Alþýðublaðið - 25.05.1973, Blaðsíða 2
Tveggja mánaða
gamalt piltbarn. Vel
hraust að þvi er virtist.
Hjúkrunarkonan taldi
það vera fyrirmyndar-
barn i alla staði — vel
um það sinnt og alheil-
brigt. Um nóttina hafði
barnið amrað mikið.
Um morguninn, þegar
móðirin var að sinna
þvi um kl. 7, varð
barnið allt i einu mátt-
laust i höndum hennar.
Þegar á sjúkrahúsið
var komið var barnið
látið...
Átta mánaða gamalt
stúlkubarn. Fullfriskt.
Lá úti i vagni
mestallan daginn.
Þegar litið var til þess
um fjögur-leytið virtist
það sofna rólega.
Þegar átti að fara með
það inn klukkutima
siðar var barnið
látið....
Þriggja mánaða
gamalt piitbarn.
Daginn áður hafði
ekkert verið að athuga
við það. Fékk pelann
sinn um kl. lí) og svaf
vært og rólega um kl.
22. Um morguninn var
það andvana, þegar
komið var að.
A hverju ári deyja mörg
ungabörn hægt og hljóðlega i
vöggunni sinni, að mestu án
þess að aörir veiti þvi athygli,
en nánustu vandamenn og
læknirinn, sem skrifar dánar-
vottorðið. Við hin fregnum
ekkert af þvi. Það hvilir þögn
yfir þessum andlátum. Ef til vill
vegna þess, að þau eru svo
dularfull. Enginn veit hvers
vegna — eða hvernig — andlátiö
ber að. Það er aðeins hægt að
geta sér þess til.
Foreldrarnir segja ef til vill,
að barnið hljóti að hafa kafnað i
rúmfötunum. Það er oft sú
skýring, sem lækninum er gefin.
Eða að sagt er, að barnið hafi
„legið sig i hel”.
Áður þótti fóiki það ekki svo
undarlegt. Fólk var vant þvi, að
það væri svo margt, sem það
ekki skildi. Og svo var einfald-
lega hægt að kenna göldrum og
töfrakúnstum um. Ef til vill var
einhver vesöl kona svo brennd á
báli, ákærð fyrir að hafa litið
barnið „illum augum". En nú á
timum, jsegar fólk vill helzt ekki
leita skýringa i einhverju yfir-
náttúrlegu, þá er erfitt að sætta
sig við, að barn, sem fyrir
aðeins nokkrum klukkustundum
leit fullfriskt út, skuli ailt i einu
vera látið. I Englandi eru slik
dauðsföll nefnd „the cot death"
—- vöggudauðinn.
Um heim allan eru þessi
dauðsföll meðal mestu vanda-
mála á sviði réttarlæknisfræði
og barnalækninga. Jafnvei þótt
dauðsföll þessi hafi lengi verið
að vefjast fyrir fólki — um þau
er m. a. rætt i Gamla Testa-
mentinu — þá hefur svarið við
spurningunni um, hvað þeim
valdi enn ekki fundizt. Þvert á
móti er hér um að ræða eina af
þeim meginspurningum, sem
þeir vísindamenn fást við, er
fjalla um sjúkdóma ungbarna.
Ekki hátt dánarhlutfall
Þau eru aö visu ekki fjar-
skalega mörg ungabörnin, sem
verða fórnardýr vöggudauðans
á ári hverju á Vesturlöndum
a.m.k. Ekki hefur Alþýðublaðið
tölur um, hve mörg börn látast
með þessum hætti á Islandi á ári
að meðaltali. Varla eru þau
mörg, þegar tekiö er tillit til
þess, að i Danmörku deyja 20
börn með þessum hætti árlega, i
Englandi eru þau 3000 og i
Bandarikjunum eru þau talin
vera eitthvað á milli 15000 og
20000.
Það hefur valdið nokkrum
ugg i Danmörku, að svo virðist
vera sem þessi dauðsföl! hafi
aukizt mjög á nokkrum siðustu
árum. Um þessar mundir eiga
fleiri slikir sorgaratburðir sér
stað, en nokkru sinni fyrr.
Hvers vegna?
Það veit enginn...
Það er ekki óalgengt, að
ágizkanir leiði til þesSi að tor-
tryggni vakni — tortryggni i
garð foreldranna. Dauði
barnsins er svo dularfullur i
augum annara, að fólk heldur
oft, að einingis ein skýring geti
fundizt: að baki hljóti að búa
glæpsamlegur verknaður. I það
minnsta alvarleg vanræksla. Að
barnið hafi verið látið kafna
með vitund og vilja foreldris,
sem ef til vill hafi aldrei viljað,
að það fæddist...
„Hún hefur sjálf snúið því á
grúfu með andlitið ofan i
koddann og svo hefur hún snúið
þvi á bakið aftur áður en
læknirinn kom".
Þannig er oft dómur um-
heimsins um móður, sem á
þennan hátt hefur misst barn.
