Alþýðublaðið - 30.03.1973, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 30.03.1973, Qupperneq 7
F Eg mun skjóta ykkur niður eins og akurhænur, sagði Trotskívið þó 1921 — og það gerði hann: KRONSTADT-SJÓLIÐARNIR Nokkrir byltingarmenn frá Kronstadt, sem undan kom- ust. Þeir sluppu yfir isinn á Finnlandsflóa til Terijoki á Finnlandi — og sluppu frá hinu blóðuga uppgjöri eftir fall Kronstadt. VORU TAKNMYND - ÞESS VEGNA UROU ÞEIR AD DEYJA! Spjallað um nýútkomna danska bók eftir Henry Rasmussen / Aktuelt Trotskí vildi ekki semja viö sjóliðana og verkamennina í Kron- stad árið 1921. — Ég mun skjóta ykkur niður eins og aukurhænur, sagði hann. Og það gerði hann. Kronstadt-sjóliðarnir voru gamlir félagar hans. Kjarnakarlar, sem árið 1917 voru þeir tru- föstustu, þeir hug- rökkustu, en gerðu uþþ- reins árið 1921 til stuðn- ings við mótmæli og verkföll verkamanna í St. Pétursborg. Kronstadt-sjóliðarnir brutust undan kerfinu með því að gefa út striðsyf irlýsingu á hendur flokksgæðing- KR0NSTADT5 BtLIGGENHED I DEN FINSKE BU6T kOTLlN- 0ÉN 10 KM V/EJ.....JERNBANE unum og þeim stjórn- málaflokki, sem tekið hafði sér alræðisvald og þar með svikið hugsjón byltingarinnar. Kronstadt gat einangrað sig úti á isilögðum Finnlandsflóa með aðstoð flotadeildar og hins öfluga Kronstadt-virkis. t byrjun hélt Kronstadt fyllilega sinum hlut gegn flokknum — sem á móti skaut fótunum undir hryllingssögur um ..fólkið i Kronstadt, sem lætur zarinn stjórna sér”. En þegar til lengdar lét var ekki hægt að halda Kronstadt. Hinn 17. marz árið 1921 féllu borgin og virkið. Frá megin- landinu þrumuðu fallbyssur gegn Kronstadt. Úr lofti vörpuðu flugvélar sprengjum á virkið. Isinn á flóanum var ótraustur, en nokkrir her- mannahópar komust yfir. Þúsundir sjóliða og verka- manna láu dauðir á götunum i Kronstadt. Eftir áhlaupið kom svo dómsuppkvaðningin yfir þá, sem þá þegar höfðu ekki týnt lifi... það, sem vanrækt hafði verið, unnu dómarnir upp. Aðeins fáum einum tókst að flýja til Finnlands. 1 mörg ár eftir þetta reyndi Trotski að réttlæta ákvörðun sina um útrýmingu Kronstadt- sjóliðanna- Þetta voru ekki gömlu Kronstadt-sjóliðarnir, sagði hann. Þvert á móti voru þarna að verki siðlaus, borgaraleg öfl i stifpressuðum buxum og með nýmóðins hár- greiðslur, er hegðuðu sér sem svikarar við byltinguna i Kronstadt... sagði Trotski. Fullyrt er, að siðasta setning- in, sem hann mælti á bana- beði, hefði snúizt um sjólið- ana, sem hann hafði svikið ... það siðasta, sem menn hins vegar heyröu frá Kronstadt- sjóliðunum, þegar stórskotalið Rauða hersins gerði enda á uppreisn og hugsjón, voru hrópin: ..Lengi lifi heims- byltingin” ... óp sjóliðanna um leið og þeir voru murkaðir niður. Sjóliðarnir i Kronstadt eru atburður i sögunni, sem enn er lifandi. Margar útlistanir hafa komið fram. Margar skýring- ar hafa verið gefnar. Mikil reiði hefur verið látin i ljós og mikil fordæming hefur verið viðhöfð. Sagnfræðingar hafa mikið fjallað um þennan blóðuga og að sinu leyti dularfulla kapitula i sögu eftirbyltinga- áranna i Rússlandi. Var ýtt undir uppreisnina i Kronstadt utanfrá á timabili, þegar Sovétrikin voru auðsæranleg? A timabili, þegar fólkið svalt, skalf af kulda og hafði misst alla von? A timabili þar sem matur var af svo skornum skammti, að verkföll brutust út iivýmsum borgum? Eða voru mótmæli Kronstadt-sjóliðanna