Alþýðublaðið - 04.04.1973, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.04.1973, Blaðsíða 7
 MfR SKOLAR RÁDGEROIR í BREHMOLH 3 Þar af einn fjölbrautarskóli Skólar í Breiðholti Akveðin hefur verið staðsetn- ing þriggja skóla á miðsvæði Breiðholts III, tveggja skyldu- námsskóla og eins fjölbrauta- skóla. Einnig er búið að útvega hús- næði að Asparfelli 12, þar sem verða fyrst um sinn útibú Félagsmálastofnunar borgar- innar og Heilsuverndarstöðvar- innar. 1 greinargerð, sem svonefnd „Breiðholtsnefnd” hefur lagt fyrir borgarráð, er gert ráð fyrir, að i tengslum við skólána verði reist leikfimihús, sund- laug, félagsheimili, æskulýðs- miðstöð og bókasafn. Þá er gert ráð fyrir, að i Breiðholti III komi 3 gæzluvellir fyrir börn, 6 almennir leikvellir með tækjum og byggingarvöll- um, en auk þess margt af minni boltavöllum við gangstiga og á stærri opnum svæðum I og kringum byggðina. Heilsu- verndarstöð Fulltrúi heilbrigðismálaráös i „Breiðholtsnefnd” gerir ráð fyrir, að þörf sé á lóð innan um- rædds svæðis fyrir heilsuvernd- arstöð hverfisins, þar sem reist yrði hús með um 1.200 fermetra gólffleti með mæðradeild, barnadeild og lækningastöð fyrir um það bil 5 lækna og 5 tannlækna. Félagsmálastjóri borgarinn- ar áætlar i greinargerðinni, að lágmarksþörf Breiðholts III fyrir dagvistun barna verði: 2 dagheimili, 3 leikskólar og 4 skóladagheimili. Æskulýðs- höll Framkvæmdastjóri æsku- lýðsráðs áætlar húsþörf vegna ýrhiss konar æskulýðsstarfsemi vera minnst 600 fermetrar, en sé tekið tillit til hugsanlegrar fjölbreyttrar samnotkunar fólks af öllum aldursflokkum, bendi likur til, að þessi þörf sé nálægt 1.200 fermetra gólffleti. Að áliti Breiðholtsnefndar mætti koma þessari „æskuíýðshöll” fyrir á lóð með iþróttahúsinu, sem fyrr er nefnt, ef hönnun beggja mannvirkjanna yrði samræmd. Þetta eru meginatriðin, sem fram eru komin og felast i niðurstöðum „Breiðholtsnefnd- ar”, sem unnið hefur s.l. tvö ár að samræmingu skipulags og framkvæmda i Breiðholti III. Menntaskóli Þess má geta, að til viðbótar fyrrnefndum mannvirkjum og stofnunum, sem væntanlega munu risa i hverfinu, var i erindisbréfi nefndarinnar tekið fram að gert væri ráð fyrir lóð fyrir menntaskóla i Breiðholti III. — eðisplássi getað breytt til. Ákvæðisvinnan á bilaverkstæð- um fer fram með þeim hætti, að allt er undirbúið áður en að sjálfri við- gerðinni kemur. Þeir menn, sem að þessum undirbúningi vinna, er get- ur tekið allt að 30% af timanum sem heildarverkið tekur, fá að sjálfsögðu laun fyrir sinn verkþátt og eðlilega verður vinnan einnig að skila einhverjum hagnaði til verk- stæðisins. Við viljum auka afkastagetuna, bæta þjónustuna og gera hana ódýrari, en til þess þarf að auka framleiðnina. Eina færa leiðin, til þess að breyting geti orðið á, er sú, að mennta og þjálfa starfsmennina betur en áður, breyta launafyrir- komulagi þeirra og meta að nýju verðlagningu þjónustunnar. Verkstæðin veröa að auka og bæta tækjakost sinn og aðstöðu bæði utan dyra og innan og siöast en ekki sízt verður verð á nýjum bifreiðum að lækka, þannig að fólk sé ekki að halda úti bifreiðum, sem bæði eru orðnar viðhaldsfrekar og jafnvel hættulegar i umferðinni”. Að endingu sagði Gunnar Ásgeirs son: „Bíllinn er orðinn alltof dýr hér á landi. Einmitt þess vegna