Alþýðublaðið - 03.05.1973, Síða 2
WATERGATE
Hvað veit
Nixon?
Nýlega var haft eftir Nixon forseta, að hann „hefði
ekkert að fela”. Og repúblikanskur öldungadeildar-
þingmaður, Lowell Weicker að nafni, meðlimur sér-
stakrar rannsóknarnefndar i Watergate-málinu, hef-
ur nélega sagt á blaðamannafundi: „Eg mun halda
fast við þá staöreynd, að forseti Bandarikjanna er
ekki flæktur i þetta mál”. En hann sagði hreinskilnis-
legt, að hann vissi samkvæmt eigin athugun, að sá,
sem skipulagði og stjórnaði njósna-aðgerímnum,
væri enn i starfsliði Hvitahússins. Þá var hann spurð-
ur hvort hann teldi sig vita hver sá væri og hann svar-
aði þvi til, að hann héldi það, en „fleiri eru blandaðir i
málið”. Nú hafa tveir þeirra manna, sem þegar hafa
veriö dæmdir i Watergate-málinu, sýnilega ákveðið,
að segja allt sem þeir vita um samsærið og þvi virð-
ast vera góðar horfur á þvi, að hneykslismálin verði
loks gerð heyrinkunn i smáatriðum, annaðhvort fyrir
rétti eða fyrir hinni sérstöku rannsóknanefnd Old-
ungadeildarinnar, sem demókratinn Sam Ervin
stjórnar.
Howard nokkur Hunt, fyrrverandi starfsmaður
CIA-leyniþjónustunnar og Hvita hússins, er játaði sig
sekan i Watergate-réttarhöldunum i janúar-mánuði
siðastliðnum, hefur fengið undanþágu frá frekari
réttarhöldum, en bar þó vitni i réttarhöldum i máli
þessu, er fram fóru i marz-mánuði siðastliðnum. Og
James McCord, fyrrverandi öryggisvörður flokks-
stjórnar republikana og meðlimur endurkjörsnefnd-
ar Nixons, bar vitni i leynilegri yfirheyrslu Ervin-
nefndarinnar rétt nýlega. Nokkuð af þessum vitnis-
burði hefur lekið út, þar á meðal á McCord að hafa
sagt, að Watergate-njósnirnar hafi verið samþykktar
persónulega af John Mitchell, fyrrum dómsmálaráð-
herra i rikisstjórn Nixons. Lét Mitchell af embætti
dómsmálaráðherra til þess að taka viö yfirstjórn
kosningabaráttu Nixons, en sagði af sér þeirri for-
mennsku hálfum mánuði eftir að Watergate-hneyksl-
ið komst upp i júni á sfðasta ári. McCord sagði einnig
að meðal þeirra, sem hefðu fyrirfram vitað um
njósnirnar hefði verið John Dean, lögfræðilegur
ráðunautur forsetans. Dean þessi annaðist rannsókn
málsins siðastliðið sumar fyrir forsetaembættið og á
grundvelli niðurstöðu hennar lýsti forsetinn þvi yfir,
að „enginn sem nú er starfandi” i Hvita húsinu væri
flæktur i Watergate-málið. Blöð halda þvi einnig
fram, að McCord hafi skýrt rannsóknanefnd öldunga-
deildarinnar frá þvi, að H.R. Haldeman, sem var
einn fremsti og æðsti ráðgjafi forsetans, en hefur nú
sagt af sér, hafi veriö fullkunnugt um ráðagerðirnar
um stjórnmálanjósnirnar. Nú hefur Nixon rekið
Dean.
Oldungadeildarþingmenn repúblikana i öldunga-
deildinni hafa ekki aðeins áhyggjur af þvi, að flokk-
urinn og forsetinn verði fyrir mjög alvarlegum álits-
hnekki og tjóni vegna njósna þessara, heldur lika
vegna þess almenningsálits, sem myndast kann, á
þann veg, að pólitisku valdi hafi verið beitt til að
reyna að bæla niður hneykslið. Hvita húsið hefur leit-
að skjóls bak við þéttan vegg afneitana um að neinir
aðrir en hinir 7 ákærðu hafi verið við Watergate-mál-
ið riðnir. Hvita húsið hefur haldið þvi fram, að sak-
leysi starfsliðs forsetans hafi verið staðfest bæði af
FBI-leyniþjónustunni og af hinni sérstöku rannsókn,
er John Dean annaðist. Samt hefur vitnisburður
Patrick Gray, sem var settur forstjóri FBI-leyniþjón-
ustunnar, en nú hefur vikiö fyrir þingnefnd leitt til
þess,aðefastermjög um gildi FBI-rannsóknarinnar.
