Alþýðublaðið - 04.04.1973, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.04.1973, Blaðsíða 4
Frá mönnum og málefnum FRAMHOLDFRA ÞROSKI OG KYNÞROSKI Astæðurnar fyrir útfærslu landhelginnar eru sárafáar og einfaldar. Röksemdabyrðin er hins vegar orðin næsta flókin, eins og hún verður raunar allt- af.þegardeilur teygjast á lengd- ina. Málið er einfaldlega þannig vaxið, að fiskistofnar eru ekki óþrjótandi, og þegar fer að sneiðast um fisk i sjónum, þá er eðlilegt og sjálfsagt að þeir sem samkvæmt öllum rétti eiga for- gang að fiskimiðum við land sitt, fái notið þeirra sjávargæða, sem eftir eru, og hafi jafnframt stjórn á og umráð yfir hvernig vernd fiskistofna verði hagað. Fræg dæmi eru um það úr sögunni að dýrategundum hefur gerið gjöreytt á veiðisvæðum, sem nytjuð hafa verið af öllum og án takmarkana. Slikur al- menningur var um eitt skeið hér i norðurhöfum, og tókst þá á skömmum tima að gjöreyða ákveðinni hvalategund, sem mjög reyndist auðveidd með þeirrar tiðar veiðiaðferðum. Svo önnur dæmi séu tekin, þá hefur t.d. reynzt mjög auðvelt með ofveiði að eyða laxi i ám. Norðurlandssildin er svo nær- tækasta dæmið. Þannig blasir við úr öllum áttum, að verði miðin við Island sá almenningur sem þau hafa verið, þá reynist enginn fær um að halda á lofti þeirri siðferðilegu ábyrgð á meðferð fiskistofna, sem er beinlinis frumskylda, svo hægt sé að koma við þeim vörnum, sem tslendingar boða nú með útfærslu lögsögunnar. En á meðan átt er við óbil- gjarna andstæðinga, heldur lif- hringurinn á miðunum i kring- um tsland hægt og bitandi að þrengjast. tfrétt i Morgunblað- inu segir að tveir togarar brezk- ir hafi landað samtals 202,8 lest- um i Grimsby af ókynþroska fiski af tslandsmiðum. Formað- ur samtaka yfirmanna á togur- um i Grimsby lýsti yfir við þetta tækifæri: ,,A sumum miðunum sem við veiðum á,. er fiskurinn aldrei stærri en þetta, og þar er ekkert annað að hafa”. Þarna er þvi lýst yfir blygö- unarlaust að þeir rjúfi hina nauðsynlegu lifkeðju i sjónum. Enginn veit svo hvaö þeir ætla að veiða þessir herrar, þegar siðasti ókynþroska fiskurinn hefur verið dreginn. Reynsla okkar af Bretum var sú, meðan þeir dvöldu hér á striðsárunum að enginn frir þeim kynþroska. En um annan þroska þeirra liggur allt óljósara fyrir. VITUS 4. Fulltrúafundur Landssamtaka klúbbanna ÖRUGGUR AKSTUR veröur haldinn aö HÓTEL SÖGU dagana 5. og 6. apríl 1973, og hefst í LÆKJARHVAMMI fyrri daginn Kl. 12.00, með sameiginlegum hádegisverði, og ávarpi Ásgeirs Magnússonar, framkvæmdarstjóra. Auk venjulegra aöalfundarstarfa samkvæmt félagslögum, verða flutt erindi og ávörp. Flytjendur fyrri daginn eru: Hannibal Valdemarsson, Samgöngumálaráðherra, sem flytur ávarpsorð og svarar fyrirspurnum. Pétlir Sveinbjarnarson, framkv. stj. umferðaráðs.: ”FRAMTÍÐARVERKEFNI í UMFERÐAMÁLUM" Haukur Kristjánsson, yfirlæknir,: "UMFERÐASLYS-ORSAKIR OG AFLEIÐINGAR“ Helgi Hallgrimsson, verkfræðingur,: "HRINGVEGURINN UM LANDIГ Haukur Hafstaö, framkvæmdastjóri, Landverndar. ”MAÐUR OG NÁTTÚRA" Hannibal Pétur Haukur Helgi Haukur Kristinn Kjartan Stefán Síðari daginn Kristinn Björnsson, sálfræðingur "SÁLARÁSTAND ÖKUMANNSINS“ Kjartan Jóhannsson, læknir, form. F.