Alþýðublaðið - 03.05.1973, Síða 11

Alþýðublaðið - 03.05.1973, Síða 11
William Terry Hannie Caulder holu nógu langa og djúpa til að taka við likinu. Húsið var brunnið til kaldra kola um það bil sem Hannielyfti likinu af Jim Caulder niður i gröfina. En við og við blossaði logi upp úr hvitri öskunni og sleikti um svartbrunna raftana á meðan hún var að moka ofani gröfina og slétta yfir. Hún gerði engan kross til að merkja þessa nýju gröf, né heldur las hún neitt yfir moldunum. t stað þess fleygði hún frá sér skóflunni inn á milli ferskju- trjánna og sneri sér undan. Or djúpi hjarta sins fann hún nýja táralind, sem rann óheft niður vanga hennar þegar hún gekk út úr grafreitnum, lokaði hliðinu vandlega á eftir sér og gekk heim að bænum. Þar horfði hún á siðustu hvitu reykjarhnoörana risa upp af sótugum stein og viðarhaugnum, sem verið hafði heimili hennar. En jafnvel hin nýja táralind hlaut að þorna og þegar hún hafði fellt sitt siðasta tár, snerist hún á hæli og fór aftur fyrir horn á hlöðunni þar sem stóð stór og mikil regnvatnstunna. Jim hafði farið sparlega með innihald hennar, notaði isalt vatnið sem minnst vegna mögu- leikanna á þvi að þurrkarnir drægjust á langinn. Hannie lét ábreiðuna falla og horfði niður eftir sér allri, gretti KRILIÐ £jne/míirMDUKiN/V j 5 YNDlR SRmHL FLOKKq EHN íiORG fíR 'CSKfíR J/E/í/ 6 f Z 5r/?/i7p /A'/V R/Ffi S \ '5LWPftl hlOr/um i GBST GJfíBl Á/V L L/FrMg REiÐ* T/TILL. 3 £/rvK S>r 8 KVRRÐ 'OV/lJ! f VAlVCrF ^Kt'CrCx Vjmm-r 7 'fí VEURH/ SKYLD/ GfíHfí- FLOTUR 9 // LOKfí SfímHL / /0 LyKU-ORÐ - erx'NG-L. sig ytir ljótum áverkunum, sem Clemens bræðurnir höfðu skilið eftir á hörundi hennar og voru nú mjög áberandi á að lita i sterkri sólarbirtunni. Svo hóf hún sig upp á kassa, stakk sér niður i vatns- tunnuna og tók að núa sig tryllingslega með krepptum hnef- um til að reyna að losa húð sina og sál við ódauninn af mönnunum þremur. Hún fór ekki aftur upp úr tunnunni fyrr en að klukkustundu liðinni og þegar hún var komin uppúr og tekin að núa sig þurra með ábreiðunni, var hún allt i einu orðin fögur á ný. Vatnið hafði hreinsað af henni yfirborðs- óhreinindin þótt það gæti ekki þvegið hug hennar hreinan af minningunni né afmáð merkin eftir ruddaskap mannanna. Svalt vatnið hressti hana svo dökk augun brunnu af innri glóð og það skipti engu þótt það væri glóð haturs, sem lifgaði andlit hennar. Hún ljómaði af yndisþokka, sem var algerlega kvenlegur. Til- finningin, sem nærði þennan innri eld varð litilvægari en hinni sjáanlegi árangur. Hún var kona og hún var fögur. Hún sveipaði ábreiðunni um herðar sér og naut rakans af henni sem varði hana gegn sólar- hitanum, en að svo búnu gekk hún fram fyrir hlöðuna og ýtti upp annarri stóru hurðinni. Inni var skuggsýnt og hún dokaði við unz augu hennar höfðu vanizt dimm- unni. Uppi á einum veggnum hékk byssubelti með fyrirferðarmikilli marghleypu i hulstri. Það var þakið ryklagi og þegar hún hafði náð þvi niður dró hún upp skot- vopnið, undrandi yfir þunga þess og blés á það. Þetta var 69 mm Springfield frá árinu 1818 gerð handa Bandarikjaher. Á sinum tima hafði hún verið illræmdasta byssan með þeim mönnum sem neyddust til að nota hana þvi hún var erfið i vöfum og óáreiðanleg. Aðeins eitt þúsund voru fram- leiddarog flestar þeirra eyðilagð- ar af hermönnunum, sem fengið höfðu þær úthlutaðar. En faðir Jims Caulder hafði geymt sina og Jim erft hana, hengt hana upp i hlöðunni og gleymt henni. Hún var hlaðin og tilbúin til notkunar. Hannie virti hana fyrir sér um stund en kom henni svo aftur fyrir i hulstrinu. Beltið var of langt um grannt mitti hennar og hún varð að nota isflein til að gera á það nýtt gat. Þá hékk beltið þægilega um lendar hennar með byssu- hulstrið öðrum megin en stóran hnif i sliðri hinum megin.'Hún prófaði að gripa i skyndi til byss- unnar en hún var þung og seig i hendi hennar strax eftir að hún hafði miðað henni. En hún virtist gera sig ánægða með þetta. Hún leysti af sér beltið og fletti af sér ábreiðunni, spennti beltið aftur um sig bera og batt reim- arnar á byssuhulstrinu utanum hægra lærið. Svo dró hún hnifinn úr sliðrinu braut saman ábreið- una og skar rifu i hana miðja. Sið- an stakk hún höfðinu gegnum rif- una og þá lá ábreiðan um axlir hennar og brjóst á mexikanska visu. Hún sliðraði hnifinn aftur, dró gömul stigvél sem hún fann, á fætur sér og hatt sem var jafnvel