Alþýðublaðið - 15.05.1973, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 15.05.1973, Qupperneq 6
FÍKNILYFIN: AFENGIÐ ER ALVARLEGJ LYFJASKAPURINN lumskasta og hj Eftir að hafa fjallað um eitur- lyfjavandamálin i Bandarikjun- um i tvö ár hefur opinber eitur- lyf jaeftirlitsnefnd þar i landi sent frá sér skýrslu, þar sem segir m.a., að viðhorf stjórnvalda „hafi orðið til þess að viðhalda vanda- málinu” og nauðsynlegt sé að breyta um afstöðu til eiturlyfja- málanna. Nefnd þessi, sem heitir National Commission of Marih- uana and Drug Abuse (Nefnd um misnotkun á Marihuana og deyfi- lyfjum) og er stjórnskipuð,leggur til, að stofnuð verði sérstök opin- ber stjórndeild til þess að fjalla um öll atriði eiturlyfjavanda- málsins — löggaezla, endurupp- eldi og fræðslu, rannsóknir og meðhöndlun á eiturlyfjasjúkling- um. Samkvæmt tillögum nefndarinnar á yfirmaöur þess- arar nýju stjórndeildar að vera skipaður af forseta Bandarikj- anna og heyra beint undir hann. Þá er það einnig i tillögum nefndarinnar, að til þess að forð- ast megi einhverja eilifðar-eitur- lyfjastofnun beri i upphafi að á- kveða, að stofnunin skuli hætta störfum þegar fimm ár eru liðin frá stofnun hennar. En lausnin er samt ekki ný stofnun að áliti nefndarinnar. Lausnin liggur i breyttum við- horfum almennings og stjórn- valda til eiturlyfjamálanna al- mennt að áliti hennar. Rikjandi viðhorf i dag eru „ósamkvæm og byggð á röngum forsendum”. Til dæmis um þetta bendir nefndin á, að liðin sé ofneyzla á- fengis („án efa hættulegasta vandamál eiturefnaofneyzlu i Bandarikjunum i dag”) og svefn- lyfja („Hið leynda eiturlyfja- vandamál i Bandarikjunum um þessar mundir”). A sama tima sé neyzla marihuana og heróins tor- dæmd. Afengissýkin eiturlyfjavandamál „Viðvarandi alkóhólismi og vanabundin neyzla svefnlyfja... eiga margt sameiginlegt með of- neyzlu á heróini”, segir nefndin. „Eiturefnaneyzla binzt i lifsvef einstaklingsins vegna þess, að hún kemur i stað annars, sem glatazt hefur.” Nefnd þessi, sem skipuð er 13 manns, hefur áður sent frá sér skýrslur um eiturlyfjavandann. t fyrra gaf nefndin út eina slika, þar sem m.a. var mælt með þvi að hefja úr lögum öll refsiákvæði varðandi eigin neyzlu á mari- huana — þessa tillögu endurtekur nefndin i skýrslu sinni nú. Áð öðru leyti, segir nefndin, ber að sporna við „óábyrgri” neyzlu eitur- og vanalyfja, sem skapi hættu fyrir aðra ellegar hafa ó- æskileg áhrif á likams- og heila- starfsemi neytandans eða tefja þroska hans. En refsingar fyrir neyzlu slikra efna ættu að vera léttar að áliti nefndarinnar. 1 stað þess að senda þá i fangelsi, sem teknir eru með slik efni i fórum sinum, ætti að gefa þeim kost á læknis- meðhöndlun. Bæri meðhöndlunin ekki árangur ætti refsingin ekki að vera harðari en eins árs fang- elsi og 500 dollarar i sekt. Sölumönnum og dreifingaraðil- um eiturlyfja ætti hins vegar að „refsa harkalega”, segir i skýrslu nefndarinnar. Þar er nefndin þó ósammála Nixon for- seta, sem sagt hefur, að allir dreifingaraðilar eigi að sæta lág- marksfangelsun sem skyldurefs- ingu. „Slikt framferði yrði til þess eins, að baráttan gegn eiturlyfj- unum myndi einskorðast við grimmileg orð i dómsuppkvaðn- ingum i stað fyrirbyggjandi að- gerða”, segir nefndin. Það er rauði þráðurinn i skýrsl- unni allri, að nefndin reynir að koma jafnvægi á milli löngunar sinnar til þess að hamla gegn of- neyzlu