Alþýðublaðið - 04.04.1973, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 04.04.1973, Blaðsíða 11
í SKUGGA MARÐARINS Saga ástar og örlaga eftir Victoriu Holt sjálf hefði drukkið of mikið. Hún svaf allan siðari hluta dagsins og þegar ég fór i lyfjaskápinn, sá ég að svefnlyfið vantaði . . . alveg eins og átti sér stað i hitt skiptið. Þetta er öll sagan. Ég fann til mikils hugarléttis. Stirling horfði á Mintu með ótta og hrylling i augum og ég hugs- aði: Honum þykir þá vænt um hana, eftir allt saman. Hver gæti komizt hjá að láta sér þykja vænt um Mintu. — Hvað eigum við nú að gera? sagði ég. Enginn svaraði en þessu var ráðið fyrir okkur. And- lit Mintu afmyndaðist af skyndi- legum kvölum og hún sagði: — KRÍLIÐ ToPP /rmt- I 5 0/?6 6LUFT) S* sr /?j?Tr Fifíftuli FLOKK flR l T/BPi R£VN zr BfíP EFLI Tónfí Tonh1 LEmuR KNflflR í SuBftR 5 K£(,é 'OV/TG !N TfíLfí TTl/Ft FLJÓT ÚT L&CiUR TfllMD/ r RF STfíÐ í MflÐK O Ég held að fæðingarhriðirnar séu að byrja hjá mér. Okkur virtist sem raunveru- leikinn væri að vikja imynduninni til hliðar. þvi sagan af þvi sem gerzt hafði lét okkur öllum i eyr- um sem skáldskapur. Það getur ruglað mann i riminu að komast að þvi að einhver sem maður hefur talið vin sinn og eðlilega mannveru, er morðingi. Þó hafði ég getað trúað þessu um Stirling! Ég bar i bætifláka fyrir sjálfa mig. Þegar öllu var á botninn hvolft hafði ég séð föður hans skjóta mann til bana. Nú vannst okkur enginn timi til annars en hugsa um Mintu og við urðum öll hagsýn aftur. Til allrar hamingju var Hunter læknir staddur hjá okkur. — Ég held að Minta ætti ekki að fara aftur til Whiteladies, sagði ég. — Hún ætti að vera hérna. Ég get annazt hana. Hunter sem nú var ekki lengur iþyngt af hinu hræðilega leyndar- máli, varð aftur hinn dugandi læknir. Ég skipaði innistúlkunum að koma fyrir hitaflöskum i rúmi svefnherbergisins næstu minu og þangað fórum við með Mintu. Við vorum öll mjög uggandi vegna þess að barnið átti ekki að fæðast fyrr en að fjórum vikum liðnum. Það kom i heiminn siðla þennan sama dag, rétt skapað og fallegt enda þótt það væri ekki fullburða. Það þyrfti sérstaka meðhöndlun og læknirinn gerði boð eftir hjúkr- unarkonu til Kaupmannshússins, til þess eins að annast það. Sjálfur ætlaði hann að vera ávallt til taks. Minta var sjálf mjög magnlitil. Það var að kenna áföllum sið ustu vikna, sagði Hunter læknir, ekki sizt hinu siðasta og versta. Við yrðum að hlúa sérstaklega vel að Mintu. Ég lofaði að gera það og var ákveðin i þvi. Mér fannst að ef ég gæti átt þátt i að koma Mintu aftur til fullrar heilsu yrði það til einskonar friðþægingar fyrir sekt mina af að elska eiginmann hennar. Ég mun aldrei gleyma svip Stirlings þegar hann frétti að hann hefði eignazt son. Ég vissi að hann yrði látinn heita Charles eftir afa sinum og að hann yrði að lifa til uppfyllingar á draumi Marðar. Þetta var undarlegur, óraun- verulegur dagur! Þegar ég lit um öxl virðist hann draumi likastur, of fjarstæðukenndur fyrir veru- leika; en slikir dagar höfðu margir komið fyrir i lifi minu og yrðu ef til vill fleiri. Lucie var hvergi að finna. Við héldum að hún hefði flúið. Hún hafði farið upp i turninn og um morguninn fannst lik hennar á steinstéttinni fyrir neðan brjóst- virkið. Veggurinn fyrir ofan, sem neglt hafði verið fyrir eftir að við Minta fórum saman þangað upp, var brotinn. Þjónustufólkið sagði: — Þetta var hræðilegt slys. Veggurinn lét undan og lafði Cardew féll til jarðar. 