ennþá eldri á höfuðið. Þegar hún stikaði út úr hlöö- unni strikkaði á rifunni i ábreið- unni og jaðrarnir flöksuðust til svo ef einhver hefði verið nærri hefði hann séð grilla i fjaður- magnaöan likamann undir. En þarna voru engir áhorfendur nærri. Landslagið var auðn og hrjóstur og hið eina sem hreyfðist var reykurinn frá kulnandi eldin- um, sem eytt hafði sveitabýlinu með öllu. Hannie hafði engan hest og lagði þvi af stað fótgangandi og fylgdi slóðinni eftir Clemens- bræðurna. Hún vissi að vonlaust var að veita þeim eftirför. Enda þótt hún næði þeim fyrir eitthvert kraftaverk hefðu óvanar hendur hennar og fornfálegt skotvopnið sem hún bar á sér ekkert að gera á móti mönnunum þremur sem voru svo vel að sér i manndráps- listinni. En þessi vitneskja hélt ekki aftur af henni og þótt henni sæktist leiðin seint i vaxandi húminu mátti sjá i fari hennar einbeittni og ákveðinn tilgang. Sólin gekk til viðar, rauð og heit, og i hennar stað kom fullt tungl sem skein af heiðum himni svo gisinn gróðurinn, sem setti svip á hið hrjóstruga landslag breytti um lit, úr grænu og brúnu i blátt og blárautt og gul jörðin á milli varð grá að lit. Skuggarnir styttust, þéttust og skiptu um stefnu og fjarlægðirnar brengluð- ust er sjóndeildarhringurinn færðist nær. Gangandi konan varð hluti af þessari næturveröld og stundum varð ganga hennar slitrótt þegar hún nam staðar til að hlusta eftir draugalegu skrjáfi og þyt. En þótt hún héldi nú áfram af meiri gætni, hreyfingar hennar væru spenntari, athugaði hún stöðugt af gaumgæfni jörðina fyrir framan sig og hélt sér dyggilega við slóðina eftir reið- mennina þrjá. En hún tók að þreytast. Eld- raunin á bænum viö Clemens- bræðurna, áreynslan við að grafa mann sinn og siðast hin langa ganga olli henni þreytu sem virt- ist ná inn i merg og bein. Hún hafði varla bragðað mat i tvo sól- arhringa og drukkið enn minna og þegar hún sá framundan sér þétt- Askriftarsíminn er 86666 ENDURN VJUN Dregið verður mánudaginn 7. maí Munið að endurnýja Auglýsing um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur Aðalskoðun bifreiða i lögsagnarumdæmi Reykjavikur i mai 1973. Miövikudaginn 2. mai R- 7601 — R- 7800 Fimmtudaginn 3. mai R- 7801 — R- 8000 Föstudaginn 4. mai R- 8001 — R- 8200 Mánudaginn 7. mai R- 8201 — R- 8400 Þriöjudaginn 8. mai R- 8401 — R- 8600 Miövikudaginn 9. mai R- 8601 — R- 8800 Fimmtudaginn 10. mai R- 8801 — R- 9000 Föstudaginn 11. mai R- 9001 — R- 9200 Mánudaginn 14. mai R- 9201 — R- 9400 Þriöjudaginn 15. mai R- 9401 — R- 9600 Miövikudaginn 16. mai R- 9601 — R- 9800 Fimmtudaeinn 17. mai R- 9801 — R-10000 Föstudaginn 18. mai R-10001 — R-10200 Mánudaginn 21. mai R-10201 — R-10400 Þriöjudaginn 22. mai R-10401 — R-10600 Miövikudaginn 23. mai R-10601 — R-10800 Fimmtudaginn 24. mai R-10801 — R-11000 Föstudaginn 25. mai R-11001 — R-11200 Mánudaginn 28. mai R-11201 — R-11400 Þriöjudaginn 29. mai R-11401 — R-11600 Miövikudaginn 30. mai R-11601 — R-11800 Bifreiöaeigendum ber að koma með bifreiöar sinar til bif- reiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, og veröur skoöun fram- kvæmd þar alla virka daga kl. 8,45 til 16,30. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiöunum til skoöunar. Viö skoðun skulu ökumenn bif- reiöanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skil- riki fyrir því, að bifreiöaskattur og vátrygging fyrir hverja bifreiö sé i gildi. Þeir bifreiöaeigendur, sem hafa viötæki i bifreiöum s:.num, skulu sýna kvittun fyrir greiöslu afnotagjalda rikisútvarpsins fyrir árið 1973. Athygli skal vakin á þvi, að skráningar- númer skulu vera vel læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 30. april 1973. ÚTBOÐ Tilboð óskast i gatnagerð, lagnir og bygg- ingu rotþróar i einbýlishúsahverfinu Laufási i Bessastaðahreppi. Útboðsgögn verða afhent i skrifstofu okk- ar, gegn kr. 2000.00 skilatryggingu. — Til- boðum skal skila i skrifstofu okkar, fyrir kl. 11.00 f.h. þriðjudaginn 15. mai 1973. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen s.f. Ármúla 4, Reykjavik. Frá Barnaskolum Hafnarfjaröar Þau börn sem fædd eru árið 1966 og ekki hafa verið i 6 ára deildum barnaskólanna i Hafnarfirði i vetur eiga að koma til inn- ritunar i viðkomandi skóla föstudaginn 4. mai frá kl. 15-16. Fræðslustjórinn i Hafnarfirði Fimmtudagur 3. maí 1973 ©

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.