yfir- veguð og skipulögð tilraun til þess að stöðva þróun i Sovét- rikjunum, sem sjóliðarnir töldu hættulega og svik við hugsjónirnar? Kronstadt-sjóliðarnir voru táknmynd — symból — áður en þeir gripu til uppreisnar- innar. Það var þess vegna, sem þeir voru hættulegir — svo hættulegir, að þeir urðu að deyja... Kronstadt-sjóliðarnir voru e.t.v. svona hættulegir, vegna þess að þeir höfðu rétt fyrir sér. Svo að segja á sömu stundu og þeir voru stráfelldir kom Lenin fram með sina ,,ný- pólitik”, sem m.a. fól i sér ákveðna tegund af blönduðu hagkerfi með einkakapital- isma sem vaka breytingar á sósiölskum hugsunarhætti og framkvæmdahugmyndum. Með þeirri breytingu komu kommúnistar til móts viö meginatriðin i kröfum Kronstadts-sjóliðanna, sem vildu fá fólkið i framþróunina frekar en að það léti stjórnast af ósáttfúsum flokki. Þeir vildu styrkja sóvétin, en draga úr valdi flokksins. Frásögn tsvestíu Tveir Danir, þeir Niels Brunse og Hans-Jörgen Nielsen hafa tekið Kronstadt- málið til meðferðar i nýrri bók, sem m.a. byggir á mjög athyglisverðum skjölum: Kronstadt-útgáfum blaðsins Isvestiu frá þessum ógn- þrungnu timum. Efni þetta hefur nýlega verið þýtt á Vesturlandamál, og hinir tveir dönsku rit- höfundar taka þessi 14 tölu- Iblöð af Kronstadts-lversiu með i heimildaskrána, sem safnað hefur verið i frá „báðum hliðum”. Greinar Kronstadts-blaðsins eru i heild spennandi lesning, sem lýsir viðburðum og hugarástandi, segir frá von og að lokum von- svikum. Þetta efni ætti að skoða i samhengi við frá- sagnir þeirra sagnfræðinga, sem skoðað gátu atburðina úr nálægð, svo sem eins og hin vinstri sinnaða JBandarikja- kona Emma Goldman, sem Trotski vitaskuld afneitaði oft og mörgum sinnum — en lýsingar hennar hafa aðrir staðfest. Tilkynningar Kronstadts- ísvestiu eru oft barnalegar, alveg eins og tilkynningar danskra blaða frá hernáms- árunum um skammtanir, varúðarreglur o.s.frv. voru barnalegar. Samt er afgerandi munur á. Kronstadt var ekki hersetin af „erlendum öflum” en blaðið Framhald á bis. 4 SÍMALÍNUR TIL EVRÓPU UPPTEKNAR - GERIÐ SVU VEL AÐ REYNA AFTUR 1975 Margir brezkir við- skiptahöldar, sem reyndu að setja sjálfir upp sina einka-fagnaðarhátiðir þegar Bretar um s.l. ára- mót gerðust aðilar að Efnahagsbandalagi Evrópu, urðu að gefa þau upp á bátinn. Þeir komust nefnilega að þvi, að það er alls ekki svo auðvelt að ná simasambani við megin landið. Oft er það hreinn ógerningur. Það tók blaðamenn „The Sunday Times” 128 tilraunir aö ná átta sinn- um simasambandi við höf- uðborgir annara EBE- landa viö upphaf ársins. Þeir reyndu við simann á þeim tima dagsins, þegar flestir i viðskiptalifinu þurfa að ná tali af stéttarbræðrum sin- um i fjarlægum löndum eða af viðskiptavinum. Árangurinn var oft afkára legur. Til dæmis i niundá sinn, sem reynt var að ná simasambandi við brezka sendiráðið i Luxemburg voru blaðamennirnir skyndilega komnir i sima- samband við furðulostinn fisksala i Sheffield. Rilraunirnar til þess að ná simasambandi viö meginland Evrópu brugð- ust sem sagt i 93 skiptum af hverjum 100 — og eru það athyglisverðar upp- lýsingar fyrir okkur Is- lendinga, þar sem mikið af simasamskiptumm okkar við önnur lönd fara fram um London þótt við getum ekki hringt beint út án milligöngu miðstöðvar, eins og hægt er viða ann- ars staðar. Brezka póst- málastjórnin (sem viður- kennir að „tekst