Alþýðublaðið - 03.05.1973, Qupperneq 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálarit-
jstjóri Sighvatur B jörgvinsson.
! Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson.
Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggsson.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn
Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfis-
götu 8—10. Simi 86666. Blaðaprent hf.
ALGERT ÖNGÞVEITI
Þessa siðustu daga hafa mikil tiðindi gerzt i
islenzkum stjórnmálum. Alþýðublaðið mun þó
að þessu sinni einskorða sig við fréttirnar af
aðgerðum i gengis- og vaxtamálum.
Þegar formælendur rikisstjórnarinnar ræddu
þá beiðni sina við forsvarsmenn þingflokkanna
skömmu fyrir páska, að þing yrði sent heim
fyrir páskana, voru þeir sérstaklega að þvi
spurðir, hvort búast mætti við einhverjum efna-
hagsráðstöfunum i bráð. Þeirri spurningu
svöruðu ráðherrarnir afdráttarlaust nei. Þó var
páskahelgin vart fyrr liðin en tilkynnt var um
miklar efnahagsráðstafanir: gengishækkun og
bráðabirgðalög um verðlagsmál.
Þetta sannar ekki, að ráðherrarnir hafi sagt
þingheimi visvitandi ósatt. Þetta sannar, að
röskri viku fyrir gengishækkun islenzku
krónunnar hafði rikisstjórnin að eigin sögn ekki
hugmynd um, hvað gera þætti og hvort nokkuð
ætti yfirleitt að aðhafast.
Svona er landinu stjórnað. Fum og flumbru-
gangurinn i öndvegi. 1 dag þetta, á morgun hitt
og enga fyrirframstefnu er reynt að móta.
GENGISHÆKKUNIN
Gengishækkunin var verk Seðlabankans.
Rikisstjórnin fékk ekki um hana að vita, fyrr en
tveim sólarhringum áður en hún var tilkynnt.
Eftir töluverðan ágreining um málið i stjórninni
var loks ákveðið að heimila Seðlabankanum
ráðstöfunina.
✓
Gengishækkunin var viturleg ráðstöfun, eins
og sakir stóðu. Ástæða er þó til þess að ugga um
hag iðnaðarins. Hann hefur ekki notið þeirrar
verðhækkunar á útflutningsafurðum, sem
sjávarútvegurinn fékk.
En spurningin er sú, kemur gengishækkunin
að þvi gagni i baráttunni við verðbólguna, sem
Seðlabankinn ætlast til. Það er undir stjórn-
völdum komið hvort tekst að gera þá verð-
lækkun raunhæfa, sem fylgja á i kjölfar gengis-
hækkunarinnar. Takist það ekki, þá er til litils
unnið — og full ástæða er til að vantreysta rikis-
stjórninni i þeim efnum, hún hefur brugðizt i
öðrum og auðveldari málum.
REGINHNEYKSLI
Vaxtahækkunin er svo kafli út af fyrir sig. Það
er reginhneyksli, að sjáfur bankamálaráð-
herrann — æðsti yfirmaður Seðlabankans, skuli
halda, að hann geti friað sig við óvinsælum
ráðstöfunum með þvi að segjast vera á móti
þeim. Var hann þá borinn ofurliði i rikis-
stjórninni? Hverjir gerðu það? Eða er Seðla-
bankinn farinn að stjórna landinu og rikis-
stjórnin orðin ,,stikk-fri”? Hvernig væri, að
einhver af aðalleikendunum i islenzku rikis-
stjórnarreviunni gæfi svar við þessum
spurningum?
Ráðherrarnir haga sér eins og þeir séu ekki
ábyrgir sinum eigin stjórnarathöfnum. Hvernig
geta slikir menn ábyrgzt þjóðarhag? Þeir geta
það ekki!
BRESNEV STYRKIR STÖÐU SÍNA
MANNASKIPTI GERÐ
f ÆDSTA RÁDINU
t lok aprilmánaðar tilkynnti
miðstjórn sovézka kommúnista-
flokksins um veruleg manna-
skipti i æðstu stjórn flokksins.