eru alltof margir gamlir bilar I um- ferðinni. Það er óeðlilegt, að hér skulu vera 1200 bilar i gangi frá 1945, tæplega 2000 bílar frá 1955 og yfir 4000 bílar frá 1963, þegar „meðalaldur bila” i löndum, sem haf góða vegi, er tal- inn vera 10 ár og i sumum tilvikum 6 ár. Allur þessi fjöldi gamalla bila eykur mjög álagið á verkstæðun- um, enda eru það gömlu skrjóðarn- ir, sem gleypa vinnustundirnar á verkstæðunum. Það er alltof dýrt að handsmiða bil, þegar nýir bilar eru framleiddir á færibandi á verði, sem reyndar er aðeins þriöj- ungur söluverðsins hér á landi”. — Þjóðleikhúsið: SJÖ STELPUR Höfundur: Erik Torstensson Þýðandi: Sigmundur Örn Arngrimsson Leikstjóri: Briet Héðinsdóttir Leikmynd: Björn G. Björnsson. A föstudagskvöld frumsýndi Þjóðleikhúsið „Sjö stelpur”, sænskt leikrit i 10 atriðum um daglegt lif á upptökuheimili fyrir svonefndar vandræða- stúlkur, samið af Erik Torstensson, sem er dulnefni manns sem starfaöi um skeið á sliku heimili og samdi um þá reynslu sina fræga dagbók sem hann gaf út undir heitinu „Ég gef skit i alla helvitis imbahala”. Leikritið samdi hann siðan uppúr dagbókinni, og fjallar það á mjög svo raun- sæislegan hátt um dagleg vandamál stúlknanna, sam- skipti þeirra og innri baráttu, en þær eru ekki skoðaðar utan — eða ofanfrá sem þjóðfélags- vandamál. Menn skiptast m jög i tvo hópa i afstöðunni til leikrita af þessari gerð, verk sem beinlinis taka til meðferðar tiltekin þjóð- félagsfyrirbæri eða vandamál og reyna að brjóta þau til mergjar. Margir eru orðnir leiðir á þessari sifelldu þjóð- félagskrufningu. Þeir um það. f sjálfu sér hlýtur efnisval skaid- verka að vera aukaatriði, en hitt að skipta meginmáli, hvernig unnið er úr þeim efniviði, sem tekinn er til meðferðar, og hvaða tökum verkið nær á þeim, sem komast i tæri við það. Við- fangsefni „Sjö stelpna” er óskáldlegt, jarðbundið og i rauninni ákaflega „þröngt” i þeim skilningi, að f jallað er um fólk sem er meira eða minna vanþroskað, andlega fatlað, og hlýtur það að binda hendur höfundarins að vissu marki og takmarka túlku na rm ögu- leikana. Hins vegar er ljóst, aö hann þekkir efnivið sinn úti hörgul og dregur upp ákaflega ljósar og sannfærandi myndir af þessum ólánsmanneskjum. Stúlkurnar eru hver annarri ólikar og bera allar sin skýrt mótuðu einstaklingseinkenni. Aukþess get ég borið lækni, sem þekkir til þessara mála af eigin reynd, fyrir þvi, að lýsing hinna ýmsu sjúkdómstilfella og ein- kenna þeirra sé mjög góð og trúverðug i túlkun Þjóðleik- hússins. A slikt verk erindi við venju- lega islenzka góðborgara? Að sjálfsögðu á það brýnt erindi við alla, sem nenna að hugsa, ekki aðeins vegna þess að það tekur til umræðu og vekur athygli á geigvænlegu og ört vaxandi þjóðfélagsvandamáli, heldur engu siður vegna hins að það leiðir okkur fyrir sjónir og fær okkur til að upplifa ákveðna þætti mannlegra tilfinninga, at- hæfis og kjara, sem eru okkur flestum að meira eða minna leyti framandi. Þannig eykur það við lifsreynslu hvers ein- staks Ieikhúsgests, hvort sem honum likar betur eða verr. Briet Héðinsdóttir hefur tekið verkið réttum tökum, gætt það miskunnarlausu raunsæi og ákveðnum rúmhelgum þokka, sem kemur fram i látlausri og eðlilegri túlkun, óþvingaðri hrynjandi milli tilþrifamikilla dramatiskra