Alþýðublaðið - 04.04.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.04.1973, Blaðsíða 3
Reikningurinn er óbreyttur — en Þjónar taka milljónir af söluskattinum Nú hefur loksins soðið upp úr í deilu þjóna og veit- ingahússeigenda út af til- högun við útreikning sölu- skatts og þjónustugjalds. Veitingahúsin loka hvertaf öðru vegna þess, að sam- komulag næst ekki um þetta atriði. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðiö hefur aflað sér, er ekki frá- leitt að áætla ársveltu stóru veit- ingahúsanna 100 milljónir króna á hvert hús. Er þeim gert að greiða söluskatt af andvirði seldrar vöru að viðbættu þjónustugjaldi, sem þýðir það, að veitingahús með of- angreinda veltu, verður að greiða nálægt tveim milljónum króna á ári til viðbótar þeim söluskatti, sem þjónar innheimta, með þvi fyrirkomulagi, sem tiðkazt hefur. Þjónar hafa lagt þjónustugjald- ið, sem er 15% og rennur til þeirra, á selda vöru að viðbættum söluskatti og Viðlagasjóðsgjaldi, samtals 13%. Hins vegar er veit- ingamönnum gert að greiða sölu- skattinn af vöruverði plús þjón- ustugjaldi, eins og áður segir. Gestir greiða sömu upphæð, hvor aðferðin, sem notuð er. En sam- kvæmt þeirri aðferð, sem þjónar hafa haft, verða veitingamenn að greiða þann mismun, sem leiðir af henni, og nemur um tveimur krónum á hverja 10C króna sölu. Krefjast veitingamenn þess, að þjónar leggi þjónustugjald á veit- Ríkiskassinn fær bó sitt ingaverð, og söluskattinn á hvort tveggja siðast, sem þannig reikn- aður rennur til rikisins og Við- lagasjóðs. Þannig fái „keisarinn það, sem keisarans er”. Veitinga- menn hafa leitað eftir túlkun rikisskattsstjóra og fjármála- ráðuneytisins á framkvæmd lag- anna um innheimtu söluskatts, og styður hún sjónarmið þeirra ótvi- rætt. Þjónar segja hins vegar, að þeirra málstaður sé fyrir borð borinn, og sé hér um að ræða kjaramál þeirra og veitinga- manna, en ekki túlkun á sölu- skattsákvæðum. Visa þeir til I samningsákvæðis, verðskrárinn- ar frá 1968 og þess, að i samning- um aðila deilunnar sé ákvæði þess efnis, að veitingamenn skuldbinda sig til þess að taka ekki upp nýjar vinnuaðferðir, sem skerði kjör framreiöslu- manna. Telja þeir sér ekki skylt að hlita fyrirmælum veitinga- manna um breytingu á þeim hátt- um við uppgjör, sem hafi i för með sér slika skeröingu. Þarna stóð hnifurinn i kúnni, þegar veitinga- og framreiðslu- menn hittust á fundi i gærkvöldi til að ræða um reikningsgerö fyrir gómsætari trakteringar. Aflinn^að kaf- færa Ólafsvíkinga Ólafsvikurbátar hafa aflað svo mikið að undanförnu, að frýsti- húsin á staðnum hafa ekki haft undan að vinna úr aflanum, og hefur talsverðum afla verið ekið 45 þúsund tonn afloðnu Loðnuaflinn var i gærkvöldi farinn að nálgast 415 þúsund lest- ir, og menn eru jafnvel farnir að tala um að 450 þúsund lestir séu ekki fjarlægur draumur á þessari vertið. Allavega ekki ef veiðin verður eins góð áfram og hún hef- ur verið undanfarna daga. til annarra verstöðva, og meira að segja allt suður i Garð, að þvi er Ottó Arnason tjáði blaðinu i gær. A siðastliðnum 1/2 mánuði hafa Ólafsvikurbátar fengið 3360 tonn i 302 róðrum og eru bátarnir 24, sumir mjög smáir. Aflinn frá áramótum er orðinn 6540 lestir úr 1033 róðrum, sem er heldur minna en á sama tima i fyrra, en þess ber að gæta að afli var mjög tregur framan af vertið og gæftir slæmar. Heldur færri bátar stunda nú róðra frá ólafs- vik en á siðustu vertið. Fimm bátar hafa nú fengið yfir 400 lestir frá áramótum, og er Lárus Sveinsson hæstur með 557 lestir, þá Matthildur, Jökull, Pét- ur Jóhannsson og Sveinbjörn Jakobssón. — Arnfriöur Einarsdóttir eru nú stödd i Osló, þar, Isem þau koma fram i| barnatimum útvarps og sjón varps. Þátttaka jþeirra er ætluð sem að- jstoð við fjársöfnun I jNoregi vegna fvrirhug- jaðrar sumardvalar barnaí frá Vestmannaeyjum ij Noregi. Noregsferðir barnanna; hefjast um miðjan júni og istanda fram i september.; Islenzku flugfélögini igreiða fyrir ferðunumj Imeð þvi að gefa helmingl iflugfaranna. Dýrtíðarbálið skíðlogar Vísitalan flýgur upp um 34 stig á