2. kafli. Ég var hreykin af Stirling. Hann tók að sér hlutverk sveitar- höfðingjans eins og hann hefði gegnt þvi alla ævi. Lafði Cardew var látin —af slysförum var sagt. Stirling taldi bezt fara á þvi að skýra slysið með þeim viðgerð- um, sem nú færu fram á White- ladies og hefðu sett þetta gamla hús á annan endann. Hann bað mig að tala um fyrir lækninum. Það var álit Stirlings að enginn þyrfti að vita hið sanna, sem ekki vissi það nú þegar. Hættunni var afstýrt. Lucie var dáin, hún gat ekki gert meira illt af sér. Hunter læknir hélt þvi fram, að hann hefði gert sig sekan um vitavert gáleysi og væri stétt sinni til smánar. Hon- um fannst hann ekki geta látið við svo búið standa. Svo daginn eftir að Charles litli fæddist ræddum Áskriftarsíminn er 86666 fRÖNTGENT ÆKN ASKÓLINN REYKIAVÍK Nýir nemendur verða teknir i Röntgen- tæknaskólann á þessu ári, og hefst kennsla 15. ágúst 1973. Inntökuskilyrði eru sam- kvæmt 4. gr. reglugerðar um röntgen- tæknaskóla: 2. Umsækjandi skal hafa lokið landsprófi miðskóla eða gagnfræðaprófi með fyrstu einkunn i stærðfræði, eðlisfræði, islenzku og einu erlendu máli. 3. Umsækjandi, sem lokið hefur stúdents- prófi, hjúkrunarprófi, framhaldsdeild gagnfræðaskóla eða hefur tilsvarandi menntun, skal að öðru jöfnu ganga fyrir um skólavist. 4. Umsækjandi skal framvísa læknisvott- orði um heilsufar sitt. Aformað er að taka inn 15 nýja nemendur og er þeim, sem sent hafa skólastjórn fyrirspurnir um námið sérstaklega bent á, að slikar fyrirspurnir verða ekki taldar sem umsóknir. Umsóknir, sem greina aldur, menntun og fyrri störf, ásamt meðmælum skulu hafa borizt fyrir 15. mai 1973 til skólastjóra, Ás- mundar Brekkan, yfirlæknis, Röntgen- deild Borgarspitalans, sem jafnframt mun veita nánari upplýsingar um námið. Skólastjórn Röntgentæknaskólans. OKKUR VANTAR BLAÐBURÐAR- FÓLK í EFTIR- TALIN HVERFI Laugarteigur Laugarnesvegur Rauðilækur Kópavogur — Austurbær. Brekkugerði Heiðargerði Stóragerði HAFIÐ SAM- BAND VIÐ AF- GREIÐSLUNA DRENGJASETT OG SKYRTUR Úrval af drengjabuxum úr flaueli og terylene. Herraskyrtur, ódýrar, frá krónum 700. KLÆÐAVERZLUN Þ. ÞORGILSSON, Lækjargötu 6 A, simi 19276. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar Skipholti 25. Simar 19099 og 20988. Iðnaðarbanki íslands h.f. ARÐUR TIL HLUTHAFA marz s.l. greiðir bankinn 7% arð til hlut- hafa fyrir árið 1972. Arðurinn er greiddur i aðalbankanum og útibúum hans gegn framvisun arðmiða merktum 1972. Athygli skal vakin á þvi, að réttur til arðs fellur niður ef arðs er ekki vitjað innan þriggja ára frá gjalddaga, samkv. 5. gr. samþykkta bankans. Reykjavik, 3. april 1973 IÐNAÐARBANKI tSLANDS H.F. UTBOÐ Tilboð óskast i smiði 6 ibúðarhúsa að Búð- um, Fáskrúðsfirði. Útboðsgögn liggja frammi á skrifstofu Búðahrepps og af- hendast þar gegn kr. 3000.00 skilatrygg- ingu. Skilafrestur er til 30. april 1973. Tilboð verða opnuð þann dag kl. 17.00. Stjórn verkamannabústaða. Hagstæð leiguskipti Nýleg og vönduð tveggja herbergja ibúð til leigu i sambýlishúsi ofarlega i Breið- holti. öll nýtizku þægindi. Þeir einir koma til greina sem geta útvegað i staðinn litla ibúð (má vera minni en hin og gömul) all- vel staðsett i góðri strætisvagnaleið. Lysthafendur sendi nöfn og heimilisföng eða simanúmer á afgreiðslu Alþýðublaðs- ins, fyrir 9. april n.k. ,,Beggja hagur”. Miðvikudagur 4. apríl. 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.