Alþýðublaðið - 30.03.1973, Síða 12

Alþýðublaðið - 30.03.1973, Síða 12
KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7, nema laugardaga til kl. 2, sunnudaga milli kl' 1 og 3 Sími40102. Dúfnastríð á Grettisgötunni VERÐLAGSSTJÚRI HEFUR VIKIÐ GÓÐU AÐ DÚFUNUM EN í ÓÞÖKK HEILBRIGDIS- YFIRVALDA Heilbrigöisyfirvöld borgar- innar með tilstyrk lögreglu rufu hús á áttræðri konu, og að henn- ar sögn unnu þessir aðilar ætl- unarverk sitt af þeim myndug- leik, að hún komst ekki til að nota sinn eigin sima, er hún hugðist leita leiðbeiningar og hjálpar dýraverndunarfélags-. ins. betta skeði hinn 12. febrúar s.l., er óhjákvæmilegt þótti að fjarlægja dúfur úr kjallara Sigriðar Steffensen. Sigriður hefur unnið sér það til óhelgi, að hún hefur hænt aö mikinn fjölda dúfna með þvi að kasta korni fyrir þær i garði sin- um á baklóð við Grettisgötuna. Hafa þær þvi leitað þangað eftir griðlandi og fóðri. Þá hefur hún oft bjargað meiddum fuglum og veitt þeim skjól i kjallara húss Einhverjir nágrannar hafa amazt við þessu tómstunda- og liknarstarfi gömlu konunnar, og valdið henni margs konar ama. Dúfnakofi, sem hún hafði i garði sinum, hefur verið rifinn og rúð- ur brotnar i ibúð hennar og sundurskotnar. Telur Sigriður, að hún hafi ekki fengið viðhlit- andi vernd fyrir ofurefli pöru- pilta og óvinveittra nágranna. Asgeir Friðjónsson, fulltrúi lögreglustjóra, kvað þessa að- gerð eiga sér langan aðdrag- andi, og hefðu allir aðilar verið seinþreyttir til ráðstafana gegn þessari fullorðnu konu. Hins vegar hefðu itrekaðar sam- þykktir heilbrigðisráðs borgar- innar hnigið að þvi, að ekki var unnt að láta þetta dúfnahald viðgangast. bórhallur Halldórsson, fram- Pörupiltar hafa gengið hart á rúðurnar hjá Sigriði með loftrifflum, eins og sjá má á stóru myndinni. Á litlu myndinni i horninu er Sigriður að gefa dúfunum sinum. kvæmdastjóri heilbrigðiseftir- lits Reykjavikurborgar, sagði að árum saman hefði verið kvartað undan óþrifnaði af þeirri dúfnamergð, sem þarna hefði hænzt að. Kvað hann allar fortölur við Sigriði um árabil hafa reynzt árangurslausar. Taldi hann mjög miður, að beita þurfti þeim, aðgerðum, sem gert var, en ekki hefði verið annarra kosta völ, af heil- brigðis- og þrifnaðarástæðum. Aðför yfirvalda að Sigriði hefur verið kærð fyrir sakadómi Reykjavikur. LEIÐIB SVIM- KJÖTHI HIÁ SÉR Eftir þvi sem Alþýðublaðið kemst næst eru verðákvarðanir á svinakjöti ákaflega lausar i reipunum, — „þetta er svo litil búgrein”, „það er litið á svinakjöt sem lúxusmat” og „verðlags- stjóri leiðir hjá sér að taka ákvarðanir um verðið”, voru svörin, sem við fengum hjá nokkrum framámönnum kjöt- vinnslunnar, þegar við höfðum samband við þá i gær. Þeir sögðu, að verðlagsstjóra sé tilkynnt um hækkanir á svinakjötinu, en hann skipti sér ekkert af þeim. Það kom lika i ljós, að verðið er nokkuð mismunandi i kjöt- verzlunum. Við spurðum um verð á úrbeinuðum svina hamborgar- hrygg, og reyndist verðið vera ýmist 913 krónur kilóið eða 927 krónur, og i einni verzlunni kostaði það enn 707 krónur, eins og verðið var fyrir 1. marz. Að þvi er Vigfús Tómasson, sölustjóri hjá Sláturfélagi Suður- lands, sagði Alþýðublaðinu i gær, hækkaði svinafóður gifurlega vegna gengisfellinganna, og töldu bændur sig þurfa 15% hækkun. Hana fengu þeir að sjálfsögðu, og hækkuöu þá heildsalarnir sitt verð jafn mikið, og smásalarnir lögðu álagningarprósentuna á það verð, en siðan koma sölu- skattshækkunin á allt