Alþýðublaðið - 04.04.1973, Blaðsíða 2
Hvað bjó á bak við, þegar 20 -Þjóðverja skyldu hefjast i gær? i
vestur-þýzkir togar réðust inn á grein veitir Pétur Guðjónsson,
hrygningarstöðvarnar á Selvogs- þessu máli fyrir sér og ýmsu öðru i
banka rétt í þann mund, sem Iand- sambandi við landhelgisviðræður i
helgisviðræður íslendinga og V- heild.
Þýzku togararnir
fengu sína skipun
beint frá London!
Flesta rak í rogastanz
þegar sagt var frá þvi i
hádegisfréttum i gær-
dag, að 20 vestur-þýzkir
togarar hefðu ráðizt inn
á algjört hrygningar-
bannsvæöi á Selvogs-
banka þá um morgun-
inn. Svo einkennilega
vildi til að einmitt þenn-
an dag áttu að byrja
samningaviðræður milli
þýzkra og islenzkra
embættismanna um
lausn á landhelgisdeil-
unni. Það hefur verið
skilningur beggja land-
anna, að rétt fyrir
samningaviðræður hef-
ur ávalit verið reynt að
hafa sem hljóðast á
miðunum til þess að
spilla ekki æskilegu
friðarandrúmslofti hjá
samningamönnunum.
Þvi liggur hér eitt-
hvað alveg sérstakt bak
við, sem úthugsað er til
þess að spilla og
sprengja samningavið-
ræður Þjóðverja og Is-
lendinga. Timasetning-
in er svo hárnákvæm og
hér er um algjörlega
nýjan þátt i framkomu
þýzkra togara að ræða
svo ekki kemur til mála
annað en að hér liggi á
bak við þræl úthugsuð
aðgerð hjá þeim mönn-
um sem hafa beinan
hagnað af þvi að koma
samningunum i strand.
Þá er einfaldast að fara
eftir teóriunni,„hver er
það sem þénar á glæpn-
um”?
Þegar það er athugað
kemur aðeins einn aðili
til greina, brezka rikis-
stjórnin. Munu nú verða
dregin fram ákveðin
rök og staðreyndir til að
renna stoðum undir
þessa kenningu. Það
var vitað mál fyrir út-
færsluna i 50 milur að
útfærslan mundi ekki
fást átakalaust, sér-
staklega ekki þar sem
um samninginn frá 1961
var að ræöa. Töldu
Bretar sig eiga i honum
i það minnsta þá frest-
unarmöguleika, ef ekki
algeran dómsigur, til að
koma í veg fyrir út-
færsluna út fyrir 12 mil-
urnar. Þetta mundi
duga til að tengja hugs-
anlega úrfærslu saman
við framtiðar hafréttar-
ráðstefnu. Þeir söfnuðu
um sig liði banda-
manna, þeirra aðila
annarra en járntjalds-
landanna, sem neituðu
að gerast bandamenn
Breta, sem höfðu hags-
muni af lítilli landhelgi
við tsland, og höfðu
fiskað upp að 12 milun-
um. Þessir aðiiar voru
Danir — Færeyingar,
Belgar, Vestur-Þjóð-
verjar.
Tii þess að undir-
byggja málið ennþá
betur tengdu Bretar
hagsmuni þessara
þjóða saman i gegnum
EBE og viðskiptasamn-
ing bandalagsins við Is-
lendinga. Frá byrjun
hefur það verið megin-
stefna islenzku rikis-
stjórnarinnar að
sundra þessum óvina-
hóp og tina einn banda-
manninn á fætur öðrum
af Bretum.
Fram að þessu má
segja að islenzka rikis-
stjórnin hefur unnið tvo
stórsigra á Bretum með
þvi að gera sérsamn-
inga við Færeyinga og
Belga og þar með skilja
Breta eftir fram að
þessu með aðeins 1
bandamann. Það væri
hræðilegt áfall fyrir
Breta ef kotrikið tsland
mundi nú ræna af þeim
siðasta bandamannin-
um og skilja þáeftireina
og yfirgefna i deilunni
við tslendinga.
Til þess að skýra enn
betur hvilikt ofurkapp
Bretar hafa lagt á að
koma i veg fyrir þessa
„diplómatisku” sigra
islendinga skal þess
getið, að brezki sendi-
herrann i Reykjavik
gekk 4 sinnum á fund
belgisku samninga-
nefndarinnar, er hún
var að samningastörf-
unum i Reykjavik og
bar fram mótmæli við
sérsamninga Belga og
reyndi á ýtrasta máta
að koma i veg fyrir að
samningarnir tækjust.
Belgunum fannst að
þeim bæri ekki að borga
hér fyrir sérhagsmuni
Breta og gerðu sina
samninga við Islend-
inga. Allir skyldu
ánægðir, en Bretar sátu
eftir með tapaða orr-
ustueinum bandamanni
fátækari.
Eins og staða Breta er
i málinu i dag er stór
spurning hvort þeir
treystu sér til aö halda
málinu mikið lengur til
streytu ef sérsamningar
yrðu gerðir við Þjóð-
verja. Bretar vita ósköp
vel að þeirra hagsmunir
og Þjóðverja fara ekki
saman i sambandi við
togveiðar við Island.
Þjóðverjar leggja alla
áherzlu á magn, sem
fæst eingöngu i land-
grunnsköntunum, mjög
djúpt úti, þar sem ein-
göngu er um stórfisk að
ræða. Bretar aftur á
móti hafa ávallt sótzt
eftir hinum svokölluðu
verðmætari fiskiteg-
undum, sem eingöngu
er hægt að fá á grynnra
vatni og hafa þvi ávallt
legið með allan sinn
flota á grunnmiðum og
verið ægilegur skað-
valdur á got- og upp-
vaxtarstöðvum fiski-
stofnanna við tsland.
