Alþýðublaðið - 15.05.1973, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 15.05.1973, Qupperneq 11
William Terry 4 Hannie Caulder Hávaðinn náði hámarki, meðan hún stóð i gættinni og leit kringum sig. Þarna var langt og beint bar- borð, og á veggnum fyrir ofan það brotnir speglar og mikill fjöldi flaskna i hillum. Veitingastofan var geysistór. Sex þjónar voru fyrir innan borð og brynntu þeim sem stóðu þar, og aðrir þjónar með hvitar svuntur gengu um KRILIÐ flok/hm _____+__________L— LU 5r/?/iu/n /T>U KÖ5T JPiKÐ eruiö &0RM BfU/N/ft SJM/ eft/R u £n7) í £bc,)P\ liLD/ni RÚÐft CjLftV UR VREG- //V L'/NA FaRFA LE/T \ ■ * Tomu + 2E///S m m/NN /Ð PRíT) B//VD/ CrELT T/T/LL SKERA \/?o/n-/ rumfí -j" 5 FÆW f /* ‘arbök P£M SföfKUH beina i salnum. Hannie virtist allir gestirnir i reykfylltum saln- um undir áhrifum áfengis. Orlitil dagsbirta lýsti upp salinn og tröllaukinn kertastjaki hékk i miðju sótsvörtu loftinu, illa úti- leikinn eftir langa ferð og sundur- skotinn af uppstökkum gestum. Hannie skotraði dökkum augunum um salinn og kom loks auga á Thomas, en hann sat við borð og spilaði póker við fjóra menn. Gleraugun gerðu að verk- um, að hann var næsta bliðlegur á svip i samanburði við þá. Hannie sá i fari þeirra þann hrottaskap, sem hafði náð hámarki i Clemens bræðrunum. Hún herti upp hug- ann og gekk inn i salinn, og vængjahurðirnar sveifluðust að baki henni. Fáar konur voru þarna inni, og er hún ruddi sér leið á milli borðanna, fylgdu menn henni með augunum, og úr augnaráði hennar stafaði undrun, þrá og ódulin girnd. Drukkinn maður, sem hallaði sér að barborðinu til stuðnings, hafði hallað höfðinu aftur til að sturta i sig viskisjúss. Hönd hans staðnæmdist, þegar hann sá bak- hluta Hannie sveiflast á milli borðanna. Hann færði augnaráðið upp eftir likama hennar. Herða- sláin kipptist til og brjóst hennar sást sem snöggvast. Hann flýtti sér að ljúka úr glasinu, sneri sér við og skellti glasinu á barborðið og bað um annan drykk. „Guð minn góður, sáuð þið vaxtarlagið á þessum náunga?” sagði hann furðu lostinn. Enginn virti hann svars. Thomas, sem einbeitti sér að spilum sinum, fann einhverja spennu i loftinu og leit upp. Hann sá, hvar Hannie skáskaut sér á milli borðanna á leið til hans. Aðvörun var i augnaráði hans, er augu þeirra mættust, og hann yggldi sig. Hannie skeytti þvi engu, en hélt sig frá borðinu, unz spilinu var lokið. Þá gekk hún ákveðnum skrefum að borðinu og nam staðar við hlið hans. ,,Mér þykir fyrir þvi að trufla,” sagði hún feimnislega. ,,Attu aðrar buxur, sem þú gætir lánað mér, Thomas? Þessar...” Gjafarinn hafði verið að hlusta á hana og horft kimileitur á Thomas. En svipur hans ger- breyttist, og rödd hans var blönduð ótta og virðingu. „Thomas Luther Price! Ég hef verið að reyna að koma þér...” Hann lauk aldrei setningunni. Thomas ýtti harkalega við Hannie, er gjafarinn nefndi nafn hans, svo að hún kastaðist á næsta borð. Borðið valt, og það, sem á þvi var, flöskur, glös og spil, kastaðist á gólfið. Hannie lenti i miðri kösinni. Hjálpsamur kúreki ætlaöi að aðstoða hana, og hún varð að ýta honum frá sér. Er hún féll við, sá hún, að einn spila- mannanna reis upp og seildist til byssu sinnar. En hlaup byssu Thomasar nam þegar við borð- brúnina. Hann skaut. Kúlan markaði far eftir endilöngum borðdúknum og hæföimanninn i kviðarholið. Maðurinn missti jafnvægið, og skot hljóp úr byssu hans. Hann rak upp sársaukaóp. þvi að skotið hæfði hann i fótinn. Thomas batt endi á þjáningar hans og skaut hann i hjartastað. Er siðasti skothvellurinn var hljóðnaður, sló þögn á viðstadda. Ekkert heyrðist nema fótatak