Alþýðublaðið - 30.03.1973, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.03.1973, Blaðsíða 8
MIHNIHG: LAUGARASBÍÓ siiiii 121175 ACAOEMY AWARD NOMINATiON FOR BEST ACTRESS CARRIE SIMODGRESS Dagbók reiörar eiginkonu a (rank perry film A UNIVERSAL PIC7URE TECHNICOL OR* (r|48. Úrvald bandarisk kvikmynd i lit- um með islenzkum texta. Gerð eftir samnefndri metsölubók Sue Kaufmanog hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Framleiðandi og leikstjóri er Frank Perry. Aðalhlutverk Carrie Snedgress, Kichard Benjamin og Frank Langella. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. STJÖRNUBÍÓ Simi ■811:16 Meö köldu blóöi TRUMAN CAPOTE’S m €OLD BLOOD ÍSLKNZKim TKXTI. Æsispennandi og sannsöguleg bandarisk kvikmynd um glæpa- menn sem svifast einskis. Gerð eftir samnefndri bók Truman Capot sem kon ið hefur út á is- lenzku. Aðalhlutverk: Kobert Blake, Scott Wilson. Endursýnd kl. 9. Sonarvíg Hörkuspennandi kvikmynd i litum og Sinemascope úr villta vestrinu. Kndursvnd kl. f> og 7 Bönnuð innan 12 ára. KáPAVOGSBÍÓ Simi 119Hf> Júdómeistarinn Hörkuspennandi frönsk mynd i litum, sem fjallar á kröflugan hátt um möguleika júdó- meistarans i nútima njósnum tSLENZKUR TEXTI. Aðalhlutverk: Marc Briand, Marilu Tolo. Kndursýnd kl. 5.15 og 9. Bönnuð innan 16 ára. LEIKFELAG YKJAVÍKl Fló á skinni i kvöld. Uppselt. Atómstööin laugard. kl. 20.30. örfáar sýningar eftir. PTó á skiimi sunnud. kl. 15. Uppselt. Pétur og Kúna sunnud. kl. 20.30. 3. sýning. Fló á skinni þriðjud. Uppselt. Fló á skinni miðvikud. Uppselt. Lilla Teatern, Helsingfors Kyss sjalv sýn. mánudag kl. 20.30. Uppselt sýn. mánudag kl. 17.15. Aðeins þessar 2 sýningar. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Simi 16620. Austurbæjarbíó: SÚPKKSTAR Sýning i kvöld kl. 21. Uppselt. Næsta sýn. sunnudag kl. 15. Aðgöngumiðasalan i Austur- bæjarbiói er opin frá kl. 16. Simi 11384. TÓNABÍÓ Simi 31182 bár'v. Nýtt eintak af Vitskert veröld Övenju fjörug og gh.isileg gamanmynd. 1 þessari heims- frægu kvikmynd koma fram yfir 30 frægir úrvalsleikarar. Myndin var sýnd hér fyrir nokkrum árum við frábæra aðsókn. Leikstjóri: Stanley Kramer 1 myndinni leika: Spcncer Tracy, Milton Berle, Sid Cacsar, Buddy Hackett, Ethel Merman, Mickey Kooney, I)ick Shawn, Phil Silvers, Terry Thom- as, Jonathan Winters og fl. ISLENZKUR TEXTI Sýnd kl. 5 og 9. HASKQLABÍQ s.m. 22.10 Hörkutóliö True Grit Hörkuspennandi mynd aðalhlut- verk John Wayne, sem fékk Oscar’s verðlaun fyrir leik sinn i myndinni. ÍSLENZKUR TEXTI Bönnuð hörnum. Sýnd kl. 5 og 9. IAFHARBÍÓ ......... STEVE ný bandarisk kvikmynd i litum og Panavision, er fjallar um einn erfiðasta kappakstur i heimi, hinn fræga 24 stunda kappakstur i Le Mans. Aðalhlutverk leikur og ekur: Steve McQueen. Leikstjóri: Lee H. Katzin íslenzkur texti Sýnd kl. 5, 9 og 11.15 Halldór F. Jpnsson, útgerðarmaður í Ólafsvík f. 9.4. 1904, d. 22.3 1973. Hinn 28. marz var gerð útför Halldórs F. Jónssonar, út- gerðarmanns, frá ólafsvikur- kirkju. Halldór Friðgeir Jónsson var fæddur á Arnarstapa I Breiðu- vik, sonur hjónanna Steinunnar Jónsdóttur og Jóns Jónssonar. Halldór var yngstur af sex syst- kinum og er nú eitt þeirra eftir á lifi, Agústa, búsett i Reykjavfk. Þegar Halldór var tveggja ára fluttist hann meö foreldrum sinum til Ólafsvikur. Þau settust að i ólafsvikurkoti og bjuggu þar til æviloka. Ekki var auöur i þvi búi, frekar en mörgum öðrum hér i byggð á þeim árum. Jón, faðir Halldórs, var sjómaður og á sinum tima talinn einn bezti ræðari undir