Gray þessi viðurkenndi einnig, að John Dean hefði
„liklega” logið að leynilögreglumönnum, sem unnu
að rannsókn á Watergate-málinu. Forsetinn svaraði
með þvi að itreka traust sitt á Dean og neita honum
um leyfi til þess að koma á fund nefnda, er vinna að
rannsóknum á máli þessu. Hann hefur einnig notað
sérstök réttindi sin til þess að banna öllum núverandi
og fyrrverandi starfsmönnum sinum i Hvita húsinu
að mæta til yfirheyrslu út af máli þessu, en slik fram-
koma forseta á sér engin fordæmi.
Svo er að sjá, sem starfslið Hvita hússins njóti litill-
ar samúðar frá fulltrúardeildarþingmönnum
repúblikanaflokksins sem áður en þetta hneyksli kom
fyrir, voru hinir reiöustu i þeirra garð fyrir dramb-
semi þeirra, auk þess sem þeir eru smeykir um, að
Watergate-hneykslið og önnur fleiri slfk muni skaða
mjög frambjóðanda republikanaflokksins i kosning-
unum á næsta ári.
HINUM HANDTEKNU VAR
LOFAÐ PENINGUM OG AÐ
NIXON MYNDI NÁÐA ÞÁ
Þeir fimm, sem
handteknir hafa ver-
ið vegna Watergate-
hneykslismálsins
áttu að fá greiddar
fjárhæðir fyrir að
játa en þegja sem
fastast um aðra
aðila, og auk þess
átti að lofa þeim að
Nixon forseti myndi
sjálfur láta náða þá
eftir að þeir hafa
hlotið dóm.
Þetta fullyrðir banda-
riska stórblaöiö The New
York Times i gær, og að
rannsóknarnefnd hafi
komizt á snoðir um að
ráðgjafar Nixons, Bob
Haldeman og John
Ehrlichman, sem nú
hafa hætt störfurn, hafi
ásamt John Mitchell,
fyrrverandi dómsmála-
ráðherra og formanni
endurkjörsnefndar Nix-
ons, undirbúið og borið á-
byrgð á viötækari áætlun
um að hylja yfir aðdrag-
andann að innbrotinu i
Watergate-bygginguna
og afmá öíl sönnunar-
gögn. Greiöslur til fimm-
menninganna og loforð
um náðun voru liður i
þessari áætlun, aö sögn
blaðsins.
Samkvæmt þeim upp-
lýsingum, sem New York
Times hefur eftir rann-
sóknarmanni, án þess að
hann sé nafngreindur,
var Gordon Liddy, einn
þeirra, sem nú eru i haldi,
gerður syndaselurinn,
vegna hæfileika hans „til
að þegja” — og þótti þvi
ákjósanlegastur til að
taka á sig alla ábyrgð á
njósnatækjunum og upp-
setningu þeirra, en Liddy
var dæmdur i janúar s.l. i
sex ára fangelsi. Hann
hlaut einnig átta mánaða
dóm til viöbótar þar sem
hann neitaði algerlega a
skýra dómurunum frá
þvi sem hann vissi um
samsærið.
Bæði Haldeman og
Ehrlichman hafa neitað
að hafa gert „nokkuð
rangt” — og Mitchell vis-
aði fullyrðingum blaðsins
á bug sem „algeru
slúðri”.
Blaðið segir að það sé
algerlega óvist hvort
Nixon hafi sjálfur haft
nokkra hugmynd um, að
þessir þrir hafi borið á-
byrgð á ráðagerðinni.
— Hann trúir þvi fylli-
lega að þeir séu saklaus-
ir, segir rannsóknarmað-
urinn.
