Alþýðublaðið - 03.04.1973, Qupperneq 3
Helgi E. Helgason
lætur af störfum
Helgi E. Helgason lætur nú
af störfufn sem blaðamaður
við Alþýðublaðið, en hann
hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri Félags Is-
lenzkra simamanna.
Helgi hefur verið biaðamað-
ur við Aiþýðublaðið I hálft
sjötta ár. Hann hefur átt sæti I
stjórn Blaðamannafélags is-
lands og verið fulltrúi Alþýðu-
biaðsins i iaunamálanefnd
B.Í..
Alþýðublaðið óskar Helga
alls velfarnaðar I hans nýja
starfi.
PRÚFLAUSIR OG
DRUKKNIR UNG-
LINGAR A
STOLNUM BÍL
og það endaði með ósköp-
um eins og vænta mátti
Tveir 16 ára þétt-
drukknir unglingar,
brutust inn i bil suður i
Grindavik á laugar-
dagskvöldið, komu hon-
um i gang og óku af stað.
Ekki varð sú ferðin til
fjár, þvi þegar þeir
höfðu skammt ekið, óku
þeir inn á aðalbraut,
þvert i veg fyrir bil, og
varð þar harður árekst-
ur og mikið tjón, en eng-
an sakaði þó teljandi.
Við yfirheyrslur
sögðust þeir ekki hafa
séð nokkurn bil á aðal-
brautinni, enda skyn-
semin og sjónin skert af
vindrykkjunni, þeir voru
báðir réttindalausir og
með öllu óvanir bilnum.
Piltarnir eru báðir að-
komumenn i Grindavik,
og vinna þar við vertið-
ina.
BRUGÐIÐ Á LEIK I TILEFNI DAGSINS
Fjölmiðlar brugðu á leik að
venju 1. april og þá mátti lesa og
heyra ýmsa kynduga fréttina,
sem bar keim af glensi og hugar-
flugi fremur en sannleik.
Þannig varð til sú frétt Alþýðu-
blaðsins að tilraun yrði gerð þá
um kvöldið með útsendingu sjón-
varpsþáttar i litum. Hafi hins
vegar einhver ekki áttað sig á
gabbinu hefur hann eflaust gert
annað tveggja, farið upp á þak og
snúið loftnetinu, ellegar hringt i
„Orð lifsins”.
Fréttin „Verndum kengúruna”
á baksiðu Morgunblaðsins var
ekki aprilgabb eins og ýmsir
kunna að hafa haldið, heldur var
það að sjálfsögðu forsiðufréttin
um sönnun þess að Snorri Sturlu-
son sé höfundur Njálu. Hins vegar
fór það ekki fram hjá neinum að
kengúrufrétt sjónvarpsins var i
tilefni dagsins, og eins útvarps-
frétt um visindalegar rannsóknir
á Bernhöftstorfunni. Visir gat
engu gabbi við komið þar sem
hann kemur ekki út á sunnudög-
um, en Timinn birti þann dag
frétt um að áform væru um
styrjurækt i Eyjafjarðará.
Villurnar ekkert
vandamál lengur
Elin Sigurbjörg Gestsdóttir hjá
Skrifstofuvélum hf. sýndi blaða-
mönnum í gær kosti nýjustu ritvél-
arinnar frá IBM, sem heldur innreið
sína á íslenzkan markað í dag. Með-
al annarra nýjunga er á þessari rit-
vél sá útbúnaður, að það er leikur
einn að leiðrétta villur, sem henda
jafhvel færustu vélritunarstúlkur.
Fyrirtækið heldur næstu þrjá daga
sýningu á nýjustu gerðum verzl-
unar- og skrifstofutækja á Hótel
Sögu. Er hún opin almenningi kl.
5—7.
VARPIÐ SALTAÐ!
Fyrsti blaða-
maðurinn fær
fálkakross
Fyrsti Islendingurinn til að
bera starfsheitið blaðamaður
varð Árni Ola og hefur forseti
Islands nú sæmt hann riddara-
krossi islenzku fálkaorðunnar
fyrir ritstörf hans.
Aðrir, sem heiðraðir voru:
Arni Kristjánsson, pianó-
leikari hlaut stórriddarakross
fyrir tónlistarstörf. Ingimar A
Oskarsson, grasafræðingur
riddarakross fyrir störf á sviði
náttúruvísinda, séra Magnús
Guðmundsson fyrrv. prófastur
riddarakross fyrir embættis-
störf og dr. phil Matthias
Jónasson, riddarakross fyrir
störf á sviði fræðslu og uppeldis-
mála.
Talið er nú næsta öruggt, að
grunnskólafrumvarpið margum-
rædda verði ekki að lögum á
þessu þingi. Stjórnarflokkarnir
munu vera staðráðnir í þvi að láta
ljúka þinghaldi fyrir páska, þann
ig að einungis eru nú u.þ.b. 4 vik-
ur eftir af þingtimanum. Sá timi
er talinn of skammur til þess að
unnt verði að afgreiða grunn-
skólafrumvarpið og mun mennta-
málaráðherra hafa sætt sig við að
fresta afgreiðslu þess enn um hrið
— þótt ekki hafi það verið honum
ljúft. Er þvi auðséð, að annað
starfsár rikisstjórnar Ólafs
Jóhannessonar ætlar að vera eins
og það fyrsta — stórtiðindalaust i
skólamálum: alger eyða i sögu
fræðslumála á Islandi.
Og þau munu vera fleiri stóru
málin, sem rikisstjórnin hefur
afráðið að fresta. Þannig er talið
næsta öruggt, að heilbrigðismála-
frumvarpið verði ekki að lögum á
þessu þingi og mun þvi ekkert
stórt mál frá stjórninni verða af-
greitt það, sem eftir er þingtim-
ans. Þá verður einnig afgreiðslu
frestað á fjölmörgum þinganna-
málum ef þinghaldi á að verða
lokið fyrir páska.
Eilífur skortur á
vinnuafli i stein-
bítinn fyrir vestan
„Okkur vantar alltaf vinnu-
kraft hérna fyrir vestan en við
erum ekki i neinum vandræðum i
likingu við það sem þekkist fyrir
sunnan”, sagði Jón Páll Halldórs-
son framkv.stj. Norðurtanga hf. á
ísafirði er blaðið ræddi við hann
GRUNNSKOLAFRUM
vegna frétta um stórfelldan
vinnuaflsskort.
Jón Páll sagði, að atvinnulifið
væri miklu stöðugra á Vestfjörð-
um og þar kæmu sjaldan þessar
miklu aflahrotur. En þvi væri
ekki að leyna að vinnuafl vantaði,
til dæmis nú þegar mikið veiðist
af steinbit. Ekki þýðir að setja
steinbitinn i flökunarvélar, held-
ur verður að handflaka hann all-
an.
Fiskiriið hefur verið heldur
tregt að undanförnu hjá Vest-
fjarðabátum, þetta 5—8 lestir i
róðri. Sem fyrr segir er uppistað-
an i aflanum steinbitur.
Þriöjudagur 3. apríl 1973.
o