Alþýðublaðið - 04.04.1973, Blaðsíða 9
Iþróttir 2
Eins og viö sögöum frá i gær,
varð Haraldur Korncliusson TBR
þrefaldur Reykjavikurmeistari i
badminton. Er þetta afrek
Haraidar frábært. Myndin hér að
ofan er af Haraldi og Hönnu Láru
Pálsdóttur, en þau unnu örugg-
Iega i tvenndarkeppni.
í einliðaleik lék Haraldur til úr-
slita gegn félaga sinum úr TBR,
Sigurði Haraldsyni. Haraldur
vann báðar lotur 15:2 og 15:12. 1
tvíliðaleik léku Haraldur og
Steinar Petersen gegn Sigurði og
Garðari Alfonssyni, og unnu
15:12, 10:15 og 15:3. I tvenndar-
keppni léku þau Haraldur og
Hanna gegn Steinari og Lovisu
Sigurðardóttur. Þau Haraldur og
Hanna unnu 15:12 og 15:8.
1 tviliðaleik kvenna urðu þær
Hanna Lára og Lovisa. 1 tviliða-
leik i A-flokki kvenna unnu Halla
Baldursdóttir og Svanbjörg
Pálsdóttir. I tviliðaleik, eldri
flokki, unnu Karl Maack og Lárus
Guðmundsson. 1 einliðaleik
kvenna A-flokki vann Svanbjörg
og i einliðaleik karla A-flokki
vann Sigfús Ægir Árnason. Sigfús
Ægir og Sigriður Jónsdóttir unnu
tvenndarleik A-flokks og tviliða-
leik A-flokks karla unnu Baldur
Ölafsson og Ottó Guðjónsson.
Það var oft mikið fjör undir körfu
stúdentanna. Hér er Einar
Sigfússon að senda knöttinn i
körfuna, án þess að stúdentar
komi vörnum við.
HATROMM BARATTA HlA KR
KR-Ármann 78:69 (42:33)
Þetta var hatrömm barátta fram á siðustu
minútu, en KR leiddi þó ávallt, nema hvað
Ármann komst yfir 11:10 á 4 min.
Þegar spenningurinn var i al-
gleymingi lokaminúturnar, var
tveimur KR-ingum visað af velli
með 5 villur, voru það þeir Kol-
beinn Pálsson og Guttormur
Ölafsson.en þeir áttu heiðurinn af
þessum sigri KR.
Staðan var 75:68 þegar beztu
leikmönnum KR var visað útaf,
og aðeins ein og hálf minúta til
leiksloka, en Hjörtur Hansson og
Gunnar Gunnarsson sáu um að
sigurinn lenti hjá KR.
Dómgæzlan i leiknum var ekki
upp á það allra bezta, enda
leikurinn erfiður viðfangs, svo
virtist sem dómarnir væru KR
mjög óhagstæðir.
Ef gangur leiksins er stuttlega
rakin sést að eftir að staðan var
11:10 Ármanni i vil, komst KR
yfir 15:12 og seinna 23:18.
t siðari hálfleik byrjuðu KR-
ingar vel og breyta stöðunni úr
42:33 i 50:35, en siðan kom bezti
kafli Armanns i leiknum og þeir
minnka muninn i aðeins 5 stig
56:51 KR i vil.
En þá taka KR-ingar á og
komast i 66:59 og 70:61, en það
sem eftir er leiksins skora
Armenningar 7 stig gegn 5 stigum
KR, og leikurinn endar 75:68 fyrir
KR.
Að þessu sinni var Guttormur
beztur i KR-liðinu, en Kolbeinn
kom ekki langt á eftir. Þá var
Hjörtur Hansson einnig góður
með sin hliðar-langskot.
Jón Sigurðsson var að venju
beztur hjá Armanni, en Sigurður
Ingólfsson kom á óvart fyrir
góðan leik. Birgir örn Birgis var
sterkur að venju og átti vel ■
heppnuð langskot i síðari hálfleik.