Jafnvel þótt læknarnir — sér-
fræðingarnir — viti ekki með
neinni vissu hver sé hin rétta
skýring, þá eru þeir þó sam-
mála, að hún sé ekki þessi.
Andlátið á sér orsök, læknis-
fræðilega orsök, en visinda-
menn hafa einfaldlega ekki
komizt að þvi enn, hver hún sé.
Einna helzt piltbörn
Einn af kunnustu sérfræðing-
um i heimi á þessu sviði er
danski yfirlæknirinn dr. med.
Preben Geertinger, en hann reit
doktorsritgerð sina einmitt um
þessi dularfullu andlát.
Um þá vitneskju. sem lækn-
um er nú tiltæk um málið, segir
dr. Geertinger:
— Réttarlæknirinn veit að
skyndilegur, óvæntur ung-
barnadauði á sér oftast stað hjá
börnum á aldrinum 3ja til 4ra
mánaða, að það eru oftast pilt-
börn, sem örvinglaðir foreldrar
finna látin i vöggunum og að það
gerist án þess að nokkur sjúk-
dómseinkenni hafi komið fram
hjá barninu þá um daginn eða
daginn áður, sem ættu að geta
valdið áhyggjum.
Við vitum einnig, að andlátin
verða með greinilegum árstiða-
bundnum sveiflum — og að mis-
indisverk i sambandi við and-
látin verður að skoða sem alger-
lega útilokaðan möguleika sam-
kvæmt reynslu okkar.
Og, segir Preben Geertinger,
við vitum, að möguleikarnir til
þess að finna dánarorsök eru
mjög litlir — jafnvel þótt öll
hugsanleg hjálparráð séu notuð.
En hvers vegna hefur þessi
aldagamla gáta ekki verið
leyst?
Ef til vill Iiggur hluti
skýringarinnar i þeirri þögn,
sem ávallt hefur umlokið þessa
sorgaratburði — og það visinda-
lega vandamál, sem þeir eru.
Þessu vandamáli hefur raunar
aldrei verið sá gaumur gefinn,
sem skyldi — hvorki af læknum
né almenningi.
Tveir brezkir réttarlæknar,
dr. Donald Teare og dr. Bernard
Knight, hafa sagt:
— Ef þrjú þúsund ungbörn
biðu bana i umferðarslysum á
brezkum vegum hvert ár væri
rekið upp slikt harmakvein, að
einna helzt mætti likja við ham-
farir i byltingu. Samt sem áður
deyja ár hvert a.m.k. svona
mörg ungabörn i vöggum sinum
án þess að því sé gaumur gefinn
hvorki af læknatimaritum né
öðrum blöðum.
Hinir óhamingjusömu
foreldrar eru einir með sorg
sinni og undrun yfir þvi sem
gerzt hefur.
Og þó — örfáir læknar i
Vestur-Evrópu og i Banda-
rikjunum hafa nú hafizt handa
við að leita að skýringu og siðan
að koma i veg fyrir vöggu-
dauðann.
Preben Geertingen er senni-
lega sá þeirra, sem einna lengst
er kominn i athugunum sinum,
en þær framkvæmir hgnn við
réttarlæknisdeildina i Kaup-
mannahafnarháskólanum.
Til þess að verða sér úti um
tölulegar upplýsingar hefur
Preben Geertinger safnað
saman ljósritum af dánar-
vottorðum allra þeirra barna á
aldrinum eins til tiu mánaða,
sem látizt hafa i Kaupmanna-
hafnarumdæmi.
Er svindlaö með
dánarvottorðin?
Yfirlæknirinn tindi saman
ljósrit af alls 738 dánarvottorð-
um, þar sem krufið hafði verið
til banameins.
Niðurstaðan kom ekki Preben
Geertinger á óvart: Ekki eitt
einasta af þessum dánar-
vottorðum sagði, að dauðaor-
sökin hefði verið skyndilegur,
óvæntur ungbarnadauði (PUD
— danska heitið á „vöggu-
dauðanum”). Jafnvel þótt i
mörgum tilfellum léki vafi á um
banameinið var ávallt gefin ein-
hver önnur skýring.
1 flestum tilvikum höföu
læknarnir notað heiti eins og:
Köfnun
Kæfing i rúmfötum
Legið sig i hel
Bráðasýking i öndunarfærum
o.s.frv.
Allt eru þetta heiti, sem hafa
annað hvort verið gripin upp af
götunni —eða a.m.k. verið hag-
ræðing á sannleikanum.
í hreinskilni sagt: Það var
ekki nokkrum vafa undirorpið,
að læknarnir höfðu svindlað á
dánarvottorðunum af einhverj-
um ástæðum. 1 stað þess að
koma upp um vanþekkingu sina
á dánarorsökinni höfðu þeir
framkvæmt sjúkdóms-
greiningu, sem ekkert vit var i.