ekki hlut- fallið” sé 60%) segir, að á næstu tveim árum muni simasambandið enn versna. Þá fyrst er hægt að vænta betri tima. Þegar blaðamenn „The Sunday Times” endurtóku tilraun sina kl. 6 siðdegis á virkum degi náðu þeir sambandi við sex af átta höfuðborgum annara EBE-landa i fyrstu til- raun. Simasambandi við Paris náðu þeir i annarri tilraun og við Luxemburg i þeirri þriðju. Til þess svo að bæta gráu ofan á svart á þess- um dögum Evrópusam- vinnunnar var erfiðasta tilraunin, sem blaðamenn- irnir gerðu, að ná sima- sambandi við sjálfar aðal- stöðvar Efnahagsbanda- lags Evrópu i Bríissel. Byrjað var að hringja kl. 3 siðdegis og var hringt án afláts, en ávallt kom „á- tali-sónninn”. Þegar sam- band loks fékkst i 23ju til- rauninni, sem gerð var, þá gerðu truflanir á linunni allt samtal ómögulegt. Það tók hálfa klukkustund til viðbótar — og 33 til- raunir — að ná sambandi við stöðvar EBE, en þá var klukkan orðin 5 i Briissel og flest starfsfólk- ið á leiðinni heim til sin. Helzti flöskuhálsinn hvað varðar simasam- band við meginlandið er ekki fjöldi eða fæð linanna, sem tengja Bretland og meginland Evrópu sima- sambandi, heldur dreifi- stöðvarnar fyrir endunum á þessum linum. 011 simasamtöl milli Bret lands og annara hluta heimsins fara um aðra hvora af tveimur mið- stöðvum i London: Fara- day House við Thames- ána eða miðstöðina i Woodstreet, að baki St. Pálskirkjunnar. Há- marksafkastageta stöðv anna á simtöl til og frá Bretlandi — hvort sem hringt er beint eða gegn um miðstöð — eru 3.300 simtöl i senn. Póststjórnin telur þó, að hámark þeirra simtala, sem i raun og veru geti átt sér stað á sama tima um þessar miðstöðvar, séu 2.750. Afgangurinn af lin- unum er þá upptekinn af simnotendum, sem eru að reyna að „ná I gegn”, en tekzt ekki. Þegar kerfið yfirhleðst þá fækkar þeim simtölum, sem „takast”, vegna þess, að þá eru fleiri linur bundnar simtalstilraun- um, sem engan árangur bera. 1 undantekningartil- vikum, þegar álagið er sérstaklega mikið, geta á- hrifin verkað aftur fyrir sig, þannig að ekki aðeins simakerfi viö útlönd fari i rúst, heldur einnig sima- kerfi sjálfrar Lundúna- borgar. Hluti af vandamálinu skapast af þvi, að sima- þjónusta Frakka og Itala annar alls ekki þeim kröf- um, sem til þeirra eru gerðar. Niðurstaðan verð- ur sú, að tilraunir Breta til þess að ná simasambandi við Róm eða Paris, sem ekki takast vegna upp- náms i simakerfi þessara borga, hafa afturverkandi áhrif og leggja brezka utanlandskerfið einnig i rúst. Samt sem áður var hægt að auka árangur kerfisins ef viðtækari dreifiútbún- aði hefði verið komið fyrir á undanförnum árum. Ár- ið 1967 spáði brezka Póst- málastjórnin 14% aukn- ingu á ári á simtölum við útlönd og hagaði fram- kvæmdum i samræmi við þaö. Sumir — fyrst og fremst Samtök simnot- enda — fullyrtu, að þörfin myndi verða miklu meiri. Og þeir reyndust sannspá- ir. Hún jókst um 20% á ári og þegar Póststjórnin hafði áætlað tvöföldun á simtalabeiðnum við útlönd á fimm árum fjölgaði beiðnunum um 25%. Þá gerði Póststjórnin heldur ekki ráð fyrir vara- afkastagetu simakerfisins sem hægt væri að gripa til á þeim timum dags, þegar álagið nær hámarki. Af- leiðingarnar eru þær, að á þeim tima, sem skrifstof- ur eru opna i Bretlandi er talsimakerfið við útlönd með afköst 20% undir þörfinni. Póststjórnin hef- ur reynt að mæta þessu með ýmsum