Alþýðublaðið - 25.05.1973, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 25.05.1973, Blaðsíða 12
alþýðu mum INNLÁNSVIÐSKIPTILEIÐ ^JIL LÁNSVIÐSKIPTA Bbijnaðarbanki im ÍSLANDS KÓPAVOGS APÚTEK Opiðöll kvöldtil kl. 7, nema laugardága til kl. 2, sunnudaga milli kl. 1 og 3.Símj40102; fSBÚDINNI LOKAÐ VEGNA SÚDASKAPAR UTANHÚSS! Borgarráð hefur sam- þykkt að afturkalla kvöld- söluleyfi Dairy Queen is- búðarinnar á Hjarðarhaga frá og með 5. júní næst- komandi/ ef ekki verða fyrir þann tíma gerðar úr- LðDIR ■ DÝRASl ARÍ LS- MOSFEI SVEIT bætur varðandi þrifnað og hreinsun á lóð fyrirtækis- ins. Var þetta gert að til- tilutan heilbrigðiseftirlits borgarinnar. Ljóst er, að til slikra ráðstafana er ekki gripið fyrr en i fulla hnef- ana, og sýnt þykir, að allar ábendingar séu virtar að vettugi. Viðar er pottur brotinn i þessum efnum en á þessum stað, og er þess nú að vænta, að i herferð heilbrigðiseftirlitsins gegn óþrifnaði við is- og pylsusjoppur verði nú beitt þeim viðurlögum, sem tiltæk eru. Sú skylda hvilir á þessum verzlunum, að þær hafi hreint fyrir sinum dyrum. Auðvitað er sóðaskapurinn viðskiptavinunum að kenna en ekki verzlunareigendum. En þar sem óþrifnaðurinn verður rakinn til viðskiptanna, einkum umbúða, eru ráðstafanir eins og þær, sem hér er skýrt frá, sjálfsagðar, þegar annað dugar ekki. bað skal tekið fram, að eftir sögn borgarlæknis, Jóns Sigurðs- sonar, er fyllsta hreinlætis gætt innanbúðar i þessari tilnefndu verzlun Óþefurinn og grútardaunninn frá bræðsluverksmiðju Fiskiðj- unnar i Keflavik er nú orðinn svo megn, að ibúar nálægra húsa hafast þar vart við. 1 siðasta hefti Suöurnesjatiðinda, er málið tekið fyrir á forsiðu og er fnykur þessi nefndur „plága bæjarins”. Segir þar að þær stundir, sem reykinn leggi ekki yfir nálæg hús, sitji ýldulyktin samt eftir i hýbýlum manna, og ekki sé viðlit að hengja út þvott, þvi hann verði strax gegnsósa af fýlunni. Astæðan fyrir þessu mun m.a. vera sú, að verksmiðjan er enn að bræða úldna loðnu frá siðustu vertið, en mikið magn hennar var m.a. geymt uppi á Patterson flugvelli, þrátt fyrir bann við þeim geymslumáta. Leggur einnig daun af loönu- haugunum þar. Segir blaðið að ástandið hafi aldrei verið eins slæmt og nú, og sé fólk i nágrenni verk- smiðjunnar orðið uggandi um verðmæti húsa sinna vegna þessa. Fnykurinn er þó ekki það eina, sem angrar nágranna verksmiðjunnar, þvi allan sólarhringinn berst skerandi iskur og járnaglamur frá úreltum þurrkurum verksmiðj- unnar. brátt fyrir itrekaðar kvart- anir bæjarbúa, en stundum leggur reykinn yfir allan bæinn, hefur engin bót verið ráðin á þessu ástandi undanfarin ár. Hyggjast bæjarbúar nú beita heilbrigðisyfirvöldum fyrir sig i málinu, sérstaklega með hlið- sjón af þvi að ný heilbrigðis- reglugerð er nú gengin i gildi. Engin dagbók í skipinu — áhöfnin öllcá undanþágu SKIPSHÖFHIN FOR ÖLL AD SOFA OG SKIPID STRANDAOI Maður sem hefur f hyggju að reisa sér einbýlishús verður að greiða allálitlega fúlgu úr vasanum áður en hann hefst handa við bygginguna, þ.e.a.s. ef hann ætlar að setja sig niður i ein- hverjum hinna stærri kaupstaða landsins. Alþýðublaðið gerði i gær smá- könnun á, hver gatnagerðargjöld væru á nokkrum stöðum, en þessi gjöld verður húsbyggjandinn að greiöa til sveitafélagsins áður en hann fær að hefjast handa. Spurðumst við fyrir, hve hátt gatnagerðagjaldið er af einbýlis- húsalóð, 700 rúmmetra hús á 800 fm lóð. Samkvæmt þeim svörum, sem viö fengum, er Mosfellssveit dýrust, en gatnagerðargjaldið er þar um 450 þús. kr. Reykjavlk og Kópavogur koma þar fast