Alþýðublaðið - 03.05.1973, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 03.05.1973, Qupperneq 4
Vextir við innlánsstofnanir Með tilvisun til 13. gr. laga nr. 10 1961 ákveður bankastjórn Seðlabanka íslands, að höfðu samráði við bankaráðið, að vextir við innláns- stofnanir skuli verða sem hér segir frá og með 1. mai 1973. /i. Innlánsvextir: 1) Almcnnar sparisjóösbækur 2) Sparisjóösbækur meö 6 mánaöa uppsögn 3) Sparisjóösbækur meö 12 mánaöa uppsögn 4) 10 ára sparisjóösbækur 5) Sparisjóösávisanabækur 6) Innstæöur á hlaupareikningi, Íeiknings- og viöskiptalánum 'isitölubækur barna: til 5 ára Visitöiubækur til 10 ára Innlánsvextir þessir eru fastir, og er innlánsstofnunum óheimilt aö greiða aðra vexti af viðkomandi innlánsformum án samþykk- is Seðlabankans. Vextir af öðrum innlánsformum eru háðir ákvörðun Seðlabankans. Innlánsvextirnir eru dagvextir og miðast við vaxtareikning einu sinni á árí eftir á. Þetta á þó ekki við um vexti af tékkareikningum, en af þeim reiknast tilgreindir vextir af lægstu innstæðu á hverjum tiu dögum með útborgun I einu lagi eftir árið. II. Útlánsvextir: 1) Vextir af víxlum : a) vixlar, er eiga að greiðast upp innan 90daga 11% á ári b) framlengingarvixlar og vixlar, sem samið er um 11 3/4% á ári til lengri tima en 90 daga Heimilt er að taka allt að 3/4% hærri vexti á ári en að framan greinir, ef lengd umsamins lánstima eða öryggi tryggingar gefur tilefni til, að dómi viðkomandi stofnunar. Framanskráðir vextir eiga einnig við um sýningarvixla með eftir á greiddum vöxtum, i samræmi við raunverulegan láns- tima. 2) Hlaupareikningsvextir: Af skuldum á hlaupareikningum, reiknings- og við- skiptalánum reiknist fast viðskiptagjald (þóknun) af upphæð lánsheimildar. Gjaldið skal tekið fyrirfram fyrir hvern almanaks- mánuð meðan heimild er i gildi. Af skuldarheimild- um til takmarkaðs tima, þ.e.a.s. allt að sex mánuð- um, má þó taka allt gjaldið fyrirfram. Auk viðskiptagjaldsins skal reikna dagvexti mánaðarlega eftir á 3) Afuröalánavextir: a) lán endurseljánleg Séjjlabankanum með veði i útflutningsafurðum b) önnur endurseljanleg láVi c) lán með 2. veðrétti i útflutningsafurðum, er nemi hæst 30% af endurseljanleguijáni, svo og lán veitt með veði i væntanlegum afla (útgerðarlán) 9 1/2% á ári Ofangreindir afurðalánavextir eru miðaðir við forvexti. Séu lán- in i reikningsformi með eftiráteknum vöxtum er heimilt að taka 1/2% hærri vexti á ári. Seðlabankinn endurkaupir vixla skv. a. og b. lið með 3/4% lægri vöxtum á ári en viðskiptabankarnir taka. 4) Vextir af öörum lánum, þar meö talin afborgunarlán og skuldabréfalán: a) lán með fyrsta flokks fasteignaveðstryggingu að mati lánsstofnunar eða sjálfskuldarábyrgð rikis- u j/2% á ári sjóðs b) öll önnur lán, þar með talin fasteignaveðslán, j2% á ári handveðslán og lán tryggð með ábyrgð Heimilt er i nýjum lánssamningum að taka allt að 1% hærri vexti á ári en að framan greinir, þegar samið er við lántöku um lengri lánstima en tvö ár og eftirátekna vexti. 