ráðum — m.a. þvi að stækka til muna helzt telex-miðstöð Bretlands i St.Botolph i Lundúnaborg. Það eykur getu kerfisins um 50% til þess að afgreiða simtöl til útlanda, þar sem simnot- andinn sjálfur velur núm- erið — en vel að merkja aðeins til landa utan Evrópu. Erfiðleikarnir, sem mæta þeim simnotendum, er sjálfir geta valið sima- númer viðmælenda sinna i Evrópu, eru þó litilvægir miðaðviðerfiðleika hinna, sem verða ávallt að leita Myndin sýnir hve oft þurfti aö reyna til að ná síma- sambandi við númer i höf- uðborgum hinna átta rfkja, er voru fyrir I Efnahags- bandalagi Evrópu frá fyrirtækissíma i London, er Bretar gengu i Efnahags- bandalagið (ytri hringirn- ir) — og simasambandi frá viðkomandi borgum til London (innri hringirnir). Eftir þvi sem rikjum bandalagsins fjölgar, þvi flóknara og svifaseinna verður allt simasamband. til miðstöðvar um sima- samband við útlönd. Biðtiminn eftir hand- virkum simtölum er oft ó- trúlega langur. Það er ekkert óvanalegt að biða þurfi i sex klukkustundir eftir simtali til Rómar — þeir sem eiga peninga geta sem sagt mæta vel tekið sérflugfarfram og til baka til Rómar og verið komnir aftur heim löngu áður, en miðstöð kemur með simtalið. Með þvi að snúa skifunni án afláts er þó yfirleitt hægt að ná simasambandi við borgina á ca. 15 mínútum. Að þvi er yfirmaður utanlandsdeildar brezku simaþjónustunnar segir eru umbætur væntanlegar árið 1975. A þessu ári kemst mið- stöðin i Wood Street til fullra afkasta, en þær um- bætur munu ekki megna annað en að mæta við- bótaróskum um utan- landssimtöl þannig að af- kastageta kerfisins verður áfram að meðaltali 20% fyrir neðan þarfir. A næsta ári verða engin umtals- verð nývirki framkvæmd eða tekin I notkun i sima- kerfinu við útlönd þannig að á þvi ári gæti afkasta- getan alveg eins dottið niður i 40% fyrir neðan þarfir. Það eru sem sagt ekki við Islendingar einir, sem eigum i vandræðum með simaþjónustuna. Þar virð- ist hver og einn hafa sinn djöful að draga. Föstudagur 30. marz 1973. Föstudagur 30. marz 1973. GORDON BANKS Enski landsliðsmarkvörð- urinn Gordon Banks, sem talinn hefur verið bezti markvörður heims og var i fyrra kjörinn knattspyrnumaður ársins og iþróttamaður ársins i Englandi, hefur hafið æfingar á ný. Hann hefur sett sér það takmark að leika aftur i ensku 1. deildinni eftir bilslysið, sem hann lenti i i október sl. Hann langar einnig að komast i landsliðið og taka þátt i iokabaráttu heimsmeist- arakeppninnar i Þýzkalandi ár- ið 1974. Að morgni sunnudagsins 22. október sl. var Gordon Banks á ferð I gegnum þorpið Whitmore á heimleið. Hann haföi verið i London aö leita sér lækninga á axlarmeiðslum, sem hann haföi hlotið daginn áður i leik gegn Liverpool. A sunnudögum var hann vanur að hafa börnin sín, 14, 9 og 3 ára, með sér i bilnum, en þennan dag var hann einn á ferð. Þegar hann var kominn út úr þorpinu, rakst hann á bil, sem kom á móti. Framrúðan möl- brotnaði við áreksturinn og hann skarst á enni, augnlokum og hægra auga. Hann var alger- lega blindur I 50 stundir, og jafnvel nú er ekki fullvist, að hann fái aftur fulla sjón á hægra auga. Þessi þekkti markvörður veitekki heldur, hvort hann get- ur nokkru sinni leikið aftur með 1. deildar liði. „Ég reyni að vera þolinmóð- ur”, sagðihann I viðtali i febrú- ar. „Ég byrjaði að æfa aftur fyrir hálfum mánuði. Ég hef sett mér takmark, og