Í.B.: ”BÍLEIGANDINN í ÞJÓÐFÉLAGINU“ Stefán Jasonarson, bóndi í Vorsabæ, form. L.K.L.: ”Á ÉG AÐ GÆTA BRÓÐUR MÍNS“ Eftir hvert erindi verða umrædur og fyrirspurnir. Stjórn Landssamtaka klúbbanna I If I ÖRUGGUR AKSTUR LIVL Leikdómur 7 af virðuleik og þokka, sem hæfði uppruna Mariu, en mér fannst túlkun hennar gegnsýrð sérkennilegu háði, sem ég átti erfitt með að koma heim og saman við trúarlegan eldmóð stúlkunnar og sannfæringu um, að hún hefði höndlað lifshnossiö. I þessu efni sýnist mér leikstjóranum hafa fatazt, en túlkunin var á sinn hátt heil- steypt og örugg, hún var bara með öfugum formerkjum. Sjöunda stúlkan i leiknum er Nilla gæzlukona, leikin af Þóru Friðriksdóttur. Nilla hefur tekið að sér þennan vandasama starfa án verulegs undirbúnings eða þjálfunar, bara tvö stutt námskeið sem fóru mestmegnis i glaum og slark, svo kannski er gæzlukon- an ekkert betur á sig komin en stúlkurnar sem hún á að „hjálpa”. Hlutverk Nillu er litið og fremur þokukennt, en Þóra lék hana af óþvinguðu öryggi og dró i rauninni upp mynd af sér- kennilegri hliðstæðu við stúlkurnar: Nilla er á sinn hátt alveg jafnsinnulaus og lifsfjar- læg eins og þær. Ævar R. Kvaran lék Óla Ágústsson yfireftirlitsmann, sem stelpurnar kalla Agústu, litilsigldan og mjúklátan mann, sem greinilega hliðrar sér hjá átökum og erfiðleikum, syndir gegnum vandamálin með hjálp góðra undirmanna, dæmigerður kerfismaður af betri sortinni. Ævar lék hlutverkið fimlega og skilaði heilsteyptri persónu. Baldvin Halldórsson lék bækl- aða og trúaða gæzlumanninn, Eirik Svegás, og dró upp átakanlega mynd af einmana og hrjáðum einstaklingi, sem eng- an veginn veldur verkefni sinu, en vill ekki gefast upp eða getur það ekki af einhverjum ástæð- um, kannsi bældum kynhvötum eða duldum sjálfspyndarhvöt- um. Átök hans viö Maju voru einn af hápunktum sýningarinn- ar. Loks er að nefna nýja gæzlu- manninn, Svein Palmgren, sem væntanlega er staðgengill höfundarins i leiknum, leikinn af Guðmundi Magnússyni, sem túlkaði hlutverkið i senn mynduglega og auðmjúklega, þannig að maður trúði á þennan torræða hugsjónamann, sem fórnar sér fyrir olnbogabörn mannfélagsins. Samleikur þeirrar Guðmundar og Þórunn- ar var mjög góður. Leikmynd, sem er hin sama i öllum tiu atriðum með smá- vægilegum tilfræslum, gerði Björn Björnsson, og er hér um að ræða frumraun hans i leikhúsinu. Það er léttur og bjartur blær yfir leikmyndinni, og sviðinu er mjög haganlega skipt niður milli þriggja her- bergja, einu á efri hæð. Með einkar einföldum meðulum hef- ur Birni tekizt að skapa stofnunarandrúmsloft, sem er þó jafnframt óþvingað. Hins- vegar fannst mér klefadyrnar i baksýn leikmyndarinnar heldur þéttar! Þýðing Sigmundar Arnar Arngrimssonar er fjarri því að vera á gullaldarislenzku. Hún er þvert á möti mjög enskuskotin og táningaleg, á ómenguðu reykvisku götumáli með mikl- um formælingum og stöku skemmtilegum nýgervingum. Það er ofureölilegt að blótsyrðin séu fyrirferðarmikil, þvi þessi olnbogabörn eiga ekki annan orðaforða til að tjá örvæntingu sina, reiði og ráðvillu. Þýðingin er lipur, en hefði kannski ekki þurfti að vera alveg svona enskuskotin. „Sjö stelpur” er ekki sérlega djúpstætt leikhúsveik, en mér er óhætt að segja, að i að leyni á sér og undir hispursiausu og hrjúfu yfirborði þess leynist mikil mennsk hlýja og skilning- ur. I meðförum Þjóðleikhússins er það ferskt og verulega hug- tækt. Sigurður A. Magnússon. o Miðvikudagur 4. apríl. 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.