Jökli. Þegar ég man til, var hann kominn nokkuð fram á aldur. Hann átti sér tveggja manna far, sem hann reri jafnan einn og bar á stöfnum. Hann gróf fjörumaðk og hafði sér til beitu. A þessu fari mun Halldór hafa byrjað sjómanns- feril sinn. Halldór var bráðgjör og hóf snemma sjómennsku, enda um fátt annað að velja i sjávarþorpi á hans uppvaxtarárum. Hann var á árabátum, m.a. með tengdaföður sinum, Kristjáni Vigfússyni, sem var formaður hér i þorpinu, og stundaði auk þess sjómennsku á þilskipum og togurum. Eftir að trillubátaút- gerðin kom til, gerðist hann for- maður hjá Kristjáni Þórðar- syni, stöðvarstjóra og útgerðar- manni. Kristján setti vél i ára- bátinn sinn vorið 1927, fyrstur manna. Báturinn hét Armann, en litlu siðar lét hann smiða sér annan bát, Armann II, eða stóra Ármann, eins og hann var kallaður. Var Halldór lengi for- maður á honum og farnaðist vel. Vorið 1937 keyptu þeir Kristján m.b. Viking, 12 tonna bát, hinn fyrsta hér i byggðinni. Þeir gerðu bátinn út um sumarið á dragnótaveiðar og urðu að sigla með aflann til Reykjavikur, þvi að ekkert hraðfrystihús var hér þá, kom ekki hér fyrr en 1939, en i Stykkishólmi reis hraðfrystihús nokkru fyrr en hér og var þá landað þar yfir dragnóta- timann. Útgerðin á Vikingi gekk vel og reyndist báturinn mikil happafleyta. 1 árslok 1943 hætti Kristján sjómennsku, og gerðist Guðlaugur Guðmundsson þá sameignarmaður Halldórs og keyptuþeirhlut Kristjáns I bátn- um. 1945 keyptu þeir annan bát, Glað, 23 tonna bát. Sameign þeirra Guðlaugs stóð fram til ársins 1951. Þegar synir Halldórs fengu aldur til, gerðust þeir formenn á bátum föður sins, fyrst Jón Steinn, siðan Kristmundur og Leifur. Halldór lét smiða þrjá báta á Akureyri, Jón Jónsson, Steinunni, rúml. 70 tonna báta og Halldór Jónsson, um 100 tonna bát og átti auk þess m.b. Glað á timabili og gerði þá út fjóra báta. Arið 1966 stofnaði fjölskyldan hlutafélag um útgerðina, Stakk- holt h.f., og er Jón Steinn stjórnarformaður, en tengda- sonur Halldórs, Hermann Hjartarson, annast fjárreiður og bókhald Halldór hætti sjó- mennsku upp úr 1950, og sá þá um útgerð báta sinna. Hann leit til með sonum sinum, sem voru formenn á bátum hans og studdi þá i starfi þeirra. Velgengni i starfi má að visu kalla heppni, en hún er þó fremur árangur af vel unnu starfi, útsjónarsemi og dugnaði. En öll er útgerðarsaga Halldórs meö ævintýrablæ, rétt eins og þær breytingar, sem hafa orðið á þessari byggð á starfsferli hans. Sjómennska er aðall og uppistaða I lífi fólksins i sjávar- þorpunum, og útgerð Halldórs hefur verið gildur þáttur i at- vinnulífi byggðarinnar á þessu timabili. Halldór var farsæll sjómaður. Hinn 9. nóvember 1940 bar það við, að trillubátur sökk hér fyrir utan hafnarmynnið. Vikingur var þá i höfn og fóru þeir Guð- laugur út á bátnum og auðnaðist að bjarga einum manni af bátn- um, en þrir fórust. Oðru sinni komu þeir til hafnar snemma morguns aö sumarlagi, er þeir sáu bát við hafnarmynnið, að þvi kominn að sökkva. Halldór bjargaði áhöfn bátsins og dró bátinn til lands. Halldór var vel látinn af hásetum sinum og starfsmönn- um ög voru margir hjá honum árum saman og á það jafnt við um heimamenn og aðkomu- menn. Halldór giftist 22. mai 1926, Matthildi Kristjánsdóttur, ágætri konu. Hún sá um heimili þeirra hjóna með mikilli prýði og hjá henni var allt fágað og prýtt og til hennar var gott að koma. Þau eignuðust 10 börn, en misstu hið elzta þeirra, Laufeyju, á unga aldri. Hin eru öll búsett hér: Pálina, gift Sigurði