á eftir, á báðum þessum stöðum þarf húsbyggjandinn aö greiða út um 400 þús. kr. I Garðahreppi, en þar risa nær eingöngu einbýlishús, er gatna- gerðargjaldið um kr. 330 þús., en i næsta nágrenni, Hafnarfirði, er fastákveðiö gjald fyrir einbýlis- húsalóðir kr. 312 þús. Norður á Akureyri er gjaldið hinsvegar 250 — 300 þús. kr. Siglt á land með sofandi skips- höfn, er álit rannsóknarnefndar sjóslysa á orsök þess að vélskipið Bára RE-26 strandaði vestan við Ingólfshöföa 5. júli 1971. betta álit nefndarinnar kemur fram i skýrslu hennar um sjóslys árið 1971. Segir um þetta slys, aö öll skipshöfnin hafi farið að sofa um kvöldiö, og var bátnum lagt að stjórnborðssiðu að vindi og stýrið bundið hart i stjór, Skip- stjórinn stillti vekjaraklukku sina á kl. 03, en skömmu fyrir þann tima vaknaði hann við að bátinn tók niðri. Mannbjörg varö i þessu tilviki, en ekki tókst að bjarga bátnum. Alls rannsakaði nefndin 32 sjóslys þetta árið, og kemur fram, að viða er pottur brotinn i meðferð fiskiskipa. T.d. telur nefndin að þekkingarleysi stýri- manns á siglingu skips sé orsök þess aö Svanur SH-111 strandaði á Snæfellsnesi i febrúar 1971. Kemur fram, að engin dagbók var haldin um borð, og allir yfir- brjú sovézk fyrirtæki notuöu sýninguna Heimiliö-73 til að kynna i fyrsta sinn á islenzkum markaði ýmsar vörur og afla viðskiptasambanda hér vegna þeirra. Sovézka deildin i menn skipsins voru með undan- þágu til starfa vegna skorts á réttindum. bá segir að aðgæzlu hafi veriö mjög ábótavant er fiskiskipið Kristbjörg GK 104 strandaði við Stafnes I nóvember 1971. Telur nefndin vitavert að sigla með sýningarhöllinni er nokkuö stór, hún er á sviði hallarinnar, og þar er að finna margt muna, sem ekki hafa sézt hér i verzlunum. Sovézku fyrirtækin eru Razno- á eileftu stundu fullri ferð til lands, með bilaðan radar i dimmviöri með óvissan fararstað, eins og skipstjóri Kristbjargar gerði. bá kemur þekkingarleysi vélstjóra einnig I ljós, eins og t.d. þegar Búðafelli SU-90 var bjargað á rúmsjó með bilaöa vél. export, Mezhdunarodnaya Kniga og Novoexport. Hiö fyrstnefnda þeirra er eitt af elztu sovézku út- flutningsfyrirtækjunum, og hefur haft mikil viöskipti við Island og er stærsti kaupandi ullarvöru héðan. A þessu ári hefur það keypt peysur og teppi fyrir 150 milljónir islenzkra króna. IllllllllllllllllllllllllllllillilllNæturstaðurinn ekki valinn fyrr en Rússar nota heimilissýninguna til að kynna nýjar vörur á íslenzkum markaði bótt nokkurn veginn sé ákveðið, að George Pompidou muni búa i húsi Alberts Guðmundssonar, þá er enn óljóst hvar Richard Nixon mun gista þá einu nótt sem erlendu forsetarnir dvelja hér á landi. Ástæðan fyrir þvi er sú, að gert er ráð fyrir fleiri en einum hugsanlegum næturstað, en af öry ggisástæðum verður staðurinn ekki valinn fyrr en mjög seint, — ef til vill ekki fyrr en eftir að forsetinn er kominn bessar fréttir hefur blaðið eftir mjög áreiðanlegum heimildum — og eins það að leið forsetans frá Keflavikurflugvelli til Reykja- vlkur er ekki endanlega ákveðin enn. beir staðir, sem hingað til hafa helzt verið nefndir eru banda- riska sendiráðið við Laufásveg, og ibúð McCoolie, aðmiráls á Keflavikurflugvelli. Aður hafði jafnvel verið gert ráð fyrir Hótel Sögu, en minni likur eru taldar á þvi nú. bað sem einkum grípur athygli i sovézku deildinni eru bækur og hljómplötur, krystall, vefnaðar- vara, leikföng og veiðiútbúnaður. Útvarpstæki, sjónaukar, mynda- vélar, klukkur, sjónvarpstæki og mótorhjól, svo nokkuð sé nefnt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.