Alþýðublaðið - 15.05.1973, Page 1

Alþýðublaðið - 15.05.1973, Page 1
Bjarni Guðnason um ráðherraskiptin: 77 EG MUN STUDLA AD HAUSTKOSNINGUM!” — Það er eðlilegast, að þjóðin fái nú að kjósa, sagði Bjarni Guðnason, alþingismaður, er Al- þýðublaðið leitaði álits hans i gær i framhaldi af Nýr skóla- stióri Ung iistakona, Katrin Briem, hefur verið ráðin skólastjóri Myndlistar- skólans i Reykjavik. Baldur óskarsson, sem læturnú af því starfi, hefur verið skólastjóri um ára- } bil. Skólinn er sjáifs- eignarstofnun, sem nýtur styrks frá Reykjavikur- borg og rfkinu. Sl. vetur voru 190 nemendur við skólann, þar af 73 i full- orðinsdeildum. Kennar ar voru 4, þau Hringur Jóhannesson, Sigrún Guðmundsdóttir, Gylfi Gislason og Kartín Briem. Hún er dóttir Jó- hanns Briem, listmálara og konu hans. Hefur hún stundað listnám hér og erlendis, m.a. við lista- akademiuna i Rotterdam i Hollandi, aðallega i grafík, og einnig i bóka- skreytingum. am ummælum þeim, sem hann viðhafði i útvarpi og sjónvarpi á sunnudags- kvöldið um ráðherra- skiptin fyrirhuguðu. Það er engum greiði gerðum með þvi, sizt vinstri mönnum, aö linurnar i pólitikinni séu jafnóskýr- ar og nú á sér stað. Það þarf að þjappa þjóðinni saman i Haagmálinu. Eitthvað þarf að fara að gera I varnarmálunum og ástandið i efnahagsmál- unum er eins og allir vita. Þvi er bezt að stokka þetta upp að nýju. Þvi er bezt að fara nú að kjósa. — Og hvenær telur þú rétt, að gengið verði til þeirra kosninga? — 1 haust væri eðlileg- asti timinn. — Hyggst þú sjálfur stuðla að þvi, að þá verði kosið? — Það er ekki á minu valdi að ákveða það, en ég myndi gjarna vilja að þvi stuðla. Annars mun stjórnmálanefnd SFV i Reykjavik halda fund um miðja þessa viku, senni- lega á miðvikudaginn, og jfalla um siðustu atburði i stjórnmálunum. Ég mun hegða mér samkvæmt þeirri niðurstöðu, er þar fæst. — Nú hefur þú itrekað lýst þvi yfir opinberlega, að ekkert samráð sé haft við þig af ráðamönnum rikisstjórnarinnar um þær aðgerðir, sem hún fyrirhugar — hvort held- ur það eru ráðherraskipti eða bráðabirgðalög. —■ Já, það er rétt. Það hefur ekkert samráð við mig og mitt fólk verið haft hvorki i einu né BILANIR í JAPÖNSKU TOGURUNUM Hingað til lands komu i gærmorgun tveir japanskir verkfræðingar til að lita á kælikerfi i þremur japönsku skuttogaranna sem hingað hafa komið að undanförnu en kælipressur hafa gefið sig i þessum tog- urum. Fyrsta verkefni verk- fræðinganna var þó að lita á vél togarans Bjarts NK, en hann varð fyrir stimpil- bilun úti á miðunum um helgina og var dreginn til hafnar. Kjartan R. Jóhannsson hjá Asiufélaginu hf., sem sá um kaup japönsku tog- aranna, tjáði blaðinu i gær að sér hefði þótt vissara að kalla til japanska verk- fræðinga, þegar vart varð viö bilanirnar i kælikerfun- um. Hann sagði, að is- lenzku eigendurnir bæru ekki tjón af þessum bilun- um, þar eð togararnir væru enn i ábyrgð að hálfu japönsku verksmiðjanna. TOKU TVÓ KARTON Tollverðir fundu nokkuð magn smyglvarnings um borö i Tungufossi sem kom til Reykjavikur um helgina. Samkvæmt upplýsingum Kristins ólafssonar tollgæzlu- stjóra, fundust 58 flöskur af áfengi, auk gallonsbrúsa af viskii. Megnið af áfenginu var geniver. Þá fanst 21 kassi af bjór, 400 vindlingar og 35 skinkudós- ir. Allmargir skipverjar viðurkenndu að eiga varninginn, en