eiturlyfja og þeirrar skoð- unar sinnar, að þjóðin hafi brugð- izt of harkalega við vandanum og heimti of grimmúðlegar refsing- ar, sem engan vanda muni leysa. Hörðustu árásirnar i skýrslunni eru á það, sem þar er nefnt „billjón dollara eiturlyfjafjár- festingarfélag”, sem hafi vaxið upp á undanförnum árum og verji nú peningasummum miklum til þess að reyna að viðhalda vanda- málinu. Opinber framlög til eiturlyfja- varna hafa hins vegar aukizt að sögn nefndarinnar um 1.092 NYTT VIDHORF TIL MARIJUANA Meginhluti bandarisku þjóðar- innar reyndist sammála þvi áliti nefndarinnar um eitur- lyfjamál, sem fram var sett i fyrra, að aflétta ætti hörðum refsingum fyrir eigin neyzlu á marijuana, sagði Raymond P. Shafer, form. nefnd., á blaða- mannafundi, semhaldinn var ný- lega i tilefni af útkomu nýrrar skýrslu á vegum nefndarinnar. Enda þótt Hvíta húsið hafi lagzt gegn þessu áliti hafa 11 riki Bandarikjanna engu að sið- ur breytt eiturlyfjalögum sinum i þessa veru og sex önnur riki hyggjast nú á næstunni fara að ráðum nefndarinnar. Og það, sem meira er — sam- tök eins og Lögfræðingafélag Bandrikjanna, Læknasamtök Bandarikjanna, Samtök banda- riskra geðlækna og Kennara- samtök Bandarikjanna hafa samþykkt álitsgerðir, se ganga mjög I sömu átt og þes tillaga eiturlyf janefndarinna ,,Allt þetta er til merkis ui að reynt er að leita raunhæfr: lausnar á vandamálinu”, sag Shafer. Shafer, sem er Repúblikani ( var settur formaður eiturlyfj nefndarinnar af Nixon forset sagðist vera undrandi yfir hrifunum af fyrstu skýrs nefndarinnar, sem út var gef SVIP WNC 1 ) , GIOVANNI BENELLI HÆGRI HÖND PÁFA Hin vanalega kyrrð í Vatíkaninu var illilega rofin vegna greinaflokks, sem enskur kaþólskur prestur hafði skrifað í sunnudagsútgáfur brezka blaðsins The Observer um hægri hönd páfans, Ben- elli erkibiskup, sem orðið hafði fjúkandi reiður. Erkibiskupinn á sjálfsagt sína óvini einnig i Vatí- kaninu, en þar sem Páll páfi 6. skipaði hann í stöðu nánasta ráðgjafa síns, þá er litið á árás á Benelli sem árásá páfann sálfan. A Vatikanþinginu árið 1965 komu fram margar óskir um endurbætur á kaþólsku kirkj- unni, og nokkrar slikar voru framkvæmdar. En svo þver- sagnarkennt sem það nú er, þá eru afleiðingarnar af endurbót- unum þær, að aukin völd hafa verið færð yfir á einn mann — Benelli erkibiskup. Hann ber nú ábyrgðina á samræmingu starfa ýmissa deilda i Vatikan- inu, en þessi samræming hefur i höndum Benellis orðið að völd- um fyrir hann sjálfan. Erkibiskupinn er nokkurs konar forsætisráðherra Vati- kansins og það starf nær til allra stjórnmálalegra atriða, sem páfinn hefur áhuga á. Hinn op- inberi titill Benellis lætur ekki mikið yfir sér. Hann er „sosti- tuto” eða staðgengill i „ráðu- neytinu”, tengiliður páfans og kúrinunnar og þar eð öll mál eiga að hljóta samþykki „hins æðsta valda” fara þau öll um hendur hans. Völd Benelli byggjast á þvi, að hann er náinn vinur páfans og er eini maðurinn, sem getur náð fundi páfans hvenær, sem er. Skrifstofa hans veitir öll leyfi um áheyrnir hjá páfanum og hann hefur járntak á öllum fjölmiðlum páfarikisins. Hann ritskoðar útvarpsstöð Vatikans- ins og dagblað páfagarðs „Osservatore Romano” og ákveöur, hvað megi birta. Bréf og skýrslur, sem ekki falla að „smekk” hans, ná ekki birtingu, og hann hefur útsendara hjá túlkunum, sem gefa honum skýrslu um leið og páfinn hefur rætt við rikjastjórnendur