Alþýðublaðið - 30.03.1973, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 30.03.1973, Qupperneq 3
Þvi verður ekki neitað, að hún er snotur stúlkukindin á myndinni. — Hún er ensk og vinir hennar kalla hana Bluff eða Blöff upp á islenzku. Það þarf þvi ekki að koma ykkur á ó- vart, að hún hefur starf að þvi að „blöffa” fólk. Hún vinnur nefnilega við sjónvarpsaug- lýsingar. HLAUPA MEÐ LANDNÁMSELD FRÁ INGÚLFS- HÖFÐA TIL REYKJAVÍKUR Hátiðahöld á Reykjavikur- borgar i tilefni af 1100 ára afmæli tslandsbyggðar ná hámarki sunnudaginn 4. ágúst 1974, þegar siðustu 100 hlaupararnir þeysa inn á Arnarhól, eftir að lögð hefur verið að baki vegalengdin frá Ingólfshöfða til Reykjavikur, og tendraður verður langeldur mik- ill við styttu fyrsta landnáms- mannsins, Ingólfs Arnarsonar. Formaður bjóðhátiðarnefndar Reykjavikur 1974 er Gisli Hall- dórsson, forseti borgarstjórnar. A þrettándanum, 6. janúar, hefjast hátiðahöld með álfadansi og brennum i borginni. Frá þvi upp úr áramótum og fram i maí verða skólabörn virkir þátt- takendur i hátiðarhöldunum. A þessu timabili verður lögð áherzla á að kenna börnum sögu Reykjavikur, efnt verður til teiknisamkeppni meðal skóla- barna og verða beztu úrlausn- ar væntanlega gefnar út i bókar- formi. Einnig verður efnt til sýn- inga á vegum skólanna i höfuð- borginni, m.a. föndur- og teikni- sýningar, en auk þess iþrótta- sýningar, skólahljómsveitir koma fram o.fl. 17. júni verður „dagur æsk- unnar” og eiga iþróttaviðburðir einkum að einkenna daginn. Aðalhátiðin verður siðan helgina 3.-5. ágúst, og er það sama helgin og aðalhátiðahöldin fóru fram fyrir 100 árum. Dagskrá fyrir unga og aldna verður alla dagana, bæði að degi til og á kvöldin. Skólabörn, sem aka munu á skrautvögnum, með hljóðfæra- slætti, munu að morgni laugar- dagsins 3. ágúst vekja borgarbúa. Sunnudagurinn verður aðallega helgaður iþróttum. KYNFRÆÐSLAN Æni ENGAN AÐ HNEYKSLA ,,Ég held að enginn þurfi að hneykslast á þessari fræðslu, þvi efnið er sett fram á ákaf- lega nærfærinn hátt”, sagði Jón b. Hallgrimsson læknir, er Alþ.bl. spurði hann um kyn- fræðslu fyrir börn sem hefst i sjónvarpinu næsta miðviku- dag. „Efnið er við hæfi barna- skólabarna, enda sett inn til sýningar á þeim timum sem æatlaðir eru börnum. betta er einskonar þróunar saga. — Sýndar eru'fæðingar nokkurra dýra, og svo er einnig sýnd fæðing hjá konu í einum þátt- anna”. betta mun verða i fyrsta sinn, sem barnsfæðing sést i islenzku sjónvarpi. bættir þessir eru frá BBC, og verða þeirsýndir þrjá miðvikudaga i röð. Ekki var Jóni kunnugt um að fyrirhuguð væri samskonar fræðsla fyrir unglinga, „en ekki væri vanþörf á sliku”, sagði hann. RAUÐI KR0SSINN KAUPIR HOTEL FYRIR AGODANN AF FJÁRHÆTTUSPILAKOSSUHUM Setja upp sjúkragistihús — vilja einnig kaupa Hafnarbúðir Rauði kross tslands hefur fest kaup á húsnæði Hótels Ness við Skipholt í Reykjavik og er kaup- verðið 10,5 milljónir króna. Enn- fremur hefur Rauði krossinn haf- ið viðræður við Reykjavikurborg um kaup á Hafnarbúðum, en það VILJA FRIÐUN Alþýðublaðinu barst i gær ályktun þess efnis, að banna beri veiðar i botnvörpu og dragnót á Faxaflóa og auka beri friðunina. Ályktunin fer hér á eftir: „Fundur i Otvegsmannafélagi Hafnarfjarðar haldinn 22. marz 1973 samþykkir að mæla eindregið gegn þvi að framkomið