Thomasar. Hannie reyndi að risa á fætur án þess að opinbera likama sinn um of. Thomas beygði sig að likinu, greip i brjóst Áskriftarsíminn er 86666 AUGLÝSING UM INNKÖLLUN 25 KRÓNU PENINGASEÐLA Samkvæmt reglugerð nr. 37 frá 2. febrúar 1973, sem sett er með heimild í lögum nr. 22 frá 23. apríl 1968, hefur viðskiptaráðuneytið að tillögu Seðlabanka íslands ákveðið innköllun allra 25 krónu peningaseðla. Þessir peningaseðlar eru: A 25 krónu seðill Landsbanka Islands, Seðla- bankans, sem gefinn var út samkvæmt heimild í lögum nr. 63 frá 21. júní 1957, og settur í umferð hinn 7. maí 1960. Lýsing aðaleinkenna seðilsins: B 25 krónu seðill Seðlabanka islands, sem gefinn var út samkvæmt heimild í lögum nr. 10 frá 29. marz 1961, og settur í umferð á árinu 1965. Lýsing aðaleinkenna seðilsins: 25 aasEaEsatT: 25 jgK TU'míCUJjOfi l'l M M. ii,,. CAoooooo CAOOOOO? STÆRÐ: 140x70 mm. MYNDIR: Magnús Stephensen, lögmaður, og ísafjörður (forhlið), Vest- mannaeyjar (bakhlið). AÐALLITUR: Fjólublár. STÆRÐ: 140x70 mm. MYNDIR: Magnús Stephensen, lögmaður, og isafjörður (forhlið), Vest- mannaeyjar (bakhlið). AÐALLITUR: Fjólublár. Frestur til að afhenda ofangreinda pen- ingaseðla til innlausnar er 12 mánuðir frá birtingu auglýsingar þessarar. Allir bankar og sparisjóðir eru skyldugir að taka við peningaseðlum þessum og láta í staðinn peninga, sem ekki á að inn- kalla, til loka frestsins, sem er hinn 14. maí 1974. Peningaseðlarnir, sem innkalla á, eru lög- mætur gjaldmiðill í lögskiptum manna til loka innköllunarfrestsins, en hætta að vera það hinn 15. maí 1974. Seðlabanka íslands er þó skylt að innleysa ofangreinda peningaseðla eigi skemur en í 12 mánuði eftir lok innköllunarfrestsins. Reykjavík, 15. maí 1973. SEÐLABANKI ÍSLANDS Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. BUasprautun Garðars Sigmundssonar Skipholti 25. Simar 19099 og 20988. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar og Broncobifreið er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudag- inn 15. mai kl. 12—3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. Sala Varnarliðseigna. TILKYNNING til söluskattsgreiðenda Stöðvun atvinnurekstrar þeirra aðila, sem skulda söluskatt fyrir mánuðina janúar, febrúar og marz s.l., svo og nýálagðar hækkanir á söluskatti eldri timabila, hefst án frekari fyrirvara 21. þessa mán. hafi skattinum þá eigi verið skilað ásamt dráttarvöxtum. Fjármálaráðuneytið + Skyndihjálparnámskeið Námskeið i skyndihjálp verður haldið frá og með 20. mai n.k. Kennsludagar verða 6, tveir timar i senn á kvöldin. Kennslan er ókeypis. Þátttaka tilkynnist i sima 26722 fyrir föstudagskvöld. Kennslustaðir verða tveir, Breiðholtsskóli og Álftamýrarskóli. Reykjavikurdeild Rauða kross íslands Orðsending til bifreiðaeigenda Vegna útgefinnar reglugerðar Dóms- málaráðuneytisins frá 9. mai s.l. um breytingu á tryggingartimabili ábyrgðar- trygginga bifreiða úr 1. mai i 1. júni ár hvert vill Hagtrygging h.f. benda við- skiptavinum sinum á eftirfarandi: Hagtrygging h.f. mun af hagkvæmnis- ástæðum ekki senda út sérstaka inn- heimtu vegna mánaðar iðgjalds fyrir mai-mánuð, heldur innheimta það með ábyrgðartryggingariðgjaldi timabilsins 1. júni 1973 —31. mai 1974. Þeir bifreiðaeig- endur sem óska eftir að greiða gjaldfallið iðgjald fyrir mai-mánuð t.d. vegna bif- reiðaskoðunar eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við aðalskrifstofu að Suður- landsbraut 10 eða umboðsmenn okkar utan Reykjavikur. HAGTRYGGING H.F. Suðurlandsbraut 10, Reykjavik, simi 8-55-88 Þriðjudagur 15. maí 1973 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.