5) Vanskilavextir (dráttarvextir): a) af vixlum og tékkum 1 1/2% á mánuði eða fyrir brot úr mánuði, en aðrir vextir falla niður frá gjalddaga. b) af öðrum lánum 1 1/2% á mánuði eða fyrir brot úr mánuði af gjaldfallinni upphæð (en samningsvextir falla niður frá gjald- daga). Gildir þessi regla um öll lán i vanskilum, þar með taldar skuldir, er myndast á hlaupareikningi eða öðrum viðskiptareikningi umfram skuldarheimild. Með mánuði i sambandi við vanskilavexti er átt við hvert 30 daga timabil. Ofanskráðir útlánsvextir eru hámarksvextir. Óheimilt er að taka aðra þóknun eða vexti en um getur hér að ofan fyrir utan þóknanir og gjöld, sem heimiluð eru i gjaldskrá við innlánsstofn- anir, dags. 10. júli 1972, sem birt var i Lögbirtingablaði 19. juli sama ár. Framangreindar ákvarðanir um vexti af lánum og vanskilavexti gilda einnig i lánsviðskiptum utan innlánsstofnana, sbr. lög nr. 58/1960. Vaxtaákvörðun Seðlabankans um vexti við innlánsstofnanir frá 30. desember 1965 fellur jafnframt úr gildi. Seðlabanki íslands. 3% á ári 9% á ári 7% á ári 9% á ári 9% á ári 10 1/2% á ári 12% á ári 12% á ári 4% á ári 3% á ári 8% á ári 9% á ári Frá mönnum og málefnum Liðinn er hátíðisdagur Menn óskuðu hver öðrum gleðilegrar hátiöar að morgni 1. mai hér i miðbænum, og er það mikil breyting á þeim fimmtiu árum, sem liðin eru siðan fyrsti mai fór að verða baráttudagur vinnandi fólks hér á landi. Ekki er lengur um að ræða, að menn séu góðlátlega látnir vikja úr starfi vegna kröfugöngu þennan dag, eins og dæmi voru til, og m.a. var rifjað upp i blaðavið- tali af tilefni dagsins. Nú er þetta hins vegar orðið þannig, að sem flestir vilja ganga, og jafnvel ekki laust við að allir vilji tilheyrá verkalýðnum á þessum hátiðisdegi, þótt það samræmist illa lifi þeirra aðra daga ársins. Þetta er ákveðin tegund af snobbi, sem fljótlega leggst i vetrardvala sinn, standi kaupdeilur yfir. Þennan fimmtiu ára afmælis- dag notaði verkafólk eðlilega til að lita yfir farinn veg. Gerð var nokkur úttekt á þvi hvað áunnizt hefði, og má segja að nokkra undrun hafi vakið að afmælis- dagurinn var notaður til að gagnrýna mjög forustu verka- lýðshreyfingarinnar. Kom þar fram að hún þötti orðin of fjar- læg þeim sem verkin vinna, og skilningur færi dvinandi á hög- um starfsstéttanna. Allt var þetta fremur almenn gagnrýni, sem forustan svaraði af föður- legri mildi, og i þá veru, að hún óskaði alls ekki eftir þvi að standa ein á hefðartindi. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi, segir máltækið, og var á forustunni að heyra, að verka- fólk gerði of litið af þvi að koma á fundi og viðra sjónarmið sin. En þessi óánægja á sinar eðli- legu skýringar, og hún er ekki verkalýðsforustunni að kenna nema að þvi leyti sem hún ber ábyrgð á rikjandi stjórnarfari. Það er gott og blessað að fá fjörutiu stunda vinnuviku lög- festa, styttri vinnutima en þró- uðustu iðnaöarþjóðir telja sér fært að hafa. Það er einnig ágætt að geta veifað háum prósentutölum, þegar kaup- samningar hafa verið gerðir. Ofan i það, sem Björn Jónsson telur eina mestu ávinninga sið- ari tima, kemur svo gagnrýni hins vinnandi manns, sem finn- ur . að þrátt fyrir allt hefur hann aldrei haft það eins bölvað efna- lega og nú. Það er nefnilega ekki nóg að semja. Stöðugt er talað um að tryggja kaupmátt launa, en hann hefur bara ekki verið tryggður, og sá skollaleik- ur, sem nú er hafinn til að koma i veg fyrir hækkanirnar 1. júni n.k. er enn eitt dæmið um það reiðuleysi, sem