Alþýðublaðið - 04.08.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.08.1973, Blaðsíða 1
Hún er aðeins 12 ára gömul — en GUBLAUG ER FYRSTA KONAN SEM TEFLIR A MÖTI ERLENDIS Laugardagur 4. ágúst 1973 s^'álg’ alþýðu ÞOBIR E» HIMIB ÞEGTn HVALUR 9 KEMUR AFTUR f GÆZLUNA Rikisstjórnin um leita eftir þvi að fá Hval 9 til landhelgisgæzlustarfa þegar hvalvertið lýkur i haust, uppiýsti Ólafur Jó- hannesson forsætisráð- herra i samtali við Aiþ.bl. i gær. Forsætisráðherra sagði að Hvalur 9 hefði reynzt vel við gæzlustörf siðasta vetur, og þvi væri sjálf- sagt að falast eftir skip- inu aftur. Taldi hann vist að samningar tækjust við eigendur skipsins. For- sætisráðherra taldi hins vegar óliklegt að reynt yrði að fá fleiri hvalbáta leigða hjá Hval hf. Varðandi leigu á er- lendu varðskipi sagði for- sætisráðherra, að ekkert hefði gerzt I þvi máli. Stööugt væri leitað að heppilegum skipum. Ýmis skip hafa boðizt, en þau hafa ekki þótt mægi- lega hentug. Sagði for- sætisráðherra að áfram yrði leitað að hentugu skipi, og bjóst hann jafn- vel við, að frétta væri að vænta af þessu máli alveg á næstu dögum. ,,Ég kviöi eiginlega ekkert fyrir”, sagði Guð- laug Þorsteinsdóttir við blaðamann Alþýðublaðs- ins i viðtali i gær. „Pabbi verður lika með”, bætti hún við, þessi 12 ára hnáta, sem verður fyrsta konan, sem teflir fyrir Is- land á skákmóti erlendis. Þetta er sex landa skák- mót, sem háð verður I þeirri fornfrægu borg Ribe, á Jótlandi. Guðlaug Þorsteinsdótt- ir sagðist oft hafa teflt á skákmótum hjá Taflfélagi Kópavogs, en aldrei farið til útianda fyrr. Guðlaug. var tiður gestur á heimsmeistara- einvíginu I fyrra. Þá hitti hún kunna skákkonu, Milunku Lazarevic, sem er forseti kvennadeildar FIDE, alþjóðaskák- sambandsins. Milunka sá Guðlaugu tefla og fullyrti, að hún væri stórkostlegt skákefni. Þaö var og eftir henni haft, að hún hefði hug á að bjóða Guðlaugu til að tefla erlendis. Ekki hefur neitt orðið úr þessu, og sagði Guðlaug að þetta hafi ekki veriö formlegt boð, „nema bara I blöðunum”. A þessu móti hittast þeir stórmeistararnir Friðrik ólafsson og Bent Larsen. Larsen tók Norðurlandameistara- titilinn af Friðriki i gær, en þeir hafa ekki teflt saman siðan þeir tefldu lifandi manntafl á Laugarvatni i fyrra. Þar sigraði Friðrik. Eins og áður getur fer faðir Guðlaugar Þorsteinn Guðlaugsson, rennismiður, með dóttur sinni i þessa ferð. Ekki kvaðst Guölaug þekkja neitt til væntanlegra keppineata sinna, en sagðist hafa æft sig talsvert undanfarið, og þá teflt mest við Július Friðjónsson, sem teflir I sama móti I unglinga- flokki, og eins pabba sinn. „Ég er hræddur um að það verði gerðar of miklar kröfur til hennar,” sagði Þorsteinn, faðir Guðlaugar. Fjölskyidan, kvöldið fyrir Guðlaug og Þorsteinn. brottför: Sigurlaug, „Ég veit, að hann verður í Húsafelli", hugsar hún þessi unga, fallega stúlka. Og ekki skaðar að lenda, eins og af tilviljun, í sömu rútunni. Svona hugsa þúsundir ung- menna. Og hvern- ig, sem það er orðað og sungið, þá er enn i góðu gildi gamla, góða við- lagið: María, Ma- rí-a. RANNSOKN A „VEITINGA- HÚSUNI FJARMALARAÐHERRA” Ein hinna sýnilegu hliða á rekstri hinna stöðugt fjölgandi mötu- neyta rikis- og borgarstofnana snýr að veitingahúseigendum. Hafa þeir nú ráðið viðskiptafræðing til þess að rannsaka þennan rekstur fræðilega, tilkomu hans og þróun, lagalegan grundvöll hans, sem og áhrif hans og stöðu almennt. Vitað er, að með þessum rekstri eru greiddir úr ríkissjóði og borgarstjóöi tugir milljóna króna árlega, enda er verðlag I þessum mötuneytum I algerum sérflokki. Til dæmis má geta þess, að eftir nýlega verðhækkun kostar matur til starfsfólks I einu stærsta þessara „veitingahúsa” gegn svo- kölluðum miðum sem hér segir: Fiskimáltið kr. 65,00, kjötmáltiðkr. 95.00. Að visu bætast við kr. 3,00, ef menn fá sér molakaffi eftir matinn. Við þetta verölag geta engin matsöluhús keppt, enda greiða þau fullu verði húsnæði fyrir starfsemi sina, allan tækjabúnað og innheimta söluskatt á verð til neyt- enda. Þessir liðir, sem og fleiri, eru ekki reiknaðir I verði mötuneytanna, heldur greiddir af almannafé, rikis- og borgarsjóði. Þessi mötu- neyti eru rekin fyrir m.a. alla starfsmenn stjórnar- ráðsins, borgarstarfs- menn, bankastarfsmenn, toll- og skattstjóra- embættin, póst- og sima- starfsmenn, og sakadðmsembættin, svo eitthvað sé nefnt. Það nýjasta, sem heyrzt hefur frá þvi opinbera er, að nú verði fengnir sænskir hagræðingarsér- fræðingar til að endur- skipuleggja þessa starfsemi. Kjötmáltíð: 95 krónur - kaffi: 3 krónurli UNGLINGAFANGELSI REIST í KÓPAVOGI Rikiö hefur fest kaup á húsi I Kópavogi, sem not- að verður fyrir skamm- vistun afbrotaunglinga. Slík lokuð stofnun hefur ekki verið fyrir hendi. Húsið stendur i nágrenni upptökuheimilis rikisins. Kaupverð hins nýja húss var 3,5 milljónir króna. t þessu húsi verða „verstu” unglingarnir geymdir, þeir sem hafa framið afbrot og geta þvl ekki dvalið á upptöku- heimilinu sjálfu, sem er opið. Slðumúli var notað- ur til geymslu þessara unglinga, en er það ekki lengur. Aður fyrr var slik stofnun nefnd unglinga- fangelsi, en það orð er nú aflagt. Eins og er dvelja ein- ungis skammvistunar- unglingar á sjálfu upp- tökuheimilinu, og tr það þvi lokað heimili nú. Þeir, sem dvöldu á upptöku- heimilinu i vetur, voru flestir útskrifaðir I vor. Upptökuheimiliö sjálft mun svo taka til starfa I september eftir sumar- hlé. Skammvistunarung- lingarnir verða þá fluttir yfir I nýja húsiö. Þá er unnið að endurbótum á Breiöuvikurheimilinu og verða þvl þrjú hæli starf- andi fyrir heimilislausa unglinga og afbrotaung- linga. Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.