Tveir af meðlimum æðsta ráðsins
hættu störfum i þvi — Pjotr
Sjelest og Gennadij Voronov — en
i stað þeirra komu Andrej
Gretsko, varnarmálaráðherra,
Andrei Gromyko, utanrikisráð-
herra,og Juri Andropov, yfir-
maður leynilögreglunnar (KGB).
betta er i fyrsta sinn frá þvi
Krusjoff lét af störfum árið 1964,
að mannaskipti eru gerð i æðsta
ráðinu. Pjotr Sjelest, fyrrum
aðalritari Kommúnistaflokksins i
Ukrainu, hefur verið gagnrýndur
fyrir skoðanir sinar og afstöðu tii
ýmissa mála — m.a. fyrir al
vera of einskorðaður þjóðernis-
hyggjumaður, litili hugsjóna-
fræðingur og slæmur marxisti.
I tilkynningu sovézku frétta-
stofnunnar Tass er sagt, að
Sjelest og Voronov hafi verið
leystir frá störfum svo þeir gæti
fengið eftirlaun.
KGB-stjórnandinn
Andropov er fyrsti yfirmaður
KGB, sem setið hefur með fullum
réttindum i æðsta ráðinu siöan
Beria átti þar sæti á Stalins-
timunum. Andropov var sendi
herra Sovétrikjanna i Ungverja-
landi árið 1956, þegar uppreisnin
var þar gerð, og árið 1967 var
hann gerður að yfirmanni KGB.
Andropov er þekktur sem einn
af nánustu vinum og samstarfs-
mönnum Bresnevs aðalritara.
Vestrænir blaðamenn i Moskvu
telja, að þessi mannaskipti i
æðsta ráðinu séu gerð til þess að
styrkja stöðu Bresnevs i flokkn-
um og valdakerfinu. Þá er það
einnig almennt vitað, að Bresnev
er i góðu áliti hjá yfirmönnum
hersins. Varnarmálaráðherrann
Andrei Gretsjko, sem er einn af
nýju mönnunum i æðsta ráðinu,
mun þvi örugglega a.m.k. ekki
hafa mikið á móti Bresnev.
Gromyko
Þriðji nýji maðurinn i æðsta
ráðinu er svo utanrikisráðherra
Sovétrikjanna, Andrei Gromyko.
Talið er öruggt, að einnig hann
muni styðja stefnu Bresnevs um
sambúðina við Vesturlönd.
Gromyko hefur verið utanrikis-
ráðherra i 16 ár og á útnefningu
hans i æðsta ráðið er litið, sem
virðingar- og þakklætisvott fyrir
langt starf i þágu flokks og rikis-
valds.
Eftir þessar siðustu breytingar
á æðsta ráðinu eru nú i þvi 16
manns.
Vestrænir blaðamenn hafa
lengi búizt við þvi, að Sjelest yrði
sparkað, en hörð gagnrýni hefur
verið höfð uppi gegn honum að
undanförnu. Val hinna þriggja
nýju meðlima æðsta ráösins kom
hins vegar algerlega á óvart.
Andropov hefur verið yfir-
maður KGB frá árinu 1967 og
siöan 1968 hefur hann verið
nefndur til æðsta ráðsins.
Andropov er gamalgróinn flokks-
maður, sem farið hefur þessa
venjulega leið upp á toppinn i
flokkskerfinu. Með tilnefningu
hans sem yfirmanns KGB var
gerð tilraun til þess aö auka völd
flokksins yfir leyniþjónustunni og
hefur sú tilraun gefið góða raún
að þvi talið er. Sovézka leyni-
lögreglan er ekki lengur tæki eins
manns, eins og hún var á timum
Beria til dæmis að nefna.
Varnarmálaróðherrann
Varnarmálaráðherra Sovét-
rikjanna og einn af nýju mönnun-
um i æðsta ráðinu — Andrei
Grestsko — er einnig gamall
flokkspólitikus. Hann hefur verið
félagi i Kommúnistaflokknum
allar götur frá árinu 1928. Hann er
Úkrainumaður og hóf þar feril
sinn i flokknum.
