Alþýðublaðið - 15.05.1973, Side 12
INNLÁNSVIÐSKIPTILEIÐ
TIL LÁNSVIÐSKIPTA
UNAÐARBANKl
W ÍSLANDS
VORU VIOBUNIR
NfJA HRAUN-
STRAUMNUM
Klukkan rúmlega fjögur i gær
urðu menn varir við það,að
hraun var byrjað að streyma út
norðan til i fellinu nýja i Eyjum,
og stefndi að innsiglingunni.
Eyjamenn voru hálfpartinn
viðbúnir þvi að þetta gæti gerzt,
og 20 minútum eftir að hraunið
byrjaði aö renna, voru menn
komnir með dælubúnað að
hraunkantinum. Tókst að hefta
hraunstrauminn á minna en
tveimur timum. Var hraunið al-
veg hætt að renna klukkan hálf
sjö.
Eyjamenn telja þetta gott
dæmi um áhrifamátt hraunkæl-
ingarinnar, en hraunið gekk
fram um fimm metra á minútu
þegar það fór hraðast.
REISA ARNES-
INGAR SðGU-
ALDARBÆINN Á
EIGIN KOSTNAB?
,,Ég býst við, að næstu daga
verði kannað, hvernig ber að
túlka þessa þögn rikisstjórnar-
innar um sögualdarbæinn. Ef
þessi þögn verður túlkuö sem nei-
kvæð verður ákveðið hvernig við
munum bregðast við”, sagði sr.
Eirikur Eiriksson form. Þjóðhá-
tiðarnefndar Arnessýslu, þegar
Alþýðublaðið hafði samband við
hann i gær. Hann sagði, að honum
sé jafn mikil spurn og okkur, þeg-
ar hann lesi fréttatilkynningu
rikisstjórnarinnar um eins dags
hátiðahöld á Þingvöllum, — þar
sé ekkert minnzt á sögualdarbæ-
inn.
ENDUR-
SKOÐANDINN
FANNST í
PARÍS!
Endurskoðandi Johns Man-
ville, sem lýst var eftir hér i
siðustu viku, er nú kominn
fram i Páris. Maðurinn kom
hingað að morgni 7. mai og
átti að halda samdægurs til
Mývatns til að endurskoða
reikninga félagsins þar.
Veður var hráslagalegt
þennan dag og lagðist svo illa I
endurskoðandann að hann
fékk sér farmiða til Banda-
rikjanna aftur sama kvöldið,
og lét engan vita af ferðum
sinum. Siðan náðist ekki sam-
band við manninn heima hjá
honum, en um helgina fréttist
af honum i Paris og náðist þar
samband við hann.
Ekki er enn ljóst hvort hann
leggur i aðra Islandsreisu, en
bókhald Johns Manville biður
enn óendurskoðað norður við
Mvvatn. —
„Akvörðun um sögualdarbæinn
verður að taka mjög fljótt, ef af
byggingu hans á að verða”, sagði
sr. Eirikur.
Eins og Alþýðublaðið hefur
skýrt frá hafa forráðamenn Ar-
nessýslu og Landsvirkjunar á-
kveðið að leggja átta milljónir
króna i byggingu bæjarins á móti
rikinu, en áætlaður byggingar-
kostnaður er 12 milljónir.
Ekki vildi Eirikur segja, hvort
Arnessýsla muni bjóðast til að
reisa bæinn algerlega á sinn
kostnað. Þó var á honum að
heyra, að slikt sé ekki útilokað.
berðb
AÐSUG AÐ
OTHELLO
Mikil ólæti urðu niður á togara-
bryggju á Akureyri i gærdag, er
brezka eftirlistskipið Othello lá
þar. Köstuðu unglingar fúleggj-
um i skipið og hrópuðu vigorð.
Skarst þá lögreglan i leikinn og
flutti talsverðan hóp ungs fólks
upp á lögreglustöð og hélt honum
þar um stund. Var siðan hópnum
sleppt, og tóku þá margir á rás
niður á bryggju aftur.
Var lögreglan þá búin að loka
bryggjunni. Brugðu unglingarnir
þá á það ráð, að fara út i smábát-
um og gera aðsúg að hinni hlið
skipsins. Stóðu þær aðgerðir
nokkra stund.
KOPAVOGS APÓTEK
Opið öll kvöld til kl. 7,
nema laugardaga til
kl. 2, sunnudaga milli
kl. 1 og 3 sími 40102.
Sveinbjörn Beinteinsson, allsherjargoði.
ALLSHERJAR60DI
MA Nlí GIFTA,
SKfRA OG GREFTRA
Dóms- og kirkjumálaráðu-
neytið hefur löggilt Sveinbjörn
Beinteinsson sem allsherjar-
goða yfir tslandi. Þar með hafa
ásatrúarmenn öðlast rétt til að
framkvæma nafngjöf, unglinga-
vigslur, hjónavigslur og greftr-
anir.
Siðasta vetrardag, á eins árs
afmæli Asatrúarfélagsins, var
haldið fyrsta opinbera blótið á
Tslandi i meira en 900 ár. Voru
þá Freyr og Freyja blótuð til árs
og friðar i nývigðu hofi ása-
trúarmanna.
Þótt hofið sé nývígt, er það
þegar orðið of litið. Næsta stór-
verkefni ásatrúarmanna er að
reisa nýtt hof i Reykjavik, og
hafa þeir leitað til borgarinnar
um lóð, þar sem viðsýnt er og
fagurt. Þá hafa ásatrúarmenn
óskað eftir þvi að þeim verði út-
hlutað svæði fyrir grafreit, eða
kumlteig, eins og það hét i
heiðnum sið.