Þorsteinssyni, neta- manni, Edda, gift Hermanni Hjartarsyni, forstjóra, Kristin gift Per Jörgensen, rafvirkja, Bylgja, gift Aðalsteini Birgi Ingólfssyni, stýrimanni Bára, ógift, Jón Steinn, giftur Hjört- friði Hjartardóttur, Krist- mundur, giftur Laufeyju Eyvindsdóttur, Leifur, giftur Ragnheiði Þorgrimsdóttur, kennara, og Vikingur giftur Sól- brúnu Guðbjartsdóttur. Fjöl- skyldan stendur öll að útgerðar- félaginu Stakkholt h.f., og er þess að vænta að svo verði til frambúðar. Halldór var greindur vel og sérlega glöggur á tölur. Ég minnist þess, að jafnan i vertfðarlok þegar upp var gert, reiknaði Halldór út hlutinn i huga sér svo að ekki skeikaði. Halldór var léttur i lund og gamansamur og skemmti sér gjarnan I hópi vina sinna. Halldór missti konu sina 19. marz 1962, en heimili hans var alla tið i Stakkholti, húsinu, sem þau hjónin höfðu búið i mestan sinn búskap. Að leiðarlokum færi ég Halldóri þakkir byggðarlagsins fyrir langt og gifturrikt ævi- starf, jafnframt þvi sem við hjónin þökkum honum löng og ágæt kynni og sendum fjöl- skyldu hans samúðarkveðjur. Ottó Árnason þjódleÍkhúsið Sjö stelpur eftir Erik Torstensson. Þýðandi: Sigmundur Orn Arn- grimsson Leikniynd: Björn Björnsson l.eikstjóri: Briet Héðinsdóttir Frumsýning i kvöld kl. 20. Ferðin til tunglsins sýning laugardag kl. 15. Indiánar sýning laugardag kl. 20. Ferðin til tunglsins sýning sunnudag kl. 15. Sjö stelpur önnur sýning sunnudag kl. 20. Miðasala 13.15 til 20. Simi 1-1200 Leikför: Furðuverkið sýning i Bióhöllinni á Akranesi iaugardag kl. 15. Sýning Hlégarði i Mosfellssveit sunnudag kl. 15. Fyrst voru það tveir bræður sem unnu sömu stúlku — nú eru það unna sama manni systur sem Franski kvikmyndasnillingur- inn Franeois Truffaut fékk á unga aldri dálæti á skáldsögum Henri- Pierre Rochés, sem hóf ekki höfundarferil sinn, fyrr en hann var kominn á áttræðisladur. Truffaut las fyrst söguna ..Jules og Jim” eftir Roché og hreifst af. llndrun hans og aðdáun varð enn meiri. þegar hann frétti. að þetta væri frumverk 74ra ára gamals manns. Roché dó 4 árum eftir að Truffaut kynntist þessu verki hans. og um þær mundir var Truffaut að gera fyrstu kvik- mynd sina. ..Ungur flóttamað- ur”, sem Háskólabió sýndi fyrir skemmstu. Tveim árum siðar tók Truffaut sig svo til og gerði kvik- mynd eftir þessari sögu Rochés. I ..Jules og Jim” er sagt frá bræðrum tveim. sem unna sömu stúlku mikinn hluta ævinnar. 1 þeirri mynd, sem Háskólabió sýnir næstu mánudaga ,,Anna og MurieP'eða ,,Les deux Anglaises et le Continent” eins og hún heitir á frummálinu snýr Roché dæm- inu við, þvi að þar fjallar hann um tvær enskar systur, sem unna sama manni, Frakka, um 20 ára skeið. Þykir saga þessi minna nokkuð á ævi Prousts, sem unni Bronte-sytrunum, Charlotte og Emily, i tiu ár, án þess að geta ráðið við sig. hvorrar hann ætti heldur að biðja. Þetta ætti að nægja til að sýna, a hér er um skemmtilegan efnivið að ræða, og það er „einkaleikari” Truffauts, sem er i aðalhlutverk- inu i myndinni, Jean-Pierre Leaud, sem hefur einu sinni sagt: „Truffaut er faðir minn, Godard föðurbróðir og Henri Langlois afi minn”. Það var raunar Leaud, sem lék aðalhlutverkið i „Ungur flóttamaður”. Var það fyrsta hlutverk hans, enda á 14. ári þegar hann lék það. Systurnar leika þær Kika Markham og Stacey Tendeter. Þeir, sem smá þessa mynd, munu ekki telja sig svikna af henni frekar en öðrum mánu- dagsmyndum Háskólabiós. Mánudagsmyndin Föstudagur 30. marz 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.