Vegna þess, að þótt það komi
ekki fram á dánarvottorðunum,
þá VITA menn að vöggudauða-
tilfellunum fer ekki fækkandi,
jafnvel þótt öðrum djúkdómstil-
fellum fari fækkandi, sem leiða
til dauða ungbarna.
Þessi staðreynd er alls staðar
sú sama. Þess vegna eykst hlut-
fall vöggudauðans sifellt i ung-
barnadauðanum. Svo dæmi sé
nefnt frá Danmörku, þá voru á
árunum 1939 til 1948 u.þ.b. 5
ungbarnadauðsföll af hverjum
100 vegna vöggudauðans. Nú
um þessar mundir hefur þetta
hlutfall stigið upp i 30%.
Næstum þvi þriðja hvert
barn, sem deyr á ungbarnaaldri
(1—11 mánáði) i Danmörku
andast af ókunnum orsökum.
Ætlu hlutfallið sé eitthvað svip-
að hér?
Algengast á vetrum
Eitt af þvi, sem stingur i
aueu. er. hve árstiðabundin
þessi dauðsföll virðast vera. Til
dæmis eiga miklu fleiri slik and-
lát sér stað á vetrum og fyrst á
vorin en á sumrin. Hvorki meira
né minna, en 65-85% af þessum
dauðsföllum eiga sér stað á
vetrum. I júni, júli og ágúst
verða þau aðeins örsjaldan.
Einnig virðist vera eitthvert
samband á milli vöggudauðans
og félagslegrar aðbúnaðar og
stöðu. Dönsk rannsókn hefur
sýnt að um 85% af tilfellunum
verða i fjölskyldum fólks, sem
við lökust kjör búa. Aðeins 1%
dauðsfallanna verður á börnum
fólks i hátekjuhópum. Eins og
menn hafa svo oft áður komizt
að raun um: Þeim mun minni
velferö, þeim mun meiri sjúk -
dómar.
Þó ætti að taka samanburð
þennan með hinni mestu gát.
Vfsindamenn eru t.d. langt i frá |
öruggir um, að óhætt sé að j
segja, að húsnæðisaðbúð hafi '
einhver áhrif á vöggudauðs- j
föllin. En niðurstöður at- |
hugananna eru engu að siður |
þessar: Það er i þéttbýlum
hverfum, sem flest hin óút- j
skýranlegu ungbarnadauðatil- £
felli eru. Ef til dæmis er miðað ;
við kort af Kaupmannahöfn, þar j
sem ein slik rannsókn hefur \
verið gerð, þá kemur þetta j
glögglega i ljós. 1 þéttbýlustu (
borgarhverfunum og þar, sem f
húsnæðisaðstaðan er verst, þar j
eru einnig langflest tilfellin af |
óútskýranlegum skyndidauða j
ungbarna.
Vitum allt of litið
Allt þetta eru aðeins tölfræði- í
legar niðurstöður. Þær segja
ekkert um orsökina, sem menn j
hafa verið að leita að öldum i
saman.
Við vitum allt of litið,og nauð- [
synin verður sifellt brýnni að \
visindin skyggnist lengra inn á
þetta svið. Geertinger yfir-
læknir telur:
-r- „Frá þvi að vera litið
áberandi leyndardómsfullfurða
innan um hinn mikla ungbarna-
dauða fyrri tima er vöggu-
dauðinn nú skyndilega farinn að I
verða ein af meginorsökum
þess, að smábörn láta lifið".
„Ef hægt væri að finna svör j
við spurningum þeim, sem j
vandamál þetta vekur,'' segir
Preben Geertinger, „þá myndi
ekki aðeins vera búið að leysa
gamla og flókna gátu réttar-
læknisfræðinnar. Vera kynni, að
þá fyndist einnig leið til þess að
draga enn verulega úr ung-
barnadauðanum”.
Á slóð skýringarinnar?
Dr. Geertinger hefur ef til vill
fundið sporið, sem á eftir að
leiða hann á slóð skýringarinnar
— og lausnar á vandamálinu.
Um nokkurt skeið hefur hann
unnið að rannsókn á kenningu
um, að eitthvert samband kunni
að vera á milli „vöggudauðans”
og gervinæringar eða gervi-
fæðu. Skyndilegur og óvæntur
ungbarnadauði (vöggudauði) á
sér tiltölulega mjög sjaldan stað
hjá börnum, sem fengið hafa
næringu sina úr brjóstum
móðurinnar. En — og áherzlu
ber að leggja á það — þetta er
enn aðeins lausleg hugmynd.
Það er alls ekki vist, að það sé
gervifæðan, sem er orsökin,og
það er engin ástæða til þess að
hætta að gefa ungbörnum slikan
mat. En við skulum vona, að
brátt sjái dagsins ljós nýjar
rannsóknarniðurstöður á þessu
vanrækta sviði læknisfræði og
heilsugæzlu. Aðeins nýjar
rannsóknir — nýjar athuganir —
geta leyst gátuna og komið i
veg fyrir sogaratburði sem
þessa.
©
Föstudagur 25. maí 1973