Það er þess vegna hægt
að semja við Þjóðverja
og uppfylla að mestu
óskir þeirra án þess að
orsaka tjón á fiskistofn-
unum við tsland. Þetta
vita Bretar og þvi
reyndu þeir að knýja
fram á sinum tima
sameiginlega samninga
Breta og Þjóðverja ann-
ars vegar og tslendinga
hins vegar. Ber þessi
ósk út af fyrir sig vitni
um svo lágt mat á ts-
lendingum að nálgast
beina móðgun. Auðvitað
höfnuðu tslendingar al-
gjörlega slikri málaleit-
an. Þvi er staðan fyrir
Breta i dag þannig að
þeir eru tilbúnir að gera
allt, beita öllum brögð-
um til þess aö samning-
arnir við Þjóðverja sigli
i strand.
t ljósi framansagðs
sést glöggt hverjir
skipulögðu siðasta leik-
inn i „refskák” land-
helgismálsins, aðgerðir
Þjóðverjanna á Sel-
vogsbanka i gær. Þann-
ig er nefnilega mál með
vexti að brezki auð-
hringurinn UNILEVER
er stærsti einstaki
eignaraðilinn i þýzkri
togaraútgerð. Þjóðverj-
arnir tilkynna að þeir
hafi aðeins tima til
fimmtudags til við-
ræðna um lausn deil-
unnar. Hver minnsta
truflun getur gert við-
ræðurnar árangurs-
lausar. Þvi misnotar
þetta brezka fyrirtæki
eignaraðstöðu sina i
þýzku togaraútgerðinni
og fyrirskipar aðgerð-
irnar i gær i algjöru
berhöggi við þýzka
hagsmuni. Þeim tókst
að orsaka að viðræðun-
um var frestað fram yf-
ir hádegi i gær og setja
þurfti úrslitakosti að
togararnir færu burt
eða allar aðgerðir is-
lenzku varðskipanna
væru á ábyrgð þýzkra
aðila. Einnig þessi leik-
ur Breta mistókst.
Framhaldið hlýtur
þvi að vera að islenzka
rikisstjórnin geri sér-
samning við Þjóðverja
og skilji Breta eftir eina
og yfirgefna af öllum
sinum bandamönnum
og verði að athlægi fyrir
ósigur sinn gagnvart Is-
landi á hinu dipló-
matiska sviði. Þegar sú
staða er upp komin má
búast við að Bretar
verði fúsari til samn-
inga þá en hingað til. Ef
nokkuð er þá hefur is-
lenzka rikisst jórnin
boðið Bretum upp á of
mikið, en hún hefur boð-
ið upp á að skipta is-
lenzku landhelginni i 6
meginhólf og að 3 þeirra
skuli ávallt vera Bret-
um opin. Ef nokkuð er
þá hefur rikisstjórnin
verið of örlát við Breta.
EFTIR
PÉTUR
GUÐJÓNS-
SON
Þetta á að
vera lundi
Þannig lítur hann nú út, tslandspeningurinn, sem á næstunni verður
gefinn út á vegum Anders Nyborg bókaforlagsins i Danmörku til
styrktar Vestmannaeyingum. Finnska listakonan Eila Hiltunin hefur
mótað peninginn,á framhliö eldgosið, en á bakhiiðinni á að vera lundi.
Þrisvar hefur
mtmmmaammtammmammam
verið stolið
Heldur hafa not eiganda þess-
arar reiknivélar af gripnum
gengið skrykkjótt upp á siðkast-
, ið, þar sem hún hefur reynzt
; stöðug freisting fingralangra
1 manna.
Þrisvar sinnum hefur vélinni
verið stolið að undanförnu og
alltaf hefur sami rannsóknar-|
lögreglumaðurinn orðið til að
hafa upp á henni aftur og skila
henni til eigandans. Nú á dögun-
um veittist honum sú ánægja að
skila vélinni enn einu sinni heilli
og óskemmdri og er vonandi, að
eigandinn fái aö nota vélina óá-
reittur.
EgBSUBBSBUUBBtB9í
LAUNAMAL
í ÓLESTRI
„Núverandi ástand i launamál-
um iðnverkafólks er meö öllu ó-
viðundandi, þar sem laun þess
eru með þeim allra lægstu er
þekkjast i landinu. Hlýtur þetta
að standa heilbrigðri þróun iðn-
aðarins fyrir þrifum, þar sem
hann er ekki samkeppnisfær við
aðrar starfsgreinar um vinnu-
afl”, segir i ályktun stofnþings
Landssambands iðnverkafólks
um kjaramál. Sambandið var
stofnað á Akureyri um helgina og
eru aðildarfélög Iðjurnar þrjár: á
Akureyri, i Hafnarfirði og
Reykjavik, með rösklega 3300 fé-
lagsmenn. Formaður sambands-
ins er Björn Bjarnason.
FRÁBÆR
ÁRANGUR
Við uppsögn Hjúkrunarskólans
fyrr i mánuðinum, hlaut ein
námsmeyjan sérstaka heiðurs-
viðurkenningu fyrir frábæran
árangur i námi sinu. Var það
Kristin Hjördis Leósdóttir frá
Stuðlum i ölfusi.
Til þessarar heiðursviðurkenn-
ingar var stofnað árið 1961 i
minningu Kristinar Thoroddsen,
og hefur viðurkenningin aðeins
verið veitt einu sinni áður. Hlaut
hana þá Margrét Agústsdóttir.
AUGLÝSINGASÍMINN
OKKAR ER 8-66-60
Q
Miðvikudagur 4. april. 1973