rikir varðandi kaup og kjör launþega. Það er tvennt i rikjandi stjórnarfari, sem allri verka- lýðsforustu er sterkara: verð- bólga og skattar. Verðbólgan hefur hirt jafnóðum hverja þá leiðréttingu, sem gerð hefur verið á kjörum hinna lægst laun uðu, og skattarnir eru þannig, að stór hluti verkamannalauna, eöa um 60% renna aftur til rikis og bæja. Fyrir þessu finnur fólk i meiri mæli en menn i verka- lýðsfopustunni gera sér almennt grein : fyrir. Þegar verkafólk kvartar eftir það, sem reyndir menn kalla góða samninga, þá er það vegna þess að buddan segir fólki aðra sögu. Ekki er hér verið að draga i efa góðan vilja verkalýðsforustunnar, og heldur ekl^i hin pappislegu gæði samninga. En rikisstjórnin hef- ur hirt það allt aftur og meira til. Það er eðlilegt að verkafólk beini óánægju sinni til verka- lýðsforustunnar. Hún getur ekki svarað þeirri óánægju með öðru en þvi að endurskoða stuðning sinn við núverandi rikisstjórn. VITUS Hjálmar 9 Haukur Sigurðsson, Akranesi. 3. Gunnar Gunnarsson, Gróttu. Einliðaleikur i unglingafl.: tslandsmeistari Gunnar Finn- björnsson, örninn. 2. Jón Sigurðsson, Keflavik 3. Einar Ólafsson, örninn. Tviliðaleikur i unglingafl. íslandsmeistarar Gunnar Finn- björnsson og Jónas Kristjáns- son, örninn. 2. Elvar Eliasson og Sigurður Gylfason, Akranesi. 3. Hjörtur Jóhannsson og Björn Friðriksson, Keflavik. Haraldur 9 varð Agnar hins vegar að láta i minni pokann, hann keppti ásamt Svanbjörgu Pálsdóttur, og þau töpuðu fyrir þeim Ottó Guðjónssyni og Ragnhildi Páls- dóttur TBR (hlaupadrottningu) 15:17 og 8:15. Vegna ónógrar þátttöku var ekki keppt i meistaraflokki kvenna, en i tviliðaleik unnu þær Hanna Lára og Lovisa öruggan sigur. I einliðaleik kvenna i A-flokki sigraði Svan- björg Pálsdóttir KR, og hún sigraði einnig i tviliðaleik ásamt Helgu Skúladóttur. 1 gaml- ingjaflokki sigruðu þeir Gisli Guðlaugsson og Ragnar Har- aldsson TBR. Þing BSt var haldið að morgni 1. mai. Karl Maack var kjörinn formaður i stað Einars Jónsson- ar sem baðst undan endurkjöri. Þá vék Sigurður Ág. Jensen blaðafulltrúi einnig úr stjórn- inni — SS. OKKUR VANTAR BLAÐBURÐAR- ! FÓLK IEFTIR- TALIN HVERFI j Laugarteigur Laugarnesvegur Rauðilækur | Sundin i Vogar HAFIÐSAM- | BAND VIÐ AF- GREIDSLUNA j Leyfi til humarveiða Sjávarútvegsráðuneytið vekur athygli á þvi að umsóknir um leyfi til humarveiða, á komandi humarvertið, verða að hafa borizt ráðuneytinu fyrir 15. mai. Umsókn- ir, sem berast eftir þann tima verða ekki teknar til greina. Siávarútvegsráðuneytið, 2. mai 1973. Lyfsöluleyfi / sem forseti Islands veitir Lyfsöluleyfið á ísafirði er laust til um- sóknar. Umsóknarfrestur er til 2. júni 1973. Umsóknir sendist landlækni. Samkvæmt heimild i 32. gr. lyfsölulaga nr. 30 29. april 1963 er viðtakanda gert skylt að kaupa vörubirgðir og áhöld lyfjabúðarinn- ar Lyfsöluleyfinu fylgir leyfi til lyfjaútsölu sbr. 44. gr. lyfsölulaga i Bolungarvik og Súðavik. Leyfið veitist frá 1. ágúst 1973. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 2. mai 1973. AUGLÝSINGASÍMINN OKKAR ER 8-66-80 Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar Skipholti 25. Simar 19099 og 20988. 0 Fimmtudagur 3. mai 1973

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.