hafa notið svo riku- legra fjárframlaga úr hendi hins opinbera bæði rikis og sveitarfé- laga, að fræðslustarfið hefur ver- ið þeim afar ódýrt, er hafa notið þess. Það er sammerkt öllum fræðslusamtökum alþýðuhreyf- ingarinnar á Norðurlöndum, sem öllum stendur til boða, að allir geti tekið þátt i kostnaðarins vegna. Þeir, sem helzt notfæra sér það nám, sem þar stendur til boða, mun vera fólk, sem ýmist vill afla sér frekari þekkingar en það hefur þegar öðlazt, endur- hæfa sig til nýrri og flóknari starfa eða læra eitthvað nýtt. Þegar ákveðnum þekkingarstig- um er náð, geta menn átt þess kost að ganga með einum eða öðr- um hætti inn i hið almenna menntunarkerfi og halda þar áfram námi sinu. Það fyrirkomulag, sem á sér stað i þessum málum á Norður- löndum á sér langa sögu og þróun að baki. Mér sýnist, að sú fullorð- insfræðsla, sem nauðsynlegt er að Framhald á bls. 4 mundsson. I kjörstjórn vegna kjörs i fulltrúaráð: Aðalsteinn Halldórsson, Guðmundur R. Oddsson, til vara: Magnús Gislason og Sigurjón Kristins- son. Að loknum kosningunum ræddi Gylfi Þ. Gislason um við- horfið i stjórnmálunum, en fundinum lauk laust eftir mið nætti. SRURMIR E. GUBMUNDSSOK EKDURKJORINN FORMADUR > FRA AÐALFUNDI ALÞYÐUFLUKKSFEL. REYKJAVÍKUR Föstudagur 30. marz 1973. o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.