A blóti ásatrúarmanna, sem
sagt var frá, drukku menn full
goðanna, og þá alveg sérstak-
lega Frey, Nirði og hinum al-
mátta ás, Þór. Var þar og færð
brennifórn með kjöti og jarðar-
gróðri. Sérstakt minni var
drukkið Snorra Sturlusyni, en
ásatrúarmenn sameinast um
heitið: „hefjum til vegs fornan
sið og forn menningarverð-
mæti”.
Blaðið hafði tal af hinum nýja
allsherjargoða, og sagði hann,
að siðasti allsherjargoði i heiðni
hafi verið Þormóður Þorkels-
son, Mána, Þorsteinssonar,
Ingólfssonar, Arnarsonar, land-
námsmanns i Reykjavik. Hann
helgaði Alþingi hið forna i nafni
guðanna að heiðnum hætti. Að
öðru leyti mun hann ekki hafa
haft annað embætti sem alls-
herjargoði. Nú mun allsherjar-'
goðinn hins vegar framkvæma
sömu athafnir og forstöðumenn
annarra safnaða. Form á þeim
athöfnum verður reynt að sam-
ræma þvi, sem vitað er um úr
heiðnum sið, en að sjálfsögðu
farið að lögum i hvivetna, svo
sem um bókanir hjónavigslu og
greftranir. Gifting er ekki neitt
órjúfanlegt sakramenti, heldur
samningur karls og konu, bund-
ið heiti, sem unnið er i viðurvist
goða, og væntanlega, safnaðar.
Ævinlega voru kaupmálar gerð-
ir við brúðkaup, og sagði Svein-
björn, aö réttur konunnar hafi
verið mikill i heiðnum sið, og
um margt meiri en nú tiðkast.
Til dæmis réði konan innan-
stokks, og er það meira en
stundum er hægt að segja nú.
Ævinlega voru veizlur við brúð-
kaup og greftranir, og voru þær
ekki haldnar vegna þess, að fólk
væri þyrst eða soltið, heldur
voru þær gerðar til staðfesting-
ar þvi, sem farið hafði fram.
Þeim sið mun haldið, sagði
Sveinbjörn.
Asatrúarmenn eiga, Jögum
samkvæmt, rétt á landi fyrir
grafreit eða kumlteiga, eins og
aðrir söfnuðir, enda kemur ekki
til mála, að maður sé heygður i
kirkjugarði, ef hann er i söfnuði
ásatrúarmanna.
Eitt brýnasta verkefnið, sem
fyrir liggur, er að reisa hof. Með
nokkurri vissu er vitað um það,
hvernig hof voru gerð, og verður
reynt að fara eftir þvi, en með
hliðsjón af nýtizkulegri bygg-
ingarháttum og skipulagsregl-
um. ,,Ég á erfitt með að hugsa
mér hof úr sementi”, sagði alls-
herjargoðinn. t þessu sambandi
sagði Sveinbjörn, að vitað væri
um, að hofin hefðu átt eignir.
Þær hefðu, við kristnitökuna,
fallið undir kirkjuna, og væri
vandséð, hverning henni gengi
að standa skil á þeim. Annars
er, samkvæmt siðareglum ása-
trúarmanna, heimilt að hafa
eðlilegt samband við fólk, sem
játar aðra trú, svo sem að fara i
samkomur eða i kirkju, og
meira að segja er leyfilegt að
ganga i hjónaband hjá presti, ef
annað hjóna er kristinnar trúar.
Annars skulu ásatrúarmenn
ekki þiggja trúarlega þjónustu
af prestum annarrar trúar. Þá
er heimilt að færa lik ásatrúar-
manna til kirkjulegrar greftr-
unar, ef aðstandendur óska
þess, og er þá viðhafður sá sið-
ur, sem er, — og séu þó sparaðir
söngvar. Ekki má vanhelga
það, sem heilagt er, enda er
átrúnaður ekki bundinn við Æsi
eina, og heimilt er að viður-
kenna aðra Guði eða Goð, einnig
landvættiog aðra máttugar ver-
ur.
„Helzta inntak þessa siðar er
ábyrgð einstaklingsins á sjálf-
um sér og gerðum sinum”,
sagði Sveinbjörn. „1 þessu efni
höfum við hliðsjón af Snorra-
Eddu og öðrum helgiritum”.
Hinn nýi allsherjargoði er 48
ára að aldri og ókvæntur, og
samkvæmt landslöeum biður
hann nú þess eins, að yfirsaka-
dómari gefi út leyfisbréf hans.
Pylsan samrýmdist ekki öllum gæðakröfum kúnnans
Maður nokkur, sem var að
kaupa pylsur i söluturni suður i
Hafnarfirði um helgina, var eitt-
hvað óánægður með vöruna, og
hljóp það svo i skapið á honum að
hann réðist á afgreiðslustúlkuna.
Lét hann höggin dynja á henni
ómæld, svo hún hlaut snert af
heilahristingi og áverka. Svo
heppilega vildi til, að maður af-
greiðslustúlkunnar var ekki langt
undan og sá hverju fram fór.
Tókst honum að skakka leikinn
áður en maðurinn misþyrmdi
stúlkunni enn meir. Hafði hann
hemil á manninum þar til lög-
reglan kom og sótti hann. Stúlkan
var svo illa leikin að hún varð að
leggjast i rúmið. Árásarmaður-
inn var eitthvað við skál. —