Gretsko átti hlut aö máli, þegar
sovézki herinn braut á bak aftur
uppreisnina i Austur-Þýzkalandi
árið 1953 og sem varnarmála-
ráðherra hefur hann átt megin-
þáttinn i þvi að byggja upp eld-
flaugahernaðarkerfi Sovét-
rikjanna, sem nú er áþekkt aö
styrkleika og eldf laugakerf i
Bandarikjanna. Gretsko varö
varnarmáiaráðherra árið 1968.
Andrei Gromyko, utanrikisráð-
herra, hefur sýnt mikla hæfileika
til þess að lifa af öll áföll og
hreinsanir, sem dunið hafa af og
til yfir ráðamenn Sovétrikjanna
eins og allir vita. Hann hefur
ávallt verið tryggur æðstu vald-
höfum á hverjum tima og hefur
lagað utanrikispólitik sina eftir
vilja þeirra. Gromyko hefur
aldrei dottið út af flokkslinunni
eða misstigið sig i linudansinum
— jafnvel ekki á erfiðum og við-
sjárverðum timum.
Mannaskiptin i æðsta ráðinu
urðu að loknum tveggja daga
fundi miðstjórnar sovézka
Kommúnistaflokksins. 1 mið-
stjórninni sitja 396 fulltrúar og
var þetta fyrsti fundur hennar á
yfirstandandi ári. Aður hafði
verið upplýst að megintilgangur
fundarins væri að hlýða á skýrslu
Bresnevs um utanrikismál áður
Leonid Bresnev
en hann hæfi ferð sina til Vestur-
Þýzkalands og Bandarikjanna. A
fundinum lýsti miðstjórnin sam-
þykki sinu við þá stefnu, sem
aðalritarinn hefur haft uppi gagn-
vart þessum tveim löndum svo og
öðrum löndum i heiminum. Sam-
þykktin hefur ekki verið gerð
opinber frá orði til orðs og er enn
ekki vitað, hvort sú er ætlunin.
Utanrikisstefna Sovétrikjanna
frá siðasta flokksþingi sovézka
Kommúnistaflokksins, sem haldið
var árið 1971, hefur i meginatrið-
um beinzt inn á það svið að fá
slakað á spennunni i sambúö við
riki með ólikt hagkerfi.
GLISTRUP RAK
SPILAVÍTI!
Mikið hneykslismál hefur nú
komið upp i Danmörku i sam-
bandi við Mogens þann Gli-
strup, sem orðið hefur kunnur
sem stofnandi „skattleysingja-
flokks” þess, sem virtist i skoð-
anakönnunum ætla að útrýma
örðum stjórnmálaflokkum i
Danmörku — eða svo gott sem.
Rétt fyrir siðustu helgi gerði
Kaupmannahafnarlögreglan
innrás i ólöglegan fjárhættu-
skipaklúbb i Vesterbro og kom i
ljós, að klúbburinn var rekinn af
hlutafélaginu Junipp, sem
Glistrup er formaður fyrir.
En það var ekki nóg — þótt
ærið væri. Við húsleit fundust
heilmörg hlutabréf, sem verið
var að gefa út, og telur Kaup-
mannahafnarlögreglan, að
Glistrup hafi hugsað sér að
mynda nýtt hlutafélag með fjár-
hættuspilurunum. Hafa sumir
þeirra nú þegar játað að hafa
greitt fé i stofnsjóð sliks félags.
Málshöfðun hefur þegar verið
ákveðin gegn nokkrum fjár-
hættuspilaranna, en enn hefur
ekki verið tekin ákvörðun um,
hvort lögreglan ætlar að ákæra
Glistrup sjálfan. I stjórn félags-
ins, sem á húsnæði þaö, sem
fjárhættuspilaklúbburinn var
tekinn i,og sannazt hefur að
einnig stóð að klúbbrekstrinum
er Mogens Glistrup, formaöur
og ásamt honum eiginkona
hans, Ellen, og lögfræðingurinn
Peter Ströbech.
Þannig var aðkoman Ispilavfti Giistrups m.a. Lögreglan rannsakar
nú, hvort spilin hafi verið „merkt ”
Fimmtudagur 3. maí 1973
©