mest átti einn skipverjinn 36 vinflöskur. Mikil umsvif hjá varnarliðinu 4 nýjar flugskemmur verða reistar á Keflavíkurflugvelli 1 ráði er nú að byggja 4 nýjar flugskemmur á Kefla víkurflugvelli i tenglsum við flugskýlin stóru, sem þar eru. Hver flugskemma er 400 fer- metrar að stærð og munu þæt byggðar i sambandi við hinar nýju þotur Varnarliösins, sem Al- þýðublaðið skýrði frá á dögunum að væru að koma i stað famallar og úreltrar gerðar. Bæði Páll Ásgeir Tryggvason hjá Varnar- máladeildinni og Thor Ó. Thors hjá tslenzkum aðalverktökum staðfestu, að þessar skemmubygg- ingar stæðu nú fyrir dyr- um. Aðspurður sagði Thor Ó. Thors, að árið i ár mundi verða með beztu veltiárum tslenzkra aöal- vcrktaka.sem annast all- ar framkvæmdir á Kefla- víkurflugvelli á vegum Varnarliðsins. Sagöi hann, að óvenju miklar framkvæmdir stæðu nú yfir — sennilega meiri, en verið hafa á undanförn- um 10—12 árum. Svipaöa sögu væri einnig að segja um árin 1972 og 1971. Þá hefðu framkvæmdir á Keflavikurvelli verið ó- venjulega miklar Aðalverktakar hafa aldrei haft eins mikið að gera og síðan vinstri stjórnin tók við V'/ÍK ■ ALMANNAVARNIR SETJA A SVID KOTLUGOS Ibúar Vikur I Mýrdal og aðrir nábúar Kötlu fá á laugardaginn að sann- reyna, hvort neyðarstarfs- skipulag það, sem Al- mannavarnir rikissins hafa unnið að undanförnu fyrir svæðið stenzt i fram- kvæmd. Klukkan tvö þenn- an dag verður ,,sett á svið” Hásetinn sem komst aldrei í síðasta róðurinn Stundvisin hafði verið sterkasta hlið hásetans alla vertiðina, og ætlaði hann ekki að láta það henda og mæta of seint i siðasta tóð- urinn á vertiðinni, en bátur hans átti að halda út frá Grindavik snemma á sunnudagsmorguninn. Hásetinn var hins vegar staddur i Reykjavik þá nótt, kenndur og auralaus svo hann gat ekki tekið leigubil. Brá hann þá á það ráð að stela sér bil, þótt hann hefði ekki ökuréttindi og væri nokkuð vankaður af vindrykkju. Þetta heppnaðist háset- anum þó vonum framar og tókst honum að koma biln- um langleiðina til Grinda- vikur, en þer hann átti skammt eftir ófarið, bilaöi billinn. Var þá ekkert annað að gera en ganga afgang leiðarinnar, en á þeim stutta spöl mætti hann Grindavikurlögreglunni, sem var fljót að átta sig á ferðum hásetans. Varð þvi ekkert úr sein- asta róðrinum, sem háset- inn hafði lagt svo mikið kapp að komast i. — Kötlugos með tilheyrandi jökulhlaupi og æfð þau við- brögð Almannavarna, sem ákveðin eru við þær kringumstæður. Um leið verður þetta fyrsta al- mannavarna æfing, sem fram fer hér á landi, en eins og Alþýðublaðið hefur skýrt frá er til slikt skipu- lag fyrir Húsavik, tsafjörð og Keflavikurflugvöll. Og i haust er áætlað að ljúka neyöarskipulagi fyrir Reykjavikursvæðið. Björgun fólks undan jökulhlaupi af sandinum og húsþökum verður einnig æfð, en tii þess verður notuð þyrla Landhelgisgæzlunnar. Að þvi er Guðjón Petersen hjá Almannavörnum rikisins sagði við Alþýðublaðið i gær er einmitt eitt mesta vandamálið við björgunar- aðgerðir vegna Kötlu- hlaups hinar miklu viðátt- ur, og björgun fólks af þeim svæðum, sem ætla má, að geti farið i kaf. Þeir, sem verða á ferð I nágrenni Vikur á laugar- daginn mega eiga von á þvi, að lögreglan stöðvi þá A þriðju siðu blaösins I dag segjum við nánar frá æfingu Almannavarna

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.