Alþýðublaðið - 25.05.1973, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 25.05.1973, Blaðsíða 11
William Terry Hannie Caulder Hann sté hægt og stirðlega af baki við smiðjuna, tók ofan svart- an hattinn fyrir Hannie, sem virti hann fyrir sér hálfskelfd á svip. Thomas rétti úr sér, og mennirnir horfðust i augu alllengi. „Pabbi,” kallaði eitt barnanna, og Bailey kom fram i smiðju- dyrnar og rauf þar með spennuna sem Hannie hafði næstum fundizt áþrifanleg. Komumaður sneri sér að Bailey og dró aðra skammbyssuna úr sliöri sinu með hægri, ýktri hreyf- ingu. Hann rétti smiðnum byssuna, hélt sjálfur um hlaupið i hanzkaklæddri hendi, en rétti fram skaftið. Bailey skoðaði hana kunnáttusamlega. „Nýtt skothylkjahólf,” sagði hann. „Tvær vikur?” Svartklæddi maðurinn horfði þögull og svipbrigðalaus á hann. „Ein kannski?” sDurði Bailey. Maðurinn kinkaði ánægður kolli og leit aftur andartak til Thomasar, og horfði lengi á Hannie. Hún gat með naumindum varizt hrolli, þvi að henni fannst hann afklæða sig með isköldum, starandi augum. Siðan sté maðurinn á bak hesti sinum með sömu hægðinni og einkenndu allar hreyfingar hans. sneri hestinum og reið burt án þess að Hta um öxl. Hannie gekk til Thomasar greip i handlegg hans og sá að hann var áhyggjufullur a svip. „Hvaða maður er þetta?” spurði hún. „Mannaveiðari,” svaraði Thomas. „Eini maðurinn, sem kemst i hálfkvisti...” byrjaði Bailey, en sá aðvörunina I áugum Thomas- ar. Byssusmiðurinn yppti öxlum, skoðaði aftur bilaða byssuna og gekk inn i smiðjuna. „Hann er hinn maðurinn,” sagði Hannie skyndilega. „Sá sem getur þrautina með peningana.” Thomas kinkaði kolli, og Hannie starði á eftir ókunna manninum. „Hann likist helzt kirkjunnar þjóni,” sagði Hannie hugsi. „Ég hef bara aldrei séð slika menn bera byssu.” „Það er líklega þess vegna, að hann er kallaður Predikarinn,” sagði Thomas og lagði af stað i átt til nússins, en Hannie horfði enn á eftir mannaveiðaranum. Bailey lauk viö byssu Hannie morguninn eftir og afhenti henni hana á veröndinni Byssan var i gjafakassa úr leðri ásamt verk- færum til að halda henni i lagi, og skotfærapakka. „O, Bailey,” hrópaði Hannie. „Hún er svo sæt.” Thomas skemmti sér konunglega. Hannie kingdi og leiðrétti sig. „Ég ætti heldur að segja falleg.” Bailey varð aftur samur og skoöaði öskjuna með óduldu stolti. Vissulega var byssan falleg. Hún var að verulegu leyti sniðin eftir enskri fyrirmynd, en Bailey hafði gert ýmsar breytingar. Hlaupið var 16 cm langt og viddin .45. Þetta var stór og ógnvekjandi byssa, en jafn- framt fingerð — nærri kvenleg. Hannie undraðist, hve létt byssan var, og virti hrifin fyrir sér skrautlegt útflúrið. „Hvers vegna vandar þú svo ytri frágang byssunnar?” spurði hún. „Hun verður ekki betra vopn við það.” Bailey varð spekingslegur. „Mér hefur alltaf fundizt dauðinn fráhrindandi. Hann er ógeðslegur og óhjákvæmilegur. Minna má ekki gagn gera, en ég reyni að fegra hann dálitið.” Hannie strauk fingri eftir tvö- földum gikknum. „Eiga tveir gikkir að vera á byssunni?” Thomas gekk fram og hagræddi byssunni i lofa hennar. Hún