þrem manuöum Fyrsta febrúar s.l. var fram- færsluvisitalan — mælikvarðinn á hve dýrt er að lifa á tslandi — 396 stig. Hagstofan áætlar, að eftir 1 mánuð — þann l-mai n.k. — hafi visitalan hækkað i það minnsta upp i 430 stig. A þrem mánuðum hækkar framfærslu- visitalan um 34 stig. Það kom fram i ræðu, sem Gylfi Þ. Gislason hélt um dýrtiðarmálin á fundi neðri deildar Alþingis i fyrrakvöld, að á viðreisnarárunum — frá janúar 1959 til júli 1971 — hækk- aði framfærsluvisitalan úr 105 stigum i 336 stig, eða um 9.7% að meðaltali á ári. A þeim tima, sem rikisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar hefur verið við völd, hefur framfærsluvisitalan hækkað um að meðaltali 10,8% á ári, eða rúmu heilu stigi meira, en hjá viðreisnarstjórninni. Ef siðasta dýrtiðaraldan er meðtalin og spá Hagstofunnar um hver framfærsluvistitalan verði orð- in þann 1. mai n.k., þá hefur visitalan hækkað að meðaltali um 14,4% á ári i tið Ólafiu, eða tæpum 4 stigum meira, en árs- vöxtur visitölunnar var i tið við- reisnar. Samt sem áður hefur svo átt að heita, sem verðstöðv- un hafi verið i gildi svo til allt það timabil, sem rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar hefur setið við völd. Kaupið hækkar í krónutali en kjörin versna, segir Framkvæmdastofnunin Kauptaxtarnir hafa hækkað, en hafa kjörin batnað i tið Ólafiu? Já, segja stjórnarsinn- ar. Nei, segir Framkvæmda- stofnun rikisins. Dýrtiðarvöxt- urinn á timum Ólafiu hefur étið bróðurpartinn af kauphækkun- unum. Þar við bætast svo hækk- aðir skattar, svo hin raunveru- lega hækkun kaupsins — hækk- un ráðstöfunartekna — varð töluvert minni á fyrsta ári nú- verandi rikisstjórnar en á sið- asta ári viðreisnarstjórnarinn- ar. Þessar upplýsingar komu fram i þingræðu hjá Gylfa Þ. Gislasyni i fyrrakvöld. Hagrannsóknardeild Fram- kvæmdastofnunar rikisins — áður Efnahagsstofnunin — hef- ur um langan aldur gert athug- anir á kaupmætti tekna m.a. Á bls. 22 i riti Framkvæmdastofn- unar rikisins um þjóðarbúskap- inn er yfirlit um breytingar kauptaxta, tekna og verðlags á árunum 1970 og 1972 — siðasta heila ári viðreisnar og fyrsta heila ári ólafiu. Þegar skattar hafa verið fráreiknaðir standa eftir þær tekjur, sem heimilin hafa til ráðstöfunar — ráðstöf- unartekjurnar — og þegar hag- rannsóknadeildin er búin að taka tillit til dýrtiðarinnar kem- ur i ljós, að á siðasta ári við- reisnar jukust ráðstöfunartekj- ur heimilanna um 30,8% en á fyrsta ári rikisstjórnar Ólafs Jóhannessonar um 28%, eða 2,8% minna, en á siðasta árinu áður en Ólafia fæddist. Allt að 25 metra nákvæmni með nýju lorantæki SIMrad lc »Nter^av I 1* Nú er þess skammt að biða, að hægt verði að lesa nákvæma stað- nú velflest hafssvæði heimsins og er ein þeirra hérlendis, á Hellis- 1 1 i setningu skipa af nýjustu gerð sandi, og með samvirkni við > 1 C Loran C siglingatækjum. Aætlað stöðvar i Noregi, Grænlandi, Jan 1, er að afgreiðsla þessara tækja Mayen og Færeyjum, nær Loran i geti hafizt i desember þetta ár. C kerfið yfir allt hafið umhverfis Vegna tæknilegra nýjunga i Island frá Noregi til Skotlands, framleiöslu er kostnaður þeirra Grænlands og til Bjarnareyja. * iaðeiinsl/4 þess, sem áður hefur Með allt niður i 25 metra ná- í * þekkzt á hliðstæðum tækjum og kvæmni má lesa staðsetningu þá hefur hin nýja gerð fimm sinn- skipa sem töluröð á myndfleti. 1 um meiri langdrægni en mörg önnur kerfi. Loran C sendistöðvarnar þekja Verður þvi auðvelt að finna aftur stað, þar sem siglt er frá veiðar- færum, með þvi að sigla á stað- setninguna, sem skráð er um leið og lina eða net hafa verið lögð i sjó. A sama hátt er unnt að sigla beint að skipi i hafsnauð, sem get- ur gefið upp hina algerlega sjálf- virku, nákvæmu staðsetningu. Þetta nýja tæki er frá Simrad verksmiðjunum, og það er Friðrik A. Jónsson útvarpsvirki, sem flytur þau inn. A meðfylgj- andi mynd er tæki af þessari gerð, og sést þar vel hvernig lesa má staðsetningu skipsins i tölu- stöfum, en slikt er alger nýjung. Miðvikudagur 4. april. 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.