eða aðra mikilvæga einstaklinga, fullyrðir greinarhöfundurinn i Observer. „Staðgengillinn” hefur einnig orðið sér úti um önnur og ófinni starfsheiti. Stundum er visað til hans með þvi að benda upp á við með þumalfingrinum þar eð hann hefur skrifstofur sinar á þriðju hæð i páfahöll við hliðina á skrifstofu páfans. Annað við- urnefni á honum er „Berlinar- múrinn” þar sem ekki á að vera unnt að komast framhjá honum. Jafnvel þótt Benelli sé vold ugasti maður kaþólska stjórn- kerfisins og hægri hönd páfans er hann næstum óþekktur utan Vatikansins. Hann forðast að láta á sér bera og er sérlega hræddur við myndavélar* að sagt er. Erkibiskupinn er lágvaxinn, feitlaginn maður, en laglegur. Likamsbygging hans er eins og hjá atvinnuknattspyrnumanni. Hann hefur hundrað manns i starfsliði sinu, sem hann rekur áfram af mikilli vinnuhörku, en hann er þó harðari við sjálfan sig og vinnur oft langt fram á nætur. Einasta þekkta afslöpp- un hans er að aka bifreið — og hann ekur mjög hratt. Benelli er ekki gagnrýndur fyrir að vera spilltur eða slæm- ur maður — siður en svo. Hann er heldur ekki gagnrýndur fyrir ódugnað. Gagnrýnin snýst fyrst og fremst um stjórnunaraðferð- ir hans og ómögulegt sé að fást við hann. Hann er fórnardýr kerfis, sem hann gerir ekki hið minnsta til þesS að breyta. Giovanni Benelli fæddist 21. mai árið 1921 i Vernio, litlu þorpi i Toscana á Italiu. Ungur var hann settur i prestaskóla og nam við prestamenntaskólann i Pistona. Arið 1939 flutti hann til Rómar, þar sem hann hélt áfram námi sinu i guðfræði og heimspeki. Arið 1943 stundaði Benelli nám við diplómataskólann i Vatikaninu.og þrem árum siðar urðu timamót i lifi hans, þegar hann réði sig sem einkaritara til Giovanni Battista Montani, kardinála — sem nú er Páll páfi 6. Benelli var þá aðeins 25 ára að aldri.og þá var augljóst, að hann stefndi hátt. Tuttugu og niu ára gamall var hann gerður að sendiráðsritara i sendiráði páfagarðs i Dublin,og næstu 15 ár starfaði hann i Paris, Rio de Janeiro og Madrid. Árið 1965 var fyrrverandi yfirmaður hans kjörinn páfi og þá sendi hann Benelli til UNESCO s áheyrnarfulltrúa. Eftir eins starf þar var hann sendur Vestur-Afriku sem sérlegur indreki páfa, en þeirri mi vægu stöðu gegndi hann aðeii 10 mánuði til mikillar undrui fyrir alla i Róm. En páfinn vildi fá hann til þ að stjórna „rikisráði” sinu,: árið 1966 var hann hækkaðr tign og gerður að erkibiskupi 46 ára að aldri kom hann þjónustu i sjálfum kjai valdakerfisins i Vatikaninu. er hann aðeins 51 árs, en reyi unni rikari um, hvernig kei vinnur. Margir spyrja um frair Benellis. Páfi verður hann ek næstu framtið a.m.k.; til þess hann of ungur, hefur of 1 prestsreynslu og er auk þ ekki kardináli. Það getur hí náttúrulega orðið, en þá ver hann að segja af sér núvera starfi til þess að taka við öð sem er áhrifaminna. Ef hann heldur áfram gegna núverandi embætti s mun hann flækjast mjög in málin, þegar næsti páfi ver valinn og mjög ósennilegt er, hann muni „lifa af” þá kc ingu. Nýi páfinn vill áreii lega fá „sitt eigið fólk” sér aðstoðar. Kannski verður I elli þvi að láta sér nægja halda áfram að berjast fj viðhaldi glæsibrags og y áhrifa páfarikisins á meðan ] kemur i hlut annarra að re; að gera kaþólsku kirkjuna ( faldari og bróðurlegri en hún er. Gunnar Haraldst 0 Þriðjudagur 15. maí 1973

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.