Alþýðublaðið - 04.04.1973, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 04.04.1973, Blaðsíða 10
Frá Stýrimannaskólanum i 1 ráði er að halda námskeið i Stýrimanna- skólanum til endurhæfingar fyrir skip- stjórnarmenn dagana 14.-26. mai, ef næg þátttaka fæst. Viðfangsefni námskeiðsins verða m.a.: 1. Siglinga- og fiskileitartæki, Gyro-kompás og sjálfstýring. 2. Stöðugleiki skipa. 3. Nýjustu og einföldustu aðferðir við út- reikninga á himinstaðalinum. Ýmislegt fleira verður tekið fyrir á nám- skeiðinu. Þátttakendur skulu hafa lokið a.m.k. 1. stigs prófi eða minna fiskimannaprófi. Upplýsingar eru gefnar i Stýrimanna- skólanum, simi 13194. Bréflegar umsóknir þurfa að hafa borizt fyrir 1. mai. Skólastjórinn PIERPONT-úrin handa þeim, sem gera kröfur um endingu, nákvæmni og fallegt útlit. Kven- og karl- manns- úr af mörgum gerðum og verð- um. ÚR & KLUKKUR. VALDIMAR INGIMARSSON, úrsmiður, ÓSKAR KJARTANSSON, gullsmiður, Laugavegi 3, sími 13540. ÚTBOD Tilboö óskast i aö byggja fyrir Reykjavikurborg viöbygg- ingu viö Sundlaug Vesturbæjar hér I borg. Útboösgögn eru afhent i skrifstofu vorri gegn 5.000.- króna skiiatryggingu. Tilboðin veröa opnuö á sama staö miövikudaginn 2. mal n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKíAVÍKURBORGAR _ Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 KAROLINA LEMDINGkRtRAUT- IWNI Etl ST3ÚRNAÖ Fft'A ÞESiU ST3áftMBnRtl & U lk út um höfin blá í... Hvað varö um Öðin Valdimarsson? Og hvað verður yfirleitt um þann fjölda, sem er i sviðsljósinu, en hverfur svo næstum sporlaust? Sumir smáhverfa, aðrir hætta snögglega — og svo er alltaf einn og einn, sem birtist aftur, á sitt „come back” svo notuð sé enskan. Óðinn Valdimarsson er einn þeirra, sem var fastagestur i öllum óskalagaþáttum og dægurlagaþáttum út- varpsins um langt skeið, en svo tók hann sig til og fór að skoða heiminn. Hann hætti að brjóta um blý i prent- smiðju á Akureyri og brautþess í stað blað i sinni eigin ævisögu, réði sig á norskt skip, og hefur i ein sex eða sjö ár siglt um allar álfur, komið i fleiri lönd en flestir islenzkir sjómenn. En þar kom að heim- þráin bar ævintýra- löngunina ofurliði, og eins og Óðinn gerði i sjónvarpsþættinum Kvöldstund fyrir skemmstu, getur hann nú sungið ,,Ég er kominn heim.” Hver er maðurinn? Og úr þvi við vorum að minnast á Akureyri og söngvara þar i bæ — þá gæti verið gaman að leggja smá þraut fyrir lesendur: Hver er maðurinn á þessari mynd? Það er réttara að geta upp á þvi strax áður en lengra er lesiö. Myndin er að sjálf- sögöu ekki ný, en hún er skemmtilega ein- kennandi fyrir það hve fólk hefur bréytt mjög um svip siðustu örfá árin. En svona leit semsé Bjarki Tryggva- son út áður en hann safnaði hári og skeggi og hóf að spila og syngja með Ingimar Eydal og þeim félögum i Sjálfstæðishúsinu á Akureyri. Myndin af Óðni er heldur ekki ný. Hún er af gömlu plötuumslagi — og eins og aðrir þá hefur Óðinn aðeins sikkað háriö, og slaufur af þessari gerð, sjást ekki i dag. En rétt eins og tizkan gengur i hringi, þá á eflaust hvort tveggja eftir að koma aftur, slaufan og stutta hárið. Af ölium þeim, sem brezka drottningin hefur aöiað, er einn maður, sem sennilega hefur veriö almenningi lang minnst kunnugur. Þaö er Shap- oor Reporter frá Teheran, sem unniö hefur viö brezk fyrirtæki þar. Fyrir hans starf hafa Bretar grætt hundruö miiijóna punda, og áriö 1969 var hann sæmdur heiðursoröunni OBE. Nii hefur hann veriö aölaöur og heitir nú Sir Shapoor. Hiö sérkenniiga eftirnafn hans er þannig tilkomiö, aö einn forfeöra hans var blaöamaöur I Bombay, og tók starfsnafniö „reporter” upp sem eftir- nafn. A myndinni heldur hann á öskjunni, sem inniheidur aöalsbréfiö frá Elisabetu Englands- drottningu, og kona hans og dóttir fagna þessum heiöri. s él Sjonvarp 18.00 Jakuxinn Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Þulur Andrés Indriðason. 18.45 Einu sinni var... Gömul og fræg ævin- týri færð i leikbúning. Þýðandi Gisli Sigur- karlsson. Þulur Borgar Garðarson. 18.35 Hvernig veröur maður til? Nýr þriggja mynda flokkur frá BBC með , liffræðslu og kyn- fræðslu við hæfi barna. Sjónvarpið hefur fengið Jón Þ. Hallgrimsson, lækni við Fæðingadeild Landspitalans til að annast þessa fræðslu og kynna myndirnar, en Jón O. Edwald þýddi erlenda text- ann. 18.50 Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Veöur og auglýs- ingar 20.30 A stefnumót viö Barker Ógnvaidur yfirstéttarinnar Brezkur gamanleikur með Ronnie Barker i aðalhlutverki. Þýð- andi Jón Thor Haraldsson. Leikrit þetta gerist árið 1899 og fjallar um rann- sókn næsta óvenju- legs sakamáls. 20.55 Nýjasta tækni og visindi. Umsjónar- maður örnólfur Thorlacius. 21.25 Atta banaskol Leikrit frá finnska sjónvarpinu, byggt á sannsögulegum atburðum. Fyrri hluti. Leikstjóri er Mikko Niskanen, sem einnig fer með aðal- hlutverk I leikritinu. (Nordvision — Finnska sjónvarpið) 22.45 Dagskrárlok 0 Miðvikudagur 4. apríl. 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.