ég reyni að ná þvi með þvi að æfa á hverjum degi. Likurnar eru ekki miklar fyrir þvi, að ég leiki meira með Stoke á þessu leik- timabili, en ég vona, að sjónin skáni. Mig langar að vita, hvort ég sé nokkurs megnugur sem eineygður markvörður. Ef þaö tekst ekki, vona ég, aö ég fái aö annast þjálfun markvarða fyrir félagið”. „Énginn má sköpum renna”, sagöi Banks ennfremur. „Þetta var eitthvað það versta, sem fyrir mig gat komið. Annars má ég þakka fyrir, að ekki fór verr. Ég er feginn, að enginn i hinum bilnum skyldi slasast, og ég er feginn, að börnin voru ekki með mér". Það er i frásögur færandi, að Banks fékk 40 punda sekt fyrir gáleysislegan akstur. Hann ók á hægri vegarkanti, þegar árekst- urinn varð, en sem kunnugt er, aka Englendingar á vinstri vegarkanti. í fyrsta sinn i 17 ár missti hann ökuskirteinið. Gordon Banks er hvers manns hugljúfi, hægur i umgengni og brosmildur. Hann hefur veriö atvinnuknattspyrnumaöur sið- an 1959, er hann var seldur til Leicester frá Chesterfield. Hann hefur leikiö nær 500 leiki, og er sá markvörður, sem flesta landsleiki hefur leikið, 73 tals- ins. Hann hóf að leika með Stoke árið 1967, og samningur hans við félagið rennur ekki út, fyrr en hann verður fertugur. Það er ekkert viö þvf að gera, ef hann, sem cr 34 ára gamali nú, verður að hætta að leika knattspyrnu, segir hann. „Það rekur aö þvi fyrr eða siðar, aö maöur verður að hætta. Knattspyrnuferill minn er ágætur, og ég hef þegar leikið lengur en flestir aörir at- vinnumenn. Það hefði verið erf- iðara fyrir mig að sætta mig við þetta, ef þetta heföi komið fyrir, þegar ég var 10 árum yngri. Ef ég reynist ekki góður þjálfari, mun ég gefa mig óskiptan að fyrirtækjum minum”. Banks er 180 cm á hæð, en flestir halda, að hann sé talsvert hærri. Hinar frægu hendur hans eru hvítar og mjúkar. Báðir úin- liðir hans hafa brotnað, svo og flest fingurbein, og sumir fing- urnir viröast stifir og kræklótt- ir. Gordon Banks fæddist i Shef- field, þar sem faðir hans var stáliöjuverkamaður, og ungur að aldri einsetti Gordon sér að feta ekki i fótspor föður síns. Honum var meinilla við óhrein- indin og reykjarsvæluna, og faðir hans hafði slæman hósta árum saman. í Ferris Street, þar sem Gordon ólst upp, hugs- uðu drengirnir ekki um annað en knattspyrnu, og þeir áttu sér þá ósk heitasta að verða góðir knattspyrnuinenn. Gordon lauk skólanámi, er liann var 15 ára og fékk vinnu i kolanámu. Honum leiddist starfið. Það gafst ekki mikill timi til að leika knattspyrnu. Hann var við herskyldu i Þýzka- landi, og þar hitti hann úrsúlu konu sina. Að lokinni herskyldu hóf hann að leika með 3. deildarliðinu Chesterfield og var skærasta stjarna liðsins i mörg ár. Það var ekki fyrr en áriö 1960, að Leicester kom mcð viöunandi tilboð. Áriö 1965 varð Banks fastur maður I landsliðinu. Hann stóð sig með hinni mestu prýði i heimsmeistarakeppninni árið 1966, og þá hækkaði hann mjög I verði. Hann langaöi að freista gæfunnar með frægara liði, en það var ekki fyrr en ári síöar, að Stoke tryggði sér bezta mark- vörð heims, manninn, sem varð arftaki Jashins. Og nú biður hann þess i óbærilegri óvissu, sem framtiðin ber I skauti sér eftir að hafa lent i hinu svipiega bilslysi 22. október, en sauma varð 108 spor i andlit hans. Bezti markvörður í heimi — er ferli hans lokið?

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.