hélt á byssunni, eins og hann sýndi. „Svo er snilli Baileys fyrir að þakka, að þú þarft ekki að spenna byssuna með þumalfingrinum. Togaðu bara I neðri gikkinn með löngutöng. Sérðu?” Hún kinkaði kolli. „Þannig spennirðu hanann. Siðar tekur þú bara i hinn...” KRÍLIÐ /m awr# 5 roFrvur/ ~ * l B/ Y$ / nuDfí KR/L/ uAKF SuVyS O.V£ 'y DJF 5 FÝLA % 2c um 4 rór QOLffí SP/L f 9 OL ’K/R FRCrURj- ' 'b'í'Z fíULfíR + TANé/ —z f 7 -c>á;<Z r 3B/NS ftsrn &UÐ trsrjR. BLV fjfH-L. 1 í 3 söw DRVKK (idb'N 1 & fi'ST/ y LYKHORO • fí£YT!f/GUR ÍSRAELSVIKA Hótel Loftleiðum d » n 3 n MATSEÐILL MENU ctSLi afl AUSTURLENZK EGGJAKAKA Oriental Egg Roulade □ ’t 1311 m’aip dy miya ÍSRAELSKUR blandaður kjotrettur með kartofluteningum Israeli Mixed Grill with Potato Cubes tz?n ntann ' isk yy msn BÖKUÐ EPLI MEÐ HUNANGI Baked Apples with Honey Kr. 695.00 I tilefni 25 ára afmælis hins endurreista Israelsríkis, hefur verið ákveðið að efna til Israelsviku í Hótel Loftleiðum á vegum fsra- elsku ríkisferðaskrifstofunnar, ísraelska flug- félagins EL-AL, og Hótels Loftleiða. Vikan er frá og með 24/5. - 1/6. Þessa daga munu ísraelskir réttir framreiddir í veitinga- sölum Hótels Loftleiða og mun bryti frá Israel annast gerð þeirra. A kvöldin munu lista- menn frá Israel skemmta. Aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði. Vinningur er flugmiði fyrir tvo með Loftleið- um til Kaupmannahafnar og til baka og með EL-AL fram og til baka milli Kaupmanna- hafnar og Tel Aviv. Daglega verða israelskir grillréttir á kalda borðinu i hádeginu. SKEMMTANIR — SKEMMTANIR \ 1 i HÓTEL LOFTLEIÐIR - VÍKINGASALURINN er opinn fimmtudaga, föstudaga, laugaráaga og sunnudaga. HÓTEL LOFTLEIÐIR Cafeteria, veitingasalur með sjálfsafgreiðslu, opin alia daga."' HÓTEL LOFTLEIÐIR Blómasalur, opinn alla daga vikunnar. HÓTEL BORG við Austurvöll. Resturation, bar og dans i Gyllta saln- um. Sími 11440 HÓTEL SAGA Grillið opið aila daga. Mímisbar og Astrabar, opið alla daga nema miðvikudaga. Simi 20X90. INGÓLFS CAFÉ við Hverfisgötu. — Gömlu og nýju dansarnir. Simi 12826 ÞÓRSCAFÉ Opiö'á hverju kvöldi. Sfmi 23333. HABÆR Kinversk resturation. Skóiavörðustig 45. Leifsbar. Opið frá ki. 11. f.h. til kl. 2.30 og 6 e.h. Simi 21360. Opið alia daga. SKEMMTANIR — SKEMMTANIR . _ ... — ..... ... ........ .... . .. - Ingólfs-Café Gömlu dansarnir í kvöld kl. 9 Illjómsveit Garðars Jóhannessonar Söngvari Björn Þorgeirsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Simi 12826. Frá stjórn Landshafnarinnar í Þorlákshöfn Hafnarstjóra og vigtarmann vantar að Landshöfninni i Þorlákshöfn. Umsóknum sé komið til Gunnars Markús- sonar G-götu 9,. Simi 99-3638; hann gefur einnig allar nánari upplýsingar. ’l' Hafnarf jörður — 4= Laust starf Bæjar-og héraðsbókasafnið i Hafnarfirði óskar eftir að ráða bókavörð til afleysinga nú i sumar. Umsóknir sendist fyrir 5. júni n.k. til undirritaös sem gefur allar nánari upplýsingar. Yfirbókavörður. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar Skipholti 25. Simar 19099 og 20988. Föstudagur 25. mai 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.