frumvarp til laga um breytingu á lögum um bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu, þar sem gert er ráð fyrir að veiðar verði leyfðar i botnvörpu eða dragnót i Faxaflóa. Fundurinn bendir á að full ástæða sé til þess að halda áfram friðunum á þeim uppeldissvæð- um, sem nú eru friðuð og litur svo á, að heldur beri að auka friðunarráðstafanir en að draga úr þeim”. mál er nú til athugunar hjá borgarritara og Hafnarbúða- nefnd. „bað hefur lengi verið draumur okkar að eignast húsnæði, sem gæti orðið samastaður fyrir fólk utan af landi, sem leitar lækninga i Reykjavik, þ.e. fólk, sem ekki leggst inn á sjúkrahús, en þarf að dvelja svo og svo lengi i höfuð- borginni fyrir og eftir aðgerðir á sjúkrahúsum o.s.frv.”, sagði Eggert Asgeirsson, fram- kvæmdastjóri Rauða krossins, i samtali við Alþýðublaðið i gær. Rauði krossinn fær húsnæði Hótel Ness afhent i júni, en i vetur er húsnæðið tekið sem heimavist fyrirnemendur i Kennaraháskóla tslands. Húsnæðið er á tveimur hæðum, 17 herbergi, og er þar gistirými fyrir 26 manns. Með i kaupunum fylgja allir innan- stokksmunir hótelsins. Um hugsanleg kaup á Hafnar- búðum sagði Eggert: „Við höfum lengi verið að leita að húsnæði, sem hentaði starfsemi okkar, og er orðið alllangt siðan okkur datt i hug, að Hafnarbúðir kæmu til greina i þessu efni. Vegna starf- semi okkar i húsinu, siðan náttúruhamfarirnar i Vest- mannaeyjum hófust, höfum við komizt ennbetur að raun um, hve hentugt þetta húsnæði er fyrir ýmsa starfsemi, sem við höfum lengi haft á prjónunum, en ekki getað ráðizt i vegna húsnæðis- skorts.” Hins vegar sagði Eggert að Rauði krossinn myndi ekki leggja áherzlu á að fá Haínarbúðir til af- nota, meðan Vestmannaeyingar þyrftu á þeim að halda. Eggert sagði, að fjáröflun Rauða krossins hefði gengið mjög vel að undanförnu. „Til dæmis hafa söfnunarkassarnir, sem komið var upp viðs vegar á land- 'inu fyrir hálfu ári siðan, gefið okkur miklar tekjur. Er gert ráð fyrir, að tekjurnar, sem kassarn- ir gefa, geti staðið undir stofn- kostnaði og rekstri húsnæðisins i Skipholti. Við viijum, að pen- ingarnir, sem til okkar renna, verði til þess að bæta heilbrigðis- þjónustuna og velferð fólks i landinu”, sagði Eggert að lokum. GÆTIÐ YKKAR — ÞAÐ ER EKKI SAAAA HVER TEKUR AÐ SÉR AÐ TELJA FRAM TIL SKATTS Fjöldi framteljanda hefur lent i vandræðum vegna manns, sem auglýsti að hann sæi um að telja fram til skatts fyrir fólk. Tók hann i nokkrum tilvikum fyrir- framgreiðslu, og skuldbatt sig jafnframt til að skila framtölun- um til Skattstofunnar eða þá að sækja um framtalsfrest. Hvor- ugt gerði maðurinn, heldur lagðist i óreglu, og sýpur sak- laust fólkið nú seyðið af henni. Samkvæmt þeim upplýsing- um sem blaðið hefur aflað sér koma svona atvik upp á hverju ári. Lendir þá blásaklaust fólk i þvi að fá dráttarvexti vegna vanskila. Engin skilyrði eru sett hér- lendis þeim mönnum sem taka að sér slika þjónustu, en í ná- grannalöndunum verða menn að setja fram peningatrygg- ingu, sem siðan rennur til bóta- greiðslna bregði eitthvað útaf. 1 framangreindu tilviki varð að brjótast inn á skrifstofu mannsins, til þess að ná þaðan út gögnum sem hann átti að vera búin að skila til Skattstof- unnar. Föstudagur 30. marz 1973. o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.