New York Times segir
að þessir þrir og fjöldi
annara úr endurkjörs-
nefndinni ásamt starfsliði
Hvita hússins verði á-
kærðir þegar aðalrann-
sóknarnefndin hefur lokið
störfum sinum. John
Dean, fyrrum lögfræði-
legur ráðgjafi Nixons, sá
er Nixon rak vegna þessa
máls, hefur óskað þess að
hann verði ekki ákærður,
þar sem hann muni af
fúsum vilja gefa upplýs-
ingar. Samkvæmt heim-
ildum blaösins er það
Dean, sem blandað hefur
Mitchell, Ehrlichman og
Haldeman i málið.
Meðal þeirra vitna,
sem á að gefa Watergate
rannsóknarnefndinni
skýrslu um vitneskju sina
til þessa máls er hin mál-
glaða eiginkona Michells,
fyrrum dómsmálaráð-
herra, Martha Mitchell.
Hún hefur áður svarið að
hún muni aldrei láta það
viðgangast að „John
minn verði hengdur”.
Þannig byrjaði þetta allt saman
Klukkan tvö eftir miö-
nætti hinn 17. júni siðastlið-
inn — 5 mánuðum fyrir
bandarisku forsetakson-
ingarnar — voru fimm inn-
brotsþjófar gripnir i Wat-
ergate-skrifstofubygging-
unni i Washington, aðal-
stöðvum Landsstjórnar
Demókrataflokksins,
hlaðnir myndavélum, elek-
tróniskum tækjum og 6500
dollurum i nýjum seðlum.
Tveir þessara manna voru
kúbanskir andstæðingar
Castros og hinn þriðji var
málaliði, sem tók þátt i
hinni misheppnuðu Svina-
flóa-innrás i Kúbu áriö
1961. Þeir tveir, sem, þá
voru eftir, voru mikilvæg-
ari: Bernard Barker er
hafði verið tengill milli
CIA-leyniþjónustunnar og
and-Castró-hópa á Flórida
og James W. McCord, sem
var yfir-öryggisvörður
endurkjörsnefndar forset-
ans. John Mitchell, þáver-
andi kosningástjóri Nixons
og fyrrverandi dómsmál-
aráðherra hans, er ráðið
hafði McCord til starfa,
hafði engin umsvif heldur
rak hann samstundis úr
þjónustu endurkjörsnefnd-
arinnar. En i mánaðarlokin
lét Mitchell sjálfur af störf-
um i nefndinni eftir að hin
málglaða eiginkona hans,
Martha, hafði hótað að láta
uppi „hvilik andstyggð fyr-
irfinnst i stjórnmálunum.”
Um þetta leyti var
bandariska leyniþjónustan
FBI tekin að rannsaka
málið og önnur nöfn komu
upp á yfirborðið. Eitt
þeirra var nafn Howard
Hunt, CIA-leynilögreglu-
manns, er ráðinn hafði ver-
ið sem ráögjafi i Hvitahús-
ið af sérstökum aðstoðar-
manni forsetans, Charles
Colson. Annar var Gordon
Liddy, fjárhagslegur ráð-
gjafi i endurkjörsnefnd-
inni. Litlu siðar var Liddy
rekinn úr nefndinni fyrir að
neita samvinnu við FBI.
Hinn 15. september voru
Hunt, Liddy og innbrots-
þjófarnir 5 ákærðir fyrir
margar sakir, allt frá sam-
særi um að hlera i húsa-
kynnum demókrata til
þjófnaðar og simahlerana.
Demókratar gerðu allt,
sem i þeirra valdi stóö, til
þess að gera sem mest úr
þessum ásökunum, en allt
kom fyrir ekki, og Nixon
var endurkjörinn i nóvem-
ber með miklum meiri-
hluta. Réttarhöldin -hófust
ekki fyrr en eftir kosning-
ar. Og jafnvel þá þótti
dómaranum, John Sirica,
erfitt að fá sannleikann i
ljós. Hann sló réttarhöld-
unum á frestþegar McCord
sagði honum, að „pólitisk-
um þrýstingi hafi verið
beitt gagnvart hinum sak-
felldu um að játa sekt sina
og vera þögulir,” og siöan
mun hann hafa sagt honum
ýmislegt meir i einrúmi
dómherbergjanna.
o
Fimmtudagur 3. mai 1973