hápunkta. Sýning- in er öll ákaflega vel unnin, hvergi kyrrstæð og oft mjög áhrifasterk, ekki sizt i loka- atriðinu, sem var verulega vel af hendi leyst i öllu sinu látleysi. Briet hefur unnið ótvirætt og eftirtektarvert afrek með þessu fyrsta leikstjórnarverkefni sinu, og er gaman til þess að vita, hve atkvæðamiklar konur eru orðnar á þessum vettvangi. Hitt er ekki siður fagnaðarefni, að sjá allar þessar ungu leik- konur fá verðug verkefni og skila þeim meö jafngóðum árangri og raun varð á. Mesta og að mörgu leyti vandasamasta hlutverkið, Barböru Nilson lék Þórunn M. Magnúsdóttir. Geðsveiflur Barböru eru miklu tiðari og rót- tækari en stallsystra hennar, en Þórunni skeikaði sjaldan i túlk- unsinniá þessum brákaða reyr, þessari skuggamynd mann- eskju, sem er i eðli sinu barns- lega einl. og hlý, en hefur verið lögð i rúst af ofneyzlu eiturlyfja. Túlkunin var nærfærin og sann- færandi og einatt mjög átakan- leg. Hæst reis hún i lokaatrið- inu. Steinunn Jóhannesdóttir lék Maju Anderson, óhamda og lauslát^ „kynbombu”, sem vill hvergi vera nema á upptöku- heimilinu, hefur ekki áhuga á neinu nema nýjasta piltinum sinum, sem situr inni, en hún gengur með kynsjúkdóm sem kvelur hana. Helzta ráð til að leita kvöl sinni og örvæntingu útrásar finnur Maja I að kvelja bæklaðan og trúaðan gæziu- mann. Steinunn lék hlutverkið af miklum fitonskrafti og til- þrifum, ekki sizt i átökunum við bæklaða gæzlumanninn og hin- um tiðu reiðiköstum sinum, dró upp minnisstæða mynd af ráð- villtu, eigingjörnu, ástriðufullu dekurbarni, sem hvergi finnpr fullnægju eða frið nema helzt I svefni. Helga Þ. Stephensen lék Asu Olivelund, sem fengið hefur heilahristing og verið send of snemma af sjúkrahúsi, með þeim afleiðingum að hún biður slyssins aldrei bætur. Þetta góð- látlega stóra barn, sem hefur stöðvazt á þroskaferli sinum og orðið hjárænulegt, lék Helga með skemmtilegum tilburðum, sem voru að visu ivið ýktir, þannig að maður fann tií leik- bragða hennar, sem var galli. En Ása varð eigi að siöur hjart- næm og brjóstumkennanleg i túlkun hennar, ekki sizt i sim- talinu við móður sina, sem var einstaklega næmlega af hendi leyst. Solveig Hauksdóttir lék Gunnu Rothe, vandræðabarn sem hefur lent utangarðs vegna fiknilyfjaneyzlu, en er sifellt að velta hlutunum fyrir sér og reyna að koma orðum að hugsunum sinum, sem tekst ekki nema hún hafi blað og blý- ant. Þessi sálræni kyrkingur er áreiðanlega algengari en marg- an grunar, og Solveig túlkaði hlutverkið af nærfærnum skiln- ingi, þó mér fyndist að visu „heimspekilegt” samtal hennar við gæzlumanninn unga jaðra við skopstælingu frá höfundar- ins hendi. Guðrún Alfreðsdóttir lék Elsu Anderson, skapmikla og mjög taugaveiklaða vandræðastúlku með rúllupinna i hárinu og sifellt að búa sig undir næstu skemmtun. Hlutverkið er frem- ur litið, en Guðrún lék af miklu fjöri og ferskleik, var oft veru- lega kátleg og skóp sanna persónu. Helga Jónsdóttir lék mennt- uðu stúlkuna úr fina umhverf- inu, Mariu Lovisu Thörngren, sem sagt hefur skilið við velmegun og verðmætamat for- eldra sinna, gerzt hippi og eitur- lyfjaambátt i Amsterdam og komið sér upp austrænu lifs- spekikerfi. Helga lék hlutverkið Framhald á bls. 4 Miðvikudagur 4. apríl. 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.