saman. Bændur fengu sina hækkun 1. marz, en hún kom ekki til fram- kvæmda á útselt kjöt fyrr en 5. marz. AÐALSTYKKIN VANTAR ENN (AMERÍSKU DÆLURNAR Énn var barizt við að halda hrauninu frá Vestmannaeyjahöfn i gær með sjódælingum, og i gær- kvöldi, þegar Alþýðublaðið siðast frétti, hafði það borið þann árangur, að jaðarinn hafði litið sem ekkert hreyfzt allan daginn. Amerisku dælurnar eru enn ekki komnar i gagnið. Astæðan er m.a. 60 VESTMAHHAEYJAFJÖLSKYLDUR VIUA SETJAST AD f ÞORLÁKSHÖFN Hreppsnefnd ölfushrepps vill að Þorlákshöfn verði vettvangur „nýs Vestmannaeyjabæjar”, ef með þarf. „Hreppsnefndin vill taka fram að nægjanlegt land- rými er fyrir hendi i Þorlákshöfn fyrir alhliða uppbyggingu staðarins”, segir i tilkynningu frá hreppsnefndinni. Nú eru milli 110 og 120 Vestmannaeyingar i Þor- lákshöfn og 60-70 húsabeiðnir frá Vestmannaeyingum liggja fyrir til Þorlákshafnar. I tilkynningu hrepps- nefndarinnar kemur fram, að llEyjasíminn orðinn innanborgar Þeir aðilar i Vestmannaeyjum, sem mesta þörf hafa fyrir sima- samband við land, hafa fengið númer beint frá Reykjavik, og má hringja þangað eins og innan- bæjar. Meðal þeirra eru Póstur og simi, almannavarnir og gúanóið. Fimm önnur númer eru tengd i gegnum Selfoss og hafa svæðis- númer 99, eins og skýrt heíur veriðfrá áður i Alþýðublaðinu. Að sögn Ólafs Tómassonar, yfirverk- fræðings hjá simanum er mjög mikið álag á númerin um Selfoss, enda var það þegar orðið gifur- legt áður en Vestmannaeyja- númerin voru tengd inn á stöðina þar. Sagði hann, að úr þessu rætist þó fljótlega, þar sem unnið sé að þvi að fjölga linum á Sel- fossi úr 48 rásum i 120. Mjög erfitt hefur verið að ná til Eyja um simstöðina i Reykjavik, en hún er aðeins i sambandi um svonefnda grunnlinu radiósam- bandsins. Viðlagasjóður „vixlaði” þeim 25 húsum, sem til Þorlákshafnar áttu að fara i fyrstu, til Selfoss, þar sem skipuiag Þorlákshafnar hlaut ekki strax náð fyrir augum yfirvalda á skipulagssviðinu. Nú hefur þessu verið kippt i lag og liggur nú fyrir samþykkt skipulag fyrir 120 einbýlishús i Þorláks- höfn og er hönnun gatna þegar hafin. Segir hreppsnefndin að henni sé ekki kunnugt um annað en að Þorlákshöfn fái ,, að minnsta kosti 25 hús” i fyrsta áfanga Viðlagasjóðs. t lok tilkynningar sinnar tekur hreppsnefnd ölfushrepps fram, „að stórátak i hafnarmálum er ótvirætt nauðsynjamál”. sú, aö Suðri, sem átti að koma með aðalstykkin f þær i gær, varð að leita vars undan Garðsskaga og lá þar enn um niuleytið i gær- kvöldi, að þvi er bezt er vitað. Ofar i bænum hélt hraunið áfram að mjakast i gær, og siðast þegar við frÁtum var það fjarið að leggjast upp að suðurhúsi ísfélagsins. Þá var hraunið komiö yfir gömlu slökkvistöðina og komið út í miðjan Kirkjuveg. Rafmagnsskortur hefur verið i Eyjum, en væntanlega verður úr þvi bætt I dag, þar sem Herjólfur átti aö leggja af stað til Eyja með rafstöð, sem á að anna allri raf- magnsþörf. Vatnsskortur hefur ekki verið tilfinnanlegur, en erfitt er aö nálgast vatnið, þar sem sækja verður það mestallt i brunna, og einnig fæst vatn úr vatnspósti i Botni. Það er að visu dálitið salt, en þó má drekka það. NYR BATUR Fyrir skömmu kom nýr bát- ur til ólafsvíkur, Stefán Krist- jánsson SH 184. Hann hét áður Guðbjörg og var frá Hafnar- firði, en er nýuppgerður. Stefán Kristjánsson er 60 lestir, og er örn Alexanders- son formaöur á bátnum og aðaleigandi.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.