Stigahæstir: KR: Kolbeinn 21,
Guttormur 19 og Hjörtur 15.
Ármann: Jón Sigurðsson 17,
Birgir 16 og Sigurður 1. 15.
Vitaskot: KR: 25:14 Armann:
17:7.
— PK.
BAYERN-AJAX I KVOLD
Athygli iþróttaunnenda skal vakin á þvi, að leikur Bayern
Munchen og Ajax úr Evrópukeppni meistaraliða verður á dagskrá
sjónvarpsins i kvöld klukkan 18,50. Er það strax á eftir kynfræðsl-
unni.
Ekki reyndist unnt að koma leiknum á annan og betri tíma, og er
það miður, þvi margir munu eflaust missa af honum. Þetta er
seinni leikur liðanna, og fór hann fram I Munchen. Bayern teflir
fram öllum sinum stjörnum, en hjá Ajax vantar stjörnu liösins,
Johann Gryuff. Þýzku leikmennirnir eru Gerd Muller, sem kom
mikið við sögu, og Zobel.
Myndin et frá leiknum og sýnir Ilulshoff skalla að marki
Bayern.
S * í* ^
Stigahæstir: ÍR: Agnar
Friðriksson 26, Kristinn 21, Einar
11 og Þorsteinn 10.
ÍS: Bjarni Gunnar 25, Fritx 15
Ingi Stefánsson 12.
Vitaskot: IR: 26:13.
— PK.
ÍR-ÍS 97:81 (42:20)
Eins og við var búizt tóku ÍR-ingar leikinn þegar I sínar hendur.
Þeir komust strax I 6:0, og siðan I 14:3 yfirburðastöðu, og þeir bættu
við það forskot og sást t.d. á töflunni 22:7 og 33:11 fyrir 1R I fyrri hálf-
leik, en I þeim siðari t.d. 50:29 og 84:64. Þegar þjálfari 1R Einar
Ólafsson fór að leyfa varamönnum slnum („sparivindlunum”) að
fara inná, minnkaði munurinn strax og stúdentar sóttu I sig veðrið,
enda eru lokatölur leiksins ekki eins stór sigur fyrir tR og viö mátti
búast.
Fyrri hálfleikurinn var vægast
sagt lélegur, sérstaklega af hálfu
IS en þeir gerðu aðeins 20 stig i
hálfleiknum sem er varla
sæmandi liði úr 1. deild.
Aldrei þessu vant voru þeir
Einar Sigfússon og Anton Bjarna-
son mjög slappir, sérstaklega
hvað vitaskotunum viðkemur.
Agnar var bezti maður 1R-
liðsins að þessu sinni, hitti hann
mjög vel úr stökkskotum sinum.
Þá var Kristinn Jörundsson
ágætur, en Birgir, Anton og
Einar náðu sér aldrei á strik.
Bjarni Gunnar Sveinsson var
beztur i liði stúdenta mjög seigur
i fráköstunum, og hefur gott grip.
Aðrir i liði stúdenta áttu fremur
rólegan dag, það var helzt Fritz
Heineman sem eitthvað kvað að.
kvað að.
IR-ingar mega heldur betur
hugsa sinn gang ef þeir ætla sér
að vinna KR, i þessum leik voru
þeir ekki nógu iðnir við fráköstin,
og miðherjinn vildi gleymast, og
voru flest stig 1R skoruð úr lang-
skotum eða eftir hraðaupphlaup.
IR á aðeins ólokið einum leik
þ.e.a.s. leiknum við KR sem
verður mikill baráttuleikur milli
núverandi Islandsmeistara 1R og
Bikar- og Reykjavikurmeistara
KR.
KARFAN 1. DEILD
„SPARIVINDLAR” ÍR í VANDA
MED FRÍSKT STÚDENTALIÐIÐ
Miðvikudagur 4. april. 1973